Morgunblaðið - 06.05.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. MAÍ1995 35
GUÐMUNDUR
LÁRUSSON
Guðmundur
Lárusson fædd-
ist 15. nóvember
1926 á Eyri í
Flókadal. Hann lést
28. apríl sl. á
Sjúkrahúsi Akra-
ness. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðrún E. Guð-
mundsdóttir frá
Sleggjulæk (1896-
1965) og Lárus
Guðmundsson
(1892-1946) bóndi
á Eyri í Flókadal.
Þau áttu tvö börn, Guðmund
og Auði, f. 1930. Auður er gift
Jóhanni Gunnarssyni, bónda,
yíkingavatni í Kelduhverfi.
Arið 1951 kvæntist Guðmund-
ur Sigríði G. Skarphéðinsdótt-
ur, f. 1927, frá Sjöundustöðum
í Fljótum. Börn þeirra eru: 1)
Lárus Rúnar, f. 1952, býr í
Reykjavík. 2) Dagný Ósk, f.
1957, býr í Grænuhlíð í Torfu-
lækjarhreppi. Hún á fjögur
börn, Guðleifu, Asraund, Helga
og Kristmund. Hún
er í sambúð með
Einari Kristmunds-
syni bónda. 3) Guð-
rún, f. 1964, býr á
Akranesi. Hún á
työ börn, Sigríði
Ólöfu og Hólmstein
Þór. Maður hennar
er Stefán Hólm-
steinsson, iðn-
verkamaður. Guð-
mundur ólst upp á
Eyri. Hann tók við
búi þar ásamt móð-
ur sinni árið 1946
við lát föður síns. Hann var
við nám við Bændaskólann á
Hvanneyri 1948-1950. Árið
1949 varð hann bóndi á Eyri
og þar bjó hann til ársins 1975
að hann fluttist ásamt fjölskylu
sinni á Akranes. Hann stundaði
ýmsa vinnu eftir það, en nytj-
aði jafnframt Eyrina áfram og
dvaldi þar hluta af árinu.
Guðmundur verður jarð-
sunginn frá Bæ í Bæjarsveit í
dag og hefst athöfnin kl. 14.00.
ÞEGAR ég kveð nú bróður minn,
sem jafnframt var eina systkini
mitt, verður mér hugsað til liðinna
daga er við vorum að alast upp á
heimili foreldrar okkar á Eyri. Nut-
um við ástríkis þeirra í ríkum mæli.
í þá daga var tæknin ekki komin
til sögunnar og lífsbaráttan hörð.
Þar sem faðir okkar var heilsuveill
kom það í hlut okkar systkinanna
að vinna við búskapinn eins og
kraftamir leyfðu. Sérstaklega mátti
bróðir minn, sem var nokkrum árum
eldri en ég, oft taka á honum stóra
sínum. Á fyrstu árum bemskunnar
var aðallega sauðfjárbúskapur, en
svo kom mæðiveikin, sem eyðilagði
fjárstofninn. Þá var farið út í mjólk-
urframleiðslu, en vegna erfiðra
samgangna gátu það verið hinar
mestu svaðilfarir að vetrarlagi að
koma mjólkinni í veg fyrir mjólkur-
bílinn. Ain Flóka rennur rétt við
túnfótinn, yfir hana þyrfti að sækja.
Fór hún oft í hinn versta ham, ill-
fær eða ófær með öllu. Þegar best
lét voru mjólkurbrúsarnir fluttir á
hestakerru, annars hengdir á klakk
og fluttir þannig um langan veg.
Flóka gamla er enn á sínum stað
og hagar sér misvel, en nú skiptir
það ekki neinu máli síðan hún var
brúuð í grenndinni og vegur kominn
að Eyri.
Við, sem böm, áttum okkar gleði-
stundir og lékum okkur saman. Á
hólnum Smala var okkar bú, með
hornum, kjálkum og leggjum. Á
góðviðrisdögum busluðum við í
Flóku. Skiljanlega hefur tápmiklum
strák stundum fundist erfítt að
hafa litlu systur oftast með sér, en
ábyrgðartilfínningin var mikil. Auð-
vitað slettist upp á vinskapinn eins
og gengur.
