Morgunblaðið - 06.05.1995, Side 46

Morgunblaðið - 06.05.1995, Side 46
46 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Excel námskeið ÍDAG 94029 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskólí Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 Minningarsjóður Heiðar Baldursdóttur Stjóm Minningarsjóðs Heiðar Baldursdóttur auglýsir hér með eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir á sviði sérkennslu, blöndun fatlaðra og ófatlaðra barna og boðskipta. í umsókn skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar: 1. Greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og áætlaðri framkvæmd. 2. Áætlun um upphaf og lok verkefnis og/eða áfanga. 3. Sundurliðuð kostnaðaráætlun. 4. Aðrar upplýsingar, s.s fyrirhuguð kynning og nýting á niðurstöðum. Greinargerð skilist til sjóðsstjórnar að loknu verkefni. Umsóknir skulu berast stjórn sjóðsins fyrir 20. maí og sendist formanni stjórnar, Þóru Kristinsdóttur, Kennaraháskóla íslands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík. Styrkupphæð til úthlutunar árið 1995 er allt að kr.100.000 og fer úthlutun fram 31. maí. ORÐSENDING frá Lífeyrissjóði Verkfræðingafélags íslands Til sjóðfélaga Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands hefur sent sjóðsfélögum sínum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. júlí—31. desember 1994. Hafi einhver ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum hans í Lífeyrissjóð Verkfræðingafélags íslands, eða ef yfirlitið er ekki í samræmi við frá- drátt á launaseðlum, þá vinsamlegast hafið sam- band við skrifstofu sjóðsins nú þegar og eigi síðar en 31. maí nk. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda til lífeyrissjóðsins geta dýrmæt réttindi glatast. GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkom- andi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í van- skilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyris- sjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands, Engjateigi 9,105 Reykjavík, sími 568 8504, fax 568 8834. - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! SKAK Umsjön Margcir Pctursson ■ b c d e t Svartur leikur og vinnur Staðan kom upp í úrslita- skákinni á atskákmóti PCA og Intel í Moskvu um síðustu helgi. Teflt var um rúmar þijár milljónir króna. Ind- veijinn Vyswanathan An- and (2.715) var með hvítt, en Vasílí ívantsjúk (2.725) frá Úkraínu var með svart og átti leik. Anand lék síðast 57. Kf3-e4? Svarið kom að bragði: 57. — He2+ 58. Kf4 - Hxe5! 59. Kxe5 — al=D+ 60. Hxal - Bf6+ 61. Kf4 — Bxal 62. Kg5 — Bb2 63. h4 - Bcl+ 64. Kxh5 — Kf6 og hvítur gafst upp. Eftir 65. Kg4 - Bd2 66. Kh5 má svartur alls ekki leika 66. - Kxf5?? patt, en hann vinnur auðveidlega með 66. — Bel 67. Kg4 - Bxh4! 68. Kxh4 - Kxf5 og svarta peðið verður að drottriingu. Ivantsjúk sigraði því á mótinu. Maíhraðskákmót TR fer fram að Faxafeni 12, sunnudaginn 7. maí kl. 20. COSPER BRIDS Umsjón Guómundur Páll Arnarson MÖRG pör létu bútinn duga, nokkur reyndu þijú grönd og a.m.k. eitt par freistaði gæfunnar í sex tíglum. Þetta er spil 57 í úrslitum Islands- mótsins í tvímenningi. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ Á982 ▼ Á983 ♦ 1063 4 D9 Vestur Austur 4 KDG743 4 65 4 G72 IIIIH 4 KDI05 ♦ 752 111111 ♦ K4 48 4 G6432 Suður 4 10 ▼ 64 ♦ ÁDG98 4 ÁK1075 NS eiga minnst tíu slagi í grandi, svo það gaf góða skor að segja þijú grönd. Margir þeirra sem spiluðu bút í tígli fengu aðeins tíu slagi eftir hjartakónginn út. Sagnhafí drap á ás, svínaði tígli einu sinni og fór svo í laufið. En vestur stakk lauf- ásinn og trompaði út. Austur fékk því síðbúinn slag á lauf- gosa. Þórður Björnsson og Murat Serdar renndu sér í sex tígla, sem Þórður spilaði suður: Vestur Norður Austur Suður - Pass Pass 1 tígull 2 spaðar Dobl* Pass 5 lauf Pass 6 tígiar Allir pass * neikvætt Útspilið var spaðakóngur, sem Þórður drap og tók þrisvar tromp með svíningu. Spilaði svo hjarta á níuna. Austur átti þann slag og spilað spaða um hæl. Þórður trompaði, spilaði laufi á drottingu og svínaði tíunni í bakaleiðinni. Tók svo síðasta trompið og þvingaði austur í hjarta og laufi. Tólf slagir og hreinn toppur. