Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 102. TBL. 83.ARG. SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Allsber í flugið KOMINN er á markað vestur í Banda- ríkjunum skyggnir eða skanni til nota í flughöfnum og er hann þeim kostum búinn, að hann sér í gegnum fatnað — en ekki lengra. Flugfarþegar verða því að búa sig undir að skilja tepruskapinn eftir heima því að öryggisverðirnir munu sjá þá stríplast allsbera í gegnum hliðið. Nokkuð er síðan tækið var full- gert en ótti við, að fólki finnist sér misboðið hefur tafið fyrir framleiðsl- unni. Auknar öryggiskröfur, einkum eftir hryðjuverkið í Oklahomaborg, hafa hins vegar vakið áhuga margra á skyggninum en hann greinir allt, sem menn hafa innanklæða, hvort sem er úr málmi eða öðrum efnum. Bandarísku borgararéttindasamtökin hafa mótmælt notkun tækisins en sumir benda á, að þessi „skyggnilýsing" sé miklu siðsam- legri en þuklið, sem stundað er í flug- höfnum í Evrópu og Asíu. Lostafullar geimverur UPP er komið heldur sérkennilegt mál við læknaskólann í Harvard I Bandaríkj- unum. Snýst það um sálfræðiprófessor við skólann, dr. John Mack, og metsölu- bók eftir hann en þar eru viðtöl við fólk, sem segir, að verur utan úr geimn- um, hin mestu kríli á vöxt, stóreygar og gráar á lit, hafi rænt sér og neytt til kynmaka við sig. Finnst mörgum sem samsetningur af þessu tagi sé ekki sæm- andi prófessor við hinn virðulega skóla. Kynlíf er rauði þráðurinn í bókinni, sem heitir „Mannrán: Samfundir við geim- verur“, en í henni eru 13 viðtöl við menn og konur, sem geimverurnar rændu stundum úr rúminu og skiluðu síðan aftur að ástaleiknum loknum. Eru þetta óljúgfróðar manneskjur að sögn doktorsins, sem hefur allt fyrir satt, sem þær hafa að segja. Afstýrðu gasárás Tókýó. Reuter. STARFSMENN neðanjarðarlestarinnar í Tókýó komu í fyrrakvöld í veg fyrir blásýrugasárás, sem hefði getað drepið allt að 20.000 manns. Er óttast, að þessi atburður tengist taugagasárásinni 20. mars sl. Starfsmennirnir fundu tvo plastpoka inni á karlaklósetti á Shinjuku-stöðinni og voru þeir með efn- um, sem mynda blásýrugasið. Hafði verið kveikt í öðrum þeirra og hefði eldurinn náð í hinn eins og augljóslega var til ætlast, hefði ekki þurft að spyija að leikslokum. Náðu þeir að slökkva eldinn en urðu fyrir vægum gasáhrif- um. Efnafræðingar segja, að gasið hefði getað orðið allt að 20.000 manns að aldurtila. I NAMASKARÐI Morgunblaðið/RAX Eftirmaður Francois Mitterrands Frakklandsforseta kjörinn í dag Chirac sigurstranglegri en Jospin hefur sótt á París. Morgunblaðið. FRAKKAR ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa nýjan forseta, sem taka mun við af Francois Mitterrand, sem gegnt hefur emb- ætti í fjórtán ár eða lengst allra forseta Frakk- lands. Tæplega 40 milljónir manna eru á kjör- skrá og er búist við að fyrstu tölur verði birt- ar klukkan átta í kvöld að staðartíma. Þá ætti að liggja fyrir hver hafði betur, hægri- maðurinn Jacques Chirac eða sósíalistinn Li- onel Jospin. Ekki er leyfilegt að birta skoðanakannanir í Frakklandi síðustu vikuna fyrir kosningar en samkvæmt skoðanakönnunum, sem gerðar hafa verið af svissneskum fjölmiðlum, má búast við mjög jöfnum kosningum. Flestir telja þó enn líklegt að Chirac hafi sigur þó svo að Jospin hafi saxað verulega á forskot hans síðustu viku kosningabaráttunnar. Ef talin eru saman þau atkvæði sem hægri- menn fengu í fyrri umferð kosninganna ætti Chirac að eiga möguleika á nær 60% at- kvæða en Jospin um 40% ef gengið er út frá að hann hljóti flestöll atkvæði sem frambjóð- endur kommúnista og umhverfissinna fengu í fyrri umferðinni. Það sem veldur hinni miklu óvissu er að stór hluti kjósenda er enn óákveð- inn og erfitt er að spá fyrir um hvort kjósend- ur hægri öfgamannsins Le Pens kjósi Chirac, Jospin eða greiði ekki atkvæði í síðari umferð- inni. Það sem helst ógnar sigri Chiracs er að óánægðir kjósendur yst til hægri sitji heima á kjördag. Sjálfur hefur Le Pen (sem hlaut rúmlega 15% atkvæða í fyrri umferðinni) lýst því yfir að hann hyggist skila auðu og hefur hvatt kjósendur sína til að gera slíkt hið sama. Á undir högg að sækja Ef atkvæði Le Pens eru talin frá ætti Chirac að geta gengið út frá atkvæðum 44,16% kjós- enda sem vísum en Jospin um 35,26% ef at- kvæði kommúnistans Arlette Laguiller eru einnig dregin frá. Ef litið er til tveggja síð- ustu kosninga sést einnig að Jospin á undir högg að sækja. Vinstriflokkar hlutu 31% at- kvæða í þingkosningunum 1993 (42% ef at- kvæði umhverfissinna eru talin með) og 38% i Evrópukosningunum á síðasta ári (43% ef umhverfissinnar eru taldir með). Sigur Josp- ins væri því verulegt afrek. Yfirlýsingar Chiracs um að hann hafi hug á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nýtt stjórnskipulag Evrópusambandsins að lokinni ríkjaráðstefnunni, sem hefst á næsta ári, hafa vakið upp harðar deilur. Jospin sakar hann um „ábyrgðarleysi" og Jacques Delors, einn helsti stuðningsmaður Jospins, sagði að í stað þess að skipta um skoðun á fjögurra ára fresti væri Chirac nú farinn að skipta um skoðun daglega í Evrópumálum. Hann teflir hins yegar á tvær hættur með yfirlýsingum af þessu tagi og gæti misst fylgi meðal stuðningsmanna Edouards Balladurs forsætisráðherra og kjósenda miðjuflokka. Skattahækkun boðuð Þá hefur Chirac boðað skattahækkanir að loknum kosningum til að standa straum af kostnaði við hið félagslega kerfi Frakklands þar til hagvöxtur fer að skila auknum skatt- tekjum. í viðtali við Le Monde á laugardag útfærir Chirac hugmyndir sínar frekar og segir að hann telji rétt að hækka virðisauka- skatt en að auki draga úr kostnaði við vinnu- afl með því að breyta fjármögnun félagslega kerfisins. Chirac hefur þó tekið fram að til lengri tíma litið stefni hann að skattalækkun- um og að hækkun virðisaukaskatts eigi ekki að snerta helstu nauðsynjavörur. ■ Tekst Jospin/12 TUHGHH, SMH 06MEHHIHGIH Skemmtilegiir tími í skurðlækningum 18 VIÐSKIPnAIVINNULÍF 20 ÁSUNNUDEGI Flæktur í ferðamálin SIÐARI UMFERÐ FRÖNSKU FORSETA- KOSNINGANNÁ TEKST JOSPIN 12 OMOGULEGA? Viðtal við Evelyn Stefánsson Nef B-BLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.