Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flemming Sörensen einn varaforseta Alþjóðasamtaka flugmannafélaga Hámarksflug’vakttími ver ði 12 stundir Morgunblaðið/jt EINN af varaforsetum Alþjóðasamtaka flugmannafélaga, Flemming Sörensen frá Danmörku, átti stutta viðdvöl hérlendis á dögunum og ræddi þá m.a. við starfsbræður sína í sijórn og öryggis- nefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Frá vinstri: Gunnar Guðmundsson, Steinar Steinarsson, Flemming Sörensen og Kristján Egilsson. FLUGMÁLAYFIRVÖLD í Evrópu, JAA, hafa að undanförnu unnið að setningu nýrra og samræmdra reglna um flugrekstur og eiga þær að taka gildi árið 1997. I þeim eru meðal annars ákvæði um flugtíma sem JAA vill rýmka en Alþjóðasam- tök flugmannafélaga, IFALPA, hafa mótmælt. -Gildistöku kaflans um vinnutím- ann var frestað en þar eru uppi hugmyndir um að lengja flug- og vakttíma sem við teljum að stofni öryggi manna í hættu. Samtök flug- manna vilja halda sig við 12 klukku- stunda hámark en JAA fer fram á 14,5 klst. Við teljum okkur geta sýnt fram á það með rökum að svo langur tími sé varasamur, segir Flemming Sörensen flugstjóri hjá Maersk Air í Danmörku en hann er einn af varaforsetum IFALPA og hefur síðustu árin einkum haft af- skipti af vinnutímamálum í starfi sínu fyrir samtökin. Sérstök nefnd á vegum NASA, Geimferðastofnunar Bandaríkjanna hefur rannsakað þessi mál og tekið saman skýrslu um grunnreglur og leiðbeiningar um vakt- og hvíldar- tíma í atvinnuflugi. í nefndinni sátu m.a. sérfræðingar frá Bandaríkjun- um og Þýskalandi og byggja Al- þjóðasamtök flugmannafélaga á þessari skýrslu þegar þau leggjast gegn lengingu á flugtíma. í skýrsl- unni segir að miklar framfarir hafi orðið í allri tækni og afkastagetu í fiugi en hin líkamlega geta mannsins hafi lítið breyst. Rannsóknir undan- farna fjóra áratugi hafi fært mönn- um margs konar þekkingu um svefn, tímamismun, árvekni og aðra mann- lega þætti og hvemig hæfni manna í starfi tengist þessum þáttum. Þær hafi staðfest að hjá flugmönnum dragi úr hæfni og árvekni vegna svefnleysis, tímamismunar og vinnuálags sem vaktaskipulag þeirra og flugáætlanir leiði af sér. Ljóst sé að geta mannsins sé þungamiðjan í því hvernig öryggi og afköstum sé háttað í flugi. -Flugrekstur hefur breyst mikið á síðustu áratugum og krefst þess að flugmenn sinni störfum sínum allan sólarhringinn, stundi næturflug, fari milli tímabelta og meiri afkastageta flugvéla hefur einnig leitt til krafna um lengri flugtíma og allt þetta er eðlilegt, segir Flemming Sörensen. -En eins og skýrslan segir er vitað að áhrif þessara þátta em margvís- leg á mannlega getu og við viljum gæta þess að flugfélög geri ekki slík- ar kröfur um vinnutíma að þær gangi út yfír öryggi. Við megum aldrei samþykkja að öryggið víki fyrir hagkvæmnissjónarmiðum og teljum að við höfum vísindaleg rök fyrir því að mótmæla áætlun JAA um að ná 14,5 klukkustunda flug- vakt og telur nefnd NASA 12 tíma algjört hámark. Upplýsingar og gögn úr fluginu sýna að eftir 12 tíma vakt fer hæfni og árvekni manna minnkandi og hver vill taka slíka áhættu? Við emm mjög upptekin af umhverfismálum og veltum jafnvel fyrir okkur hvernig nautgripir sem við erum að leggja okkur til munns hafa verið fóðraðir en er ekki líka rétt að spyija um hvíldartíma flug- manna? Stuðningur frá Alþjóðasamtökum flugfarþega Frá íslandi hélt hann til Bandaríkj- anna til viðræðna við félög bandarí- skra og kanadískra flugmanna en ætlunin er að stofna vinnunefnd til að koma sjónarmiðum IFALPA betur á framfæri við flugmálayfirvöld í Evrópu. Kristján Egilsson formaður FÍA segir félagið styðja álit IFALPA en í dag er hámarksflugtími félaga FÍA 9 klst. og vakttími alls 15 klst. en þessir tímar em ekki að öllu leyti sambærilegir við JAA og IFALPA vegna