Morgunblaðið - 06.05.1995, Side 6

Morgunblaðið - 06.05.1995, Side 6
6 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kjarasamningar landssambanda ASÍ og vinnuveitenda Einstök félög hafa ekki upp- sagnarheimild UPPSAGNARHEIMILD gildandi kjarasamninga sem gerðir voru milli landssambanda ASI og samtaka vinnuveitenda í febrúar er í höndum launanefndar sem skipuð er fulltrú- um landssambandanna og vinnuveit- enda og er hugsanleg uppsögn samninga bundin því að marktæk frávik hafi orðið á samningsforsend- um. Einstök aðildarfélög Alþýðu- sambandsins hafa hins vegar ekki uppsagnarheimild skv. ákvæðum samninganna en í nýlegri ályktun Verkalýðsfélags Húsavíkur er skor- að á samtök launafólks að segja upp núgildandi samningum. Forsendur og uppsagnarákvæði eru samhljóða í samningum allra landssambanda ASÍ. Þar segir að forsenda samninga sé yfirlýsing rík- isstjómarinnar og jafnframt sé á því byggt að verðlagsþróun á samnings- tímanum í heild verði áþekk því sem gerist í helstu samkeppnislöndum, þannig að stöðugleikinn í efnahags- lífínu verði tryggður. Launanefnd- inni ber að fylgjast með framvindu efnahags-, atvinnu og verðlagsmála o g gera tillögur um viðbrögð til sam- takanna og stjórnvalda eftir því sem aðstæður krefjast á hvetjum tíma. Hvorum aðila er heimilt að segja samningnum lausum með minnst mánaðar fyrirvara ef marktæk frá- vik hafa orðið á samningsforsendum og komi til uppsagnar samningsins tekur hún gildi 31. desember 1995. Verðbólga verði ekki meiri en í samkeppnislöndunum Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að sú við- miðun sem lögð sé til grundvallar verðlagsforsendu samninga sé að verðlagaþróunin víki ekk! með mark- tækum hætti frá þróuninni í sam- keppnislöndunum. Verðbólga í ríkjum OECD sé til jafnaðar í kringum 3%. „Samningurinn er uppsegjanlegur ef verðbólga hér á samningstímabilinu í heild fer marktækt fram yfir þau mörk. Ef verðbólgan færi yfír 4 eða 5% er það auðvitað matsatriði en þetta er af þessari stærðargráðu," sagði hann. Þórarir.n tók; einnig fram að iaunabreytingar annarra laun- þegahópa væru ekki forsenda í samn- ingum iandssambanda ASÍ og VSÍ. Gylfi Ambjömsson, hagfræðingur ASÍ, sagði að launanefndin ætti að bera sig saman við formenn lands-. og svæðasambanda ASÍ í tengslum við endurskoðun á samningsforsend- unum, en einstök félög hefðu ekki uppsagnarákvæði hvert fyrir sig. Gylfí sagði að forsendumar miðuðust annars vegar við að verðlagsþróun hérlendis héldist í takt við þróunina í nágrannalöndunum. „Þá emm við að tala um 2-2 'A% verðbólgu," sagði hann. Hins vegar væri svo fram- kvæmd yfirlýsingar ríkisstjómarinn- ar sem gefin var í tengslum við gerð samninganna. Breyting í lífi fjölskyldu LEIKUST Þjóðleikhúsið STAKKASKIPTI Höfundur Guðmundur Steinsson. Leikstjóm Stefán Baldursson. Lýs- ing: Páll Ragnarsson. Leikmynd og búningar Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Leikarar: Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Guðrún Gisla- dóttir, Sigurður Siguijónsson, Ami Tryggvason, Edda Amjjótsdóttir, Randver Þorláksson. 5. mai 1995. ÞAÐ VAR með talsverðri eftir- væntingu og forvitni sem undirrituð fór að sjá nýja leikrit Guðmundar Steinssonar, Stakkaskipti. Hvað hafði drifið á daga fjölskyldunnar sem leikhúsáhorfendur kynntust í Stundarfriði fyrir 16 árum? Hug- myndin, að gera n.k. framhaldsleik- sýningu með sömu persónum (og meira að segja sömu leikurum í flestum hlutverkum) er snjöll og virðingarverð tilraun til að fást við íslenskan raunveruleika eins og hann blasir við okkur í dag. Samanburður á þessum tveimur tengdu leiksýningum er óhjákvæmi- legur og reyndar kallar nýja sýning- in sjálf á hann með