Morgunblaðið - 06.05.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 13
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
ÞÁTTTAKENDUR á námskeiðinu, ásamt Sæmundi Jóhannessyni, formanni
Verkalýðsfélags Þórshafnar (t.h.), og séra Vigfúsi Ingvari Ingasyni.
Námskeið í umönnun aldraðra
Þórshöfn - Verkalýðsfélag Þórshafn-
ar og Verkalýðsfélag Raufarhafnar
ásamt MFA (Menningar- og fræðs-
lusambandi alþýðu) gengust nýverið
fyrir kjamanámskeiði í öldmnarþjón-
ustu. Fimmtán manns voru á nám-
skeiðinu og voru það eingöngu konur.
Starfsstúlkur á Dvalarheimilinu
Nausti hér á Þórshöfn íjölmenntu og
einnig starfsfólk við heimilisþjónustu
hjá öldruðum. Konur frá Raufarhöfn,
sem einnig vinna við umönnun aldr-
aðra, sóttu líka námskeiðið, þrátt fyr-
ir ófærðina sem var á þessum tíma.
Leiðbeinendur voru allir fagfólk,
hver í sinni grein, og komu víðs veg-
ar af landinu, s.s. frá Reykjavík,
Akureyri, Egilsstöðum, Vopnafírði,
Kópaskeri og einnig héðan frá Þórs-
höfn. Þátttakendur lýstu ánægju með
námskeiðið óg voru sammála um
gagnsemi þess í starfi en einnig skil-
ar það starfsfólkinu dálítilli launa-
hækkun.
Námskeiðið vel sótt
Fyrir skömmu stóð verkalýðs-
félagið hér fyrir námskeiði um fjár-
mál heimilanna með fjárstuðningi frá
Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis.
Það var frá Neytendasamtökunum í
Reykjavík og var ókeypis fyrir fé-
lagsmenn hér á Þórshöfn þar sem
verkalýðsfélagið og Sparisjóður
Þórshafnar greiddu námskeiðið að
fullu fyrir Þórshafnarbúa. Námskeið-
ið var mjög vel sótt, að sögn Sæ-
mundar Jóhannessonar, formanns
Verkalýðsfélags Þórshafnar og virð-
ist fólk hér um slóðir kunna vel að
meta framtakssemi Verkalýðfélags-
ins.
Álftir og
gæsir í hóp-
um á Fljóts-
dalshéraði
Egilsstöðum - Mikið hefur borið
á gæsum og álftum á Egilsstaða-
nesi, milli Egilsstaða og Fella-
bæjar. Að sögn Skarphéðins
Þórissonar líffræðings eru þær
komnar frá Bretlandseyjum og
eru á milli 1.000 og 2.000 tals-
ins. Þær halda til á nýræktart-
úni Egilsstaðabænda og telja
bændur þar að fuglarnir muni
valda einhverjum skemmdum á
túnum. Þær sækja í nýræktart-
ún þar sem það er auðveldara
að plokka það upp heldur en
gróið gras. Nokkrar gæsir halda
til á flugbrautarsvæði Egils-
staðaflugvallar og að sögn Hall-
dórs Bergssonar hjá flugumsjón
hafa þær engin áhrif á flugið
nema að því leyti að vera til
óþæginda. Þær gæsir sem eru
inni á flugbrautarsvæðinu eru
fældar upp bæði fyrir lendingar
og brottfarir.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
HEIMSÓKN álfta og gæsa
frá Bretlandseyjum er árleg-
ur viðburður á túnum Egils-
staðabænda og tákn um
komu vorsins.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
HALLDORA Malin Péturs-
dóttir 14 ára í hlutverki Önnu
Frank l\já Leikfélagi Fljóts-
dalshéraðs.
Friðardag-
ur á Egils-
stöðum
Egilsstöðum - Friðardagur verður
haldinn á Egilsstöðum 7. maí nk.
en 8. maí eru liðin 50 ár frá lokum
síðari heimsstyrjaldar. Nokkur fé-
lagasamtök á Egilsstöðum standa
að dagskránni og hefst hún með
friðarmessu í Egilsstaðakirkju.
Að henni lokinni verður lagt upp
í friðargöngu frá kirkjunni að Hót-
el Valaskjálf þar sem fer fram
dagskrá um miðjan daginn. Má þar
nefna að Héraðsvísnavinir koma
fram, Félag eldri borgara, böm frá
Leikskólanum Tjamarlandi og
unglingar frá Félagsmiðstöðinni
Nýung. í anddyri verður mynd-
verkasýning grunnskólabarna sem
þau hafa unnið í kringum þemað
„Böm og stríð.“
Friðardegi lýkur með hátíðar-
sýningu Leikfélags Fljótsdalshér-
aðs á leikritinu Dagbók Önnu
Frank í leikstjórn Guðjóns Sig-
valdasonar.
VORSÝNING
FIAT PUNTO
Evrópumeistarinn!! - Bíllinn sem valinn var bíll ársins í Evrópu 1995.
Basa
ÍTALSKIR BÍLAR HF.,
SKEIFUNN117, SÍMI 588 7620
0
Opið: Laugardag kl. 10-17.
Sunnudag kl. 13-17.
Komið og reynsluakið.
FIAT PUNTO
Tíðinda er að vænta á islandi
- þann 12. maí n.h.