Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 35 FRÉTTIR VINDÁSHLÍÐ Kaffisala í Vindáshlíð SUMARSTARF KFUK í Vindás- hlíð hefst sunnudaginn 28. maí kl. 14.30 með guðsþjónustu í Hall- grímskirkju í Vindáshlíð. Sr. Frank M. Halldórsson þjónar fyrir altari. Barriastund verður á sama stað. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffisala. Frá árinu 1948 hefur KFUK rekið sumarbúðir í Vindáshlíð og á hveiju ári dvelja þar um 600 stúlkur. Þar eru bæði barna- og unglingaflokkar og kvennadagar í lok sumars. Fyrsti flokkur sum- arsins fer í Vindáshlíð miðviku- daginn 31. maí. Landsfundur Samstöðu í dag SAMSTAÐA um óháð ísland boð- ar til landsfundar laugardaginn 27. maí nk. kl. 10-16 og verður hann í Borgartúni 6 í Reykjavík. Á fundinum verður rætt um störf og verkefni samtakanna í framtíðinni, kosin stjórn og flutt erindi. Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, varaformaður Samstöðu, gerir grein fyrir úttekt Þjóðhags- stofnunar á stöðu útflutnings- greina og hvað tengja megi samn- ingnum um EES. Anna Ólafsdótt- ir Björnsson sagnfræðingur flytur erindi um ESB og framtíðarþróun í ESB-löndum. Bjarni Einarsson framkvæmdastjóri flytur erindi um utanríkisviðskipti íslands og samskipti við aðrar þjóðir. Ólympíumeist- arar á laugar- dagsæfingu NÝKRÝNDIR Ólympíumeistarar skákmanna undir 16 ára aldri mæta á laugardagsæfíngu hjá Taflfélagi Reykjavíkur á laugar- daginn kl. 14. Þeir útskýra eina af sigurskákum sínum úr Ólymp- íukeppninni og síðan svara þeir spurningum frá áhorfendum. Að lokinni krýningu Ólympíu- meistaranna hefst síðan skákæf- ing fyrir börn og unglinga 14 ára og yngri. Æfingin er ókeypis. Liðsmenn Ólympíusveitarinnar hafa verið ötulir við að mæta á laugardagsæfingar og munu einn- ig taka þátt að þessu sinni. Æfingin er haldin í félagsheim- ili Taflfélags Reyjavíkur að Faxa- feni 12. Verðlaun eru veitt fyrir þijú efstu sætin. Einnig hefur ver- ið tekin upp sú nýbreytni að veitt eru sérstök verðlaun til ungra skákmanna sem enn hafa ekki fengið skákstig. Þannig geta byij- endur jafnt sem lengra komnir átt von á verðlaunum á æfingunni. Ljósmyndir fréttarit- ara í Vík UÓSMYNDASÝNINGIN „Til sjós og lands - ljósmyndir fréttaritara“ hefur verið sett upp í Víkurskála í Vík í Mýrdal. Þar verða myndirn- ar fram á föstudag. Á sýningunni eru þijátíu verð- launamyndir úr ljósmyndasam- keppni Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins. Þær sýna atburði og daglegt líf til sjáv- ar og sveita, eins og nafnið bend- ir til. Myndirnar hafa hangið upp í anddyri Morgunblaðshússins en verða á næstu mánuðum settar upp á ýmsum stöðum á lands- byggðinni. Á sýningunni í Víkurskála eru meðal annars tvær myndir Jónasar Erlendssonar í Fagradal, fréttarit- ara Morgunblaðsins í Mýrdalnum, Gönguferð Hraunbúa SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar í Hafnarfirði stendur fyrir göngu- ferð fyrir almenning sunnudaginn 28. maí nk. kl. 14. Jón Kr. Gunn- arsson veitir leiðsögn um upprenn- andi útivistarsvæði Hafnfirðinga við Hvaleyrarvatn. Fyrst verður gengið í gegnum svæði Skógræktarfélags Hafnar- fjarðar á göngustígum sem þar hafa verið gerðir í gegnum þetta fallega svæði. Því næst verður gengið í kringum Hvaleyrarvatn og umhverfi þess skoðað og jafn- framt verður svæði St. Georgsgild- isins í Hafnarfírði, félags eldri skáta, kynnt og göngufólki gefst kostur á að líta við í skátaskála gildisins á svæðinu. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. sem unnu til fýrstu verðlauna í tveimur efnisflokkum. Konukvöld í Naust- kjallaranum SÉRSTAKT konukvöld verður sunnudaginn 28. maí í Naust- kjallaranum. Veitingastaðurinn Naustið er vel þekktur meðal Reykvíkinga og hefur fyrir löngu skapað sér ríka hefð í lífi bæjarins. í kjallara Naustsins er Naust- kjallarinn og í tilefni af Vorhátíð í gamla vesturbænum verður þar efnt til konukvölds þar sem Heiðar Jónsson snyrtir spilar af fingrum fram. Verð á mann er 1200 kr. og er innifalið fordrykkur og Iéttur kvöldverður. Húsið opnar kl. 19. Heilsuréttir í Fjölskyldu- og Húsdýra- garðinum ÍSLENSKUR landbúnaður býður gestum garðsins að gæða sér á heilsusamlegum íslenskum heilsu- réttum og ræða við næringarfræð- ing um ágæti íslenskra matvæla og næringargildi þeirra. Ölium gestum verður gefið sólarsælgæti þegar komið er í garðinn. Heilsu- réttirnir verða á boðstólum í sölu- tjaldinu í Húsdýragarðinum milli kl. 12 og 16. Sunnudaginn 28. maí verða Bylgjan, Myllan og Sól hf. með skemmtidagskrá í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum allan daginn. Opið verður um helgina frá kl, 10-18. Sæbjörgin opin almenningi SLYSAVARNASKÓLI sjómanna fagnar um þessar mundir 10 ára starfsafmæli sýni. Um það bil 9.000 sjómenn hafa sótt nám- skeið skólans, sem að öllu jöfnu eru haldin um borð í Sæbjörgu, skipi skólans, víðs vegar um land- ið. Á síðasta ári sóttu 1.110 sjó- menn alls 59 námskeið, en árið áður sóttu 942 sjómenn alls 54 námskeið. í tilefni afmælisins verður Sæbjörgin opin almenningi til skoðunar um helgina frá klukk- an 12 á hádegi til 18.00 síðdegis. Oryggio er dýrmætt! ÖryggiS er ómetanlegt þegar ó reynir. VW Golf er öruggasti bíllinn í sínum flokki skv. árekstrarprófi hins virta tímarits AUTO MOTOR UND SPORT. Hann er einnig fallegur, rúmgóSur og búinn foægindum sem auka enn á öryggiS eins og höfuSpúSum á aftursæti, lituSum rúSum og skiptanlegu aftursæti. VW Golf er örugg fjárfesting, viShalds- og rekstrarkostnaSur er lágur og hann er öruggur í endursölu. VW Golf skutbíll m/útvarpi. tilbúinn á qötuna kostar aðeins frá kr. 1.370.000 HEKLA -/// Laugavegi 170-174, slmi 569 5500 Yolkswagen Oruggur á alla vegu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.