Morgunblaðið - 31.05.1995, Page 5

Morgunblaðið - 31.05.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 5 FRÉTTIR STEGGURINN lætur til skarar skríða við Tjarnarbakkann. Varnarlaus kollan veit ekki hvaðan á sig- stendur veðrið. KOLLAN kemst hvergi undan ágangi steggsins sem hefur breitt út vængi sína til að halda bráð sinni niðri. Hörð lífsbarátta á Tjörninni VERÖLDIN er vægðarlaus og það eru ævagömul sannindi að lífsbaráttan er ekki síður hörð í dýraríkinu en meðal manna. Þess mátti finna glöggt dæmi í vikunni þegar lá við stríðsástandi á Tjörninni í Reykjavík. Fílefldir stokk- andarsteggir réðust þá á varnarlausa kollu og veittu henni alvarleg sár. Nær útilokað er að skilja hvað þeim gekk til nema ef vera skyldi að rekja mætti orsök atburðanna til afbrýðisemi, öf- undar eða drottnunaráráttu. Mennskir sjónarvottar skárust loks í leikinn og náðu kollunni úr klóm steggjanna. Hafi þeir haldið að ró færðist við þetta yfir annars friðsælt Tjarnarlífið þá skjátlaðist þeim hrapallega. Um leið og kollunni var sleppt á öðrum stað i Tjörninni voru steggirnir mættir. Þeir réðust aftur á kolluna og máttu menn og svanir sín lítils við að skakka leik- inn. Morgunblaðið/Júlíus EINUM svaninum þykir greinilega orðið nóg um, potar í stegginn og gefur glögg skilaboð um að hann eigi að sleppa kollunni. Nú er rétti tíminn í ár er sérlega hagstætt aö fjárfesta í atvinnu- tækjum. Það er vegna sérstakra laga um flýtifyrningar atvinnutækja sem keypt eru árin 1994 og 1995. Þau má fyrna allt að tvöfaldri venjulegri fyrningu, næstu þrjú rekstrarár eftir að þau eru keypt. Fjárfesting í ár er því heillaráð. Viðgefum þérgóð ráð Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun hvers kyns atvinnutækja. Við getum bent þér á leiðir þar sem þú losnar við að binda rekstrarfé í tækinu og þar sem fyrirgreiðsla þín í viðskipta- bankanum helst óskert. Þú kannt eflaust að meta að geta fengið 100% fjármögnun en njóta samt staðgreiðsluafsláttar hjá seljanda tækisins. Skjót afgreiðsla Fjármögnun með Kjörleiðum Glitnis er fljótleg. Þegar nauðsynleg gögn liggja fyrir af þinni hálfu, er umsókn þín afgreidd á skjótan hátt. Ut er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þarerá einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða , líttu inn og spjallaðu við i ráðgjafa okkar. Jj Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.