Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Jón Þ. Árnason: Lífríki og lífshættir CXXIX „Algert vonleysi býður óláninu heim. Öflugasta vörn- in gegn hruninu er trúin á, að það sé umflýjanlegt." —Hans Jonas, bandarískur heimspekingur. ÓSANNGJART væri að halda fram, að manneskjan hefði ein- hveija réttmæta ástæðu til að vera skaparanum vanþakklát fyrir þann heimanbúnað, sem hann hefir fengið henni til fylgdar úr hlaði. Hún hefír ekki heldur undan neinu verulegu ranglæti að kvarta, að því er lífsvettvang og önnur Íífsskilyrði varðar. Náttúru- ríkið hefír því veitt henni vel björgulegt athafnasvigrúm til að leita, fínna og njóta hamingju. Reyndar með skilyrðum. Meignskilyrðið hefír ávallt ver- ið, er og hlýtur að verða, að mann- eskjan geri sér far um að skynja og skilja, hver frumforsenda ham- ingju er. Sem sé: Hún verður að viðurkenna, jafnt í orði og á borði, að hamingjuleitin þjóni lífi og líf- ríki, og að mannkynið hagi lífs- háttum sínum í samræmi við það. Ef Hiroshima og Nagasaki gleymast Afdráttarlausari vitnisburður en ríkjandi heimsástand um hvemig við hefír veirð bragðizt og nefnd boðorð haldin, verður naumast fundinn. Af honum verð- ur skiljanlegt, hvert stefnir og stefna hlýtur, ef kraftaverk ger- ast ekki í tíma. Alkunna er, að síðan um miðja 20. öld, hefír í fyrsta sinn í endi- langri veraldarsögunni verið á valdi hinna háu herra okkar heims að gjöreyða á svipstundu öllu jarð- ríki, lifandi og dauðu, í jörðu, á og yfír. Enginn veit, hversu oft slík ósköp hafa legið við. Líklega hafa hörmungaraar, sem hlutust af kjarnorku- sprengjuárásum Bandarílqanna á Hiroshima og Nagasaki, 6. og 9. ágúst 1945, orðið til þess að hing- að til hefír „hernaður" af slíku tagi ekki veirð endurtekinn. Stað- reynd er, að á þeim bráðum 50 árum, sem síðan eru liðin, hafa kjamorkuveldin náð athyglisverð- um þroska í meðferð og um- gengni við gjöreyðingarvopn. En hvað gerast kann, þegar kynslóð- ir, sem gleymt hafa Hiroshima og Nagasaki, taka við stjómar- taumum, geta aðeins fáir farið nærri um. Engir geta heldur gizkað á, hvað þjóðir og ríki, sem nú kepp- ast við að afla sér kjarnorkuvopna eða fullkomna þann sprengikraft, er þau nú þegar ráða yfír, kunna að taka til bragðs, eftir að þegn- amir verða komnir að fótum fram vegna skorts á landrými, vatni eða matvælum o.s.frv. Sagan þekkir þess allmörg dæmi, að fólk, er horfzt hefír í augu við hungur- dauða, grípur gjaman til þeirra vopna, sem hendi em næst. Hvernig, sem á er litið, væri óhyggilegt að treysta á að þeir, sem litlu eða engu hefðu að tapa, settu dauðaskatta kjarnorku- vopna mjög lengi fyrir sig. Lífs- barátta næstu ára og áratuga snýst því að líkindum fyrst og fremst um að lifa af. Otti og kvíði Úr því, sem nú er komið, ætti ekki mörgu vitibomu fólki að geta dulizt, að mannkyn allt stendur frammi fyrir margs konar öðrum voða en ógnum kjarnorkustríðs, þó að þær veki mesta skelfingu og hafí lengi gnæft yfír aðrar. Linnulaus fréttaflutningur, þótt oft sé ísjáverður, tekur af allan efa um, að maður og heimur verða án afláts fyrir skaðræði, sem manneslq'an er raunar oftast sek- ust um sjálf, að því ógleymdu að manndráp, fjöldamorð og hryðju- verk alls konar gerast sífellt hroðalegri. Andsvör einstaklingsins við slík- um váboðum verða oftast ann- aðhvort þau að hrista höfúðið og halda leiðar sinnar eða standa stjarfur og góna út í bláinn og sveipa sig þeim fyrirslætti, að hann skilji bara ekki heiminn lengur, al- veg eins og einhver hafi einhvem tímann skilið heiminn! Þetta em auðvitað hugsanleg, og sumpart eðlileg andsvör við yfir- þyrmandi viðfangsefnum nútímans, sem ekki þola lengri bið en þegar er orðin. En þau fela ekki í sér neitt framlag til lausnar þeirra. Ærin verkefni Sannleikurinn mun og sannast- ur vera, að á næstu áratugum finnist kannski fullnægjandi svar við einhveiju sérstöku, afmörkuðu úrlausnarefni. En allsheijarlyf við öllum meira eða minna samstiga og sammagnandi risahremming- um er blátt fram ekki til. Gagn- stæð staðhæfíng væri í rauninni enn eitt dæmið um mannlegt dramb og fáranlegan rembing ell- egar atkvæðavænlega óskhyggju, nálega jafn vitlaus og heila- spuninn um, „að allt bjargast, ef allir taka höndum saman.