Hann var náttúmbarn og fylgdist
með lifinu í kringum sig, fuglunum,
blómunum og hlustaði eftir niðinum
í ánni. Gat hann verið breytilegur
eftir því hvaða veður var í nánd.
Hann hafði yndi af því að taka
myndir og renna fyrir silung. Eg
man hvað hann ljómaði, þegar kom
á öngulinn og hann gat fært móður
okkar silung í soðið. Æskuárin liðu
við leik og störf í afskekktum dal.
Þegar Guðmundur var 19 ára dó
faðir okkar og eftir tvö ár var móð-
ir okkar búin að missa heilsuna.
Þá yfirgáfum við Eyri. Hann fór í
bændaskólann á Hvanneyri og eftir
tveggja ára nám hélt hanna aftur
heim í heiðardalinn og hóf búskap
á Eyri. Hann kvæntist síðar eftirlif-
andi konu sinni, Sigríði G. Skarp-
héðinsdóttur, ættaðri úr Skagafirði.
Þau hjón vom afar gestrisin og
vildu öllum vel gera.
Bróðir minn var aldrei heilsu-
hraustur og reyndist búskapurinn
honum oft erfiður. Eftir aldarfjórð-
ung hættu þau hjón búskap á Eyri
og fluttu til Akraness. Stundaði
Guðmundur ýmsa vinnu meðan
kraftar leyfðu. En á Eyri dvaldi
hann löngum eftir að formlegum
búskap lauk og heyjaði þar tún.
Hann unni þeim stað af heilum hug
og kunni hvergi betur við sig. Örfá-
um dögum fyrir andlátið, þá hel-
sjúkur, vitjaði hann jarðarinnar í
dalnum í hinsta sinn.
Eftir að leiðir okkar skildu og
ég fluttist á annað landshorn fylgd-
ist ég með honum úr fjarlægð.
Hann skrifaði mér oft og var gam-
an að fá bréf frá honum, enda var
hann góður stílisti. Ef ég ætti að
lýsa bróður mínum þá yrði það eitt-
hvað á þessa leið:
Hann var dulur að eðlisfari og
ekki allra að kynnast honum.
Gæddur var hann góðum gáfum og
minnugur með afbrigðum. Gat hann
rakið veðurfar í gegnum árin allt
frá bernsku. Þjóðlegur fróðleikur
var honum hugleikinn. Hann var
vinur vina sinna, samviskusamur
og heiðarlegur gagnvart öllum.
Ekkert sárnaði honum meira en
það, ef einhveijir brugðust trausti
hans.
Nokkrum sinnum heimsótti hann
mig norður í land, síðast fyrir réttu
ári. Þá sá ég að hinn illvígi sjúkdóm-
ur var sigurviss og ferðirnar til mín
myndu ekki verða fleiri. Rifjaði
hann upp ýmislegt frá liðinni tíð.
Sagði hann mér m.a. frá einni af
sínum fyrstu bernskuminningum,
en hún var sú, að þegar hann eign-
aðist systur gerðist það með þeim
hætti að ljósmóðirin kom með hana
í tösku. Síðan fór ljósan, en nokkr-
um dögum síðar kom hún aftur og
með töskuna. Mikil skelfíng greip
um sig í sál lítils drengs, því nú var
gefíð mál, að hún var komin til að
sækja það sem hún áður skildi eft-
ir. Engum þorði hann að segja frá
angist sinni. En mikill varð léttirinn
er ljósmóðirin hvarf á braut.
Nú er bróðir minn horfinn héðan.
Ég vil þakka honum alla tryggðina
og einlægnina í gegnum árin. Konu
hans, börnum og fjölskyldum þeirra
og aldraðri tengdamóður sendi ég
innilegar samúðarkveðjur og bið
þeim guðs blessunar.
