Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR TOYOTA Tacoma er nýr pallbíll frá Toyota. Samið um efnistöku í Seyðishólum í Grímsnesi Fj órar námur eru í stærsta hólnum BÖÐVAR Pálsson, oddviti Gríms- neshrepps, hefur undirritað sam- komulag um sölu á vikri til útflutn- ings úr Seyðishólum. Samkomulag- ið er háð jákvæðri niðurstöðu mats á umhverfísáhrifum sem unnið er hjá Skipulagi ríkisins. Toyota Tacoma sýndur NÝR Toyota-bíll verður sýndur hjá Bílabúð Benna í dag, laugar- dag, ásamt fjölda breyttra bif- reiða. Toyota Tacoma pallbíll er nýr bíll frá Toyota-verskmiðjunum. Hann er að ýmsu leyti arftaki Hi-Lux en mjög mikið bættur, segir í fréttatilkynningu frá Bíla- búð Benna. Helstu breytingarnar eru 3,4 1 V6-véI með fjóra ofaná- liggjandi kambása, 190 hestöfl. Yfirbygging er ný. Einnig er bif- reiðin rúmbetri að innan og með stærri og breiðari sætum. Þá er fjöðrun mikið breytt og komin mýkri, sjálfstæð fjöðrun með gormum að framan, segir í fréttatilkynningunni. Nýi pallbíllinn verður sýndur ásamt mörgum breyttum bílum hjá Bilabúð Benna í dag frá kl. 9-16. Skipstjóri norska varðskipsins Senja Smáfiskadráp við Svalbarða Svalbarði. Morgunblaðið. HALVAR Pettersen skipherra á norska varðskipinu Senja segir að það sé enginn togari við veiðar í Smugunni um þessa mundir en stutt er síðan færeyskir togarar voru þar. Pettersen stjómaði aðgerðum gegn íslenskum togurum á Sval- barðasvæðinu í fyrra, en bar samt íslenskum sjómönnum vel söguna er hann bauð íslenskum blaða- mönnum um borð þar sem Senja lá í höfn í Longyearsbyen á Sval- barða í vikunni. Margir togarar hafa verið við þorsk- og rækjuveiðar á Svalbarða- svæðinu og sagði Pettersen að þorskveiðin hefði verið ágæt en Til sölu á Hellu Einbýlishúsið að Freyvangi 6, Hellu er til sölu. Húsið er um 270 fm með innbyggðum bílskúr. Uppl. í síma 98-75867 heima, 98-75162 vinna, Torfi. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastíori KRISTJAN KRISTJANSS0N, loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Á lækkuðu verði í Vogunum Stór og góft 2ja herb. íb. í kj. í þríbhúsi. Samþykkt með sérinng. Vin- saelt hverfi. Laus fljótl. Tilboð óskast. Með 40 ára húsnæðisláni kr. 3,3 millj. Nokkrar 3ja herb. íbúðir m.a. við Súluhóla og Dvergabakka. Vinsamleg- ast leitið nánari uppl. Ágæt íbúð á góðu verði 3ja herb. á 2. haeð við Jörfabakka. Ágæt sameign. Frábær aðstaða f. böm. Hagstæft greiðslukjör. Tilboð óskast. Fyrir smið eða laghentan Sólrík 4ra herb. íb. á neðri hæð í reisulegu steinh., tæpir 100 fm, skammt frá Landspítalanum. Þarfn. nokkurra endurbóta. Mikil og góð lán. Lítil útborgun. Nánari uppl. aðeins á skrifstofu. Ennfremur nokkrar fleiri eignir, stærri og minni. Uppl. á skrifst. Skammt frá KR-heimilinu Góðar 4ra herb. íbúðir við Meistaravelli og Kaplaskjólsveg, Sólríkar með miklu útsýni. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Á vinsælum stað í Heimunum - eigna- skipti í skiptum óskast góð 3ja herb. íb., helst í hverfinu meö 5 herb. neðri hæð með öllu sér. Vinsamlegast leitiö nánari uppl. Opiðídagkl. 10-14. Fjöldi eigna ískiptum. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. ALMENNA FASTEI6NASA1AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 þó ylli smáfiskur vandræðum og væri stundum 20-30% af aflanum. Þess vegna ætlaði strandgæslan að farS þess á leit við norska sjáv- arútvegsráðuneytið að hluta Sval- barðasvæðisins yrði lokað. Syðsti hluti Smugunnar hefur verið lokað- ur norskum sjómönnum af sömu ástæðum um nokkurt skeið. Að- spurður sagði skipherrann að sjáv- arhiti væri svipaður í Barentshafi nú og í fyrra, en norsk stjórnvöld hafa gefið til kynna að lakari skil- yrði þar nú en í fyrra ættu að draga úr veiðimöguleikum íslendinga. Hart tekið á togurum Pettersen