Morgunblaðið - 06.05.1995, Side 43

Morgunblaðið - 06.05.1995, Side 43
1 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 43 FRETTIR Opið hús í Tjarn- arskóla UM þessar mundir eru liðin 10 ár frá stofnun Tjarnarskóla, einkaskólans við Tjörnina í Reykjavík. Sunnudaginn 7. maí verður efnt til kynningar á starfsemi skólans í húsnæði hans í Lækjar- götu 14b sem er við hliðina á gamla Iðnó. Kennslan fer fram í þremur árgöngum, 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk grunnskólans, og er ein bekkjadeild í hverjum áfanga. Á kynningunni gefst áhuga- sömum nemendum sem hyggja á nám við skólann næsta skólaár að skoða skólann og kynna sér starfsemina ásamt foreldrum eða forráðamönnum sínum. Kennar- ar og nokkrir nemendur verða á staðnum og veita allar upplýs- ingar. Umsóknarfrestur um skólavist næsta skólaár rennur út lí. maí nk. Ennþá eru nokkur sæti laus í 8. og 9. bekk. Kynningin stendur yfir frá kl. 14-17 sunnudaginn 7. maí og eru allir velkomnir. Kaffisöludag- ur Kvenfélags Grensáskirkju HIN árlega kaffisala Kvenfélags Grensássóknar hefst sunnudag- inn 7. mai kl. 14.30 og verður hún að venju í safnaðarheimilinu við Háaleitisbraut. Messa dags- ins er kl. 11 og þar með hefst sumartími kirkjunnar. Nú fer að hefjast mikilvægur áfangi við kirkjubygginguna, verið er að ljúka við sjálft kirkju- skipið og tengingu við safnaðar- heimilið. Konurnar í kvenfélag- inu hafa stutt bygginguna rausn- arlega og kaffisalan er mikilvæg- ur þáttur í fjáröflun félagsins. Langur laugardagur á Laugaveginum LANGUR laugardagur verður í dag, laugardaginn 6. maí. Versl- anir við Laugaveg og nágrenni verða opnar frá kl. 10-17. Sú venja hefur skapast að bjóða við- skiptavinum ýmislegt til skemmt- unar og alls kyns leikir og tilboð hafa verið þessa vinsælu laugar- daga. Að venju bjóða fjölmargar verslanir vörur á tilboðsverði. Landsbankinn og Umferðarlög- reglan standa fýrir árlegri hjóla- skoðun við Landsbankann, Laugavegi 77. Mókollur, en hann er umferðarálfur og sparibaukur í Barnaklúbbi Landsbankans og auk þess tákn heimsmeistara- keppninnar í handknattleik, gef- ur blöðrur og hjálpar umferðar- lögreglunni við að skoða hjólin. Slökkvilið Reykjavíkur verður með kynningu á starfsemi sinni á sama tíma og sýnir m.a. vel útbúinn slökkvibíl. Um kl. 15.30 mun Mókollur ganga niður Laugaveginn að Landsbankanum í Bankastræti. Kynningin fer fram milli kl. 13- 15.30. í fréttatilkynningu segir að verslunareigendur við Laugaveg og borgaryfirvöld hafi átt gott samstarf varðandi bílastæðamál en þau hafi nú fengið farsælan endi. Þrátt fyrir gjaldskyldu á stöðumælum verður frítt í bíla- stæðahúsin á laugardögum. Messu- og kaffidagur Fáskrúðsfirð- ingafélagsins FÁSKRÚÐSFIRÐINGAFÉLAG- IÐ í Reykjavík heldur kaffídag sinn í Bústaðakirkju á morgun, sunnudaginn 7. maí. Hefst hann með messu í kirkjunni kl. 14. Sr. Pálmi Matthíasson þjónar fyrir altari og sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir predikar. Barn verður borið til skírnar og Fá- skrúðsfirðingar lesa úr ritning- unni. Að messu lokinni verða seldar kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir velunnarar fé- lagsins og Fáskrúðsfjarðar eru velkomnir en þarna gefst gott tækifæri til að hitta gamla félaga að austan og treysta samheldn- ina. ■ KVINNUHRING URINN heldur sína árlegu kaffisölu í Færeyska sjómannaheimilinu, Brautarholti 29, sunnudaginn 7. maí milli kl. 15 og 18. Auk hlaðborðs með tertum og brauði verður seldur heimabakaður dryl. Allur ágóði af kaffisölunni fer í að kaupa innanstokksmuni í sjó- mannaheimilið. ■ AÐALFUNDUR Náttúru- lækningafélags Reykjavíkur verður haldinn í dag, laugardag- inn 6. maí, að Laugavegi 20b. Fundurinn hefst kl. 13.30 og er á 2. hæð