Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkomulag Islands o g Færeyja um síldarkvóta Hrygningarstofn síldarinnar mun vaxa um milljón tonn Á ÞRIÐJA tug íslenzkra skipa var á veiðum í Síldarsmugunni í gær eða á leiðinni þangað. ísland og Færeyjar hafa ákveðið að taka sér 250.000 tonna síldarkvóta. Þótt sá kvóti bætist við veiðar Noregs og Rússlands mun hrygningarstofn sfldarinnar stækka. Islenzkir ráðherrar segja Norðmenn ekki komast upp með að líta á norsk-íslenzka sfldarstofninn sem norska eign. ISLENZK og færeysk stjórn- völd luku í fyrrinótt gerð samkomulags um að löndin tvö setji sér einhliða síld- veiðikvóta í eigin lögsögu og Sfldar- smugunni, eftir að slitnaði upp úr viðræðum um fískveiðistjórnun og kvótaskiptingu við Norðmenn og Rússa í fyrradag. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segja óheppilegt að til þessara að- gerða hafí þurft að grípa, en þær muni ekki ganga á hrygningarstofn síldarinnar. Viðræður um sanngjarna skiptingu Samningur íslands og Færeyja kveður á um að skip frá löndunum tveimur megi veiða samtals allt að 250.000 tonn af sfld. Veiðarnar eru heimilar í lögsögu hvors lands um sig. Þannig mega íslendingar veiða í færeyskri lögsögu, ef síldin er veiðanleg þar, og öfugt. Að sögn Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra er miðað við að ná sem mestu af kvótanum innan lögsögu, ef færi er á, til þess að vetja megi síldarstofninn ágangi annarra þjóða er fram í sækir. Jafnframt er ieyfílegt að veiða kvótann í Síld- arsmugunni. Ekki er kveðið á um nákvæma skiptingu kvótans á milli landanna. Veiðar eru fijálsar, þar til 125.000 tonn af kvótanum hafa náðst. Teiji stjórnvöld í öðru hvoru landinu að skiptingin á þeim afla sé ósann- gjörn, verða teknar upp viðræður til að tryggja sanngjama skiptingu. JAN Henry T. Olsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, fordæmdi í gær harðlega einhliða ákvörð- un íslands og Færeyja um síldar- kvóta í Síldarsmugunni. Norges Fiskarlag, heildarsamtök norska sjávarútvegsins, bregð- ast einnig hart við. „ Að ákveða kvóta þegar engin síld er í íslenzkri lögsögu er al- gerlega óskiljanlegt og Iíffræði- lega óábyrgt," segir Jan Henry T. Olsen. „Löndin axla enga ábyrgð, heldur hugsa eingöngu um skammsýna eiginhagsmuni." Olsen segir að Island og Fær- eyjar hafi sýnt lítinn samnings- vilja í viðræðunum við Noreg og Rússland í Reykjavík. Norsk stjórnvöld telja að af- Ábyrg stjórn veiðanna Þorsteinn Pálsson segir að með þessu samkomulagi sýni íslending- ar og Færeyingar að þeir vilji stjóma veiðunum með mjög ábyrg- um hætti. „Þessi tala rúmast innan þeirrar fískveiðiráðgjafar, sem fyrir liggur frá Alþjóðahafrannsókn- aráðinu, þannig að það er ekki verið að ganga á svig við hana,“ segir Þorsteinn. Veiðist kvóti Færeyja og íslands allur og sömuleiðis 650.000 tonna kvóti Norðmanna og Rússa, verður heildarveiðin úr norsk-íslenzka síld- arstofninum um 900.000 tohn. Sjávarútvegsráðherra segir að með þessu sé ef til vill teflt heldur lengra en æskilegt væri miðað við lang- tímamarkmið, en stofninum sé ekki ógnað. Halldór ÁsgHmsson utanríkis- ráðherra tekur undir þetta sjónar- mið Þorsteins og segir að veiðar Færeyja og Rússlands gangi ekki á hrygningarstofninn. „Hins vegar hefði ég að sjálfsögðu viljað sjá minni veiði úr þessum stofni. En við höfum lengi krafízt þess að Norðmenn hefðu samráð við okkur um ákvörðun kvóta, sem þeir hafa aldrei viljað gera, og það er ekki hægt að reikna með að við höldum okkur frá veiðum, sem strandríki sem á mjög mikinn rétt í þessu sambandi, bæði í sögulegu sam- staða íslands og Færeyja komi í veg fyrir að samningar náist á þessu ári um stjórnun á stofninum, sem Norðmenn kalla „norsku vorgotssíldina" á al- þjóðlegu hafsvæði. Óábyrgfisk- veiðistjómun „Við verðum að hugsa það vandlega hvemig við bregðumst við. Það munum við gera í nánu samráði við Rússa, sem em al- gerlega sammála okkur í þessu máli,“ segir pisen. Hann átti í gær fund í Ósló með Vladímír Korelskíj, rússneskum starfs- bróður sinum. Norges Fiskarlag telur að kröfur íslands og Færeyja séu hengi og að því er varðar út- breiðslu stofnsins," segir Halldór. Næstbezti kosturinn valinn Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði til að veidd yrðu 520.000 tonn úr síldarstofninum á þessu ári til að tryggja sem hraðastan vöxt hrygn- ingarstofnsins. