Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUJR 7. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Benjamín Mjólkursamlag KEA 45 bændur heiðraðir fyrir framleiðslu úrvalsmjókur Sjálfsafgreiðslu- stöðvar Skeljungs Fleiri lítr- ar seldir FLEIRI bensínlítrar voru seldir í síðasta mánuði en á sama tíma í fyrra í sjálfsafgreiðslustöðvum Skeljungs við Miklubraut. Stöðvamar eru tvær og bjóða einvörðungu upp á sjálfsaf- greiðslu og hafa viðskiptavinir þeirra getað dælt bensíni, sem er 1,20 krónum ódýrara á lítra, á bíla sína í rúman mánuð. Kristinn Bjömsson forstjóri Skeljungs segir að þótt reynslan af þeirri nýbreytni að viðskipta- vinir dæli sjálfir sé ekki mjög löng lofi hún góðu. „Við teljum að þetta sé kost- ur sem margir neytendur kunna að meta og við merkjum um- talsverða söluaukningu á þess- um stöðvum. Ef við bemm sam- an sölutölur á þessum stöðvum við sama mánuð í fyrra sjáum við aukningu upp á nokkra tugi prósenta í rnagni." ALLS voru 45 framleiðendur heiðraðir fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk á síðasta ári og er um töluverða fjölgun að ræða milli ára en 29 framleiðendur voru heiðraðir í fyrra. Flokkun mjólkur hjá Mjólkursamlagi KEA var mjög góð á síðasta ári, tekin voru sýni vikulega vegna heildar- gerlatölu mjólkurinnar og fóru 99,14% í fyrsta flokk. Frumut- ala var hvergi lægri í landinu eða 370 þúsund pr. ml. mjólkur sem skilar sér í bættu hráefni og þar með betra nýtingarhlut- falli mjólkurinnar til vinnslu. Sýni úr innleggsmjólki til rannsóknar vegna hugsanlegra fúkalyfjaleyfa eru tekin í hvert einasta sinn sem mjólk er tekin og er þar gengið langtum lengra en opinberar reglur- gerðir hér á landi og í ná- grannalöndum kveða á um, en jákvæða sýni heyra til undan- tekninga. Strangar kröfur Kröfurnar sem mjólkursam- lagið gerir eru þær alströng- ustu á landinu og verður því að telja það góðan árangur að 45 framleiðendur á svæðinu séu heiðraði fyrir úrvalsmjólk. Fjórir mjólkurframleiðendur voru heiðraðir í tíunda eða ell- efta skipti frá því árið 1982 og eru það búin á Neðri-Vindheim- um, Ytri-Bægisá og á Eyvindar- stöðum sem fengu viðurkenn- ingu í ellefta sinn og búið á Efstalandi í tíunda sinn. Formaður úthafsveiðinefndar ríkissljórnarinnar Nefndin er mjög' nýtur vettvangnr ÚTHAFSVEIÐINEFND ríkisstjórn- starfsvettvangur stjórnmálaflokka arinnar hefur verið starfandi síðan og hagsmunasamtaka í úthafsveiði- haustið 1993 og hefur verið sam- málum. Flug á milli Búða og Reykjavíkur DAGLEGAR flugferðir íslands- flugs á milli Reykjavíkur og Búða á Snæfellsnesi hefjast nú um helg- ina. Ferðirnar eru á vegum ís- landsflugs og Hótels Búða, sem verður opnað um helgina eftir vetrarlokun. Auk ferða á milli staðanna verður boðið upp á út- sýnisflug yfir Snæfellsnesið, að sögn Victors Heiðdals Sveinsson- ar staðarhaldara á Búðum. í vor hefur verið unnið að frek- ari endurbótum á hótelinu, sem var gert upp í fyrra. Tekin hafa verið í notkun þrjú herbergi til viðbótar, þar af tvö „betri“ her- bergi í Krambúðinni svokölluðu við hlið hótelsins. Hún er frá síð- ustu öld og var lengst af verslun- arhúsið á staðnum. Að sögn Victors verður flogið frá Reykjavíkurflugvelli daglega kl. 17, svo fremi sem farþegar verði tveir eða fleiri. Flogið verð- ur útsýnisflug með ströndinni og lent verður á Rifi, á Dagverðará, á ströndinni við Búðir eða á