Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BOTNINUM NAÐ HAFRANNSÓKNASTOFNUN skilaði í gærtillögum um leyfilegan hámarksafla helztu fisktegunda á fiskveiðiárinu, sem hefst í september. Tillögur stofnun- arinnar og mat á stöðu helztu nytjastofna gefa til kynna að nú sé botninum náð í þeim stöðuga sam- drætti þorskveiðiheimilda, sem átt hefur sér stað und- anfarin ár með tilheyrandi fórnum fyrir þjóðarbúið, og að það sé að takast að byggja stofninn upp að nýju. í fyrsta sinn um langt skeið leggur Hafrannsókna- stofnunin til að veitt verði jafnmikið af þorski á næsta fiskveiðiári og því, sem nú stendur yfir, eða 155 þús- und tonn. Þessi ráðgjöf er miðuð við ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að miða framvegis við það að leyft verði að veiða sem nemur ijórðungi veiðistofns þorsks, þó ekki minna en 155.000 tonn. Fjórðungur veiðistofnsins er nú talinn samsvara um 140.000 tonnum, en Hafrannsókriastofnun telur engu að síður að með þessari nýtingu geti veiðistofninn vaxið þannig að óhætt verði að veiða úr honum 168.000 tonn á fiskveiðiárinu 1996-1997 og um 200.000 tonn 1997-1998. Stofnunin telur hrygningarstofninn munu vaxa hægt á næstu árum. Erfitt væri að byggja hann hraðar upp, þótt veiðar væru skertar meira. Þótt svo virðist sem tekizt hafi að bjarga þorskstofn- inum hefur hrunið í þorskveiðum á undanförnum árum haft í för með sér að stjórnvöld hafa talið sig þurfa að fara talsvert umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar við ákvörðun um veiðiheimildir í ýmsum öðrum tegundum. Vísindamenn stofpunarinnar telja að sótt hafi verið of fast.í gull- og djúpkarfastofna og að minnka verði samanlagðar aflaheimildir í karfa úr 77 þúsund tonn- um í u.þ.b. 60 þúsund tonn. Stofnunin telur að jafn- framt þurfi að hlífa grálúðustofninum til þess að byggja megi hann upp á næstu árum. Þá telja fiski- fræðingar að mikil óvissa sé um nýliðun humarstofns- ins og draga verði mjög úr veiðum. Lagt er til að veiðar á mörgum öðrum stofnum verði jafnframt minnkaðar. Morgunblaðið hefur lengi talið að stjórnvöldum sé ekki stætt á öðru en að fara að ráðleggingum Hafrann- sóknastofnunar við ákvörðun leyfilegs heildarafla úr nytjastofnum á íslandsmiðum. Engar betri vísbending- ar eru til, og reynslan virðist nú sýna að tekizt hafi að koma í veg fyrir algert hrun þorskstofnsins með því að draga mjög úr veiðum. Að mati Þjóðhagsstofnunar hefði það um 5% sam- drátt aflaverðmætis í för með sér að fylgja tillögum Hafrannsóknastofnunar í einu og öllu á næsta fiskveið- iári. Slíkt hefði í för með sér um V2 til 1% minni hag- vöxt. Langtímahagsmunirnir, sem eru í húfi, eru hins vegar miklir. Þörf er á að hlífa öðrum stofnum en þorskstofninum nú, þegar hann er í sókn að nýju. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um nýtingarstefnu fyr- ir þorsk markar ákveðin tímamót. Hún er miðuð við tillögur Hafrannsóknastofnunar frá því á síðasta ári, um að ekki yrði veitt meira úr stofninum árlega en 22%. Stofnunin telur að til lengri tíma litið þýði þetta að þorskafli verði undir varúðarmörkum. Gert er ráð fyrir að svipuð stefna verði, í samræmi við vísindalega ráðgjöf, mótuð fyrir aðra nytjastofna á næstu árum. Þessi stefnumótun um setningu varúðarreglna um nýtingu fiskstofna felur í sér aukna festu við stjórnun og vernd fiskistofnanna til lengri tíma. Hún stuðlar vonandi að því að komið verði í veg fyrir pólitískar ákvarðanir