lítils háttar mismunar á skil- greiningu á upphafi og endi flugvakt- ar. Kristján segir að þrátt fyrir fyrir- mæli í 52. grein laga um loftferðir þess efnis að ráðherra skuli setja í reglugerð ákvæði um lágmarkshvíld- artíma flugmanna til að tryggja fyllsta öryggi hafi enginn samgöngu- ráðherra sett slíka reglugerð og að þær reglur séu einungis í kjarasamn- ingum FÍA við flugrekendur. Auk félaga flugmanna segir Flemming Sörensen að Alþjóðasamtök flugfar- þega hafi lýst stuðningi við álit IF- ALPA. Flemming Sörensen er að lokum spurður hvemig horfi með atvinnu- flug á næstunni - em flugmenn ekki bara að skapa fleiri störf með óskum um takmarkaðan flugtíma? -Reglur um flugtíma koma ekkert atvinnu- möguleikum við. Þar emm við fyrst og fremst að ijalla um öryggismál og ég legg áherslu á að þegar ör- yggi er annars vegar em málamiðl- anir ekki til umræðu. En varðandi atvinnuhorfur er það að segja að mörg flugfélög þurfa næstu árin að ráða fyölda nýrra flugmanna. Þetta á kannski einkum við félög í Norður- Evrópu, Lufthansa, KLM, BA og SAS en einnig bandarísk og félög í Austur- löndum og Asíu. Það er því þörf á mörg hundmð og sjálfsagt þúsundum nýrra flugmanna á næstu ámm. Framkvæmdastj ór i Samtaka iðnaðarins Skekkir samkeppn- isstöðuna SVEINN Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segist ekki trúa öðm en breyting verði gerð á áfengislögunum á komandi vor- þingi í þá vera að einkasala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins verði af- numin og ÁTVR hætti í kjölfarið innflutningi og umsýslu með bjór. Núverandi fyrirkomulag skekki sam- keppnisstöðuna innlendum framleið- endum í óhag. „Það er eflaust hvergi til í heimin- um svona fyrirkomulag eins og við búum við, þar sem starfsmenn ríkis- ins era að vasast í því að panta, semja um hagstæða flutninga og flytja inn bjór, dreifa honum og sjá um alla þætti, þeir jafnvel sækja hann í verslanir og hella niður þegar hann er útranninn," sagði Sveinn. Astæðulaus umsýsla ríkísins Hann sagði innlenda framleiðend- ur ekki ósátta við að innflutnings- gjald á erlendan bjór var afnumið 1. maí að kröfu eftirlitsstofnunar EFTA, en vissulega hefði það verið fellt niður mun fyrr en áætlað hafði verið, það hefði átt að falla niður 1. desember árið 1996. „Við hefðum viljað að samtímis því að gjaldið var afnumið hefði ÁTVR hætt að flytja sjálft inn, okk- ur finnst ástæðulaust að starfsmenn þessarar ríkisstofnunar sjái um alla umsýslu varðandi þennan innflutning eða þætti mönnum ekki óeðlilegt ef ríkið kostaði innflutning á gosdrykkj- um eða gúmmístígvélum eða öðmm vömm í samkeppni við innlenda framleiðslu. Svona fyrirkomulag tíðkast hvergi annars staðar í heimin- um. Að okkar mati ætti ÁTVR að kaupa allan bjór út úr tollvöm- geymslu, þá sætu menn við sama borð og ekki yfir neinu að kvarta. Við höfum lært það í iðnaðinum, að ef við stöndum okkur ekki í eðlilegri samkeppni þá hjálpar okkur engin,“ sagði Sveinn. Heildsöluálagningin sem sett var á þegar innflutningsgjaldið var af- numið, 12 krónur á kippu af erlend- um bjór og 2 krónur á innlenda fram- leiðslu, er að mati Sveins viðurkenn- ing á þeim sjónarmiðum iðnaðarins að töluverður kostnaður fylgdi um- sýslu með bjórinn. Framkvæmdastjóri Viking á Akureyri 50 ár liðin frá lokum seinni heimsstyijaldarinnar Misskilningur að rot- varnarefni séu notuð í bjór Minningarguðsþj ónusta o g minningarathafnir BALDVIN Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Viking hf. á Akureyri segir það mikinn misskilning að inn- lendir bjórframleiðendur noti rot- varnarefni í sína framleiðslu eins og fram hafí komi í máli Þorsteins Halldórssonar innflytjenda Bitburg- er-bjórs, en þar dró Þorsteinn mjög í efa að innlendur bjór væri sambæri- legur að gæðum og sá innflutti, geymsluþol hans væri minna og í