Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ rhu w(nin«n«aM*! Qt LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 13 VIÐSKIPTI Héraðsdómur dæmir í máli þrotabús Kringlusports gegn eldri hluthafa Austurbakki endur- greiði 2 milljónir kr. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt einn af fyrrverandi hluthöfum Kringlusports hf., heildverslunina Austurbakka, til að greiða þrotabúi Kringlusports rúmar 2 milljónir króna. Austurbakki hf. fékk þessa fjár- muni greidda frá Kringlusporti skömmu fyrir gjaldþrot verslunarinnar í desember'1993 vegna vörunotkunar þann mánuð. Það var álit dómsins að þessar greiðslur hafi á ótilhlýðilegan hátt verið til hagsbóta fyrir Aust- urbakka. Kringlusport rak verslun í Borg- arkringlunni frá árinu 1990 til árs- byijunar 1994. Helstu hluthafar voru fyrirtækin Macom hf., Austurbakki hf., Alsport hf., G.Á. Pétursson hf., Marinó hf., Borgar- kringlan hf. og Sportvörugerðin hf. Þessi fyrirtæki voru jafnframt innflytjendur íþróttavara og seldu þær m.a. til Kringlusports. Rekst- urinn gekk illa og samkvæmt árs- reikningi 1991 nam tap af honum það ár 30,7 milljónum og var eig- infjárstaðan þá neikvæð um 14,7 milljónir. Var bú félagsins tekið til gjaldþrotaskipta 24. janúar 1994. Við athugun á bókhaldsgögnum Kringlusports kom í ljós að fyrir- tækið hafði greitt hluta af skuldum sínum með vörum skömmu fyrir gjaldþrotaúrskurðinn, að fjárhæð alls 20,6 milljónir miðað við kostn- aðarverð. Höfðu 12 aðilar, þ.á m. Austurbakki, fengið vörur sem greiðslu á kröfum sínum. Jafn- framt hafði Austurbakki fengið peningagreiðslur í desember 1993 að fjárhæð rúmar 2 milljónir vegna vörunotkunar þann mánuð. Þrotabú Kringlusports höfðaði mál á hendur Austurbakka í októ- ber 1994 og gerði kröfu um að rift yrði með dómi greiðslum á skuld Kringlusports, að ijárhæð rúmar 9 milljónir, sem fram fóru með afhendingu á ýmsum vörum í desember 1993 og janúar 1994. Þá var auk þess gerð krafa um að rift yrði með dómi peninga- greiðslum á skuld Kringlusports í desember, að fjárhæð rúmar 2 milljónir. Það varð niðurstaða dómsins að vörumar hafi samkvæmt samningi Austurbakka hf. og Kringlusports um eignarréttarfyrirvara verið réttmæt eign heildverslunarinnar. Hins vegar féllst dómurinn á þá kröfu þrotabúsins að peninga- greiðslum á skuld Kringlusports að fjárhæð rúmar 2 milljónir skyldi rift. í því sambandi voru lagðar til grundvallar bókanir frá frainhalds- aðalfundi Kringlusports í október 1993 og stjómarfundi frá því í nóvember sama ár. Framkvæmda- stjóri Austurbakka sat í stjórn Kringlusports og var talið ljóst að honum hefði verið fullkunnugt um hina bágbomu fjárhagsstöðu Kringlusports. Var þetta talið upp- fylla skilyrði laga um gjaldþrota- skipti til riftunar á umræddum greiðslum og því bæri að taka kröfu þrotabúsins til greina. Dóm- inn kvað upp Helgi I. Jónsson, héraðsdómari. Þrotabúið hefur einnig höfðað svipuð mál á hendur þremur öðrum hluthöfum sem fengu greiðslur frá Kringlusporti skömmu fyrir gjald- þrotið. Pizzur á Intemeti PIZZAHÚSIÐ á Grensásvegi hefur tekið tæknina í þjónustu sína og látið sérhanna fyrir sig heimasíðu á Intemetið. Þar birt- ist matseðill staðarins og sértil- boð auk þess sem hægt er að panta pizzur í gegnum Intemet- ið. Þeir sem em tengdir inn á Internetið geta nú pantað pizz- ur, allt að 20 stykki í einu, valið stærðir, uppáhaldsáleggið, með- lætið og drykki og látið senda til sín. Tölvan birtir samantekt og sundurliðun á pöntuninni þar sem farið verður yfir nafn, heimilisfang og síma, pizzu- stærð og fjölda, álegg, meðlæti og drykki og að lokum verð og greiðslumáta. Ef allt er eins og það á að vera smellir sá sem er að panta með tölvumúsinni á ramma þar sem stendur Panta pizzu og pöntunin rennur sam- stundis út á prentara