síendurteknum vísunum í Stundarfrið. Þessi tvö leikverk eru skyld á fleiri sviðum en varða persónur og líf þeirra. Formlega eru verkin mjög lík; síð- ara verkið nánast spegilmynd af því fyrra. Bæði verkin eru byggð upp á álíka mörgum atriðum (12 og 13) og einstök atriði í Stakka- skiptum eiga sér hliðstæður í Stundarfriði. Sem dæmi má nefna upphafsatriði beggja leikverkanna sem eru nánast eins, þrátt fyrir þau 15 ár sem skilja að innri tíma verk- anna. Hliðstæðumar felast þó ekki eingöngu í byggingu einstakra at- riða, heldur einnig f tilsvörum, lát- bragði og fleiru. Samanburð á þess- um leikdúett mætti skrifa langa ritgerð um og hafa gaman af. Þó ber alls ekki að skilja þetta svo að það sé nauðsynlegt fyrir áhorfendur að hafa séð Stundarfrið til að hafa gaman af og skilja Stakkaskipti; það stendur alveg undir sér sem heilsteypt leikverk. Nafnið Stakkaskipti vísar að sjálfsögðu til þess að breyting hefur átt sér stað í lífi íjölskyldunnar á þeim einum og hálfa áratug sem liðinn er frá Stundarfriði. En einnig vísar það til þeirra breytinga sem líf fjölskyldunnar tekur á því rúma ári sem það spannar. Leikurinn hefst í febrúar 1995 og síðasta at- riðið gerist í mai 1996. Þetta er nýstárlegt; tími leiksins fer fram úr okkur áhorfendum í dag, en hann á eftir að fylgja nýjum áhorf- endum á nýju leikári og þannig gerir verkið kröfu um að vera sí- fellt um daginn í dag. En hver eru þau stakkaskipti sem verða á hag fjölskyldunnar á þessu rúma ári sem við fylgjumst með henni? Heimilisfaðirinn missir at- vinnuna, sem leiðir til þess að fjöl- FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Elur eigin veiði JÓN Karlsson bílasali í Fellabæ getur alltaf gengið að silungnum vísum í Mótjörn hjá sumarbústað sínum í Hrafnkelsdal. Hann flutti með sér urriða af Héraði og ræktar í vatninu. Segir hann að urriðinn hafi vaxið hratt. Jón veiðir fiskinn siðan í gegn um ís að vetri og á flugu á sumrin. Og hann virðist taka rækjuna þvi Jón bílasali veiddi vænan urriða meðan fréttaritari staldraði við á tjörninni hjá honum á dögun- um. skyldan missir stóra einbýlishúsið sem hún hefur búið í síðastliðin 15 ár; dótturdóttir á táningsaldri verð- ur sífellt ófærari um að kljást við óhamingju sína og sambandsleysið við foreldra sína og ánetjast eitur- lyfjum; Ömólfur afi deyr; mennta- og vísindakonan Guðrún ákveður að leggja frama sinn á hilluna, flytja upp í sveit og rækta jörð forfeðra sinna. Þetta eru vissulega stórtæk- ar sviptingar í lífi einnar fjölskyldu og reynt er af heiðarleika að takast á við helstu vandamál nútímans: atvinnuleysið og vímuefnavanda, enda mæðir mest á þeim leikurum sem þurfa að kljást við þennan vanda og túlka afleiðingar hans. Elva Ósk Ólafsdóttir var frábær í erfiðu hlutverki Ingunnar yngri. Hún var afar sannfærandi í frekju og tillitsleysi hins ráðvillta ungl- ings, og túlkaði örvæntingu vímuefnaneyt- andans af skelfi- legu raunsæi. Af öðrum leikurum ólöstuðum kom Elva Ósk sterk- ust út í sýning- unni. Nærtækt er að benda á að hlutverk Elvu Óskar er annað tveggja sem bætist við frá Stundarfriði; þ.e.a.s. sem höf- undur vinnur frá grunni, og kann það að skýra að einhverju leyti þann sprengi- kraft sem felst í persónusköpun- inni. Slíkan kraft vantaði nefni- lega sárlega f flest önnur hlut- verk. Maður fékk á tilfínninguna að flestir fjöl- skyldumeðlimir hefðu sáralítið þroskast og breyst á þessum 15 árum. Flestir skiluðu þó leikararnir hlutverki sínu vel: Árni Tryggvason var trúverðugur sem hjartahlýr afi sem skilur ekki mikið í lífi nútíma- Qölskyldunnar, Helgi Skúlason og Kristbjörg Keld höfðu engu gleymt hvað varðar túlkun á hjónunum Ingunni og Haraldi. Meira mæddi