Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Faðir okkar, • JÓN SIGURÐSSON, skipstjóri, frá Görðum, Ægissíðu 50, andaðist í Landspítalanum aðfararnótt 6. maí. Ólöf Jónsdóttir, < Sigurður Jónsson, Helgi Jónsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍA EYJÓLFSDÓTTIR, áður Reykjavíkurvegi 35, Hafnarfirði, lést 5. maí. Agnar Aðalsteinsson, Ester Haraldsdóttir, Rannveig Aðalsteinsdóttir, Svavar Gunnarsson, Guðríður Aðalsteinsdóttir, Ottó Karlsson og barnabörn. t Hjartkær sonur minn, faðir, bróðir og mágur, SIGURJÓN GÍSLI JÓNSSON, Lýsubergi 3, Þorlákshöfn, lést þann 4. maí síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Kristfn Erlendsdóttir, Kristinn Gísli Sigurjónsson, systkini og mágkonur hins látna. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og systir, VALGERÐUR TÓMASDÓTTIR, Álfabyggð 11, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 29. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát hennar og útför. Ragnar Sigurðsson, Sigríður Ragnarsdóttir, Unnur Kristfn Ragnarsdóttir og systkini hinnar látnu. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÚÐVfG EGGERTSSON, Grandavegi 47, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. maí kl. 15.00. Sigrún Jónsdóttir, Sonja Lúðvígsdóttir, Hrefna Lúðvfgsdóttir, Ævar Lúðvfgsson, Ríkey Lúðvígsdóttir, Elsa Lúðvígsdóttir, Jóhannes Björn Lúðvfgsson, Edda Lúðvfgsdóttir, Ragnar Kristjánsson, Helgi Þórisson, William Coe, Guðrún Michelsen, Kristján Pétursson, Halldór Dagsson, Beth Rose, Guðmundur Friðgeirsson, Mildred I. Steinberg, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU KRISTfNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Vallargötu 29, Þingeyri. Sigurjón Andrésson, Sólveig Sigurjónsdóttir, Matthfas Guðjónsson, Kristján Sigurjónsson, Ólafía Sigurjónsdóttir, Guðberg Kristján Gunnarsson, Andrés Sigurjónsson, Elfnborg G. Sigurjónsdóttir, Þórður Arason, barnabörn og barnabarnabörn. VALGERÐUR TÓMASDÓTTIR + Valgerður Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 10. maí 1943. Hún lést á Akureyri 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Tómas G. Magnússon, stór- kaupmaður, f. 23. okt. 1911, d. 17. jan. 1968, og kona hans Sigríður Sigurðar- dóttir, húsfreyja, f. 16. maí 1920, d. 14. okt. 1987. Systkini Valgerðar eru: Ólafur, f. 18. ágúst 1947, smið- ur, Rannveig, f. 17. júlí 1950, flugfreyja, Tómas, f. 23. maí 1954, hljómlistarmaður, og Guðrún, f. 9. júlí 1962, skrif- stofumaður. Eftirlifandi eigin- maður Valgerðar er Ragnar Sigurðsson, augnlæknir á Ak- ureyri. Þau eignuðust tvær dætur, Sigríði, f. 5. apríl 1972, háskófanema, og Unni, f. 2. mars 1975, menntaskófanema. Valgerður lauk stúdentsprófi frá MR 1963 og kennaraprófi 1964. Hún starfaði sem flug- freyja hjá Flugfélagi íslands 1964-1971. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. KÆR vinkona er látin langt um aldur fram. Við höfum haldið hóp- inn allt frá menntskólaárum okkar. Vinskapur, sem til er stofnað á þeim árum, er sérstaks eðlis. Hann verður til á erfíðum árum mótunar og þroska þegar lífið er oftast svo yndislegt en jafnframt stundum svo erfítt. Við höfum staðið þétt saman og stutt við bakið hver á annarri ef á móti hefur blásið og glaðst saman þegar vel hefur gengið. Slík vinátta er dýrmæt. Þótt sumar okkar hafí dvalið erlendis um skeið hefur vin- skapurinn haldist óbreyttur. Þegar heim var komið var allt sem áður. Sumar okkar hafa þekkst frá bam- æsku og verið saman í bama- og gaggfræðaskóla. Nú er ein horfín úr hópnum. Andlátsfrétt Völu kom ekki á baði. Þetta var fyrir tíma sólbaðstofa og sólarlandaferða. Ef kalt var í veðri, eins og oft kom fyrir, þá vora dregnir fram