litlum flugvelli sem fyrirhugað er að Búðir á Snæfellsnesi. koma upp skammt frá hótelinu. Um 40 mínútna flug er til Búða. Þegar lent er býðst gestum úti- vist í nágrenni Búða, útreiðartúr eða stutt sjóferð þar sem líkur eru til þess að sjá hvali auk þess sem fólki gefst tækifæri til sjó- stangaveiði. Að henni lokinni er gengið til kvöldverðar á hótelinu. Þeir sem silja vilja lengur að borð- um fara beint á hótelið en flogið er aftur til Reykjavíkur um kl. 23 um kvöldið. í millitiðinni verð- ur einnig boðið upp á tæplega klukkustundar útsýnisflug yfir Snæfellsnesið fyrir gesti hótelsins og aðra sem leið eiga um. NEFNDIN er skipuð fulltrúum þingflokka og stærstu hagsmuna- samtaka í sjávarútvegi. Hún var meðal annars kölluð saman á fimmtudagskvöld __ eftir að slitnaði upp úr viðræðum íslendinga, Færey- inga og Norðmanna um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Að sögn Geirs H. Haardes formanns nefndarinnar er eitt af verkefnum að undirbúa löggjöf um úthafsveiði- mál. Þá hefur nefndin verið bakhjarl íslensku sendinefndarinnar á úthafs- veiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. „Þetta hefur reynst vera mjög nýtur vettvangur þótt við höfum ekki sent skýrslu frá okkur enn vegna þess að mál hafa verið í svo hraðri geijun og við höfum viljað sjá hvemig málum vindur fram á úthafs- veiðiráðstefnunni," sagði Geir. í nefndinni hafa setið, auk Geirs, Matthías Bjarnason fyrir Sjálfstæðis- flokk en hann fer nú úr nefndinni, Rannveig Guðmundsdóttir fyrir Al- þýðuflokk, Halldór Ásgrímsson fyrir Framsóknarflokk, Steingrímur J. Sigfússon fyrir Alþýðubandalag, Anna Ólafsdóttir Bjömsson fyrir Kvennalista en Guðný Guðbjöms- dóttir tekur nú hennar sæti, Kristján Ragnarsson formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, Guð- jón A. Kristjánsson forseti Far- manna- og fískimannasambands ís- lands, Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands og Arn- ar Sigurmundsson formaður Sam- taka fiskvinnslustöðvanna. Alþjóðadagur Rauða krossins Aherslan lögð á virð- ingukvenna Sigrún Árnadóttir LÞJÓÐADAGUR Rauða krossins er á morgun um allan heim og er yfirskrift þessa árs í starfi samtakanna virðing kvenna. Félaga- samtök sem sinna mannúð- armálum hafa í æ ríkara mæli opnað augun fyrir mikilvægi þess að konur séu þátttakendur í skipu- lagi og framkvæmd neyð- ar- og þróunaraðstoðar, segir framkvæmdastjóri RKÍ. „Hinn 8. maí er alþjóða- dagur Rauða kross hreyf- ingarinnar, í tilefni af fæð- ingardegi Svisslendingsins Henri Dunants, sem stofn- aði Rauða krossinn, en hann fæddist árið 1828. Hreyfingin var stofnuð árið 1863 og í dag eru 163 landsfélög um allan heim.“ - Hver eru helstu markmið? „Á stefnuskrá Rauða krossins eru sjö grundvallarmarkmið sem hreyfingin og landsfélögin þurfa að vinna eftir. Það má segja að mannúðarstarf, sem Rauði kross- inn er að vinna, sé að hluta til framlag í þágu friðar. Einnig er markmiðið að stuðla að aukinni virðingu fyrir mannréttindum; að vekja þjóðir og ríkisstjórnir heims til umhugsunar og aðgerða í þágu mannúðar og virðingar fyrir manneskjunni og stuðla þannig að betra og blómlegra mannlífi." - Hvernig er starfseminni hér háttað? „Rauði kross íslands var stofn- aður árið 1924. Höfuðskrifstöðv- arnar eru í Reykjavík og svo eru 50 deildir úti á landi en eitt af markmiðunum er að félagið starfi um landið allt. Við sinnum