Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 7 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leiðtogar norskra sjómanna og útgerðarmanna í Tromsö Þjóðhagsstofnun um áhrif aflaskerðingar Mistök norskra stjórnvalda að ræða ekki síldina fyrr Tromsö. Morgunbladið. LEIÐTOGAR norskra sjómanna og útgerðar- manna í Tromsö segja að norsk stjómvöld hafí gert mistök með því að taka ekki upp viðræður um síldina við íslendinga fyrr en norsk-íslenski síldarstofninn byijaði að ganga út úr norsku lögsögunni. íslensk stjómvöld segjast hafa margítrekað krafíst viðræðna um síldina á undanfömum átján ámm, en ætíð talað fyrir daufum eyrum. Robert Hansen, formaður Troms Fiskarfylk- ing, og Arvid Alquist, framkvæmdastjóri sam- takanna, sögðu á fundi með íslenskum blaða- mönnum í gær að vissulega hefðu norsk stjóm- völd gert mistök með því að heija ekki viðræð- ur fyrr. Það yrði ekki framhjá því horft að íslendingar ættu sögulegan rétt til síldarinnar. „Fjandinn verður laus“ Viðmælendur Morgunblaðsins hér í Tromsö hugsa til þess með skelfíngu ef íslenskir togar- ar koma í Smuguna í tugavis eftir 11. júní. „Þá verður fjandinn laus,“ segir Ivan Kristoffersen, hinn áhrifamikli ritstjóri dagblaðsins Nordlys. „Norðmenn verða að koma með útspil." Al- mennt virðast menn telja að veiðamar í Smug- unni verði ekki takmarkaðar nema með samn- Talsmenn Troms Fiskar- fylking viðurkenna sögulegan rétt Islend- inga til síldarinnar ingum. Margir nefna að þeim svíði það sárt að íslendingar skuli senda skip í Smuguna undir hentifána. Fulltrúar Troms Fiskarfylking eru þungorðir er talið berst að smuguveiðunum. „Við vísum fullri ábyrgð á þeim þætti málsins á hendur íslenskum stjómvöldum," segir Robert Hansen. „Nú ættu þau að sýna sjálfstæði gagnvart ís- lenskum hagsmunaaðilum og lýsa því yfír að íslendingar séu hættir smuguveiðunum þangað til lausn fínnst á úthafsveiðiráðstefnu Samein- uðu þjóðanna seinna í sumar. Ég skora á ís- lenska útgerðarmenn að sýna ábyrgð í stað þess að hugsa um skammtímagróða." Hansen segir að ef íslendingar veiði á hinn bóginn líkt og á síðasta ári í Smugunni þá geti það spillt fyrir því að niðurstaða fáist á úthafsveiðiráðstefnunni og á því myndu öll strandríki við NA-Atlantshaf tapa. En næðist samkomulag á úthafsveiðiráðstefnunni eigi að síður þá væm íslendingar að spilla velvild þeirra þjóða sem mundu, að hans sögn fara með stjóm þorskstofnins í Barentshafí, þ.e. Rússa og Norðmanna. Hansen sér öll tormerki á því að láta íslendinga fá verulegan þorsk- kvóta í Barentshafi til að greiða fyrir samning- um því þá myndu önnur ríki sigla í kjölfarið og krefjast þess hins sama. Hins vegar segir hann að norskir sjómenn myndu sætta sig við samning við íslendinga á gmndvelli samnings- draganna á úthafsveiðiráðstefnunni. Samstarfið við Rússa til fyrirmyndar Það kemur fram í máli norsku sjómannaleið- toganna að þeir telja að samstarfíð við Rússa um fískveiðistjórnun í Barentshafí undanfarin tvö ár sé að mörgu leyti til fyrirmyndar, veið- ar utan kvóta hafí minnkað stórlega og eftir- lit verið hert. „Ef ekkert samkomulag næst á úthafsveiðiráðstefnunni þá verða Norðmenn og Rússar að færa lögsögu sína út í 250 mflur og veija þá útfærslu með hervaldi til að bjarga þorskstofninum og afstýra umhverfísglæpum á úthafinu," segir Arvid Alquist. Skerðir tekj- ur um 3-4 milljarða VERÐI farið að ýtmstu tillögum fískifræðinga um fískafla á næsta fískveiðiári mun útflutningsverð- mæti sjávarafurða dragast saman um 3-4%. Þetta þýðir að útflutningstekjur þjóðarinnar dragast saman um 3-4 milljarða króna. Gangi þetta eftir verður hagvöxtur 0,5-1% minni en hann hefði annars orðið. Þórður Friðjónsson, forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar, sagði að verði farið að tillögum físki- fræðinga um aflaheimildir myndi aflaverðmæti dragst saman um 5% milli áranna 1995 og 1996. Hann sagði að áhrif þessarar skerðingar á hagvöxt færi m.a. eftir því hvort gripið yrði til ein- hverra aðgerða samhliða, en gera mætti ráð fyrir að hagvöxtur yrði um 0,5-1% minni en hann hefði annars orðið. Nýjasta spá Þjóðhagsstofnunar um hagvöxt var um að hann yrði 2-2,5% á árinu 1996, en minni fískafli gæti leitt til þess að hann yrði 1,5-2%. ------» » ♦ Morgunblaðið/Sverrir Sjálfstæðis- konur þinga í Hveragerði V erkfalls verðir hindruðu starf- semi Sérieyfisbíla TUTTUGASTA landsþing Landssambands sjálfstæðis- kvenna hófst á Hótel Örk í