svefnpokar svo að hægt væri að liggja úti. Við vildum allt til þess vinna að verða sólbrúnar og sætar. Vala var góðum gáf- um gædd og hafði áhuga á bókmenntum, ljóðlist og íslensku máli. A mennta- skólaáranum var hún farin að lesa góðar bókmenntir. Þar var hún langt á undan flestum okk- ur. Ef hún hafði nælt sér í góða bók átti hún það til að vilja frekar sitja heima á laugardagskvöldi en „fara út á lífíð“ með okkur. Þetta skildum við ekki í þann tíð. Þessi lestraráhugi hennar létti henni lífíð í veikindunum. Hún talaði mjög fallegt íslenskt mál eins og gert var á æskuheimili hennar. Við voram stoltar af henni þegar Jón Guð- mundsson, sá ágæti íslenskukenn- ari, hafði orð á hve gott mál hún talaði. Vala var tónelsk og stundaði tónlistarnám á fyrstu áram Barna- músikskólans, var einn af stofnend- um Pólýfónkórsins og söng með honum í mörg ár. Vala hafði áhuga á þjóðmálum allt frá unglingsáram. Hún gat rætt um menn og málefni á röklegan hátt og skipti ekki skapi í kappræðum en hafði þó fastmótað- ar skoðanir. Hún var mjög raunsæ og jarðbundin og hafði ekki trú á yfírnáttúralegum fyrirbæram. Innri friður og sálarró einkenndu Völu. Ekki má gleyma kímnigáfu hennar. Mest var þó gæfa Völu að kynn- ast Ragnari, manninum sínum. Þau eignuðust tvær myndarlegar dætur, Sigríði og Unni. Það ríkti mikið jafnræði með þeim hjónum, bæði vel gerð og samhent. Þau kynntust þegar Ragnar var við nám í Há- skóla íslands. Við voram nokkuð tortryggnar á mannsefnið í fyrstu. Engin okkar hafði sótt sér eigin- mann lengra en til Hafnarfjarðar en Ragnar var frá Akureyri. Tor- tryggni okkar hvarf fljótt. Þau stofnuðu sitt fyrsta heimili i Reykja- vík en fluttu síðan til Kanada þar sem Ragnar stundaði framhalds- nám. Eftir það bjuggu þau um skeið í Reykjavík en fluttu síðan til Akur- eyrar. Heimili þeirra á Akureyri var einstaklega fallegt og smekklegt. Þau hjón vora höfðingjar heim að sækja. Gestrisnin einstök og ævin- lega rúm fyrir næturgesti. Vala var fagurkeri. Hún hafði unun af falleg- um hlutum og var smekkvísi hennar viðbragðið. Jafnvel sjúkrastofurnar fengu á sig nýjan og vistlegri blæ þegar Vala hafði látið hagræða hlutunum eftir sínu höfði. Hún var ein af þessum sjaldgæfu nútíma- konum sem kjósa að helga sig heim- ili sínu og bömum. Hún valdi sér þetta hlutverk þegar hún eignaðist fyrri dótturina enda þótt hún hefði lokið kennaraprófí og alveg áreið- anlega orðið frábær kennari. Hún fylgdist vel með skólagöngu dætra sinna og var þeim stoð í námi þeirra á meðan heilsan leyfði. Fyrir rúmlega tuttugu árum greindist hjá Völu sjúkdómur sem engin lækning fékkst við. Hann var hægfara í fyrstu en ágerðist smám saman. Hún gekkst undir fjölda skurðaðgerða en það var eina ráðið til að hægja á framvindu sjúkdóms- ins. Hún kvartaði aldrei né talaði um sjúkdóm sinn að fyrra bragði en við vissum að hún var oft kval- in. í veikindunum kom best í ljós hve lánsöm hún var að hafa hlotið í vöggugjöf góða lund. Við fórum alltaf ríkari frá henni en við komum til hennar. Hún hafði áhuga á að frétta um ferðir okkar og fyrirætl- anir þótt sjálf hefði hún enga mögu- leika á slíku lífí. Vala sætti sig við örlög sín og var aldrei beisk. Hún hélt andlegri reisn sinni allt þar til yfír lauk. Það er fátt erfíðara en að horfa á ástvin sinn þjást árum saman af erfiðum sjúkdómi. Við höfum fylgst af aðdáun með því hvemig Ragnar stóð við hlið konu sinnar og sýndi henni ómælda umhyggju og ástúð. Dætumar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Við kveðjum Völu með söknuði og sendum Ragnari og dætrunum innilegar samúðarkveðjur. Anna, Hildigunnur, Ingunn, Kristín Halfa, Kristin Mjöll, Margrét, Ragnhildur, Sif