Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ England Það var dansað á götum úti HEIMSSTYRJÖLD- IN síðari hafði áhrif á líf fólks með ýms- um hætti. Hjá Mar- gréti og Karli Strand þýddi hún árs að- skilnað eftir aðeins tveggja daga hjóna- band. Þau giftu sig 18. október 1941 og 20. október hélt Karl til Englands. Mar- grét fékk hins vegar ekki landvistarleyfi fyrr en ári síðar þar sem hún ætlaði sér hvorki í nám né út á vinnumarkaðinn. „Bretar vildu ekki fá neina auðnuleysingja til landsins á þessum tíma, en þegar leyfið kom fór ég strax utan með skipi og var viku á leiðinni," sagði Margrét í samtali við Morg- unblaðið. Hún segir að almenningur hafí tekið stríðinu mjög vel, fólk hafi verið ákaflega samhent og tekið þeim hjónum eins og Englending- um. „Við fórum ekki í loftvarnar- byrgi utan einu sinni þegar ég fór þangað með vinkonu minni. Þar var mikið fjör, sungið og drukkið te eins og Englendingar gera þeg- ar þeir þurfa að hressa sig við. Þeir voru alltaf vissir um að þeir myndu vinna stríðið." Á friðardaginn sjálfan, 8. maí, var mikið um að vera. Þá var dansað frá Piccadilly niður í Al- bert Hall og létu Margrét og Karl sitt ekki eftir liggja. „Við fórum með ársgam- alt bam í vagni og það var ekki auðvelt að komast áfram. Almenningur var ákaflega glaður, allir pöbbar voru fullir og fólk skemmti sér.“ Þó að friður væri kominn á voru götur áfram myrkvaðar. „Það var eiginlega mesta gleðin þegar götuljósin fóru að sjást aft- ur og fólk gat gengið frjálst um.“ Matarskömmtun var einnig haldið áfram. Sem dæmi fékk fjögurra manna fjölskylda fímm kótilettur einu sinni í viku og smjörskammturinn var eins og eldspýtustokkur. Uppbygging borgarinnar hófst hægt og sígandi en hún var ekki komin í samt horf fyrr en 2-3 árum seinna. „Það var samt furðu fljótt sem almenningur fór að veita sér meira og reyna að bjarga sér,“ sagði Margrét. Morgunblaðið/Þorkell Margrét Strand Á morgun, 8. maí, eru liðin 50 ár frá því að lok heimsstyrj aldarinnar síðari voru tilkynnt. Hildur Fríðriksdóttir gluggaði í Morgunblað- ið frá þessum tíma og fékk fjóra aðila til að rifja upp tilfinningar sínar á þessum tíma. SKEMMDIR kannaðar eftir óeirðimar. Danmörk FRIÐUR í Evrópu tilkynntur í dag“, segir í fimm dálka fyrirsögn í Morgunblaðinu þriðjudaginn 8. maí 1945, en dagana á undan hafði forsíða blaðsins verið undirlögð af fréttum frá uppgjöf þýska hersins á Ítalíu, í Norður-Þýskalandi, Danmörku og Hollandi. Fréttin sjálf hefst á þessum orð- um: „í dag kl. 1 eftir hádegi verða styijaldarlok í Evrópu tilkynt sam- tímis í London, Washington og Moskva. Verður dagurinn í dag því hinn svonefndi sigurdagur í Evrópu. Dagurinn verður almennur hátíðis- dagur í Bretlandi og einnig miðviku- dagurinn kemur. Churchill mun flytja erindi sitt um stríðslokin í neðri málstofu breska þingsins, en eftir þetta munu ráðherrar ganga til kirkju. Klukkan 7 um kvöldið flytur Georg 6. Bretakonungur er- indi til allra þegna sinna. - Mikið mun hvarvetna verða um dýrðir í löndum bandamanna í dag. Vitað er að samningar um skilyrðislausa uppgjöf voru undirritaðir í bæki- stöðvum Eisenhowers í fyrrinótt. í dag lýkur því styijöld, sem staðið hefír í Evrópu í hátt á sjötta ár.“ Síðdegis þennan sama dag gaf Morgunblaðið út aukablað. A for- síðu var birt ávarp Churchills for- sætisráðherra Breta, sem hann flutti þjóð sinni á eftirminnilegan hátt í útvarpi. Enn geta menn heyrt rödd Churchills hljóma fyrir eyrum sér þegar hann mælti á enska tungu: „í gærmorgun undirritaði Jodl hershöfðingi, fulltrúi þýsku herstjórfiarinnar og Dönitz stór- aðmíráls, í aðalstöðvum Eisenhow- ers hershöfðingja, skilyrðislausa uppgjöf alls herafla Þjóðveija í Evrópu, á landi, sjó og í lofti.“ Fólk þusti út á götur til að fagna HÓPGANGA Norræna félagsins kemur að sendiráði Norðmanna. „ÞAÐ er erfítt að lýsa þeim tilfínningum sem gerðu vart við sig þegar við heyrð- um í útvarpinu að Þjóðvetjar hefðu gef- ist upp í Danmörku," sagði Jakob Bene- diktsson fyrrverandi ritstjóri Orðabókar Háskólans, en hann vann sem bókavörður á Háskólabókasafn- inu í Kaupmannahöfn í stríðinu og fluttist ekki til Islands fyrr en ári eftir að stríði lauk. Jakob segir að stundin hafí verið ógleymanleg, þó svo að hennar hafi verið vænst um nokkum tíma. „Fregnir höfðu borist um að Hitler væri allur. Því vissu menn að frétta um endalokin værú að vænta innan skamms. Þegar stundin rann upp losnaði að sjálfsögðu um þá spennu sem hafði byggst upp.