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að hrygningarstofninn sé nú um 2,4 milljónir tonna. Með því að veiða 650.000 tonn verði stofninn 3,7 milljónir tonna á næsta ári. Þótt 250.000 tonn bætist við, muni stofninn engu að síður vaxa um meira en milljón tonn. Þessi aukn- ing komi til vegna mjög góðs ár- gangs frá 1991, sem verði kyn- þroska á næsta ári. Árið 1997 bætist svo við 1992-árgangurinn, sem er enn stærri. Jakob segir að sjónarmið Al- þjóðahafrannsóknaráðsins hafí ver- ið að menn ættu að sjá hvemig spáin um þróun hrygningarstofns- ins reyndist og bíða með meiri veið- ar þar til stóru árgangamir kæmu inn í hrygningarstofninn. Segja megi að íslendingar og Færeyingar miði nú við þann kost, sem ráðið hafí talið næstbeztan til að byggja upp hrygningarstofninn. Jakob segir að erfítt sé að segja til um hvort síldin gangi inn í ís- lenzka lögsögu í sumar. Kaldur sjór við Norður- og Áusturland geri merki um óábyrga fiskveiði- stefnu landanna, og að stjórn- völd hafi ekki raunsæjar hug- myndir um stjórnun síldar- stofnsins. „íslenzk stjórnvöld verða að tryggja að þau hafi nauðsynleg- ar lagaheimildir og vijja til að hafa eftirlit með eigin flota,“ segir í ályktun frá stjórn Norges Fiskarlag. Samtökin styðja heilshugar ákvörðun norskra stjórnvalda um að slíta viðræðum um fram- tíðarstjórnun veiða úr síldar- stofninum. Jafnframt telur Norges Fisk- arlag að veiðar íslenzra skipa í Síldarsmugunni séu ögrun við norska hagsmuni. slíkt ólíklegra. í fyrra hafí síldin komið mjög stutt inn í lögsöguna, en síðan gengið .norður í lögsögu Jan Mayen. Jakob segir að þess vegna sé óheppilegt að ekki hafí tekizt að semja við Noreg og Rúss- land. Þannig hefði verið hægt að fylgja sfldinni eftir inn á Jan May- en-svæðið, og eftir því sem líði á sumarið verði sfldin betri vara. Framtíðarsamninga sem fyrst Þorsteinn Pálsson segir að ís- lendingar hefðu verið tilbúnir að semja við Norðmenn og Rússa til bráðabirgða um lægri hlut en þann kvóta, sem nú hefur verið ákveðinn með Færeyingum, hefði það orðið til þess að allsheijarlausn allra eig- enda síldarstofnsins hefði náðst. „Norðmenn geta séð af því hversu mikið við lögðum á okkur til að reyna að ná slíkum samningi," seg- ir hann. Sjávarútvegsráðherra segir að það, sem skipti máli varðandi möguleika hinna fjögurra eigenda stofnsins til að hindra veiðar skipa frá öðrum ríkjum úr sídlarstofnin- um, sé að koma sér saman sem allra fyrst um framtíðarstjómun á veiðum úr stofninum. „Þegar nýjar hafréttarreglur taki gildi, hafi þess- ir aðilar þannig komið sér saman um stjómun," segir Þorsteinn. „Dragist það hins vegar á langinn og nýir aðilar em komnir inn í veiðina, getur það veikt stöðu þess- ara gömlu eigenda stofnsins til að stjórna veiðunum einir eftir að nýj- ar hafréttarreglur taka gildi. Það er ekki sízt í því Ijósi, sem þvergirð- ingur Norðmanna er algerlega óskiljanlegur. Við voram tilbúnir að gera samninga, sem vissulega hefði verið mjög erfítt að fá menn til að sættast á hér heima út frá skammtímahagsmunum, í ljósi þess að þessir langtímahagsmunir era í húfi. En Norðmenn virtu það einsk- is.