Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 13 Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir ÞÁTTTAKENDUR á námskeiðinu, ásamt Sæmundi Jóhannessyni, formanni Verkalýðsfélags Þórshafnar (t.h.), og séra Vigfúsi Ingvari Ingasyni. Námskeið í umönnun aldraðra Þórshöfn - Verkalýðsfélag Þórshafn- ar og Verkalýðsfélag Raufarhafnar ásamt MFA (Menningar- og fræðs- lusambandi alþýðu) gengust nýverið fyrir kjamanámskeiði í öldmnarþjón- ustu. Fimmtán manns voru á nám- skeiðinu og voru það eingöngu konur. Starfsstúlkur á Dvalarheimilinu Nausti hér á Þórshöfn íjölmenntu og einnig starfsfólk við heimilisþjónustu hjá öldruðum. Konur frá Raufarhöfn, sem einnig vinna við umönnun aldr- aðra, sóttu líka námskeiðið, þrátt fyr- ir ófærðina sem var á þessum tíma. Leiðbeinendur voru allir fagfólk, hver í sinni grein, og komu víðs veg- ar af landinu, s.s. frá Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum, Vopnafírði, Kópaskeri og einnig héðan frá Þórs- höfn. Þátttakendur lýstu ánægju með námskeiðið óg voru sammála um gagnsemi þess í starfi en einnig skil- ar það starfsfólkinu dálítilli launa- hækkun. Námskeiðið vel sótt Fyrir skömmu stóð verkalýðs- félagið hér fyrir námskeiði um fjár- mál heimilanna með fjárstuðningi frá Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis. Það var frá Neytendasamtökunum í Reykjavík og var ókeypis fyrir fé- lagsmenn hér á Þórshöfn þar sem verkalýðsfélagið og Sparisjóður Þórshafnar greiddu námskeiðið að fullu fyrir Þórshafnarbúa. Námskeið- ið var mjög vel sótt, að sögn Sæ- mundar Jóhannessonar, formanns Verkalýðsfélags Þórshafnar og virð- ist fólk hér um slóðir kunna vel að meta framtakssemi Verkalýðfélags- ins. Álftir og gæsir í hóp- um á Fljóts- dalshéraði Egilsstöðum - Mikið hefur borið á gæsum og álftum á Egilsstaða- nesi, milli Egilsstaða og Fella- bæjar. Að sögn Skarphéðins Þórissonar líffræðings eru þær komnar frá Bretlandseyjum og eru á milli 1.000 og 2.000 tals- ins. Þær halda til á nýræktart- úni Egilsstaðabænda og telja bændur þar að fuglarnir muni valda einhverjum skemmdum á túnum. Þær sækja í nýræktart- ún þar sem það er auðveldara að plokka það upp heldur en gróið gras. Nokkrar gæsir halda til á flugbrautarsvæði Egils- staðaflugvallar og að sögn Hall- dórs Bergssonar hjá flugumsjón hafa þær engin áhrif á flugið nema að því leyti að vera til óþæginda. Þær gæsir sem eru inni á flugbrautarsvæðinu eru fældar upp bæði fyrir lendingar og brottfarir. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir HEIMSÓKN álfta og gæsa frá Bretlandseyjum er árleg- ur viðburður á túnum Egils- staðabænda og tákn um komu vorsins. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir HALLDORA Malin Péturs- dóttir 14 ára í hlutverki Önnu Frank l\já Leikfélagi Fljóts- dalshéraðs. Friðardag- ur á Egils- stöðum Egilsstöðum - Friðardagur verður haldinn á Egilsstöðum 7. maí nk. en 8. maí eru liðin 50 ár frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Nokkur fé- lagasamtök á Egilsstöðum standa að dagskránni og hefst hún með friðarmessu í Egilsstaðakirkju. Að henni lokinni verður lagt upp í friðargöngu frá kirkjunni að Hót- el Valaskjálf þar sem fer fram dagskrá um miðjan daginn. Má þar nefna að Héraðsvísnavinir koma fram, Félag eldri borgara, böm frá Leikskólanum Tjamarlandi og unglingar frá Félagsmiðstöðinni Nýung. í anddyri verður mynd- verkasýning grunnskólabarna sem þau hafa unnið í kringum þemað „Böm og stríð.“ Friðardegi lýkur með hátíðar- sýningu Leikfélags Fljótsdalshér- aðs á leikritinu Dagbók Önnu Frank í leikstjórn Guðjóns Sig- valdasonar. VORSÝNING FIAT PUNTO Evrópumeistarinn!! - Bíllinn sem valinn var bíll ársins í Evrópu 1995. Basa ÍTALSKIR BÍLAR HF., SKEIFUNN117, SÍMI 588 7620 0 Opið: Laugardag kl. 10-17. Sunnudag kl. 13-17. Komið og reynsluakið. FIAT PUNTO Tíðinda er að vænta á islandi - þann 12. maí n.h.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.