Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 29 NANNA JÓNSDÓTTIR + Nanna Jóns- dóttir, Lyng- holti, Stöðvarfirði, fæddist 29. júní 1982 að Hvalnesi við Stöðvarfjörð. Hún lést á Reykjalundi 17. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Sig- tryggsdóttir og Jón Jóhannsson frá Hvammi, Fá- skrúðsfirði. Nanna átti fimm systur og eru tvær þeirra á lífi. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Þorsteinn Kristjáns- son og bjuggu þau allan sinn búskap á Stöðvarfirði. Þau gengu í hjónaband 26. desem- ber 1954. Börn þeirra eru: 1) Jón Kristmann, f. 16. septem- ber 1953. Hann er kvæntur Guðnýju Baldursdóttur og eiga þau tvo syni. Elvar, f. 31. ágúst 1975, og Rúnar, f. 19. apríl 1977. Þau búa í Reykjavík. 2) Kristján Rúnar, f. 16. október 1956. Kvæntur Alexöndru og eiga þau eina dóttur, Demi Nönnu, f. 17. júní 1994. Þau búa í Svíþjóð. 3) Sesselja Fjóla, f. 16. janúar 1962. Hún er í sambúð með Smára Stefánssyni og eiga þau tvo syni, Pálma Fannar, f. 17. sept- ember 1981, og Birki Fannar, f. 27. janúar 1992. Þau búa á Stöðvarfirði. 4) Heimir, f. 8. ágúst 1966. Hann er í sam- búð með Berglindi Guðmunds- dóttur. Þau eiga eina dóttur, Tinnu, f. 14. október 1993. Þau búa í Neskaupstað. Útför Nönnu fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 16. ÉG VIL í fáum orðum minnast elskulegrar mömmu minnar, Nönnu Jónsdóttur, sem lést á Reykjalundi hinn 17. maí sl. Á hugann leita minningar frá bemskuárum mínum og fram að þeirri stundu er hún sofnaði svefn- inum langa. Margs er að minnast, en í huga mínum geymi ég helst af öllu glaðlyndi hennar og traust. Hún var mikil hannyrðakona og vandvirk á allt, sem hún gerði. Bamabömum sínum unni hún heitt og var væntumþykja þeirra og ást gagnkvæm. Yngsta bamabamið, sem býr í Svíþjóð, fékk hún að faðma stuttu áður en hún dó, en það vom fyrstu og síðustu faðmlög þeirra. Árið 1985 fór að bera á veikindum hennar og frá árinu 1986 dvaldi hún árlega á Reykjalundi í sex vikur í senn. Minnist ég ætíð þess, þegar hún kom heim eftir sína fyrstu dvöl þar, full af orku og ákveðni í því að viðhalda þeim bata, sem hún hlaut þar. Daglega fór hún í gönguferðir og vann ötuliega á sumrin í garðinum sínum, sem veitti henni margar ánægjustundir og var til mikillar prýði. Aldrei leið svo sumar að hún fengi ekki heimsóknir frá sjúkl- ingum, sem hún hafði átt sam- dvöl með á Reykjalundi, hjúkrun- arfólki þar og lækninum sínum, Birni Magnússyni, sem henni þótti svo vænt um. Naut hún þess að sýna þeim byggðarlagið sitt og fjallahringinn, sem henni þótti svo fallegur. Þar sem hún var mikil félagsvera naut hún þess að útbúa falleg kaffiborð til handa gestum. Ég bið guð að geyma góða mömmu mína og ömmu drengjanna minna. Mamma, minning þín er ljós í lífi okkar. GERÐUR G UÐLA UGSDÓTTIR + Gerður Guð- laugsdóttir fæddist í Grundar- firði 22. maí 1949. Hún lést í Gauta- borg 14. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Berg- þóra Sigurðardótt- ir, fædd 1910, dáin 1988 og Guðlaugur Magnús Rögnvalds- son, fæddur 1901, dáinn 1977. Gerður var yngst þriggja systkina. Hin heita Björk og Rögnvald- ur og eru þau bæði búsett í Grundarfirði. Hinn 20. ágúast 1994 giftist Gerður eftirlifandi eiginmanni sínum, Finnboga Andersen, f. 24. mars 1956. Gerður átti tvö börn: Guðlaug Magnús Guðlaugsson, f. 11. mai 1970 og Auði Bergþóru Eríars- dóttur, f. 3. desember 1971. Maki hennar er Albert Stein- grímsson, f. 16. júlí 1969. Útför Gerðar fór fram frá Bústaðakirkju 26. maí