Morgunblaðið - 06.05.1995, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.05.1995, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Forsætisráðherra ræðir síldarsamninga á aðalfundi SH Santer heldur ræðu í London Norðmenn sýndu Is- lendingum óbilgimi Forsætisráðherra er harðorður í garð Norðmanna vegna síldarsamninganna, segir að þeir hafi sýnt íslendingum óbilgirni. Hann sagði í ræðu á aðalfundi SH að þeir hafí í upphafí boðið 28 þúsund tonna kvóta. Islendingar hafí verið tilbúnir að ganga langt til móts við Norðmenn, en þó ekki að neinum afarkostum. Hins vegar virtust Norðmenn ekki hafa burði til að semja vegna brests í norska stjómkerfínu. „ÉG TEL að Norðmenn hafi glatað mikilvægum tækifærum til sam- starfs við okkur á undanfömum árum,“ sagði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra í hádegisverðarerindi á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna í gær. Hann sagðist hafa ákveðinn skilning á fyrra dæminu, þegar Norðmenn hafi glutrað niður tækifærum til samstarfs við íslend- inga varðandi Smuguna í Barents- hafí. Þá hafí þeir verið að sigla inn í Evrópusambandið og norsk stjóm- völd viljað_tryggja stuðning í Norður- Noregi. „Ég tel hins vegar að norsk- um ráðamönnum ætti nú að vera ljóst að ef þeir hefðu komið til móts við óskir Islendinga af sanngimi þegar í upphafi, hefðu náðst samningar sem væru Norðmönnum mjög hag- kvæmir út frá núverandi stöðu. Kannski ekki eins hagkvæmir fyrir okkur vegna þess að þá höfðum við ekki náð þeirri veiðireynslu í Smug- unni sem við síðar höfum fengið," sagði Davíð. Brestur í norska stjórnkerfinu „Mér er á hinn bóginn fyrirmunað að skilja framgöngu þeirra í samræð- um okkar um síldina," sagði Davíð. „Þegar þeir hitta okkur að máli og vilja eftir langa mæðu gangast við beinum óskum okkar um viðræður ... þá ganga þeir út frá því að þeir eigi ákvörðunarrétt um það hvað síld- in þoli og síðan sé dregið frá það sem þeir hafi skammtað sjálfum sér og Rússum og eftir standi það sem þeir geti látið okkur í té af vina- og greiðasemi í þágu lítillar frændþjóð- ar.“ Davíð sagði að Norðmenn hefðu í upphafi boðið íslendingum að veiða 28 þúsund tonn á móti 700 þúsund tonnum þeirra. Þeir hafi sett þessa tölu fram með yfírvarpi vísindalegra sjónarmiða. „Þessi tala var auðvitað fráleit hvaðan sem á hana var horft og umræðurnar sem síðar þróuðust sýndu að ekkert stóð á bak við hana. SH hélt í gær yfirlitssýningu á nýjum pakkningum frá Sölumið- stöðinni og dótturfyrirtækjum hennar erlendis. Sýningin var á Hótel Sögu í tengslum við aðal- fund SH. Þarna voru sýndar um 100 nýlegar vörutegundir frá íslendingar voru tilbúnir til þess að ganga gegn ýtrustu kröfum eigin manna, hagsmunaaðila í sjávarút- vegi, til þess að ná stjórn á þessum málum. Islensk yfírvöld voru tilbúin til að ganga nokkuð langt í þeim efnum, en þó ekki að neinum afar- kostum." Davíð sagði að Norðmenn hafí í þessum samningum fest sig í ákveðnu fari sem þeir hafi ekki get- að útskýrt. „Ég verð að segja það eins og er að ég hef það á tilfínning- unni að það sé einhver brestur í norska stjórnkerfinu. Það séu erfiðar deilur og átök milli ráðuneyta og það geri það að verkum að Norðmenn hafí ekki haft burði til að leysa þetta mál og komi þess vegna fram með svo óbilgjörnum hætti í okkar garð. Ég tel að með framgöngu sinni í síld- armálinu hafí þeir gert rök sín og sjónarmið í hinni eiginlegu Smugu- deilu afskaplega ótrúverðug. Það lágu engar visindalegar eða físki- fræðilegar röksemdir til grundvallar því að þeir skyldu neita að ganga til samninga við okkur, samninga sem voru varfærnir, sem íslenskir stjórn- málamenn hefðu ekki fengið hrós fyrir að hafa gert hér heima fyrir,“ sagði hann. fyrirtækjunum og komu þar fram breytingar þar sem orðið hafa á pakkningum allra síðustu ár. Fundarmenn skoðuðu sýning- una af mikilli athygli