sagði að það yrði tek- ið hart á því ef íslenskir togarar myndu reyna að veiða á Svalbarða- svæðinu í sumar, en norska strand- gæslan gæti ekkert aðhafst í Smugunni annað en að fylgjast með veiðunum þar. „Um borð get- um við ekki farið nema íslensku sjómennimir bjóði okkur að skoða aflann," sagði Pettersen. Pettersen sagði að strandgæslan hefði hert mjög eftirlit með veiðum í Barentshafí undanfarin tvö ár. Árið 1993 hefðu rússneskir togar- ar veitt rúmlega 100.000 tonn af þorski umfram kvóta, og eru þá ekki taldar með veiðar þeirra í eig- in lögsögu, og skip ríkja Evrópu- bandalagsins annað eins. Stórlega hefði dregið úr þessu með auknu eftirliti auk þess sem Rússar. hefðu bætt ráð sitt. 40 ára náma Að sögn Böðvars er um að ræða efnistöku úr stærsta hólnum í Seyð- ishólum en þar em fjórar námur og tvær þeirra í landi hreppsins. „Hugmyndir er að fram fari mat á umhverfisáhrifum og gerðar tillög- ur um hvemig frágangur eigi að vera í hólunum," sagði hann. „Það yrði náttúrlega allt annar og betri frágángur en er í dag. Ég man eft- ir þessari námu síðan árið 1955 eða í 40 ár. Ég get ekki betur séð en að ef ekkert verður gert þá verði þarna opnar námur næstu 200 ár.“ 12 milljón rúmmetrar Engin tímatakmörk um vinnslu eru i samkomulaginu og gæti hún tekið nokkur ár og því erfitt að spá um hugsanlega umferð vegna flutn- inga, að mati Böðvars. Gert er ráð fyrir sölu á um 12 milljón rúmmetr- um sem síðan er harpað og verður um 30% af efni eftir í námunni. „Við semjum ekki nema jákvætt umhverfismat liggi fyrir,“ sagði hann. „Hins vegar verða samnings- drög að liggja fyrir þegar mat á uhverfisáhrifum fer fram,.þar sem fram kemur hver eigi að ganga frá svæðinu, kaupandinn eða sveitarfé- lagið." Sagði hann að mat á umhverfís- áhrifum væri langt á veg komið og að námuvinnslan yrði kynnt nágrönn- um, sumarbústaðareigendum og öðr- um á næstu tveimur mánuðum. Bankamenn boða verkfall 14. júní Enginn sátta- fundur ákveðinn HEIMILD bankamanna til verkfalls var endurnýjuð á miðvikudag á fundi stjórnar samninganefndar Sambands íslenskra bankamanna og formanna aðildarfélaga sambandsins. Jafn- framt var ákveðið að boða til verk- falls er hefjist á miðnætti 14. júní nk., semjist ekki fyrir þann tíma. Bankamenn vísuðu einnig kjara- deilu sinni til ríkissáttasemjara. Hann var ekki búinn að boða deiluaðila á sinn fund í gær, en tal- ið er að fundur verði haldinn fljót- lega eftir helgi. „Við höfðum sam- band við okkar viðsemjendur þegar Ijóst var að kjarasamningurinn hafði verðið felldur og könnuðum hvort grundvöllur væri fyrir áframhald- andi viðræðum án afskipta ríkis- sáttasemjara, en svo var ekki,“ seg- ir Vilhelm G. Kristinssson fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna. Sáttasemjara er skylt að leggja fram sáttatillögu í seinasta lagi fimm dögum áður en verkfall hefst, sem getur frestað framkvæmd verkfalls um allt að fimmtán sólarhringa á meðan sáttatillaga er kynnt og borin undir atkvæði. I slíku tilviki og ef ekki nást sættir, tekur verkfallið gildi 30. júní nk. Þegar bankamenn boð- uðu verkfall 1980 frestaði þáverandi sáttasemjari gildistöku þess einungis um vikutíma. Vilhelm segir bankamenn gera kröfu um 9-10% hækkun launa á samningstímabilinu, sem sé í sam- ræmi við samninga starfsmannafé- laga ríkisins undanfarið. í DAG OG Á MORGUN KL. 13.00-17.00 SÝNUM VIÐ FULLBÚNAR GLÆSIÍBÚÐIR AÐ FLÉTTURIMA 4 íbúöimar afh. aö fullu frágengnar, m/parketi á gólfum. Alno-eld- húsinnrétting. Flísalagt bað og fullfrágengin sameign. Verð 3ja herb. íbúö án stæðis 7.500.000 og 7.900.000. Verð 4ra herb. íbúð m/stæði í bílahúsi, 9.400.000 og 9.550.000. By99ingaraðili: Atli Eiríksson sf. Ú Fjárfesting fasteignasala sími 562 4250

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.