um að auka arð þjóðarbúsins af veiðum til skemmri tíma, án þess að hafa augu á langtímaaf- leiðingunum, eins 0g dæmi eru um frá undangengnum áratugum er veiðar hafa verið leyfðar langt umfram ráðgjöf fiskifræðinga. Með ábyrgri og varfærinni nýtingarstefnu til langs tíma og með því að fara að tillögum vísindamanna um nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar, má byggja upp helztu fiskstofna á íslandsmiðum að nýju. Reynslan af mistökum fortíðarinnar verður vonandi til þess að þau verði ekki endurtekin. DRAGIST verkfallið á langinn verða frystihúsin hrínginn í kringum landið verkefnalaus og starfsi Viðræður stranda á deilu um verðmyndun á fi Utvegsmenn bji „gólf “ en sjómem markaðstengin Viðræður sjómanna og útvegsmanna stranda á deilum um myndun fiskverðs. Utvegsmenn bjóða lágmarksverð á þorski til þriggja mán- aða en sjómenn vilja að fískverð myndist alfarið á fískmörkuðunum. VIÐRÆÐUR sjómanna og útvegsmanna stranda fyrst og fremst á deilunni um verðmyndun á fiski. Útvegsmenn lögðu til að sett yrði tímabundið lágmarksverð eða „gólf“ fyrir þann fisk, sem skip selja fisk- vinnslufyrirtækjum sömu eigenda, og að komið yrði á samráði útgerð- ar og sjómanna um fiskverðið. Þetta telja sjómannasamtökin ekki nægja nema sem fyrsta skref í þá átt að allur fískur fari um fískmarkað og verð myndist þar. Deilan um þetta mál virðist í föstum hnút. Tengist þátttöku sjómanna í kvótakaupum Eins og málum er nú háttað, selja sum skip og bátar fiskinn á físk- mörkuðum'. Þau fá fyrir hann mun hærra verð en skip, sem selja beint til vinnslu í landi, einkum þar sem eignatengsl eru á milli vinnslu og útgerðar. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands- ins, segir að ýtrasta krafa sjómanna sé að öll verðmyndun fari fram í gegnum fískmarkaðina. „Við viljum að annaðhvort selji útgerðir aflann á markaði eða miði verðið við mark- aðsverð. Eins og það er í dag, skammta útgerðarmenn verð eftir eigin geðþótta," segir Hólmgeir. Hann segir að dæmi séu þess að í beinum viðskiptum útgerðar og vinnslu sé verðið, sem greitt er fyrir kíló af þorski, 20-40 krónur. Á fisk- mörkuðum sé hins vegar algengt meðalverð fyrir þorskkílóið í kringum 100 krónur, en verðið sé mismun- andi eftir tíma og framboði. Hólm- geir viðurkennir hins vegar að ef allur afli færi á fiskmarkað, myndi fiskverð áreiðanlega lækka. Hann segist hins vegar ekki vilja tilgreina hvaða verð sjómenn vonist til að geta fengið að jafnaði. „Þetta snýst ekki um að við séum að hækka verð- ið um einhver prósent, heldur að það myndist á eðlilegan máta en sé ekki skammtað eins og mönnum sýnist.“ Hólmgeir segir deiluna tengjast þátttöku sjómanna í kvótakaupum, sem enn hafi ekki tekizt að afnema. Hann nefnir dæmi, þar sem gert er ráð fyrir að gangverð á þorskkílói sé 100 krónur, en kvótaverðið 80 krónur. „Þá er útgerðin að fá 20 krónur fyrir aflann og 80 króna virði fer í kvóta. Sjómennimir fá skipti úr 20 krónunum og það er enginn samningur við sjómennina um að þetta fískverð skuli gilda, heldur segjast útvegsmenn bara taka ákvörðun um það á hvaða verði þeir selji aflann og sjómenn fái ekkert annað. Þetta heitir ekki frjálst fisk- verð,“ segir Hólmgeir. „Það er margsinnis búið að gefa útgerðarmönnum tækifæri til að lag- færa þetta, fyrst árið 1992 með undirritun yfírlýsingar. Þeir hunds- uðu hana. Það var sett á stofn sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.