Morgunblaðið - 06.05.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 6. MAÍ1995 21
Skuldugir fái ekki
aö bjóða í verk
í Morgunblaðinu 15.
mars sl. var frétt undir
yfirskriftinni: „Verk-
takar í vanskilum úti-
lokaðir frá verkefnum"
og daginn eftir kom
frétt frá Innkaupa-
stofnun Reykjavíkur
sem hét: „Verktökum
hafnað vegna van-
skila.“ Þar segir eftir
formanni stjórnar IR
að verktakar sem
skuldi opinber gjöld
hafi verið útilokaðir frá
tilboðsgerð sl. sex
mánuði. Á sömu síðu er viðtal við
fulltrúa Samtaka iðnaðarins undir
fyrirsögninni: „Megn óánægja með
gerviverktaka", sem lýsti ánægju
með útilokun skuldugra verktaka og
sé það sanngjarnt gagnvart skuld-
lausum.
Leiðari Morgunblaðsins fjallar um
sama efni daginn þar á eftir, 17.
mars, undir fyrirsögninni: „Rétt við-
brögð i verktakamálum." Höfundur
fagnar tillögum starfshóps, sem
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
hafði skipað til að flalla um um út-
boðsstefnu ríkisins og ráðherra hafði
nú samþykkt. Þar segir m.a.: „Með-
al tillagna starfshópsins er að teknar
verði upp þær vinnureglur hjá hinu
opinbera að verktakar, sem skulda
opinber gjöld, verði útilokaðir frá
því að gera tilboð í opinberar fram-
kvæmdir.“
Þetta minnir á reglu sem gilti hér
fyrir þrem áratugum, menn fengu
ekki að fara úr landi nema að borga
fyrst opinbera skatta — þetta þótti
ekki athugavert í þá daga. Fólk
mátti skulda öllum öðrum en ríkinu,
Stóri bróðir varð að ganga fyrir.
Fáir munu vilja taka upp aftur
fyrrgreinda reglu, en varla er mikill
munur á þessu og að banna skuldug-
um að bjóða í verk, sem hann e.t.v.
þarfnast meira en aðrir? Setjum svo
að efnissalar krefjist þess að verk-
takar greiði skuldir hjá þeim áður
en þeir fái að bjóða í verk, starfshóp-
urinn vill einmitt lagasetningu á
skulduga verktaka. Þarf e.t.v. næst
að sýna kvittun frá Gjaldheimtu á
kjörstað?
„ Gerviverktökum “
úthýst
í framangreindri
frétt frá starfshópnum
kemur fram að lagt er
til að gripið verði til
aðgerða gegn „gervi-
verktökum" og að ríkið
bendi viðsemjendum
sínum á að slík starf-
semi sé óheimil. Hér
er um að ræða að
vinnuveitandi geri
verksamning við
starfsmann sinn i' stað
launasamnings. í frétt-
inni segir m.a.: „Starfs-
hópurinn segir að dæmi
séu um að verktakar þrýsti á starfs-
menn sína um að þeir gerist undir-
verktakar, til þess að vinnuveitand-
inn losni undan því að standa skil á
lögbundnum gjöldum vegna starf-
smanna sinna og undan uppsagnará-
kvæðum kjarasamninga." Þetta er
mikil einföldun og launþegar óska
stundum eftir þessu.
Athyglisvert er að þarna er talað
um „lögbundin" en ekki opinber
gjöld og vaknar því sú spurning
hvort þetta eigi að ná yfir skuldir
við hagsmunasamtök, lífeyrissjóði
og aðra launatengda sjóði? — Verður
næsta krafist þess að aðeins þeir sem
hafi skiiað gjöldum til félaganna fái
að bjóða í verk?
Þegar vinnuveitandi gerir verk-
takasamning við starfsmann er hann
ekki lengur vinnuveitandi hans held-
ur verkkaupi og starfsmaðurinn
verksali eða verktaki, eins og oftast
er sagt. Verktaka ber sjálfum að
standa skil á opinberum gjöldum,
en hann ræður því sjálfur hvort hann
greiðir félagsgjald til stéttarfélags,
í sjúkrasjóð, orlofsheimilasjóð eða
hvar hann greiðir í lífeyrissjóð. Þessi
atriði kunna að hafa vegið þungt í
huga einhverra í starfshópnum?
