Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 21 „Ég lærði flókn- ari aðgerðir eins og gerðar eru vegna vél- indabakflæðis, magasára og fleira." í gegnum sjónvarpsvélar, þannig að hann gat gert aðgerðina án þess að hafa gert samsvarandi aðgerð áður. Vélmenni hélt holsjár- tækinu, sem við gátum §arstýrt.“ Margrét tekur fram að tæki sem notuð eru við holsjáraðgerðir séu dýr en í umræðunni um tækjakaup verði hins vegar að nefna spamað- inn á móti. „Nýleg könnun á Land- spítalanum sýndi fram á níu milljón króna spamað á ári við gallsteina- aðgerðir eingöngu, þrátt fyrir að tækjakostnaður, afföll og annað hafi verið tekið með. Við höfum ekki tekið saman hagræðingu við þær aðgerðir sem ég starfa einna mest við eins og þindarslit og magaaðgerðir. Munurinn þar er ömgglega mun meiri vegna þess að sjúklingamir þurfa mjög skamma legu. Þeir geta hafíð vinnu eftir tvær vikur í stað sex til átta vikna áður, þannig að ljóst er að spamaðurinn er ekki einung- is innan spítalanna heldur einnig úti á vinnumarkaðnum.“ Engir fordómar - Hvemig bregst fólk við þegar það uppgötvar að skurðlæknirinn er kvenkyns? „Ég hef aldrei orðið vör við nein sérstök viðbrögð," segir hún og ypptir öxlum brosandi. „Ég er kannski svona ógurlega ónæm.“ Eftir að haf.a dreypt á kaffinu segir hún eins og annars hugar: „Það eina sem mér hefur fundist vera öðravísi við að vera kvenmað- ur en karlmaður er að þjóðfélags- pressan er meiri hér á landi en ég varð vör við úti. Þá á ég við varð- andi heimili, börn, föt og þess hátt- ar. Fólki finnst að allir þessir hlut- ir séu meira mitt mál en eigin- mannsins, þó svo að honum fínnist það alls ekki sjálfum. Þetta er eig- inlega í fyrsta skipti sem þeirri hugsun er komið inn í huga mér að það sé frekar hlutverk mitt að sjá um fjölskyldu og heimili," seg- ir hún með dálítilli undran í rödd- inni, enda ekki furða þar sem Is- lendingar era duglegir að telja sjálfum sér og öðra.m trú um að þeir standi framarlega í jafnréttis- málum. Varðandi starfíð segir hún að það hafi verið viðkvæðið að hjúkr- unarfræðingar myndu aldrei vilja fá kvenmann sem skurðlækni. „Það er algjört kjaftæði," segir hún með áherslu. „Þær era síst verri gagnvart mér og jafnvel ívið betri. Þegar ég var í Bandaríkjunum að skera upp ófrísk pössuðu þær til dæmis sérstaklega vel upp á mig og færðu mér safa, súkkulaðimola eða brjóstsykur í aðgerðir." - Skarstu upp langt fram á meðgöngu? „Já, þar til 2-3 dögum áður. í Bandaríkjunum tíðkast að vinna fram undir það síðasta.“ - Var það ekki erfíðleikum bundið vegna stærðarinnar á mag- anum? „Nú, ert þú eins og karlamir," segir hún og setur upp hneyksl- unarsvip. „Það er fjöldi karla í minni grein með miklu stærri vömb að staðaldri en ég var með í þenn- an stutta tíma. Og þeir lifa með hana!“ bætir hún við fastmælt en með brosið í augunum. Ég get ekki annað en skellt upp úr og tek þá eftir því að við erum orðnar einar eftir í salnum fyrir utan þjón- inn, sem farinn er að leggja á borð fyrir kvöldverð. Ég get ekki betur séð en hann hristist líka af hlátri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.