Morgunblaðið - 31.05.1995, Page 1
64 SÍÐUR B/C/D/E
STOFNAÐ 1913
121. TBL. 83. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Kapp lagt á að fá friðargæsluliða
lausa úr haldi með samningum
Liðsauki
að berast
til Bosníu
Sar^jevo, París, London, Washington. Reuter, The Daily Telegraph.
FYRSTIJ bresku hermennirnir úr
sex þúsund manna liðsauka, sem
sendur verður til Bosníu á næstu
vikum, komu til Gornji Vakuf í vest-
urhluta landsins í gærkvöldi. Hafa
Bretar ásamt Frökkum ákveðið að
senda þungvopnaðar sveitir til að-
stoðar friðargæsluliðum sínum í
Bosníu. Ekki er enn ljóst hvort sveit-
irnar verði skilgreindar sem friðar-
gæsluliðar. Serbar tóku sjö úkra-
ínska friðargæsluliða til viðbótar í
gíslingu í gær og sögðust ekki sleppa
þeim tæplega fjögur hundruð gísl-
um, sem þeir hafa í haldi, fyrr en
gefið yrði fyrirheit um að loftárásum
á stöðvar þeirra yrði með öllu hætt.
Gefa ekki eftir
Utanríkisráðherrar ríkja Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) lýstu því
hins vegar yfir á fundi sínum í gær
að þeir væru reiðubúnir að sam-
þykkja áframhaldandi loftárásir ef
farið yrði fram á það af yfirmönnum
Sameinuðu þjóðanna.
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, sagði bandalagið íhuga
að opna landflutningaleið að
Sarajevo, sem varin yrði af hersveit-
um. Franskur embættismaður sagði
að á öðrum fundi hefðu helstu ríkin
orðið ásátt um að verja „griða-
svæði“ og gera flugvöll Sarajevo að
herlausu svæði.
Heimildir jafnt hjá NATO sem SÞ
herma að fallið hafi verið frá því að
kalla friðargæsluliða heim frá Bosníu.
Jacques Chirac Frakklandsforseti
hefur skipað frönskum friðargæslu-
liðum að verjast af alefli sé á þá
ráðist eða telji þeir sér vera ógnað.
Þá gáfu franskir embættismenn í
skyn að í neyðartilvikum kynnu
Frakkar að gefa hermönnum sínum
beinar fyrirskipanir í stað Samein-
uðu þjóðanna.
Bandaríkjastjórn staðfesti í gær
að ekki væri útilokað að freista þess
að iáta sérsveitir frelsa gíslana en
embættismenn tóku fram að slíkar
aðgerðir væru mjög ólíklegar. Engin
ákvörðun hefur verið tekin um að
bandarískir hermenn stígi á land í
Bosníu. Bandaríkjamenn hafa þó
ásamt Frökkum sent flugmóðurskip
til Adríahafs og eru tvö þúsund
bandarískir landgönguliðar um borð
í bandaríska skipinu. Mikil leynd
hvílir yfir því hvaða sveitir séu um
borð í franska flugmóðurskipinu
Foch en talið er að m.a. sé um úr-
valssveitir að ræða.
Andrei Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, lagði í gær áherslu
á að reynt yrði að leysa deiluna með
samningum en ekki átökum.
Er talið að Bretar og Frakkar
þrýsti nú mjög á Slobodan Milosevic
Serbíuforseta að beita áhrifum sín-
um á Bosníu-Serba þannig að gísl-
arnir fái frelsi.
■ Stund brottfararinnar/23
Reuter
FRANSKI fornleifafræðing-
urinn Alain Zivie kannar
loft grafhýsisins í borginni
Saqqara suður af Kaíró, þar
sem hin fágæta lágmynd af
Ósíris fannst í veggskoti.
í grafhýsi vesírs
Saqqara. Reuter.
FRANSKIR fornleifafræðingar
hafa fundið sjaldgæft afbrigði
fornegypskrar lágmyndagerðar
í grafhýsi vesírsins Aper-El, sem
fannst í borg hinna dauðu við
Saqqara, sem er um 25 kílómetra
suður af Kaíró.
Lágmyndin er frábrugðin tug-
þúsundum fornmynda að því
leyti að andlitin snúa beint fram
en eru ekki í prófíl. Aðeins er
vitað um örfá dæmi um mynd-
gerð af þessu tagi og myndirnar
í Saqqara hafa því listasögulegt
gildi.
Myndirnar eru af Ósíris, upp-
haflega fijósemisguð Egypta en
síðar drottnari undirheima og
dómari hinna dauðu, og honum
til hvorrar handar eru gyðjurnar
ísis og Nephtys.
Myndirnar fundust í veggskoti
sem talið er að hafi haft trúar-
legu hlutverki að gegna í graf-
hýsinu. „Það er sérstæð sjón og
áhrifamikil að standa frammi
fyrir myndunum,“ sagði Alain
Zivie, foringi frönsku fornleifa-
fræðinganna. í veggskotinu, sem
er tveir metrar á hæð, var upp-
haflega máluð mynd af Aper-El,
syni hans, Huy, og öðrum skyld-
mennum en 20-30 árum eftir
dauða hans á 14. öld fyrir Krist
var Ósiris-myndin hoggin þar
ofan á.