og fengu síðan að bragða á réttunum á eftir. Morgunblaðið/kristinn 100 nýjar pakkningar Sátt náist um að út- vegur búi við öryggi DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra sagði að umræður og óvissa um það hvernig laga eigi sveiflur í sjávarút- veginum að tilveru annarra atvinnu- greina í landinu hafí valdið óróleika í þjóðfélaginu. Hann sagði á aðal- fundi SH að mikilvægt væri að mæta þessu af festu en jafnframt sanngimi og taldi að sæmileg sátt ætti að geta náðst um það að sjávarútvegurinn búi við öryggi til lengri tíma. Davíð Oddsson sagði að þrátt fyr- ir að það væri lægð hér í nokkrum mikilvægum fiskistofnum hefði örlað nokkuð á því gamla skapferli í íslend- ingum, að vilja gleypa góðærið hrátt en vilja ekki búa lengur að því. Af þessu tilefni sagði hann mikilvægt að menn missi ekki tökin þegar vott- aði fyrir lausung af þessu tagi. „En sjávarútvegurinn í uppsveiflu hefur verið ríkjandi vandamál. Segja má að það vandamál sé inntakið í þeim deilum um skipan sjávarútvegs- mála sem mjög hafa verið ofarlega í umræðu að undanfömu, það er að segja með hvaða hætti er hægt að laga tilveru sjávarútvegsins og sveifl- ur í þeirri miklu gfrein að tilveru annars atvinnulífs í landinu. Nú er það svo að sumir mætir fræðimenn tala með nokkru yfírlæti urn þessa þætti og þykjast einn sannleik hafa fundið í því efni og enginn annar komi til álita. Ég er ekki þeirrar skoðunar að sá sannleikur sé fundinn og reyndar vanti heilmikið upp á að þau rök öll gangi upp. En hinu verða menn að átta sig á að það hefur tekist að skapa nokkurn óróleika í þjóðfélaginu vegna óvissu um þessa þætti. Það er afar mikilvægt að menn mæti þessum óróleika af festu en jafnframt af sanngirni því ella getur farið illa. Ég hygg að um það ætti að geta náðst sæmileg sátt í landinu að megin atvinnugreinin, sjávarútvegurinn, búi við öryggi til lengri tíma horft. Nógu sveiflugjarn er þessi atvinnuvegur þó að honum sé ekki búin óregla og sveifla af mannanna völdum. Festa mikilvæg Það er afar mikilvægt að festa sé sköpuð. Við sjáum þegar að með þeirri festu sem þó hefur verið hefur þessari atvinnugrein tekist að laga sig að þeim áföllum sem við höfum orðið fyrir, með þeim hætti að sjávar- útvegurinn hefur komist frá þessum áföllum réttum megin við strikið þrjú ár í röð. Má segja að það séu merki- leg og ánægjuleg tíðindi fyrir þjóðfé- lagið allt. Menn hljóta því, þegar leggja á mat á kosti í stjórnun í þess- ari grein, að gæta þess að hag- kvæmni í greininni raskist ekki,“ sagði Davíð. Hættulegl að gera of stífar kröfur London. Reuter. JAQUES Santer, forseti framkvæmdastjómar Evrópusambandsins, varar Breta við að gera of stífar kröfur í þágu sérhagsmuna sinna inn- an ESB. Slíkt geti leitt til þess að stál verði í stál og ríki hindri fram- gang eigin markmiða. Þetta kom fram í ræðu, sem Santer hélt í fyrstu heimsókn sinni til Bret- lands í forsetaembætti. Bretar hafa löngum þótt einna tregastir í taumi á leið til aukins Evrópus- amruna. „Ekkert aðildarríki getur búizt við að hafa allt sitt fram í uppáhaldsmálaflokk- um sínum og hindra alla aðra í þeirra málum. Slíkt leiðir til þess að pólitísk kergja hleypur í málin," sagði Santer í ræðu á fundi Corporation of Lond- on. „Aðildarríkin em fímmtán og þess vegna er samvinna nauðsynleg, ef framfarir eiga að verða.