“ íslendingar eru sameigendur Hann segist telja æskilegast að sett verði upp ný svæðisstofnun landanna fjögurra til að stjórna veiðum úr síldarstofninum. „Með því móti gætu þau bezt varið sig ágangi nýrra þjóða,“ segir sjáv- arútvegsráðherra. Þorsteinn segir að það sé alger- lega ljóst að íslendingar geti aldrei gengið til samninga á öðram for- sendum en þeim að þeir séu, á grandvelli gamallar reynslu, sam- eigendur að síldarstofninum. Jan Henry T. Olsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, sagði í gær að ákvörðun Færeyinga og íslend- inga einkenndist af skammsýnum eiginhagsmunum. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra segir að um slíkt sé engan veginn að ræða. „Ég tel að það hafí verið skammsýnir eiginhagsmunir Norð- manna sem urðu til þess að þessir samningar eru fyrst að fara af stað núna,“ segir hann. Hann segir að þar sem Norðmenn hafí ekki viljað stuðla að bráðabirgðasamkomu- lagi, hafí íslendingum verið nauð- ugur einn kostur að grípa til þess- ara ráðstafana. Halldór segist hins vegar hafa miklar áhyggjur af framtíðar- stjómun á veiðum úr síldarstofnin- um. „Þessi niðurstaða er hörmuleg. Norðmenn verða að átta sig á því að hér er um stofn að ræða, sem við eigum mikinn rétt til að veiða úr sem strandríki. Þeir hafa í samn- ingaviðræðunum endurtekið talað um stofninn sem norskan stofn, og það vekur ugg í bijósti okkar um hvað þeir ætlast fyrir,“ segir utan- ríkisráðherra. Forseti ASÍ um bréf fiskvinnslustöðva Firra sig ábyrgð á afleiðingum verkfalls BENEDIKT Davíðsson forseti Al- þýðusambands íslands segir að bréf Samtaka fískvinnslustöðva til fyrirtækja innan sambandsins með tilmælum um undirbúning vegna yfírvofandi sjómannaverkfalls „sé óþarfa spil til þess að fírra sig ábyrgð". Benedikt segir að bréfíð sé ekki rétta aðferðin fyrir fískvinnslu- stöðvar til þess að „firra sig ábyrgð vegna verkfallsins“. „í lög- um nr. 19 frá 1979 era nægar forsendur til þess að bregðast við,“ segir hann. „Mér sýnist að sé verið að gera eitthvað annað en það sem í bréf- inu segir. Kannski er verið að reyna að vekja upp ótta eða hafa áhrif á þessa deilu. Það er auðvit- að slæmt ef utanaðkomandi aðilar era að leika svoleiðis millileiki í deilu annarra aðila. Mér fínnst þetta einnig vera til þess að reyna að koma inn ótta hjá fískvinnslufólki í landi, hóta því að það muni verða látið gjalda og kannski verið að reyna að koma upp úlfúð milli sjómanna og land- verkafólks," segir Benedikt. ------» ♦ ♦ 1,90 króna hækkun á bensíni BENSÍNLÍfRINN hækkaði um 1,90 kr. í gær. Hækkunin fylgir hækkun á heimsmarkaðsverði á olíu. Frá lokum Persaflóastríðsins árið 1991 hefur olíuverð hækkað reglubundið á vorin og náð lág- marki í lok ársins, samkvæmt fréttaskeyti Reuters. Esso og Olís riðu á vaðið og hækkuðu verð í morgunsárið. Hjá Esso hækkaði 92 oktana bensín úr 65,80 kr. í 67,70 kr., 95 oktana bensín hækkaði úr 68,60 kr. í 70,50 kr. og 98 oktana bensín úr 72,30 kr. í 74,20 kr. Olís hækkaði 92 oktana bensín úr 65,90 kr. í 67.80 kr., 95 oktana bensín úr 68.80 kr. í 70,70 kr. og 98 oktana bensín úr 72,20 kr. í 74,10 kr. Um kaffileytið fylgdi Skeljung- ur í kjölfarið. Verð á 92 oktana bensíni hækkaði úr 65,70 kr. í 67,60 kr., verð á 95 oktana bens- íni hækkaði úr 68,70 kr. í 70,60 kr. og verð á 98 oktana bensíni 72,20 kr. í 74,10 kr. — ♦ ♦ ♦--------- Afmæli styrjaldarloka Vigdís við- stödd athöfn í París VIGDÍS Finnbogadóttir forseti ís- lands verður viðstödd athöfn í París á mánudaginn til minningar um að hálf öld er liðin frá lokum heimstyijaldarinnar síðari í Evr- ópu. Sama dag, 8. maí, verður Hall- dór Asgrímsson utanríkisráðherra viðstaddur athöfn í Osló af sama tilefni. Þá fer Davíð Oddsson forsætis- ráðherra til Moskvu og tekur þar þátt í athöfn þriðjudaginn 9. maí, vegna afmælis styijaldarlokanna. Hörð viðbrögð í Noregi Ósló. Morgunblaðið. I | I I I I I I » I I I I » I I | I t í I I . 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.