Vinnuveitandi losnar ekki undan
uppsagnarákvæðum kjarasamninga
þótt hann geri verktakasamning,
hann er bundinn þeim gagnvart
starfsmönnum sínum sem ekki hafa
gert verktakasamning, hinir eru
sjálfstæðir atvinnurekendur, verk-
taki á ekki rétt á uppsagnarfresti
skv. kjarasamningi. Það er á valdi
verktakans hvað hann semur um
Að svipta fólk rétti þess
til að gerast undirverk-
takar er mjög vafasöm
* .
ákvörðun, segir Arni
Brynjólfsson, og
hæpið að hún standist
fyrir lögum.
fyrir verk og hve mikið hann tekur
fyrir þau fríðindi sem hann telur sig
missa. Honum ber að greiða sömu
gjöld til ríkisins og öðrum atvinnu-
rekendum og gera ráð fyrir þeim í
verksamningi. Allir verktakar verða
að tryggja lífeyri sinn sjálfir.
Að svipta fólk rétti til þess að .
gerast undirverktakar er mjög vafa-
söm ákvörðun, sem hæpið er að
standist fyrir lögum, þótt starfshóp-
urinn vitni í Hæstaréttardóm máli
sínu til stuðnings. Það er lítill munur
á ákvæðisvinnu og þeirri starfsemi
sem hér um ræðir og ekki vilja
menn leggja hana niður. Munurinn
er aðeins sá að vinnuseljandinn verð-
ur sjálfstæðari gagnvart stéttarfé-
lögunum. Um það má svo aftur deila
hvort þessi þróun er æskileg — mik-
ill munur er á að banna þessa starf-
semi og að setja um hana leiðbein-
andi reglur.
Hvaða hagsmuni
er verið að verja?
Undir lok framangreinds leiðara
er bent réttilega á að launafólk vilji
í sumum tilfellum fremur gerast
verktakar vegna frádráttarmöguleika
frá tekjuskatti, en því bætt við að
slíkt sé oft skammgóður vermir „því
að „verktakamir" njóta ekki lífeyris-
réttinda, samningsbundins uppsagn-
arfrests eða ýmissa annarra réttinda
launþega". Þetta er alveg rétt, en
verktakinn getur gert ráð fyrir þessu
í samningi. Það ber að hafa í huga
að sú láglaunastefna hefur verið rek-
in af VSÍ, ASÍ og yfirvöldum, að
betra sé að semja um alls kyns fríð-
indi og félagsmálapakka en kaup-
hækkanir og hafa af þeim sökum
hlaðist upp í kjarasamningum kostn-
aðarliðir, sem atvinnurekendum þykir
erfitt að rísa undir. Má þar nefna
t.d. all víðtæk veikinda- og slysa-
ákvæði, sem gilda utan vinnustaði
og vinnutíma, t.d. við hættulega leiki
Það hlaut að koma að því að reyn
yrði að tryggja sig gagnvart þessun
kvöðum, einkum þegar fyrirtæki en
að beijast um verkefnin og sparí
þarf hverja krónu. Hafa ber í hugí
að í verktakasamningi getur falis'
verulegur hvati.
Hagsmunir verkalýðs- og vinnu
veitendafélaganna em e.t.v. í hætti
að dómi stjómenda, sjálfstæðir verk-
takar þurfa síður á þeim að halda
þeir geta samið um kaup sitt og kjöi
án tillits til almennra kjarasamninga
Þetta er auðvitað skelfileg tilhugsur
fyrir þá sem lifa af því að reka stétt-
arfélög og gera kjarasamninga.
Atvinnuöryggi
Flestir kannast við þann kæk okk-
ar að spyija fyrst er við hittum kunn-
ingja: „Hvemig gengur, er nóg ac
gera?“ Þetta er ekki seinni tíma fyrir-
brigði, heldur afleiðing þess hve vinns
er hér stopul hjá miklum fjölda lands-
manna og þá einkum hjá þeim sem
hafa með höndum verktöku í smáum
stíl, eins t.d hjá einyrkjunum. Mikil)
meirihluti verktaka um land allt eru
einyrkjar og þeir búa ekki við at-
vinnuöryggi eða fríðindi sem tryggð
em í kjarasamningum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Verktakavals.
Vordagar við höfnina
í VOR og sumar stendur Reykja-
víkurhöfn í samvinnu við Haf-
rannsóknastofnun fyrir kynningu
á lífríki sjávar á hafnarsvæðinu.
Kynningin fer fram á Hvalnum,
útivistarsvæði Reykjavíkurhafnar
á Miðbakka.