Megi bróðir minn hvíla í friði.
Auður Lárusdóttir.
í dag verður frændi minn, Guð-
mundur Lárusson frá Eyri í Flóka-
dal, kvaddur hinstu kveðju frá Bæ
í Bæjarsveit.
Við fráfall Guðmundar koma upp
í huga minn ótal bjartar minningar
frá ánægjulegum kynnum mínum
af honum og fjölskyldu hans. Ég
var ekki gömul þegar ég fór fyrst
í heimsókn að Éyri og dvaldi þar
í nokkra daga. Þá var ekki bílvegur
þangað, en farið var á hestum frá
Varmalæk. Á þeim tíma voru sam-
MINNINGAR
göngur ekki eins góðar og þær eru
í dag. Foreldrar Guðmundar, Lárus
og Guðrún, voru höfðingjar heim
að sækja og systkinin á Eyri góðir
vinir mínir. Við fórum í margar
skemmtilegar hestaferðir. Glöð var
ég þegar Guðmundur lánaði mér
reiðhestinn sinn. í miningum mín-
um var alltaf sólskin á Eyri þegar
ég var þar í heimsókn.
Það hafa alltaf verið sterk bönd
milli ijölskyldu minnar og Eyrar-
fólksins. Faðir minn og Lárus voru
bræður, mjög samrýndir. Guð-
mundur fæddist á Eyri, en þar bjó
faðir hans, Lárus, afí hans, Guð-
mundur og langafi hans, Eggert.
Guðmundur varð bóndi á Eyri að
föður sínum látnum og var því
fjórði ættliðurinn sem bjó þar. Eyr-
arheimilið var rótgróið menningar-
heimili. Afi var þekktur fyrir af-
burðagáfur og áhuga fyrir lestri
góðra bóka. Mikil umræða var á
heimilinu um bókmenntir og menn-
ingarmál, auk þess sem fylgst var
vel með atburðum líðandi stundar
í þjóðfélaginu. Við þessar aðstæður
ólst Lárus upp og á búskaparárum
hans ríktu áfram menningarleg við-
horf á Eyrarheimilinu. Æskuheim-
ili Guðmundar var því byggt á
traustum rótum alþýðumenningar.
Hann var sjálfur skarpgreindur,
íslensk tunga var honum hugleikin
og hann hafði gott fegurðarskyn.
Þjóðlegur fróðleikur, náttúruskoð-
un og ferðalög voru áhugamál hans
öðru fremur.
Á uppvaxtarárum Guðmundar
vann hann öll algeng sveitastörf.
Hann tók við búi ásamt móður sinni
að föður sínum látnum, 1946. Fað-
ir hans dó langt um aldur fram og
varð öllum harmdauði. Þá var Guð-
mundur tæplega tvítugur að aldri.
Það voru erfiðir dagar fyrir fjöl-
skylduna, en með sameiginlegu
átaki Guðmundar, Auðar systur
hans og móður þeirra tókst þeim
að halda áfram búskap. Hann
stundaði nám við Bændaskólann á
Hvanneyri 1948-1950. Þar aflaði
hann sér menntunar sem kom hon-
um að góðum notum við bústörfin.
Árið 1949 varð hann bóndi á Eyri.
Hann kvæntist 1951 Sigríði G.
Skarphéðinsdóttur. Þeim varð
þriggja barna auðið. Guðmundur
bar mikla umhyggju fyrir fjöl-
skyldu sinni. Á seinni árum voru
barnabömin, sem eru sex, sólar-
geislar í lífí hans.
Guðmundur bjó á Eyri þar til
1975 að fjölskyldan fluttist á Akra-
nes. Hann stundaði eftir það ýmsa
vinnu, en dvaldi þó langdvölum á
Eyri og nytjaði jörðina. Hann var
bundinn sterkum böndum við Eyri,
Flókadalinn og góða nágranna þar.
Oft ræddi hann um að hvergi liði
sér betur en heima á Eyri.
