Morgunblaðið - 06.05.1995, Síða 22

Morgunblaðið - 06.05.1995, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hrun þorskstofnsíns STOFNMÆLINGAR botnfiska, sem í daglegu tali eru kallaðar tog- ararallið, hafa nú verið stundaðar í 11 ár. Þetta eru sjálfsagt einhveijar dýrustu rannsóknir sem gerðar eru á íslandi en hljóta líka að vera margfalt meira virði, því margt má lesa úr þessum gögnum og læra af þeim. Skýrsla er skrifuð árlega, og fréttatilkynning send út eftir hvert rall, en varla finnst mér hægt að segja að niðurstöðumar séu vel kynntar né að neitt of mikið sé úr þessum mikilvægu gögnum unnið. Markmiðið ætti fyrst og fremst að vera að fmna stofnstærðir botnfísk- anna, en aldursgreining er einungis birt fyrir þorsk og ýsu og það er ekki auðvelt að lesa stofnstærð þorsksins út úr skýrslunni og t.d. bera saman við niðurstöðu afla- greiningarinnar. Fyrstu árin var sýndur heildarstofnþungi þorsk- stofnsins eins og hann mældist í rallinu, án leiðréttingar fyrir veið- anleika fiskanna. í nýjustu rall- skýrslum má fínna línurit af (óleið- réttum) fiskfjölda í veiðistofni en veiðistofninn sjálfur hefur aldrei verið sýndur fyrr en í fréttatilkynn- ingunni í ár þegar tilkynnt var að hann hefði stækkað um 30% síðan í fyrra. Veiðistofn 85-95 var þá sýndur, alveg óleiðréttur. Menn túlka almennt þessar nið- urstöður um stækkandi veiðistofn sem svo að allt sé í besta lagi með þorskstofninn og tími sé kominn til að huga að skipakaupum. Sjómenn og útgerðarmenn flýja stöðugt þorskinn og segja stofninn nú orðinn svo stóran að til vandræða horfi. Ogerlegt sé fyrir flotann óstöðvandi að veiða nokkum fisk án þess að fá mikinn þorsk í veiðarfærin, sem enginn hafí efni á að flytja í land því kvótinn kosti meira en fæst fyr- ir fískinn. Flestallir hagsmunaaðilar og sjómenn á Suðurlandi hafa því skrifað undir áskomn til sjávarút- vegsráðherra að nú sé tími til kom- inn að bjarga útgerðinni með því að gefa henni stórauk- inn þorskkvóta. Rétt er þá að líta á þessar mikilvægu stofnmælingar, ein- ungis þó mælingar á þorskstofninum sem er langstærsta auðlind ís- íands, t.d. um 8 sinnum verðmætari en allt virkjanlegt vatnsafl landsins, samkvæmt núgildandi sölutilboð- um kvóta„eigenda“ og Landsvirkjunar. Mynd 1. sýnir veiði- stofn þorsksins. Hann minnkaði um helming árið 1990 en hefur minnkað hægar síðan. Hér hafa verið notaðar það sem rallskýrsla Hafró kallar Gamma-Bernoulli vísi- tölur og reiknað er með þeim veiðan- leika sem gefinn er í töflu 1. Stofninn hefur eins og myndin sýnir verið kringum 330 þús tonn undanfarin ár. Einhverjum kann að koma smæð hans á óvart en þessar heildar stofnmælingar eru ekki í neinu ósamræmi við stofnstærð aldurs-aflagreiningarinnar á sama tíma. Stofnstærð táknar hér meðalstofn ársins og einfalda leiðréttingu fyrir fækkun og þyngdaraukningu frá því stofnmælingin er gerð og fram á mitt ár má gera með því að deila með stuðlinum í neðstu línu töflu I. Sé litið á einstaka árganga finnst nokkur munur, t.d. virðast stóru árgangamir frá 83-85 vera nokkru stærri en aldurs-aflagreiningin gefur þá en litlu árgangarnir frá 86-88 mun minni. Árgangamir frá 89-92 virðast svipaðir og nú er talið, árgangurinn frá 91 samt miklu minni en reiknað hefur verið með og var þó aldrei búist við miklu af þessum minnsta árgangi aldarinnar. Þessi munur á stofnmælingunum og aflagreiningunni skiptir litlu máli hér og jafnast út í stærð heildarstofnsins. Meginvandamálið er eins og ég hef margbent á í Morgunblaðinu og Ægi að fiskifræðingar reikna ekki stofnstærðina rétt í aflagreiningunni