á Helga í túlkun á örvinglun og reiði þess manns sem alla tíð hefur unnið af samviskusemi og dugnaði og er fyrirvaralaust sviptur atvinn- unni þegar fyrirtækið þarf að draga úr umsvifum. Flest gerði Helgi af- bragðsvel, en nokkur vorkunn var honum þegar hlutverkið krafðist harmrænna tilþrifa með texta sem samanstóð af sífelldum endurtekn- ingum einfaldra tákna atvinnuleys- Forsætisráðherra um verkfall sjómanna Virðist beinast að stjóm- völdum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist óttast að lausn á kjaradeilu sjómanna dragist á langinn. Hann segir að svo virðist sem boðað verk- fall beinist fremur að stjómvöldum en vinnuveitendum. Sjómannasam- tökin vísa ummælum ráðherra á bug. í ræðu á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í gær sagðist for- sætisráðherra hafa nokkrar áhyggjur af yfirvofandi sjómannaverkfalli. „Vandamálið við þessa verkfallsboð- un er að hún virðist fremur beinast að stjórnvöldum en vinnuveitandan- um og í annan stað er kröfugerðin sett fram með þeim hætti að það er ekki auðgert að sjá hvar lausn í málinu liggur. í rauninni hafa menn ekki komið sér saman um inntak kröfugerðarinnar þegar hún er sett fram,“ sagði Davíð. Hann sagði að það væri vont að málið bæri að með þessum hætti og óttaðist að lausn málsins gæti því dregist á langinn. Ummælunum vísað á bug Farmanna- og fiskimannasam- band íslands, Sjómannasamband ís- lands og Vélstjórafélag íslands sendu í gær frá sér yfírlýsingu þar sem ummælum forsætisráðherra er vísað á bug sem órökstuddum fullyrðing- um. Vísa samtökin til tillögu til lausnar á fiskverðsmálum sem kynnt var viðsemjendum í desember 1993, þegar búið var að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Aldrei tókst að fá raunhæfar viðræður um þessa til- lögu sjómanna, meðal annars vegna þess að forsætisráðherra skarst í deiluna skömmu síðar með setningu laga sem bannaði verkfall sjó- manna,“ segir í yfirlýsingu þeirra. isins. Reyndar voru slík harmræn eintöl veikasti hlekkur sýningarinn- ar, að undanskildu eintali Elvu Ósk- ar á aðfangadagskvöldi. Guðrún Gísladóttir fór vel með hlutverk ungu menntakonunnar í fjölskyld- unni, en nokkuð þóttu manni um- .skiptin frá hinum þunglynda ung- Iingi Stundarfriðar hafa gengið átakalaust fyrir sig. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir lék Mörtu af þeim tilþrifum sem fremur litlaust hlut- verk hennar bauð upp á. Marta er sú systkinanna sem virðist hafa þroskast minnst, þrátt fyrir hjóna- band, skilnað og barn. Henni hefur í raun mistekist allt í lífinu; á ótal misheppnuð sambönd að baki, nær engu sambandi við dóttur sína, og er flutt aftur í foreldrahús. Líf hennar snýst um útlit og föt, og páfuglsgervið sem hún klæðist á aðfangadagskvöld hæfir henni full- komlega. Gamli kærastinn hennar, Jóhann, leikinn af Randveri Þor- lákssyni, er fullkomlega staðnaður og vel leikinn sem slíkur, hefur ekkert þroskast á 15 árum. Sigurð- ur Siguijónsson var trúr íþróttafrík- inu sem við kynntumst í Stundar- friði, allt hans keppnisskap klárlega nýtt á þeim vettvangi sem kallaður er að koma sér áfram og upp í þjóð- félaginu. Eiginkona hans, Hildur, var bráðskemmtilega leikin af Eddu Arnljótsdóttur, sem var> óþolandi í hroka og sjálfsánægju hinnar ný- ríku kynslóðar sem kennd er við uppa. Umgjörð sýningarinnar var hug- vitsamlega hönnuð og nýting á svið- inu mjög skemmtileg. Leikmyndin var bæði einföld og notkun á frum- litunum kom vel út. í heild er leiksýningin vel unnin og full ástæða til að eyða einni kvöldstund í leikhúsinu, þótt ekki væri nema til að svala forvitninni um fjölskyldunna í Stundarfriði. Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.