“ Ég get ekki að því gert, að það hvarflar ósjálfrátt að mér, að ekki væri miklu fávíslégra að taka þannig til orða, „að allt bjargast, ef allir verða þvingaðir, til að taka höndum saman.“ Kynþáttafordómar Ég býst ekki við að hrakið verði með rökum, að verkefnin, sem kalla á úrlausnír, séu tröllaukin og fari vaxandi. Og að á þeim verði að taka þótt ekki kæmi annað til en að undanhald þýðir uppgjöf og uppgjöf er sama og endalok. Síðasta haldreipið er vonin, og hún hlýtur að byggjast á rökstoðum reynslusanninda sem m.a. leiða í ljós, hvers konar fólk sé líklegast til að ná heilla- vænlegustum árangri í barátt- unni við örðugleikana. Þegar spurt er, svo að algengt dæmi sé tekið, hvers vegna Bandaríki Norður-Ameríku hafi orðið voldugasta og auðugasta ríki heims, er svarið venjulega: Af því að þau eru dæmalaust víðlent og fijósamt land á milli tveggja úthafa, feiknaríkt að öll- um hráefnum og öðrum náttúru- auðævum. En Norður-Ameríka var þegar á dögum indíána bæði fijósamt land og stórauðugt að öllum öðr- um náttúrugnægtum. Hins vegar urðu það eingöngu evrópskir landnemar, einkum af norrænum og vestrænum stofni, sem gerðu Bandaríkin sterk, voldug og auð- ug. Og það gerðist ekki aðeins í krafti dugnaðar þeirra og þekk- ingarforða, nægjusemi og fyrir- hyggju, heldur miklu fremur hin- um arfteknu norrænu/vestrænu siðalögmála og lffsviðhorfa yfir- leitt. Enda þótt þetta fólk væri ættað frá ýmsum ólíkum mál- svæðum, þá átti það allt a.m.k. eitt sameiginlegt aðaleinkenni: Óbugandi vilja til að ryðja sér til rúms, ásetninginn til að ákvarða örlög sín sjálft. Engin hinna mörgu og þungbæru efnahags- þrenginga, sem gengu yfir Bandaríkin allt frá upphafí land- náms, fékk bugað baráttuvilja þess og baráttuþrek. Sama sagan gerðist í öðram heimsálfum. Hvorki hin víðfeðmu landflmi né náttúmauðævi þeirra réðu úrslitum, heldur kynþáttur og því lífssýn þess fólks, sem ekki m minnkaðist sín fyrir að sýna mátt sinn og megin í verki - og varðveita blóðvitund sína. Það vissi, að þegar og þar sem hún mengast, tekur hnignun við. Norður-Ameríka, að Mexíkó undanteknu, var numin og byggð mönnum af norrænu og vestrænu kyni. Þeir tóku unnustur sínar og eiginkonur með sér til hinna nýju heimkynna. Mið- og Suður- Ameríka, svo og Mexíkó, sem líka era geysileg flæmi og sízt snauð- ari að náttúruauðævum en Norð- ur-Ameríka, oft nefnd „Heimur framtíðarinnar", voru numin og byggð af suðræn.um þjóðum, Spánveijum og Portúgölum. Þeir skildu unnustur sínar og eigin- konur eftir heima í upphafi landnáms og lengi vel fram eftir - og lögðust með innfæddum. í suðrænu Ameríku býr fólk við nær óbærilega eymd og vol- æði. Hvers vegna? Vegna þess að íbúarnir hugsa og skynja heiminn og lífið allt öðruvísi en landnemarnir og fyrstu afkom- endur þeirra, sem nú mega heita horfnir. í norrænu og vestrænu Ameríku, sem ennþá hefir ekki alveg týnt uppruna sínum, er allt aðra sögu að segja, þó að margt megi færa til betri vegar, og að einnig þar gerist róttækra breyt- inga þörf. Eins og alls staðar annars staðar. Og víst er að engin vanþörf er á. Forsendan er fyrir hendi, þótt hún njóti ekki þeirra vin- sælda og virðingar, sem lífsnauð- syn eiginlega krefur. Ég á hér við dýrðlegasta evangelium, sem ég þekki: „Náttúrulögmálið mæl- ir svo fyrir, að hinn hæfari drottni yfir hinum vanhæfari," eins og Platon (427-347) lætur Kallikles boða í snilldarverki sínu Gorgias, og Einar Benediktsson (1864- 1940) áréttar, ekki síður snilldar- lega, í ljóði sínu Aldamók „Með vísindum alþjóð eflist t.il dáða. Það æðra því lægra skal ráða.