Á undanförnum árum höfum við
bræðrabömin ásamt fjölskyldum
okkar haldið nokkrum sinnum ætt-
armót. Guðmundur var mjög
frændrækinn og tók alltaf þátt í
þessum mótum. Fyrir fimm árum
hittumst við á Eyri og nutum frá-
bærrar gestrisni og hlýju hjónanna,
Sigríðar og Guðmundar. Þessi ferð
er mjög minnisstæð. Guðmundur
og Auður systir hans gengu með
okkur um landið, fræddu okkur um
staðhætti, örnefni og gamlar sagn-
ir tengdar Eyri.
Fyrir rúmum þremur árum veikt-
ist Guðmundur af þeim skæða sjúk-
dómi sem nú hefur orðið honum
aldurtila. Hann sýndi óbilandi kjark
og dugnað þar til yfír lauk. Hin
heita trú hans styrkti hann og
hjálpaði í erfiðum veikindum.
Flýt þér, vinur, í fegri heim.
Kijúptu að fótum friðarboðans,
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson.)
Við systkinin frá Bjargi og móð-
ir okkar minnumst Guðmundar með
hlýhug og þakklæti fyrir samfylgd-
ina á lífsleiðinni. Við vottum Sig-
ríði, börnunum og fjölskyldum
þeirra, Auði og öðrum ástvinum
einlæga samúð.
Blessuð sé minning hans.
Kristín Eggertsdóttir.
Lát Guðmundar á Eyri kom ekki
á óvart, því að harín hafði búið við
vanheilsu um nokkurt skeið og veik-
indin ágerðust síðastliðinn vetur.
En við fráfall hans hverfur af sjón-
arsviðinu einn af minum trygglynd-
ustu vinum. Kynni okkar höfðu
staðið síðan haustið 1948, er við
hófum nám í Hvanneyrarskóla, þá
ungir menn. Guðmundur var fædd-
ur og uppalinn á Eyri og þar höfðu
ættmenn hans búið um langt skeið.
Lárus faðir hans féll frá á miðjum
aldri, en Guðrún móðir hans bjó þar
áfram með börnum sínum, Guð-
mundi og Auði, sem síðar gerðist
húsfreyja á Víkingavatni í Keldu-
hverfi. Meðan Guðmundur var á
Hvanneyri var ekki búseta á Eyri.
Það bitnaði á Guðmundi þegar út-
hlutað var lömbum eftir íjárskiptin,
sem stóðu yfír um það leyti sem
Guðmundur byrjaði aftur búskap,
þar sem bændur fengu visst hlut-
fall af þeirri fjártölu, sem þeir áttu
fyrir niðurskurðinn. Nokkrar kýr
keypti hann meðal annars á Hvann-
eyri því að hann hafði hug á að
eiga gott búfé. Erfiðar samgöngur
og óbrúuð Flókadalsáin settu oft
strik í þann reikning að koma frá
sér mjólkinni. Fyrsta búskaparárið
var Auður systir hans ráðskona hjá
honum, en fljótlega kvæntist hann
Sigríði Skarphéðinsdóttur frá Sjö-
undastöðum í Fljótum, góðri dugn-
aðarkonu sem reyndist honum frá-
bær lífsförunautur.
Á þessum árum vorum við ná-
grannar í Flókadalnum. Gaman var
að koma til þeirra hjóna, skoða
gripina og ræða búskapinn. Stund-
um unnum við saman, t.d. í steypu-
vinnu hjá nágrönnunum, því að á
þessum árum komst skriður á upp-
byggingu sveitanna og Guðmundur
var afar hjálpsamur.
Þegar ég flutti hingað að Fljóts-
tungu urðu samfundir færri en áð-
ur. Þegar þau hjón hættu hefð-
bundnum búskap fluttu þau til
Akraness. Guðmundur vann á
LARUS
BJORNSSON
+ Lárus Björnsson fæddist á
Fjalli 3. nóvember 1918 og
lést 28. apríl 1995. Foreldrar
hans voru Kristín Jónsdóttir og
Björn Björnsson, en Lárus fór
ungur að árum að fóstri til föð-
urbróður síns, Lárusar Björns-
sonar og konu hans, Guðrúnar
Ólafsdóttur, á Keídulandi á
Skagaströnd og ólst þar upp.