í af- greiðslu Pizzahússin. Hönnuðir heimasíðunnar og ráðgjafar Pizzahússins eru Qlan Internet auglýsingastofa. A myndinni má sjá Bjarna Há- konarson, verkefnisstjóra Qlan, til vinstri, og Ægir Sæv- arsson, framkvæmdastjóra Qlan, tilbúna að gæða sér á pizzu sem pöntuð var í gegnum Internetið. Slóðin að pizzapöntun Pizza- húsins er http://www.qlan.is/pizza. Fjölmiðlar Murdoch vill semja við Berlusconi Mílanó. Reuter. FJÖLMIÐLAKÓNGURINN Rupert Murdoch sagði I gær að hann vildi kaupa hluta sjónvarpsveldis Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ítalíu, en hefði ekki hug á að verða meðeigandi. Murdoch sagði blaðinu La Stampa að hann hefði áhuga á kaupunum hver svo sem úrslit þjóð- aratkvæðis í júní yrðu. Atkvæða- greiðslan getur leitt til þess að einkaaðilar fái að eiga aðeins eina sjónvarpsrás. Murdoch ræddi vip Berlusconi í Róm á fimmtudag og fleiri fundir eru ráðgerðir. Murdoch sagði þó í blaðaviðtalinu að nokkur lykilmál væru leyst. „Allt sem ég kaupi verður 100% mín eign, án Berlusconis," sagði Murdoch „Ég vil ekki að hann eigi eitt einasta hlutabréf í því sem ég kaupi-.“ Endanlegt samkomulag verður að bíða fram yfir þjóðaratkvæðið 11. júní, þegar Italir verða spurðir hvort einkafyrirtæki skuli fá að eiga aðeins eina sjónvarpsstöð. Þar með yrði Fininvest, fyrirtæki Berluscon- is, að selja tvær af þremur stöðvum sínum. Um leið kann auglýsingum að verða fækkað við sýningu kvik- mynda og það mundi rýra tekjur kvikmyndasafns Fininvest. Murdoch sagði að tveir þeirra kosta, sem hann og Berlusconi hefðu um að velja, væru að hann keypti Retequattro-rás eða Italia Uno-stöð Berlusconis eða allar rásir hans þijár, þar á meðal Canale5. Ólíklegasti kosturinn væri sá að hann keypti hluta, að því tilskildu að Berlusconi ætti ekki afganginn. Murdoch neitaði að nefna verð, en kvaðst hafa til athugunar að fá ítalska meðeigendur til liðs við sig. Hrávara Kinverjar selja málma ogkaupakorn London. Reuter. KAFFIVERÐ lækkaði, en verð á málmum hækkaði í umrótasamri viku á hráefnamarkaði. Ýmislegt bendir til þess að verð á innfluttum matvælum kunni að hækka. Alþjóðahveitiráðið (IWC) býst við að hveitibirgðir minnki á næstu mánuðum og verði minni en þær hafa verið í 18 ár. Kínveijar virtust selja kopar í Singapore til þess að afla dollara til kaupa á mat- vælum. Sveiflur á verði kaffi og málma vöktu furðu kunnugra. Framreiknað verð á kaffi lækkaði um 8% um miðja vikuna í um 2.750 dollara tonn- ið. Spákaupmenn virtust vilja losa sig við kaffi áður en frostakafli hefst í Brasilíu og það kom á óvart. í fyrra fjórfaldaðist verð á kaffi í 4.000 doll- ara eftir frost og síðan þurrka í Bras- ilíu. Þegar kaffiframleiðendur draga úr útflutningi í júní getur verðið orð- ið stöðugra. Verð á kopar hækkaði um 5% í London í vikunni. Verðhækkanir á fleiri málmum sigldu í kjölfarið, en verðið á koparnum komst hæst í 2,852 tonnið. Sérfræðingar telja koparverð 300 dollurum hærra en eðlilegt geti talizt og spá lækkun sem því nemur í júlí eða ágúst. Getgátur um að Kínverjar selji málma til að kaupa matvæli kunna að hafa kynt undir hækkanir, sem leiddi til þess að júlíverð á hveiti hækkaði um tæp 20 sent í Chicago í vikunni. ESB veitti fyrirtækjum 34 milljóna dollara styrki til þess að selja 1 750,000 tonn af hveiti til Kína. Suzuki BALENO Nýr Japanskur fiSltiyldubíll í fullrl itarð ÓtmSegs imgstætt ¥&rð Mkr. 1.089.0001- Suzuki Baleno býðst 3ja eða 4ra dyra með vali um tvær aflmiklar 16 ventla vélar, 86 hö eða 99 hö. Val er um 5 gíra handskiptingu eða sjálfskiptingu í öllum gerðum Suzuki Baleno. Komið og reynsluakið. $ SUZUKI BALENO - AFL OG ÖRYGGI ----^///----------------- SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100 Gutenberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.