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Á einhver Xtrablaðið? FJÓLA hringdi til að biðja þann sem á 1., 2. og 3. tbl. tónlistarblaðs- ins Xtrablaðið og getur hugsað sér að láta það til hennar, að hringja í síma 657276. Budda tapaðist BUDDA úr selskinni tapaðist á Laugavegin- um á milli kl. 17 og 18 á leiðinni frá Máli og menningu og upp í Hag- kaup sl. miðvikudag. Hafí einhver fundið budduna er hann vin- samlega beðinn að láta vita í síma 25128. Sunddót tapaðist SVARTUR Adidas-poki sem í er handklæði með myndum og blá sund- skýla tapaðist á leið frá Sundhöllinni og inn á Langholtsveg sl. laug- ardag. Finnandi vin- samlega hringi í síma 686143. í óskiium í Njarðvík LÆÐA af norsku skógarkattakyni er í óskilum á Tunguvegi 6 í Njarðvík. Upplýsingar í síma 92-12936. Kettlingar ÞRÍR fallegir átta vikna kassavanir kettlingar fást gefins á góð heim- ili. Upplýsingar í síma 889473. Köttur fæst gefins GULUR fallegur fjög- urra ára gamall geltur högni fæst gefins. Ýmislegt kattadót getur fylgt honum. Upplýs- ingar í síma 39623. HÖGNIHREKKVÍSI „ HVENÆie FÓR HANN AE? NOTA APANN ?" Víkveiji skrífar... VÍKVERJI skrifaði fyrir skemmstu um verðlag á létt- um áfengum drykkjum hér á landi og hvemig það er að sliga fjárhag fjölskyldna, sem hafa tekið upp al- þjóðlegar og' um leið hófsamar neyzluvenjur í mat og drykk. Nýleg frétt í brezka blaðinu Thelndepend- ent setur málið í athyglisvert ljós. Þar kemur fram að samtök brugg- verksmiðja og ölkráa hafí lýst mikl- um áhyggjum af því að brezkir ferðamenn flytji árlega heim með sér sem samsvarar einni milljón bjórkolla (pints) frá meginlandinu, þar sem verð á bjór er mun lægra en í Bretlandi. Samtökin segja þennan innflutning stofna rekstrar- grundvelli brezkra brugghúsa og kráa í hættu og kvarta forráðamenn þeirra undan skattlagningu brezkra yfírvalda á bjór, sem þeir segja hina hæstu í Evrópu. Þar hefur greini- lega eitthvað farið framhjá tals- mönnum bjórframleiðenda og -selj- enda, því að þótt bjór sé miklu dýr- ari í Bretlandi en á meginlandinu, má fá þrjár kollur af öli á krá í Englandi fyrir verð einnar á ís- lenzkri knæpu. Og þar er svo sann- arlega fyrst og fremst skattlagn- • ingu íslenzkra stjórnvalda, sem byggist á úreltri „áfengisvarna- stefnu“, um að kenna. En kannski telst ísland, með hina arfavitlausu stefnu sína í áfengismálum, ekki til Evrópu í vínmenningarlegu til- liti(?!). xxx KUNNINGI Víkverja sem bú- settur er í Garðastræti sá sér til skelfíngar í vikunni að komið hafði verið upp gjaldmælum í göt- unni. Hann minntist þess að nokkr- um mánuðum fyrr hafði borgar- verkfræðingur sent honum bréf þar sem sagt var frá því að hugmyndir væru uppi um slíka gjaldtöku og var kunninginn, ásamt öðrum íbú- um götunnar, beðinn um að senda borgarverkfræðingi bréf, hefði hann eitthvað við þetta að athuga. Það gerði kunninginn enda sá hann gjaldtökunni ýmislegt til foráttu, t.d. það að á horni Garðastrætis og Vesturgötu er bílastæðahús þar sem yfrið nóg er af stæðum. Þá finnst kunningjanum það sárgræti- legt að þurfa að greiða sérstaklega fyrir bílastæði við heimili sitt þegar hann hefur greitt sömu gjöld til. borgarinnar og íbúar annarra hverfa. xxx SÍÐAN leið og beið og ekkert gerðist. Taldi kunninginn lík- legast að málinu hefði verið frestað þar sem ekkert heyrðist frá borgar- yfirvöldum. Þegar gjaldmælar og skilti voru svo skrúfuð á sinn stað í byijun vikunnar brá honum því heldur í brún. Kunninginn er sár- reiður vegna þessarar uppákomu og bíður eftir bréfi frá borginni þar sem málið verður útskýrt fyrir hon- um. Finnst kunningjanum það eng- in ofrausn að borgin sendi honum slíkt bréf þar sem honum verður sagt hvernig hann á að leysa stöðu- mælavandann í götunni hans, sem er ekki aðeins vandamál á virkum dögum, heldur einnig laugardaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.