og hafa eins og t.d. Kanadamenn ofmetið stofninn árum saman og fullyrt að hann sé næstum helmingi stærri en hann raunverulega er. Ótrúlegt er að stofnmælingin skuli hafa sýnt 30% stofnstækkun 1995. Tiltölulega þolanlegir árgangar frá 89-90 eru á góðu vaxtarskeiði, en mikil fískþyngd 1994, mikil sókn og sérstaklega lítil nýliðun stofnsins þ.e. smæð árgangsins frá 91 benda eindregið til þess að stofninn 1995 verði mun minni en 1994. Að mati Einars Júlíus- sonar, er fullyrðing fískifræðinga um 30% stofnstækkun óábyrg. Samsetning stofnsins 94-95 minnir á ástandið 89-90 þegar minnsta nýliðun sem þá hafði mælst (86 árgangurinn) olli miklu stofnhruni, sem stór Grænlandsganga bætti að hluta upp, en væntanlega kom hún eftir að stofnmælingin var gerð. Ég verð að kalla fullyrðingu fískifræðinga um 30% stofnstækkun í ár óábyrga. Þeir hafa aðeins lagt beint saman stofnvísitölur mismunandi svæða og árganga. í slíkri summu vega suðursvæðið og yngstu árgangamir lítið en í stofninn 1995 vantar einmitt yngsta aldurshópinn. Hún er því ekki góður mælikvarði á veiðistofninn, enda er Tafla I Veiðanleiki þorsks í stofnmælingu Aldur (ár) 1 2 3 4 5 6 7+ Norðursvæði 0.03 0.14 0.33 0.45 0.56 0.67 0.80 Suðursvæði 0.01 0.06 0.18 0.25 0.30 0.35 0.40 Mælingartími. 0.61 0.76 0.88 1.01 1.09 1.15 1.22 Veiöistofn þorsks jflas________íaaa________íaao_________mi__________1222________íaaa________mi Einar Júlíusson 250 /—s fl | 200 ja, 150 1 100 *5 50 (Z> 0 Hrygningarstofn, 6 ára og eldri 1 i 1 1 I 1 \ n 1990 1991 1992 1993 1994 350 'e 300 8 250 § 200 xO | 150 £ 100 5 co 50 Hrygningarstofn ■ ■ ■ ■ I E i I 1990 1991 1992 1993 1994 sú vísitala ekki nema 210 þús tonn 1995. Það er samt mun hærra en búast mátti við en ég tel enn að stofnmælingarnar 1995, séu þær rétt túlkaðar, muni eins og aldurs-aflagreiningin (rétt túlkuð) sýna stofnminnkunn 1995. Mynd 2 sýnir hrygningarstofninn sem hefur farið minnkandi og var kominn í 120 þús tonn 1993, orðinn þá helmingi minni en á árunum 88-91 og helmingi minni en fískifræðingar sögðu hann vera. Ekki er mikil þörf á að leiðrétta fyrir mælingartíma því eðlilegt er, eins og aflagreiningin gerir, að reikna út stofninn á hrygningartíma sem er mjög stutt á eftir stofnmælingunni. Mælingunum ber að mestu saman um fiskfjöldann svo ofmat fískifræðinga getur aðeins stafað af ofmati á þyngd og kynþroska sem er miklu meiri í afla en í stofni því veiðarfærin velja stærsta fískinn. Smástækkun hrygningarstofns 1994 er eingöngu vegna þess að kynþroski ungfiska, 4, 5 og 6 ára mældist mun meiri en nokkru sinni fyrr. Þyngd 4 ára físka mældist líka meiri 1994 en áður og þyngd 5 og 6 ára físka var einnig við hámark. Afar hæpið er, svo ekki sé meira sagt, að treysta á 4 og 5 ára hrygningarstofn sem lítið er vitað um hvar, hvenær, hve mikið, hvemig eða hvort hann hrygnir. Öruggt er hinsvegar að golþorskar, 10 ára og eldri gegna lykilhlutverki í hrygningunni. Golþorskastofninn hverfur nú hratt og þó ekki sé litið á svo gamla fiska, en aðeins 6 ára og eldri, fer sá stofn ört minnkandi eins og mynd 3 sýnir. Ástandið er enn verra sé litið á eldri físka eða Suðursvæðið eingöngu. Sjö ára þorskum og eldri á Suðursvæði hefur t.d. fækkað um helming á hveiju ári síðan 1991, og átta ára og eldri fískum fækkar nú enn hraðar. Umhverfisskilyrði fara nú einnig versnandi og búast má því við afar lélegri og minnkandi nýliðun þorskstofnsins á næstu ámm og áframhaldandi hruni stofnsins. Ekki síst ef fískifræðingar efast enn um neikvæð áhrif smækkandi og stöðugt yngri hrygningarstofns á nýliðunina, og