í húsnæði félagsins. Fundarefni eru venjuleg aðal- fundarstörf og verða kaffiveit- ingar í boði félagsins. Hátíð harmon- ikunnar í kvöld HÁTIÐ harmonikunnar verður haldin í Danshúsinu í Glæsibæ v/Álfheima laugardagskvöldið 6. maí. Á fyrri hluta dagskrár- innar eru tónleikar frá kl. 20.15 til 23. Að loknu stuttu hléi hefst síðan harmonikuball- ið og stendur til kl. 3. Börn hefja tónleikana kl. 20.15. Frá kl. 21 til 23 koma m.a fram eftirtaldar hljóm- sveitir og einleikarar: Stór- sveit Harmonikufélags Reykja- víkur undir stjórn Karls Jónat- anssonar, Ólafur Þ. Kristjáns- son frá Harmonikufélagi Reykjavíkur, hljómsveitin Léttir tónar undir stjórn Grett- is Björnssonar, Jóna Einars- dóttir frá Harmonikufélagi Reykjavíkur, Sveinn Rúnar Björnsson frá Harmonikufé- lagi Reykjavíkur, Kvartett frá Harmonikufélagi Reykjavíkur, Einar Guðmundssonar frá Fé- lagi harmonikuunnenda í Eyja- firði og hljómsveit frá Félagi harmonikuunnenda í Eyjafirði undir stjórn Atla Guðlaugsson- ar. Fyrir dansi leika m.a. dans- hljómsveit undir sljórn Jónu Einarsdóttur ásamt söngvur- unum Birni Þorgeirssyni og Kristrúnu Sigurðardóttur, hljómsveitin Neistar, tvær nafnlausar hijómsveitir úr röð- um félagsmanna Harmoniku- félags Reykjavíkur og Létt- sveit Harmonukufélags Reykjavíkur. HARMONIKUFELAG Reykjavíkur. Málþing um hlutverk foreldra framtíðarinnar KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands heldur málþing undir heitinu For- eldrar framtíðarinnar - vilji og væntingar, laugardaginn 6. maí kl. 10.30-14 í Komhlöðunni við Lækjarbrekku. Málþingið er haldið í tilefni af Ári fjölskyldunnar 1994. Jöfn foreldraábyrgð í reynd er mikilvægt þjóðfélagslegt markmið og ein meginforsenda þess að hægt verði að koma á jafnri stöðu kynja í þjóðfélaginu. Mikið skortir enn á að svo sé. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á hvort fræðslu um foreldrahlutverkið, sem flestra býður, er sinnt sem skyldi jafnt fyrir konur sem karla, segir í fréttatilkynningu. Á málþinginu verða flutt fjöl- mörg erindi. Sigríður Vilhjálms- dóttir þjóðfélagsfræðingur flytur inngangserindi og greinir frá að- draganda málþingsins. Sigríður Jónsdóttir námsstjóri ræðir um það hvort foreldrafræðsla rúmist innan skólans og nefnir erindi sitt „Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?“. Þorvaldur Karl Helgason, for- stöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, fjallar um undirbúning undir hjónabandið, og hvað kirkjan gerir í þeim efnum. Erindi Sóleyjar Bender lektors nefnist „Ákvörðun um barneign", en í því mun hún ræða um ástæður þess að íslend- ingar eiga eins mörg börn og raun ber vitni, hvort fólk tekur yfírveg- aða ákvörðun um að eignast bam og hvort báðir aðilar standa að slíkri ákvörðun. Sólveig Þórðar- dóttir, ljósmóðir og hjúkranarfræð- ingur, segir frá fræðslu tengda fæðingu barns og þá einkum fræðslu til feðra, en hlutur þeirra á þessum mikilvægu tímamótum hefur oft þótt fyrir borð borinn. Sigurður Snævarr, hagfræðingur, talar af hálfu karlanefndar Jafn- réttisráðs um viðhorf til feðra- fræðslu og réttindamála karla, svo sem fæðingarorlofs. Loks munu Gígja Sigurðardóttir og Sveinn Helgason lýsa stuttlega reynslu sinni af að verða móðir og faðir. Málþinginu stjórnar Gerður Steinþórsdóttir kennari, en í lokin verða umræður, sem Ingibjörg Broddadóttir, deildarsérfræðingur, stýrir. Myndlista- og handíðaskóli íslands Athugasemd frá skólastjórn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá skólastjórn Mynd- lista; og handíðaskóla íslands: „Á skólastjórnarfundi Mynd- lista- og handíðaskóla íslands þriðjudaginn 25. apríl 1995 var fjallað um skrif myndlistargagn- íýnanda Morgunblaðsins Braga Ásgeirssonar um skólann og eftir- farandi