Finnland
Atvinnu-
leysi 18%
Helsinki. Reuter.
FJÖLDI atvinnulausra í Finn-
landi jókst í síðasta mánuði
og voru 18,1% Finna án vinnu
í apríl samanborið við 17% í
mars.
Spánn er eina Evrópusam-
bandsríkið þar sem atvinnu-
leysi er meira en í Finnlandi
en atvinnuleysi var að meðal-
tali 10,8% í ESB í mars.
Finnskir embættismenn
tóku þó fram að þó að atvinnu-
leysi hefði aukist milli mánaða
hefði dregið úr atvinnuleysi ef
tekið væri tillit til árstíðabund-
inna þátta. Helsta ástæða þess
að atvinnulausum hefði fjölgað
milli mánaða væri sú að fjöldi
skólafólks hefði komið út á
vinnumarkaðinn. Störfum
hefði í raun fjölgað um 70
þúsund samanborið við apríl-
mánuð síðasta árs.
Fágætar lágmyndir
Hörmungarnar í Neftegorsk
Fáir til að bera
kennsl á látna
Reuter
BJÖRGUNARMENN í Neftegorsk reyndu í gær að ná til fólks,
sem heyrst hafði til í rústunum, en starfið er erfitt eins og
þessi mynd gefur til kynna.
Neftegorsk. Reuter.
„MAMMA var lasin og pabbi hafði
farið fýrir hana eftir lyfjum á
sjúkrahúsið. Þegar jörðin fór að
skjálfa var hann úti á götu og
komst ekki lengra. Mamma dó en
pabbi lifði,“ sagði Sveta, níu ára
gömul stúlka í Neftegorsk, næst-
um því ofur hversdagslega en auk
móður sinnar missti hún afa sinn
og ömmu þegar fjölbýlishúsin,
heimili flestra bæjarbúa, hrundu
sl. sunnudag.
í gær var verið að taka grafir
í útjaðri bæjarins og á götunum
meðfram rústunum lágu líkin í
löngum röðum. Sum hafa þegar
verið grafin rétt við óhijálegan
kirkjugarðinn en flestir þeirra,
sem af komust, eru enn illa á sig
komnir andlega. Eru margir
brenndir, einkum í andliti, eftir
elda, sem komu upp þegar húsin
hrundu. Hefur gengið illa að bera
kennsl á hina látnu vegna þess
að flestir lögreglumenn og kenn-
arar, sem þekktu flesta bæjarbúa,
fórust í jarðskjálftanum.
Upplýsingamiðstöðin í Nefteg-
orsk er í einnar hæðar gistiheim-
ili, einu af fáum húsum, sem ekki
hrundu, og þangað leitar fólk til
að spyijast fyrir um björgunar-
starfið eða til að fá leyfi til að
leita að eigum sinum í rústunum.
Fá það flestir en ströng gæsla er
á svæðinu til að koma í veg fyrir
þjófnað.
Eini orkugjafinn í bænum er
rafall eða dísilvél, sem annar litlu
meira en leitarljósunum, þar er
ekkert vatn og aðeins þrír símar.
1 upplýsingamiðstöðinni er
stafli af skeytum frá fólki annars
staðar í Rússlandi, sem er að
spyijast fyrir um fjölskyldu og
ástvini. „Fjölskylda hennar er öll
Iátin,“ sagði kona nokkur þegar
hún fann skeyti frá gamalli vin-
konu sinni. „Hvernig get ég sagt
henni frá því?“
■ Spá stærri skjálfta/16
Óvissa inn-
anFDP
Bonn. Reuter.
JÚRGEN Möllemann, fyrrum efna-
hagsráðherra, hefur ákveðið að
sækjast eftir formennskunni í flokki
fijálsra demókrata í Þýskalandi
(FDP) er Klaus Kinkel utanríkisráð-
herra lætur af embætti í næstu viku.
Mikil óvissa hefur ríkt um framtíð
FDP eftir að flokkurinn beið mikinn
ósigur í kosningum í tveimur sam-
bandslöndum þann 14. maí. Ákvað
Kinkel að segja af sér formennsku
í kjölfarið. Hafa margir fréttaskýr-
endur spáð því að fiokkurinn muni
lognast út af og ríkisstjórn jafnaðar-
manna og græningja taka við að
loknum kosningum.
Ásamt Möllemann hefur Wolf-
gang Gerhardt lýst yfir framboði.
Samtök FDP í Nordrhein Westfalen,
heimahéraði Möllemanns, ákváðu í
gær að styðja hvorugan frambjóð-
andann á þeirri forsendu að Mölle-
mann ætti einnig sök á óvinsældum
flokksins.