Eftirlifandi sambýliskona Lár-
usar er Svava Steinsdóttir frá
Hrauni á Skaga, dóttir Guðrún-
ar Kristmundsdóttur og Steins
Leó Sveinssonar. Einkadóttir
Lárusar og Svövu er Sigrún
Kristín Lárusdóttir. Sigrún er
gift Sigurði Skagfjörð Bjarna-
syni á Skagaströnd og eiga þau
tvær dætur, Svövu Guðrúnu og
Ingu Láru.
Lárus verður jarðsunginn
frá Hólaneskirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 14.00. Jarð-
sett verður að Hofi.
ELSKU afí, mikið er erfítt að missa
einhvem sem manni þykir svona
vænt um. Einhvern veginn datt
okkur aldrei í hug að þú myndir
deyja, þú varst svo rótgróinn hluti
af tilveru okkar að við gátum ekki
ímyndað okkur heiminn án þín.
Satt best að segja eigum við ennþá
svolítið erfitt með að skilja að þú
ert ekki lengur til staðar. Elsku
afí, við söknum þín mjög mikið en
við vitum að við eigum eftir að hitt-
ast aftur. Guð blessi þig.
Svava Guðrún og Inga Lára.
haustin í Sláturhúsinu í Borgarnesi
og þar hittumst við oft. í mörg ár
hefur hann heyjað túnið á Eyri og
selt heyið, því að þó að hann flytti
á Ákranes var hann bundinn æsku-
stöðvunum og þar undi hann sér
best enda gæddur fágætu trygg-
lyndi. Heiðarleiki var einn af hans
góðu eiginleikum, enda sé ég ekki
betur en sú dyggð sé rótgróin ætt-
arfylgja í báðum ættum hans. Hann
var algjör bindindismaður og reglu-
semi og nægjusemi einkenndu líf
hans. Hann las mikið og var vand-
látur á bækur. Minnið var gott og
hann gat vitnað í löngu liðna at-
burði og tímasett þá. Eina bók vitn-
aði hann mjög oft í, þegar við rædd-
um saman, en það var Miðaldasaga
Björns Þorsteinssonar. Hann hug-
leiddi líf og störf, veðurfar og þjóð-
líf á þeim tíma. Hann naut þess að
ferðast, mundi gróðurfar og land-
kosti á þeim stöðum sem hann ferð-
aðist um.
Síðustu haustin vann hann í Slát-
urhúsinu í Búðardal og féll vel að
vera þar. Hann hringdi gjarnan til
mín, þegar hann kom að vestan á
haustin og sagði skemmtilega frá
atburðum sem þar gerðust. Þó að
Guðmundur virtist fáiátur bjó hann
yfir skemmtilegri kímni, sem kom
fram við hans nánustu kunningja.
Sigríður systir mín í Giljahlíð sagði
mér t.d. fyrir skömmu eftir honum:
„Þær tolla skelfíng illa hjá mér
konurnar með stóru hattana.“ Hún
áttaði sig fljótlega á því að hann
meinti 5.000 krónu seðlana. Ég fer
að hætta þessum minningabrotum'
enda ekki vanur að stunda slíkar
skriftir, en satt að segja fannst mér
Guðmundur alltaf eiga hjá mér.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu
hans, börnum og öðrum aðstand-
endum dýpstu samúð mína með
vissu um að þjóðin er einum sönnum
íslendingi fátækari.
Árni Þorsteinsson.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld i úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Sérfræðingar
i hlómaskrct (iiiguni
vió öll (ipkilæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
Glæsilegur salur, góð þjónusta
og veglegt kaffihlaöborð kr. 790-
DRYKKIAN
Veislusalur Lágmúla 4, síml 588-6040