“ Sáu fólk kveikja á kertum Þau hjónin voru heima við ásamt danskri vinkonu sinni þegar þau sáu út um gluggann að fólk kveikti á kertum og tók myrkvunartjöldin frá. „Við hlupum út á götu eins og aðrir íbúar. Fögnuðurinn var afskaplega mikill og það var sérstakt að sjá mannfjöldann þyrpast út á göturnar. Við hjóluðum síð- an niður í miðbæ þangað sem straum- urinn lá frá öllum úthverfunum. Á þessum árum voru nánast engir bílar til, svo að fólk notaði hjólin óspart og það myndaðist mikil þvaga í miðbænum. Þetta gekk þó allt með friði og spekt fyrir sig. Þegar við komum í bæinn var þar fyrir flöldi fólks, sem söng norska þjóð- sönginn, því Þjóðverjar höfðu ekki enn gefist upp í Noregi. Það hafði mikil áhrif á okkur að heyra að á þessari gleðistundu hugsuðu menn til Norðmanna." Eftir að fagnaðarlátum linnti í bænum héldu þau aftur heim og segir Jakob að ekki hafi verið um frekari hátíðahöld að ræða. Dag- arnir sem á eftir fylgdu segir hann að hafi einkennst af því að verið var að hreinsa upp nasista og áhangendur þeirra. Þjóðverjar sáust hins vegar hvergi á götum úti. Jakob Benediktsson Friði fagnað Ræður æðstu manna þjóðarinnar Á forsíðu blaðsins voru ennfremur birt ávörp Sveins Bjömssonar for- seta Islands og Olafs Thors forsætis- ráðherra, sem þeir fluttu af svölum Aþingishússins. í lokaorðum sínum sagði Sveinn Bjömsson: „Er við nú vottum frændþjóðum og vinaþjóðum okkar, öllum sameinuðu þjóðunum, innilegustu samfagnaðaróskir okkar þá koma þær frá dýpstu hjartarótum okkar allra. Þær fela um leið í sjer þakkarhug fyrir það, sem þær hafa strítt og þjáðst í baráttunni fyrir þeim Rugsjónum, sem við íslending- ar teljum okkur eiga sameiginlega með þeim. En samnefnari þeirra hugsjóna er það, sem mest er í heimi: kærleikurinn. Því fögnum við öll sigrinum og friðnum." gerðist erlendis, því í Morgunblað- inu 10. maí segir að þegar líða hafí tekið á kvöld sigurdagsins hafi farið að „bera á ölvun og uppsteit í bænum og urðu af þessu mestu ólæti og ryskingar, sem hafa þekkst hjer í Reykjavík. Varð lögreglan að beita táragasi, og einnig í gær- kvöldi, því þá kom líka til uppþota og ollu þeim mest breskir sjóliðar, eins og fyrra kvöldið, en þá voru brotnar rúður í húsum hjer í bænum fyrir á annað hundrað þúsund krón- ur, að því er talið er.“ Fyrr um daginn hafði þó ríkt friður yfir bænum, fánar voru dregnir að húni í sólskini og blíðu. „En það var einnig sólskin í svip þeirra, sem maður hitti á götunni, allir virtust vera þátttakendur í þeim almenna fögnuði, sem hinn langþráði friður hefir vakið,“ segir einnig í Morgunblaðinu 10. maí. Ljósm.safn Rvk./Tryggvi VIÐ Arnarhól á friðardaginn. sendiherrar stórveldanna og Norð- urlanda fram á svalir Alþingishúss- ins og voru þeir hylltir af mannfjöld- anum sem saman kominn var á Austurvelli. Óspektir í Reykjavík Hér á landi virðist fögnuðurinn hafa brotist út á annan hátt en Ólafur Thors forsætisráðherra rakti lítillega ógnir stríðsins og þá gleði sem fylgdi því að þessari ógn væri aflétt. Síðar í ræðu sinni minntist hann á að íslendingar hefðu af frjálsum vilja beðið um hervemd Bandaríkj- anna og ræddi um þær ráðstafanir sem fylgt hefðu í kjölfarið eins og nauðsyn þess að slökka á vitum, loka höfnum, banna umferð, tak- marka afnot síma og loftskeyta. Jafnframt þakkaði hann ánægjulega sambúð við setuliðið og þeim sem fært hefðu fómir. Hann sagði íslend- inga minnast þeirra sem féllu í stríð- inu og vottaði ástvinum dýpstu sam- úð. Erindi sínu lauk hann með þessum orðum: „Vjer eigum enga ósk heit- ari en þá, að þeir, sem unnu styijöld- ina, beri einnig gæfu til að vinna friðinn. Rætist þær vonir, verður fögnuðurinn fullkominn, því þá mun úr rústum rísa nýr heimur sam- starfs, friðar, frelsis, ijettlætis og mannhelgi, mannkyninu öliu til langvarandi blessunar og ham- ingju.“ Að ræðu hans lokinni gengu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.