og Sigríður. SIGURÐUR KRIST- INN ÞÓRÐARSON óvart. Hún þurfti að glíma við erfíð- an sjúkdóm í rúma tvo áratugi. Lífíð hefur því ekki farið mildum höndum um hana Völu okkar en æðraleysi hennar og kjarkur hefur vakið aðdáun allra sem hana þekktu. Vala var glæsileg kona, hávaxin og björt yfírlitum. Hún lét sér annt um útlit sitt sama á hveiju gekk. Hún var alltaf óaðfínnanlega snyrt og skartaði ávallt sínu besta. Þótt örlögin hafí verið henni grimm og tekið frá henni heilsuna í blóma lífsins hefur hún áreiðan- lega álitið sig gæfumanneskju. Hún var alin upp á miklu menningar- heimili þar sem bókmenntir og Iist- ir vora í hávegum hafðar. Þegar við kynntumst Völu fyrst var hún í foreldrahúsum á Hringbrautinni. í sama húsi bjuggu einnig amma hennar, afí og móðursystk:"i. Þó að fjölskyldan flytti af Hringbraut- inni þegar Vala var komin á ungl- ingsár hélst náið samband við frændfólkið. Þannig kynntumst við sumar vinkonumar frændfólki hennar vel, einkum móðursystram hennar tveimur, Möggu og Imbu. Fjölskyldan í Skeiðarvoginum var með afbrigðum gestrisin og rausn- arleg. Þangað hópuðust vinir bam- anna og heimilið líktist helst félags- miðstöð. Þar var Sigríður félagsráð- gjafínn og trúnaðarvinurinn og Tómas veitingastjórinn og gleði- maðurinn. Hann var hinn fullkomni heimilisfaðir, sem hafði gaman af matseld og veitti öðram vel í mat og drykk. Einnig orti hann glettnar tækifærisvísur og þegar við útskrif- uðumst úr menntaskóla var hann fenginn til að yrkja um okkur í Faunu. Ófáar vora ferðimar í Skeið- arvoginn til að liggja saman í sól- + Sigurður Kristinn Þórðar- son fæddist 30. mars 1904 að Votmúla í Flóa. Hann lést 21. apríl sl. Útför Sigurðar fór fram frá Háteigskirkju 28. apríl. SIGURÐUR Þórðarson er fallinn frá í hárri elli eftir langan og iðju- saman vinnudag. Það er ekki ætlun mín að rekja hér í eftirmælastíl helstu æviatriði Sigurðar, en nú þegar hann er allur hlýt ég að minn- ast þess hvílíkur öðlingur hann var í lifanda lífí. Sigurður bjó lengi ásamt fjöl- skyldu sinni í því sögufræga húsi Tungu við Laugaveg sem nú er horfíð af jörðu eins og húsbóndinn sem þar ríkti í mildum höfðings- skap. Ég á Sigurði og Sesselju konu hans skuld að gjalda fyrir þá heppni að fá að búa undir þaki þeirra á menntaskólaárunum við góðan kost og prýðilegt atlæti. Þetta var eitt hinna látlausu alþýðuheimila þar sem hógværð, velvilji og nægjusemi ríktu og streita neyslusamfélagsins virtist víðs fjarri. Tunga var eins- konar sérheimur í borginni, eigin- lega sveitabær með hesthúsi og hlöðu og allsérstæðu samfélagi manna og dýra. Á staðnum ríkti vinátta og traust, meira að segja kettir og rottur lifðu í friðsamlegri sambúð, að ekki sé talað um hross- in. Þarna var þó merkilegast samfé- lag fólks á hæðinni, í kjallaranum og í risinu. Mannleg samskipti vora í anda húsráðenda, vinsamleg og skemmtileg og bar aldrei skugga á. Þama tengdust vináttubönd sem hvergi hafa bilað allt til þessa dags. Engu húsi hef ég kynnst sem hefur haft aðra eins sál og jafngóða skap- gerð og þetta gamla hús sem síðar var jafnað við jörðu. Sigurður Þórðarson var maður margfróður, viðtalsgóður og glað- sinna allt til hinstu stundar. Hann var einstakur iðjumaður sem gekk að daglegum störfum verkamanns- ins fram á níræðisaldur. Hann var trúr yfír öllu, traustur og góðviljað- ur og mér reyndist hann hinn besti drengur í hvívetna. Slíkur maður gleymist ekki þeim sem nutu þeirr- ar gæfu að kynnast honum. Sess- elju og dætram þeirra Sigurðar sendi ég samúðarkveðjur með þökk fyrir liðna tíð. Eysteinn Þorvaldsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld f úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.