samþykkt gerð: í tilefni af endurteknum skrifum Braga Ásgeirssonar, myndlistar- gagnrýnanda og kennara við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, þar sem fram kemur hörð gagnrýni á skólann, starfsfólk, kennara og nemendur, vill skóla- stjórn taka fram eftirfarandi: 1. Skólastjórn harmar aðdrótt- anir Braga í garð samstarfsfólks Fyrirlestra- röð um áfalla- sálfræði ENDURMENNTUNARSTOFN- UN Háskóla íslands og Sálfræð- ingafélag íslandst standa fyrir fyr- irlestraröð um áfallasálfræði í maímánuði. Áfalla- og stórslysasálfræði er sérstök grein innan sálfræðinnar og fjallar um áhrif og afleiðingar válegra atburða og hvemig hægt er að draga úr mennlegum þján- ingum í kjölfar þeirra. Fyrirlesarar era allir sálfræðingar og þrír þeirra unnu við áfallahjálp eftir snjóflóðin í Súðavík. Fimmtudaginn 11. maí kl. 17- 18.30 flytur Sigríður Lóa Jónsdótt- ir fyrirlestur sem hún nefnir: Jarð- skjálftar og tilfinningalegir eftir- skjálftar. Fimmtudaginn 18. maí kl. 17-18.30 flytja Einar Hjörleifs- son og Ingibjörg Harðardóttir fyrirlestur undir yfirskriftinni: Áfallahjálp og áfallasálfræði. Þriðja og síðasta fyrirlesturinn í röðinni, Áfallastreita og meðferð hennar, flytja Margrét Amljóts- dóttir og Margrét Ólafsdótitr mánudaginn 29. maí kl. 17-18.30. Aðgangur er öllum opinn, bæði áhugafólki og fagfólki, t.d. sál- fræðingum, hjúkrunarfræðingum, þjörgunarfólki, félagsráðgjöfum, prestum, kennuram og aðstand- endum. Fyrirlestrarnir verða haldnir í stofu 101 í Lögbergi og er að- gangseyrir 500 krónur að hveijum um sig. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Endurmenntunarstofn- unar. síns í skólanum og álítur Braga ekki samboðið að nota aðstöðu sína við Morgunblaðið og þaðan af síður Sjónmenntavettvang þess til að vega að samstarfsfólki sínu og nemendum. Bragi Ásgeirsson er einn af elstu kennurum skól- ans. Hann veit mætavel sjálfur að hann hefur tækifæri eins og aðrir starfsmenn skólans til að kynna sér og hafa áhrif á innra skipulag hans. 2. Undanfarin ár hefur Mynd- lista- og handíðaskóli íslands tekið gagngerðum breytingum. Við skólann er nú notað einingakerfí sem er sambærilegt við eininga- kerfí Háskóla íslands og Kenn- araháskóla íslands, þ.e.a.s. þriggja ára lánshæft nám í sérdeildum skólans er metið til 90 námsein- inga, 30 einingar fyrir hvert náms- ár. Éinstök námskeið og hver lota í náminu eru metin til eininga. Til þess að geta lokið misseri þarf nemandi að hafa lokið minnst 11 einingum af 15 sem völ er á hveiju sinni. Engum nemanda hefur verið vísað Trá námi í einstökum nám- skeiðum eða frá skólanum á þessu skólaári. Nemandi sem ekki lýkur námskeiði á misseri verður að endurtaka viðkomandi námskeið næst þegar það er haldið ef hann ætlar að útskrifast. Þetta felur í sér að nemandi sem ekki sinni námi sínu samkvæmt þeim kröfum sem skólinn setur útskrifar sig einfaldlega sjálfur frá námi enda má ætla að hann hafí kynnt sér þær námskröfur sem gerðar eru til hans. Námseiningakerfi Mynd- lista- og handíðaskóla íslands er í samræmi við einingakerfí há- skólastigsins á íslandi og úthlut- unarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna. 3. Menntun nemenda skólans verður best metin í framgangi þeirra sjálfra, í framhaldsnámi og starfi. Myndlista- og handíðaskóli íslands nýtur viðurkenningar virtra listaháskóla í Evrópu og Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna að skólinn er í samstarfi við um fimmtíu erlendar háskóla- stofnanir, m.a. vegna nemenda- og kennaraskipta." ♦ ♦ ♦ Vatnslita- myndir Asgríms SÝNINGU á úrvali vatnslitamyndí eftir Ásgrím Jónsson lýkur nú un helgina. Safn Ásgríms er opið un helgar kl. 13.30-16. Aðgangur e ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.