hann bætt rotvarnarefnum. Baldvin sagði að hver og einn framleiðandi gæti í raun ákveðið lokadagsetningu á sinni framleiðslu og Viking hefði t.d. allt niður í einn mánuð á kútabjór. „Ef menn vildu gætum við tífaldað þennan tíma, en það er alls staðar í heiminum í gildi sama lögmálið, bjórinn er bestur ferskastur, hann byrjar að telja nið- ur strax og hann kemur út úr verk- smiðjunni. Við viljum tryggja að okkar framleiðsla sé ávallt ný og því settum við okkur það markmið að selja kútabjórinn aldrei eldri en eins mánaðar gamlan,“ sagði Bald- vin. Sambærilegur að gæðum Hvað þau ummæli Þorsteins varð- ar að innlendir framleiðendur bættu rotvamarefnum í bjórinn sagði Bald: vin vera misskilning á ferðinni. í þann bjór sem settur væri í dósir og flöskur væri bætt efninu E-300, sem í raun væri C-vítamín. Það væri gert til að hindra að súrefni gengið í sam- band við bragðefni og bjórinn oxað- ist. „Það má vera að misskilningurinn sé til kominn vegna þessa,“ sagði Baldvin. Framkvæmdastjóri Viking sagði að íslenski bjórinn væri fyllilega sam- bærilegur að gæðum og sá erlendi. Munurinn væri hins vegar sá að ís- lenski bjórinn væri ferskari og í því lægi munurinn. Einnig væri hér á landi greiður aðgangur að tæm og góðu vatni, en við slíkan lúxus byggju ekki allir bjórframleiðendur, en hér á landi þyrftu menn ekki að nota endurunnið vatn. MINNINGARGUÐSÞJÓNUSTA og minningarathafnir í tilefni af því að 50 ár em liðin frá lokum síðari heims- styijaldarinnar verða haldnar í Reykjavík á sunnudag og mánudag. Minningarguðsþjónusta í Dóm- kirkjunni hefst með ávarpi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á sunnu- daginn kl. 11. Hr. Ólafur Skúlason, biskup íslands, sér um predikun og með honum þjóna dómkirkjuprest- arnir sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Kammer- kór Dómkirkjunnar syngur undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar organista. í fréttatilkynningu frá Biskups- stofu segir að fómarlamba hildar- leiksins mikla verði minnst. Þegar milljónir manna hafi látið lífið í hatrömmustu átökum er orðið hafi í Evrópu. Enn séu ógróin sár frá þess- um tíma. Beðið verði fyrir friði um heimsbyggðina og að skilningur og kærleikur ráði í samskiptum manna í stað aflsmunar og vopna. Biskup hefur beint þeim tihnælum til presta að tímamótanna verði minnst í guðsþjónustum í kirkjum landsins. Minningarathafnir Nordmanna Norska sendiráðið í Reykjavík gengst fyrir athöfnum til að minnast Friðardagsins 8. maí. Minningarat- höfn verður í Fossvogskirkju á mánu- daginn kl. 17. Sr. Ingunn Hagen flyt- ur ritningarorð og bænir. Sálmar verða sungnir samkvæmt tillögum norsku þjóðkirkjunnar og Kirkjur- áðsins. Nils Ó. Dietz, sendiherra, flytur minningarorð. Stuttar minningarathafnir verða í .Fossvogskirkjugarði kl. 17.45 - 18.45 sama dag. Blómakransar verða lagðir við minnismerkið um fallna norska hermenn í Fossvogs- kirkjugarði og síðan við minnisvarð- ann um Herdeild 330 í Nauthólsvík. Á Islandi er samstarf um hátíðar- höldin milli sendiráðs Noregs, Nord- mannslagets, Félags Norðmanna á Islandi, norska hernaðarráðunaut- arins hjá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli Torbjörns Braset yfirfor- ingja og sr. Ingunnar Hagens. FuIItrúi norskra hemaðaiyfír- valda, Per-Oscar Jacobsen flugliðs- foringi frá flughernum í Suður-Nor- egi, verður viðstaddur hátíðarhöldin hér. Viðstaddir verða einnig fulltrúar íslenskra yfirvalda, kirkju landsins og frá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli. Þeim Norðmönnum og íslend- ingum, sem sigldu á norskum her- skipum og flutningaskipum, er sér- staklega boðið við þetta tækifæri. Aðrir sem áhuga hafa, em velkomn- ir til athafna þessara. Þær fara að mestu leyti fram á norsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.