“ Nýtízku kraftaverkaverksmiðja. Jörðin kvelst - og hefnir sín Án Allsherjarlyf Sígild skilyrða er ekki til formúla O7$>/ndwéáí fást fötin | Jakkaföt kr. 4.900-14.900. " Jakkaföt meö vesti kr, 17.900. Stakir jakkar kr. 2.000 -11.900. Stakar buxur kr. 1.000-5.600. Sto[nad_19}0. AndréS, j Skólavörðustíg 22A. Póstkröfuþjónusta. simi 18250. ’ Bændur og sumarhúsaeigendur GIRÐINGAREFNI í ÚRVALI MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 LAUGARDAGUR 27. MAÍ1995 27 Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut_ Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Opið laugard. kl. 10-17 Sunnudaga kl. 13-18 Honda Accord 2000i '90, rauður, sjálfsk., ek. 85 þ. km., rafm. í öllu, hiti í sætum, sóllúga, spoiler o.fl. Toppeintak. V. 1.150 þús. Subaru Legacy Artlc Edition 4x4 ’93, hvítur, 5 g., ek. 29 þ. km., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.890 þús. Daihatsu Feroza EL '94, grænn/grár, 5 g., ek. 11 þ. km. Tilboðsverð 1.390 þús. Sk. ód. Einnig: árg. '90, 5 g., ek. 114 þ. km. Tilboðsv. 850 þús. Hyundai Pony LS Sedan '94, 5 g., ek. 25 þ. km. Tilboösverð 780 þús. Sk. ód. Subaru E-10 4x4 Minibus '88, 7 manna, 5 g., ek. aðeins 67 þ. km. V. 490 þús. Nissan Patrol diesel Turbo iangur '91, 5 g., ek. 106 þ. km. Gott eintak. V. 2.650 þús. MMC Patrol diesel Turbo stuttur '86, 5 g., vél o.fl. Nýuppt. (nótur fylgja). Tilboðs- verð 590 þús. staðgreitt. Toyota Hi Lux D. Cap diesil m/húsi '92, 5 g., ek. 94 þ. km., 33“ dekk, brettakant- ar. V. 1.850 þús. Sk. ód. MMC Colt GL '91, 5 g., ek. 40 þ. km V. 720 þús. Sk. ód. MMC Lancer GLXi '91, Hlaðbakur, 5 g. ek. aðeins 34 þ. km., rafm. í rúðum o.fl V. 990 þús. MMC Pajero langur bensín '90, V-6, 5 g., ek. aöeins 68 þ. km. 31“ dekk, álfelg ur. V. 1.850 þús. Sk. ód. Honda Prelude EX '87, grésans., 5 g. ek. 90 þ. km., sóllúga olf. V. 690 þús. GMC Jimmy S-10 '89, blár og grár, sjálfsk., ek. 84 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Toppeintak. Tilboðsverð 1.290 þús. Sk. á ód. fólksbfl. Nissan Terrano 5 dyra 2,7 Turbo diesel '93, rauður, 5 g., ek. 26 þ. km., ABS bremsur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.650 þús. Range Rover Vouge '86, grásans., 5 dyra, sjálfsk., ek. 10 þ. km. á vél. Einn m/öllu V. 1.190 þús. Toyota Corolla XL Sedan '91, Ijósblór, sjálfsk., ek. 30 þ. km. V. 800 þús. Toppein tak. Sérstakur bfll: Audi Quatro 200 Turbo 4x4 '85, blár, 5 g., ek. 134 þ. km., leður klæddur, rafm. í öllu o.fl. V. 890 þús. MMC Galant GLSi Super Salon '89, sjálfsk., ek. 86 þ. km. m/öllu. V. 950 þús Vill 300 þús. dýrari bfl. Suzuki Swift GTi '88, rauður, 5 g., ek. 78 þ. km. V. 480 þús. VW Vento GL '93, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.350 þús. M. Benz 190E '93, svartur sjólfsk., ek. aðeins 29 þ. km., sóllúga, ólfelgur o.fl. Bfll í sérflokki. V. 2.650 þús. Nissan Primera 2000 SLX diesel '92, sjálfsk., ek. 70 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.220 þús. Sk. ód. Renault Twingo '94, 5 g., ek. 12 þ. km. V. 850 bús. Sk. ód. Vantar góða bfia á skrá og á staðinn. \4 þú gerast stuðningsforeldri götubarns á Indlandi? Fyrir aöeins 1450 krónur á mánuði getur þú gefið nauðstöddu götubarni fæði, klæði, menntun, læknishjálp og heimili. Ayt Venkateswaramma Tadiparti 8 ára munaðarlaus indversk stúlka. citt aí styrktarbörnum ABC hjálparstarfs. H JÁLPARSTARF Sigtúr.i 3 • 105 Rvk • Sími 561 6117

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.