Hveragerði í gærkveldi. Arndís Jónsdóttir, formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna, setti þingið, en síðan flutti Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, framsögu um stjórn- armyndunina. Þinginu verður fram haldið í dag og verður fjallað sérstaklega um ferða- mál, en framsögur flytja Magn- ús Oddsson, ferðamálastjóri, sem íjallar um ástand og horfur í ferðaþjónustu, Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður, sem fjallar um heilsu- og ferða- þjónustu í sínu erindi, og Ar- sæll Harðarson, framkvæmda- stjóri Ráðstefnuskrifstofu ís- lands, en erindi sem hann flytur nefnist Er ísland ráðstefnuland á alþjóðlegum markaði. Að þessu loknu verður stjórnmála- ályktun kynnt og nýr formaður og stjórn Landssambands sjálf- stæðiskvenna kjörin. Akureyri. Morgunblaðið. VERKFALLSVERÐIR í Sleipni komu í veg fyrir að bílstjórar Sérleyf- isbfla Akureyrar sinntu akstri í gær, en þeir eru jafnframt hluthafar í fé- laginu og hafa ekið óáreittir frá því verkfall skall á. Nokkrir félagar úr Sleipni óku á einkabflum norður til Akureyrar og voru við húsakynni Sérleyfisbfla Ak- ureyrar við Dalsbraut snemma í gærmorgun og höfðu þeir lagt bflum sínum fyrir rútumar. Gunnar M. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Sérleyfisbíla Akur- eyrar sagði það hafa komið á óvart að verkfallsverðir úr Sleipni skyldu trufla starfsemi félagsins. Nokkrir bflstjóra félagsins eru í verkfalli, en eigendurnir, 6 að- tölu, hafa sinnt akstri frá því verkfall hófst og taldi Gunnar þá vera í fullum rétti.„Við höfum verið að byggja þetta fyrir- tæki upp í sameiningu, það er regin- fírra að þessir bflstjórar séu nýkomn- ir inn í félagið eins og verkfallsverð- iniir hafa verið að halda fram,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Lögregla var kvödd á vettvang og voru teknar skýrslur á staðnum. Taldi Gunnar eins víst að farið yrði í skaðabótamál vegna þessa atviks þar sem bflstjóramir teldu sig í full- um rétti til að aka, enda hluthafar í fyrirtækinu. Einungis framkvæmdastjóri má aka Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, var meðal þeirra verkfalls- varða félagsins sem fóru norður í gær. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að það lægi al- veg ljóst fyrir að þama hefði verið um verkfallsbrot að ræða þar sem einungis framkvæmdastjóri fyrir- tækisins mætti aka bílum þess í verk- fallinu. Hann sagði að séð yrði um að aðrir myndu ekki aka bílum Sér- leyfisbíla Akureyrar á meðan á verk- fallinu stæði. Ef farið yrði í skaða- bótamál vegna þessa myndu Sleipn- ismenn einfaldlega svara því. i-EgBÉW MOROONBL A D S I N 8 LESBÓK í dag er helguð minningu Jónasar Hallgríms- sonar, en í gær var 150. ár tíð hans. Efni Lesbókar er að mestum hluta eftir Jónas sjálfan. Samkomulag um að breyta 2. greininni SAMKOMULAG hefur tekist milli ríkisstjómarflokkanna um að fella niður aðra grein fmmvarps um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða. Þar er miðað við að aflahámark v«rði sett á krókaleyfisbáta byggt á veiðireynslu. Málið verður væntan- lega rætt nánar í sjávarútvegsnefnd Alþingis á fundi á þriðjudaginn kem- ur. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er áfram miðað við að afla- mark krókaleyfísbáta verði ekki hærra en 21.500 tonn, en stefnt að því að ná því markmiði með fjölgun banndaga og takmörkun á fjölda línubala sem heimilt er að róa með, í stað þeirrar leiðar sem fyrirhuguð var í frumvarpinu eins og það var úr garði gert. •i----■ • Morgunblaðið/Halldór Veitingastaður afhjúpaður NÝR veitingastaður, Astro grill og bar, var opnaður í Austur- stræti 22 í gærkvöldi. Eigendur eru Helgi Björnsson og Hallur Helgason og verður áhersla lögð á fjölbreyttan matseðil í New York og Miðjarðarhafsanda. Margt var gert til hátíðabrigða við opnunina og á slaginu tiu var staðurinn afhjúpaður því hann hafði verið sveipaður heljarmikl- um dúk. Á matseðlinum verða stórsteikur, fisk- og grænmetis- réttir og matur seldur til 3 að nóttu á neðri hæð hússins en miðað er við að fjörug tónlist taki völdin upp úr miðnætti. Opnunarhelgina fá börn í fylgd með fullorðnum ókeypis máltíð kl. 12-18. Húsnæðið hefurtekið miklum stakkaskiptum frá því sem var, en hönnunin var í hönd- um Páls Hjaltasonar arkitekts semmeðal annars hefur hannað veitingastaði í New York og TAlrfA 6 l I I I I I i I i \ i i i l i i l i i i I i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.