Ýmsar tegundir stærri botn-
dýra og fiska leggja leið sína í
höfnina þessa dagana samfara
hækkandi hitastigi í sjónum.
Fuglategundum er farið að fjölga
og eru þeir farnir að para sig og
undirbúa varp en fyöldi tegunda
verpir í eyjunum á ytri höfninni.
Útselir eru árvissir gestir í höfn-
inni á sumrin. Loðmundur, gam-
all útselsbrimill, hefur dvalið í
höfninni mörg undanfarin sumur.
í sælífskeijunum á Miðbakkan-
um hefur verið komið fyrir dýrum
og gróðri úr höfninni. f kerin er
dælt sjó beint úr höfninni og er
því sama hitastig og efnasam-
setning í kerunum og í sjálfri
höfninni. Einnig er þar grunnur
bakki, þar sem börnum og full-
orðnum gefst tækifæri til að
skoða lífverurnar í návígi og
snerta. Á Miðbakka hefur verið
komið fyrir upplýsingaspjöldum
þar sem lýst er í máli og myndum
svifgróðrinum sem nú vex í höfn-
inni.
Gamla eimreiðin og árabátur-
inn eru komin á sinn stað á Mið-
bakka og þar eru einnig leiktæki
af ýmsum gerðum.
BOKMENNTAVERÐLAUN
HALLDÓRS LAXNESS
- Fjórir mánuðir til stefnu fyrir þá sem hyggjast
taka þátt í samkeppni um verðlaunin!
Bókaforlagið Vaka-Helgafell stofnaði ný-
lega til Bókmenntaverðlauna Halldórs Lax-
ness, í samráði við fjölskyldu skáldsins.
Megintilgangur verðlaunanna er að efla
íslenskan sagnaskáldskap og stuðla þannig
að endurnýjun íslenskrar frásagnarlistar.
Bókmenntaverðlaunin verða veitt í fyrsta
sinn á hausti komandi. Þá verða liðnir fjór-
ir áratugir frá því að Sænska akademían
veitti Halldóri Laxness bókmenntaverð-
laun Nóbels árið 1955.
VERÐLAUNIN
Vaka-Helgafell leggur fram verðlaunaféð sem nem-
ur 300 þúsund krónum en við verðlaunaupphæð-
ina bætast venjuleg höfundarlaun samkvæmt
rammasamningi Rithöfundasambands íslands og
Félags íslenskra bókaútgefenda.
Verðlaunin verða veitt fyrir nýja og áður óbirta
íslenska skáldsögu eða safn smásagna að undan-
genginni samkeppni sem er öllum opin.
Frestur til að skila handritum í samkeppni þessa
árs er til 1. september 1995.
Bókin sem verðlaunin hlýtur mun koma út hjá
Vöku-Helgafelli sama dag og verðlaunin verða
afhent en að því er stefnt að það verði í lok
nóvembermánaðar.
DÓMNEFND
Ætlunin er að Bókmenntaverðlaun Halldórs
Laxness verði veitt árlega. Komist dómnefnd hins
vegar einhverju sinni að þeirri niðurstöðu að
ekkert handritanna sem skilað er inn verðskuldi
verðlaunin getur hún ákveðið að veita þau höfundi
sem talinn er hafa auðgað íslenskar bókmenntir
með verkum sem þegar hafa verið gefin út.
Formaður dómnefndar er Pétur Már Ólafsson,
bókmenntafræðingur og aðalritstjóri hjá Vöku-
Helgafelli, en með honum í nefndinni eru Ástráð-
ur Eysteinsson, prófessor í almennri bókmennta-
fræði við Háskóla íslands, og Guðrún Nordal bók-
menntafræðingur.
SAMKEPPNIN ÖLLUM OPIN
Itrekað skal að samkeppnin um Bókmenntaverð-
laun Halldórs Laxness er öllum opin hvort sem þátt-
takendur hafa áður gefið út bækur eða ekki. Við
hvetjum því jafnt unga sem aldna höfunda til þess
að senda handrit sín í keppnina. Þau skulu merkt
dulnefni en rétt nafn höfundar fylgja með í lokuðu
umslagi.
Nánari upplýsingar veitir Pétur Már Ólafsson
í síma 568 8300 milli kl. 9 og 17.
VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 568 8300
Að vera eða vera
ekki verktaki
Árni Brynjólfsson
Við afhjúpum leyndarmálið
- bann 12. maí n.k.