þá alveg sérstaklega áhrif hverfandi golþorskastofns. Reikna heldur ekki með neinu úrkasti úr aflanum, og segja stofninn næstum helmingi stærri en hann raunverulega mælist. Það gagnar lítið að ráðleggja 22% kjörafla til að hámarka ágóðann ef þorskstofninn er síðan reiknaður allt of stór en aflinn miklu minni en í veiðarfærunum lendir. Útkoman verður þá bara 44% ofveiði, enginn ágóði og engin uppbygging stofnsins. Jafnvel þótt öllum veiðum yrði tafarlaust hætt tæki uppbygging þorskstofnsins langan tíma og þorskveiðistefnan hefur þegar kostað þjóðina mörg hundruð milljarða króna. > > > t 1 > 1 i í i Höfundur er eðlisfræðingur. Hvar eru konumar? Ragnhildur Þórunn Vigfúsdóttir Sveinbjarnardóttir Sjálfstæðar konur eru tvímæla- laust sigurvegarar kosningabarátt- unnar. Auglýsingar þeirra voru glæsilegar og áhrifamiklar - og þeim tókst nánast það ætlunarverk sitt að þurrka Kvennalistann út. Þær beittu sér af offorsi gegn öllum sem þær töldu standa í vegi fyrir kvennabaráttunni og voru iðnar við að tína flísarnar úr augum andstæð- inganna en sáu að sama skapi ekki bjálkann í eigin auga. Sjálfstæðar konur létu forystu flokks síns algjörlega afskiptalausa þegar hún (flokksforystan) skellti Magnúsi L. Sveinssyni í tíunda sætið í Reykjavík og ekkert heyrð- ist frá þeim þegar ráðherrar voru valdir. Gaman væri að vita hveijir, ef einhveijir, voru að þrýsta á Dav- íð Oddsson að velja konu sem ráð- herra, því varla hafa það verið þær sjálfstæðu sem hafa lýst því yfír Það lýsir best lítilþægni, segja þær Ragnhildur Yigfúsdóttir og Þór- unn Sveinbjarnardótt- ir, þegar sjálfstæðar konur þögðu þunnu hljóði um nýjan stjóm- arsáttmála. að þær treysti körlunum fullkom- lega til að sjá um „þessi mál“. Einn aðalhugmyndafræðingur hópsins kennir karlrembu þeirra sem tóku þátt í prófkjörum Sjálfstæðisflokks- ins síðastliðið haust um kvenmanns- leysið í forystu flokksins og lætur sig litlu varða þótt hin rétt þenkj- andi flokksforysta hefði getað leið- rétt þá slagsíðu þegar tíunda sætið losnaði skyndilega með brotthvarfí Markúsar Amar. Líklega mun margboðuð viðhorfsbreyting kippa þessu í liðinn næst þegar sjálfstæð- isfólk raðar á framboðslista. Úreltar hugmyndir Þótt sjálfstæðar konur hafí verið áberandi í kosningabaráttunni sér baráttu þeirra ekki stað í stjómar- sáttmála nýrrar ríkisstjómar. Aft- arlega í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks segir orðrétt að meginmarkmið sé: „Að vinna gegn láunamisrétti af völdum kynferðis. Stuðlað verður að jafnari möguleik- um kvenna og karla til að njóta eigin atorku og þroska hæfíleika sína.“ Loðnara getur það varla orð- ið. Það lýsir best lítilþægni hinna sjálfstæðu kvenna að ekkert skuli heyrast frá þeim um þennan stjórn- arsáttmála. í stað þess að ráðast að öðmm konum og boða þjóðinni hugarfarsbreytingu ættu þær að Iíta sér nær og taka á úreltum hug- myndum eigin flokkssystkina. Þar er hugarfarsbreyting- ar svo sannarlega þörf. Það hefði einhvem tíma þótt saga til næsta bæjar að þing- konur Framsóknar- flokks væm næstum jafnmargar og þing- konur Sjálfstæðis- flokks og að ein af þeim fyrmefndu vermdi ráðherrastól meðan þær síð- arnefndu yrðu að bíta í það súra epli að sitja úti í sal. Á meðan sjálfstæðar konur setja allt sitt traust á karlana í flokksforyst- unni og beina spjótum sínum ein- göngu að öðmm konum getum við ekki tekið þær alvarlega - ekki frekar en þeirra eigin flokksbræður. Höfundar eru femínistar og hafa áhyggjur af framtíð íslenskrar kvcnnabar&ttu. \ > í \ i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.