bæði verkefnum innanlands og erlendis en meginþorri fjárins fer til inn- lendrar starfsemi. Ríkisstjórnin leggur líka fram fé til neyðar- aðstoðar á móti RKÍ að okkar beiðni og sjá samtökin um að framlagið skili sér. Starfíð er síðan að mestu Ijármagnað með tekjum úr söfnunarkössum." - Hvað kostar að reka Rauða krossinn á hverju ári? „Við höfum auðvitað óþqótandi þörf fyrir fé vegna eðlis starfsins en höfum haft í kringum 340 milljónir á ári í ráðstöfunarfé. Deildimar eiga og reka sjúkrabíla í samvinnu við heilsugæslustöðv- ar. Síðan erum við í samstarfi við Almannavarnir ríkisins um neyð- arvamir. Þátttaka RKÍ tengist neyðarskipulagi, þ.e. aðstoð, skráningu og móttöku fólks ef neyðarástand skapast. Einnig reka samtökin viðamikla fræðslu- starfsemi, til dæmis námskeið fyrir bam- fóstmr, vegna slysa á börnum og í skyndihjálp en þar er hlutverk okkar mjög stórt.“ - Hvernig er áherslan í starfi hér frábrugðin? „Áherslur eru mismunandi frá landi til lands. Hér er þjóðfélagið vel statt og við vinnum því allt öðruvisi en ríki sem skemmra eru komin. Við sjáum til dæmis um móttöku á flóttamönnum í umboði ríkisstjórnarinnar og aðlögun þeirra að þjóðfélaginu og erum að byggja upp ungmennastarf í samvinnu við fjölda sjálfboðaliða. Á síðasta ári gerðum við könnun á þvi hveijir það eru sem lítils ► SIGRÚN Áraadóttir fædd- ist á Eskifirði 27. október árið 1960. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1982 og BA- prófi í fjölmiðlun og félags- fræði frá Háskóla Islands árið 1988. Tveimur árum síðar hóf hún störf hjá Rauða krossi ís- lands að fræðslumálum og tók við framkvæmdastjórastöðu 1. ágúst 1993. Sigrún á eina sex- tán ára dóttur. mega sín í íslensku samfélagi. Að vísu var hún ekki mjög itarleg en hún sýndi að þrír hópar skera sig einkum úr. Ungar, ómenntaðar, einstæðar mæður eru til dæmis mjög illa staddar. Við höfðum ekki sinnt þeim hópi sérstaklega og afhentum Félagi einstæðra for- eldra nýlega eina milljón króna og óskuðum eftir því að það yrði sett í sérstakan sjóð til þess að styðja þá sem eiga í verulegum vanda. Einnig má nefna tiltekinn hóp barna og unglinga, sem við teljum okkur vera að koma til móts við með bama- og unglingasíma sem svarað er allan sólarhringinn. Við höfum ennfremur frá 1986 rekið athvarf fýrir þennan hóp sem opið er allan sólarhringinn. Loks má nefna geðfatlaða því við opnuðum athvarf fyrir tveimur árum fyrir þennan hóp og þangað kemur fjöldi fólks sem borðar saman og nýtur samvista í fallegu umhverfi." - Er starfið hér þá meira fé- lagslegs eðlis en annars staðar? „Nei, markmiðið er að sinna þeim sem verst eru staddir og það era þjóðir að gera um alian heim þótt á mis- munandi hátt sé vegna mismunandi aðstæðna í hveiju landi.“ - Hver er stærsti útgjaldaliðurinn ? „Ég held að megi segja að sjúkrabílarnir séu dýrasta verk- efnið en í þá fara yfir 50 milljónir á ári. Það er mjög góð sjúkraflutn- ingaþjónusta á landinu en hún stendur engan veginn undir sér víða um land því þetta eru svo fáir sjúkraflutningar á ári. Við svörum einnig neyðarbeiðnum og fara um 30 milljónir í bein neyðar- framlög á þessu ári. Jafnframt eru tíu manns á vegum samtakanna við hjálparstarf erlendis sem kost- ar 25 milljónir og loks má nefna þróunaraðstoð fyrir 11 milljónir.“ Konur taki þátt í þróun- araðstoð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.