siðastlið- inn. HÚN mamma mín er látin. Skelfíleg tómleikatiljSnning fyllir huga minn og sál. Ég spyr sjálfa mig suprninga sem enginn getur svarað. Minningar streyma um huga minn frá öllum tímabilum lífs míns og ég ræð ekki við tárin. Mamma var ekki mjög heilsu- hraust kona en dugleg var hún við vinnu sína þrátt. fyrir það. Bjartsýni og góða skapið ein- kenndi mömmu svo og hláturmildi hennar og góðviljinn. Alveg frá því við systkini fædd- umst átti mamma við nýrnasjúkdóm að stríða og fyrir tveimur árum þurfti hún að fara í nýrnavél á Land- spítalann. Þar undi hún sér vel í góðra vina hópi og vil ég fyrir hennar hönd þakka starfsfólkinu þar fyrir allt sem þau gerðu fyr- ir hana. Hinn 17. mars sl. fékk mamma svo kallið stóra um að nýtt nýra og þar af leiðandi nýtt líf biði hennar í Gautaborg. Eftir nokkra daga leit allt vel út og ég man hvað hún var hamingju- söm. En margt getur gerst á skömmum tíma og er.gan óraði fyr- ir að svona myndi fara. Allt í einu er hún ekki lengur til staðar. Ég veit samt að hún mamma er núna á góðum stað og sjálfsagt er hún komin á heimaslóðir með ömmu og afa sér við hlið. Elsku mamma mín. Ég veit að þér líður vel núna. En mikið mun ég sakna þess að hafa þig ekki hjá mér, heyra rödd þína og hlátur þinn. Og ég er ekki ein um það. Ég vil þakka þér fyrir þau 23 ár sem ég fékk með þér. Góður guð geymi þig. Þegar við setjum á blað nokkur orð um ástkæra vinkonu okkar þá MINNINGAR Dugur þinn mikli og máttur kærleikur og mildi. Þetta litla móðurljóð til þín yrkja vildi. Brosið þitt trygga og bjarta í barmi mínum geymi. í hiýjum faðmi guðs ætíð vel þig dreymi. (F.Þ.) Ég vil að lokum færa hjúkrunar- fólki E-gangs"á Reykjalundi bestu þakkir fyrir allt það góða, er það veitti móður minni. Vinsemd ykkar vonina glæðir vermir mannsins hrjáða hjarta. Þakklæti um hugann flæðir þiggið ósk um framíð bjarta. (F.Þ - Þ.K.) Fjóla Þorsteinsdóttir. Mig langar til að kveðja tengda- móður mína með nokkrum orðum. Nú þegar komið er að leiðarlok- um, Nanna mín, langar mig að þakka þér fyrir þau ár sem við átt- um samleið. Ég þakka þér fyrir alla óeigingirnina, gjafmildina og hlýjuna í minn garð alla tíð. Ég þakka þér hversu frábær amma þú reyndist sonum mínum, þeir munu búa að því alla ævi. Dugnaður þinn í erfiðum veikind- um gaf okkur styrk til að takast á við daglegt líf, jákvæðni þín og bjartsýni gaf okkur kjark til að horfast í augu við staðreyndir. Ég þakka þér fyrir það. Ég veit að nú hefur þú fengið hvíld sem þú þráðir. Ég mun ávallt minnast þín. Guð geymi þig, elsku Nanna mín. Guðný. Hún amma er dáin. Konan sem hefur alltaf skipað svo stóran sess í lífi okkar bræðra er fallin frá. Margt kemur upp í hugann í endur- minningunni þegar maður hugsar um ömmu, en það sem manni dett- ur fyrst í hug, er hve hún var hald- in miklu baráttuþreki og þau orð að gefast upp, voru alls ekki til í hennar huga. Amma þurfti lengi að beijast við erfið veikindi, en þó sérstaklega síðustu mánuðina, og leita margar minningar á hugann. Það er margs að minnast frá liðnum árum hvort heldur er í Úthlíð í Bisk- upstungum, Bifröst eða Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Alls staðar var hún hrókur alls fagnaðar þó henni liði ekki alltaf vel. Allar ferð- ir sem farnar hafa verið síðastliðin ár hafa ekki mátt vera lengri en tveir til þrír dagar án þess að fara upp á Landspítala í nýmavélina. Það breytti ekki því að hún færi allt sem hægt væri innan þessara marka. Hún hafði mjög gaman af því að ferðast. Ef við fórum