“ Verðið líka að hlusta Santer sagði að Bretland hefði lagt margt af mörkum á vettvangi ESB, til dæmis varðandi innri mark- aðinn, nálægðarregluna, aukið frjáls- ræði í viðskiptum og einkavæðingu. Hins vegar virtust Bretar oft ekki skilja að bandamenn þeirra í ESB hefðu sjálfir sín pólitísku forgangs- mál. Santer tók sem dæmi félagsmála- stefnu ESB, sem Bret- land hefur verið undan- þegið. „Það verður að finna jafnvægi og raun- verulegar umræður verða að eiga sér stað. En það mega ekki vera samræður heyrnar- lausra. Þeir, sem tala, verða líka að hlusta," sagði hann. Þj óðareinkennin ekki í hættu Forsetinn sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af að þjóða- reinkenni Breta myndu bíða skaða af Evrópu- sambandsaðild. Enginn tryði því að slíkt gæti gerzt. Hann fullvissaöi íbúa Bretlands jafnframt um að þeir mættu áfram drekka bjór í pintum, borða rækjusnakk og ferð- ast með rauðum strætisvögnum, þótt brezku blöðin héldu stundum öðru fram. Flestar fréttir um að tilskipan- ir ESB væru að útrýma hefðbundn- um, brezkum lífsháttum væru hrein- ar og klárar Gróusögur. Santer bætti því við að skrifstofa framkvæmda- stjórnar ESB í London hefði hrakið 120 sögur af þessu tagi síðastliðin tvö ár. Hann lagði áherzlu á samræmingu efnahags- og gjaldmiðilsstefnu og hvatti fjármálamenn í London til að ræða málið. Bretar myndu hagnast á þeirri kostnaðarlækkun, sem sameig- inlegur gjaldmiðill hefði í fór með sér. Jacques Santer Sættir landbánaðar og umhverfis? Brussel. Reuter. FRANZ Fischler, sem fer með land- búnaðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir að að- gerðir í umhverfis- málum, sem séu orðnar hluti af sameiginlegri landbúnaðar- stefnu ESB eftir síðustu endur- skoðun hennar, séu fyrsti vísir að sögulegum sáttum landbúnaðar- og umhverfissjón- armiða. I ræðu á ráðstefnu um landbúnað og umhverfisvernd í Evrópu, sem haldin var í Brussel i gær, sagði Fisc- hler að umbætumar á landbúnaðar- stefnunni hefðu blásið nýju lífi í umhverfisvemd og sköpuðu ný tæki- færi fyrir bændur. Fé til nýrra nota „Við dælum ekki lengur peningum í landbúnaðinn til að fá sem mesta framleiðni, heldur gerum við nú ráð fyrir ýmiss konar starfsemi til hjálp- ar umhverfínu,“ sagði Fischler og bætti við að tengsl landbúnaðar og umhverfisverndar væru ekki aðeins mál hvers ríkis fyrir sig, heldur yrði að leysa þau með samstarfi yfir landamæri. Fischler sagðist vonast til að fé, sem hingað til hefði verið notað til að kaupa upp umframframleiðslu á landbúnaðarafurðum, yrði notað til annarra hluta. Þróun lífrænnar rækt- unar og aukinnar fjölbreytni í land- búnaði myndi færa bændum ný markaðstækifæri. Þá hvatti framkvæmdastjórinn til þess að samstarf stjómardeilda ESB, sem fara með landbúnaðarmál, um- hverfísmál og rannsóknir, yrði aukið. Tenging greiðslna við umgengni Grant Lawrence, fulltrúi stjórn- ardeildar XI, sem fer með umhverf- ismál, sagði í ræðu sinni á ráðstefn- unni að sú aðgerð að taka land úr ræktun hefði haft gífurlegar jákvæð- ar afleiðingar fyrir umhverfið, þótt hún hefði alls ekki verið hugsuð þannig í upphafi. Skoða yrði frekari möguleika á slíku. I máli Lawrence kom fram að verkefni á sviði umhverfísverndar í landbúnaði nytu nú aðeins 3% af heildarframlögum til landbúnaðar- geirans. Hann benti á að greiðslur til búa tækju tillit til framleiðslu- magns eingöngu, en tengja þyrtti þær við það hversu góö umgengni bænda væri við landið. Franz Fischler • „HU GLEIÐIN G ARHÓPUR- INN“ svokallaði, sem á að leggja tillögur að endurskoðun á Róm- arsáttmálanum fyrir ríkjaráð- stefnu ESB á næsta ári, hyggst halda a.m.k. fjórtán fundi á tíma- bilinu frá júníbyijun til ársloka. Fyrsti fundurinn verður í Taorm- ina á Ítalíu 3. júní. Flest aðildar- ríkin hafa tilnefnt fulltrúa sína. Finnland tilnefndi sinn í gær, Ingvar Melin fyrrverandi varnar- málaráðherra. Aðeins Frakkland og Belgía eiga þá eftir að velja fulltrúa. 9 NEFND Evrópuþingsins um stofnanamálefni hefur samþyidd ályktunartillögu vegna ríkjaráð- stefnunnar. Nefndin leggur með- al annars til að fleiri ákvarðanir ráðherraráðsins verði teknar með auknum meirihluta, í stað samhljóða samþykkis, og að þingið fái aukið ákvörðunarvald. Evrópuþingið ákveður 17. maí hvort ályktunartillagan verður samþykkt sem framlag þess til undirbúnings ríkjaráðstefnunn- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.