til dæmis í sumarbústaði þá brást ekki að það var kíkt í heimsókn þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt fyrir hana. Sjúkdómurinn sem hún var með var búinn að hijá hana í yfir tuttugu ár. Og nú síðustu fjögur til fimm árin versnaði hanni svo um munaði en það sá ekki á henni. Svo allt í einu 17. mars birti til. Finnbogi hringir og segir að þau séu á förum til Svíþjóðar, líffæri sé til staðar. Allir gleðjast og biðja til Guðs að þetta takist nú vel. Aðgerðin tókst vel og við ræddum saman í síma mjög fljótlega. Allt leit mjög vel út og öllum Iétti. En svo kom bakslagið, eitthvað fór úrskeiðis. Önnur aðgerð var gerð og nú fóru í hönd mjög erfiðir dag- ar. Finnbogi stóð eins og klettur við hlið hennar og vék ekki frá sjúkrarúmi hennar allan tímann sem þau voru á sjúkrahúsinu. Þó krafturinn hafi alla tíð verið mikill í okkar ástkæru vinkonu þá kom að því að hann dugði ekki lengur og loks gafst hún upp aðfaranótt 14. maí. Við kveðjum þig í bili, elsku Gerð- ur, og biðjum Guð að blessa þig. Elsku Finnbogi, Gulli, Auður og Alli, við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Sigurbjörg og Vilberg. ' það lýsir kannske baráttuþreki hennar best að sennilega var hún sú síðasta sem gaf upp vonina um bata. Við fráfall ömmu er höggvið stórt skarð í fjölskylduna, enda var hún ákveðin og sterkur persónu- leiki. Oft var mikið um að vera á heimili ömmu og afa, þar var gest- risnin í fyrirrúmi, enda hafa margir setið veisluborð í Lyngholti. Það verður skrítið að koma heim til Stöðvarfjarðar án þess að amma taki á móti manni eins og henni var einni lagið, það tómarúm sem hún skilur eftir sig verður aldrei fyllt. Að lokum viljum við bræðumir kveðja ömmu og þakka henni allt sem hún gaf okkur í mjög víðtækri merkingu. Elsku amma, vertu sæl og guð blessi þig, og einnig þig afí því þú hefur misst mikið. Elvar og Rúnar. Okkur langar með fáeinum orð- um að minnast hennar Nönnu. Nanna var alltaf hress og kát, ég man aldrei eftir henni nema bros- andi eða hlæjandi. Ég kom oft til hennar þegar ég var yngri með mömmu og var þá hlegið mikið, stundum blöskraði manni allur þessi hlátur. Gunnhildur kynntist Nönnu upp á Reykjalundi því þar dvöldu þær báðar. Síðasta sumar kom Gunnhildur með mér heim á Stöðvarfjörð í sum- arfríinu okkar og hittum við þá Nönnu eldhressa úti á götu. Hún bað okkur um að fara nú ekki fyrr en við værum búnar að líta til henn- ar. Nei, frá Stöðvarfirði ákváðum við að fara ekki fyrr en til Nönnu og Steina værum við búnar að koma. Um kvöldið fórum við svo niður í Lyngholt, og fyrir utan ákváðum við að stoppa nú ekki neitt rosalega lengi, en þegar í Lyngholt er komið gleymist það um leið. Á æðislegra heimili er varla hægt að koma, og þá sér maður hvað hún Nanna var dugleg kona, allar fallegu myndimac, púðamir, pijónaðir vettlingamir, pijónuðu Iqólamir og allt dúlleríið, já, og ekki má gleyma þessum meiriháttar garði. Mikið röbbuðum við saman, skoðuðum myndir og allt fallega húsið. Og Nanna lét okkur nú ekki fara svangar út, kaffi og fullt af asðislegum kökum. Þegar við fómm löbbuðum við þijár um garðinn. Við grænjaxlamir vissum ékki neitt um blóm eða tré, en hún Nanna sagði okkur hvað hvert einasta blóm hét. Og ekki fórum við blómalausar heim, því hún gaf okkur blóm, gult fallegt blóm, og það var minning um hana. Og þá ákváðum við að koma aftur til Nönnu, hún var alltaf hress og kát, blessunin. En þegar við fréttum að Nanna yrði ekki í Lyngholti næst þegar við kæmum heim á Stöðvar- flörð, spurðum við, af hveiju þessi hressa, lífsglaða kona, hún Nanna? Full af hressleika og ekki ætlaði hún að gefast upp, nei. Við viljum biðja Guð að geyma hana. Elsku Steini, Fjóla, Heimir, Jonni, Rúnar, tengdaböm og bama- böm. Missir ykkar er mikill og sár og við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Magnea Þorbjörg og Gunnhildur Þorbjörg. KRISTÍN G. MAGNÚSDÓTTIR + Kristín Guð- björg Magnús- dóttir fæddist í Efri-Engidal 5. nóvember 1892. Hún lést á Sjúkra- húsi ísafjarðar 19. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Sveinsdóttir og Magnús Magnús- son í Efri-Engidal. Hún átti eina syst- ur, Halldóru, sem lést 1947. Kristín giftist Jóni Magd- al Jónssyni, f. 14. desember 1893, d. 16. apríl 1978. Börn þeirra eru: Sigurgeir, bóndi í Efri-Engidal; Guðný, vistmað- ur á Landspítalanum I Kópavogi; Jón, bifreiðastjóri á ísafirði, giftur Ástu Dóru Egilsdóttur og eiga þau fimm syni; Halldór, flug- virki í Reykjavík, giftur Guðnýju Indriðadóttur og eiga þau eina dótt- ur. Magnússina, býr l\já bróður sinum í Efri-Engidal; Magdalena, ljós- móðir í Reykjavík, gift Ögmundi Ein- arssyni og eiga þau þijú börn. Útför Kristínar fer fram frá Isafj arðarkirkj u í dag og hefst athöfnin klukkan 11.00. HÚN elsku amma mín er búin að fá hvíldina. Þegar pabbi hringdi og sagði mér að amma væri dáin, fylltist hjarta mitt af sorg en innst inni fann ég til frið- ar því að ég vissi að núna liði ömmu vel. Hún var búin að lifa langa og stórbrotna ævi og ég held að hvíld- in hafi verið henni kærkomin. Það var alltaf tilhlökkun að koma í sveitina í Engidal á sumr- in, finna ilminn af heyinu, vera innan um dýrin og umfram allt að fínna hlýjuna sem streymdi frá ömmu um leið og maður kom inn úr dyrunum. Gestrisni var henni í blóð borin, mikill og góður matur var á borðum og í „þijú kaffinu" eins og hún kallaði það var yfir- leitt hlaðið borð af kökum og allt var það heimabakað og ekki mátti svo gleyma sveitamjólkinni, en hún stóð alltaf fyrir sínu. Þær voru góðar stundirnar sem við nöfnumar áttum saman á dag- inn, þá sátum við inni í stofíí, gjarnan við handavinnu. Hún sat og pijónaði, en ég heklaði og þær voru ófáar vísurnar, gáturnar og bænirnar sem hún kenndi mér þá. Amma sat sjaldan aðgerðarlaus og eftir hana liggur mikið af margs konar handavinnu. Hún var mjög hrifin af garðinum sínum og meðan hún gat séð um hann var hann mikið augnayndi, margar tegundir blóma og tijáa þrátt fyr- ir erfíð vaxtarskilyrði. Eftir að ég giftist og eignaðist böm þá var ekki bmgðið út af vananum og farið vestur á hveiju sumri og þær ferðir vora okkur öllum tilhlökkun- arefni. Árið 1990 veiktist amma og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús, þaðan sem hún átti ekki aftur- kvæmt. Þegar við heimsóttum hana á sjúkrahúsið þá geislaði af henni einstök hlýja og bömin löð- uðust að henni þar sem annars staðar enda átti hún í fóram sínum ótrúlega hlýju og þolinmæði. Amma fylgdist vel með fréttum í útvarpi og sjónvarpi og í blöðum meðan sjón gaf til lestrar. Já, amma mín, þú varst yndisleg kona og ég kveð þig með miklum söknuði og virðingu. Ég veit og trúi því að nú séuð þið afi saman á ný. Vertu sæl, elsku amma mín, og þakka þér fyrir alla þá hlýju og góðvild sem þú sýndir mér og fjölskyldu minni. Hvíl þú í friði og lifí minning þín. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs engiar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Kristín Ögmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.