Morgunblaðið - 31.05.1995, Side 17

Morgunblaðið - 31.05.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 17 ERLENT Reuter Mótmæla komu Karls Þingkosningar í Hvíta-Rússlandi gagnrýndar Fá ekki aðild að Evrópuráði Mínsk. Reuter. Blóöugl fiskistríð í Kóreu TVEIR skipvetjar á togbát frá Suður-Kóreu féllu og einn særðist er norður-kóreskur varðbátur skaut á skipið í gær og hertók það síðan, að sögn s-kóresku fréttastofunnar Yonhap. S-kóresk stjórnvöld sögðu fiskibátinn hafa farið inn í landhelgi norðanmanna. í tilkynningu n-kóreskra stjórnvalda sagði að báturinn hefði verið tekinn og væri um „sjálfsvörn“ að ræða. Balladur í framboð EDOUARD Balladur, fyrrver- andi forsætisráðherra Frakk- lands, hyggst bjóða sig fram til borgarstjórnar Parísar í næsta mánuði, að sögn borg- arstjórans, Jeans Tiberis, í gær. Balladur verður efstur á lista samfylkingar mið- og hægrimanna í 15. hverfi en fylkingin er með meirihluta í öllum 20 hverfum borgarinn- ar. Börn fangels- uð í Tíbet í NÝRRI skýrslu mannrétt- indasamtakanna Amnesty Int- ernational segir að kínverska lögreglan hafi fangelsað hund- ruð munka og nunna í Tíbet, einnig tugi barna sem hugðust feta í fótspor hinna fullorðnu og helga líf sitt búddisma. Oft hafi verið beitt pyntingum til að knýja fram játningar, börn hafi verið látin í fangelsi með fullorðnum og látin stunda erfiðisvinnu. Sótt að Berlusconi ÍTALSKA lögreglan rannsak- aði aðalstöðvar Publitalia, auglýsingafyrirtækis auðkýf- ingsins og stjórnmálamanns- ins Silvios Berlusconis, í gær. Fyrir helgi var einn nánasti ráðgjafi hans, Marcello Dell- ’Utri, handtekinn og yfir- heyrður í sex klukkustundir. Hann er grunaður um aðild að mútugreiðslum. Saksóknari í Mílanó telur að Publitalia, eitt helsta fyrirtækið í Finin- vest-samsteypu Berlusconis, hafí verið notað óspart til að koma mútugreiðslum til við- takenda. Luft grunuð um Stasi- tengsl CHRISTA Luft, þingmaður Flokks lýðræðislegs sósíal- isma, þ. e. arftaka gamla aust- ur-þýska kommúnistaflokks- ins, er grunuð um að hafa unnið með leynilögreglunni Stasi, að sögn Gauck-stofnun- arinnar sem hefur umsjón með skjölum Stasi. Luft var um hríð efnahagsmálaráðherra A-Þýskalands. Hún hyggst halda blaðamannafund í dag ásamt Gregor Gysi þingflokks- formanni er hefur viðurkennt tengsl við Stasi en neitað að hafa séð henni fyrir upplýsing- um um andófsfólk. KARL, prins af Wales, heimsækir Ira í dag en þeir eru þó ekki all- ir hrifnir af komu hans og hefur verið boðað til mótmæla. Karl er foringi í bresku fallhlífasveitun- um og mótmælendur krefjast þess, að hann biðjist afsökunar á dauðaþeirra 45 manna, sem menn úr sveitunum hafa fellt á Norður-írlandi frá 1968. Hér er verið að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælaaðgerðum. FYRSTU þingkosningarnar í Hvíta- Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna uppfylla ekki kröfur Evrópuráðsins, meðal annars um jafnan rétt fram- bjóðenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. í yfirlýsingu ráðsins segir að vegna þessa fái landið ekki aðild að Evrópuráðinu. Eftirlitsmenn frá ráðinu fylgdust með kosningunum. Nýkjörið þing Hvíta-Rússlands er í reynd ekki starfhæft; í meira en helmingi kjör- dæma tókst ekki að fá niðurstöðu vegna lélegrar kjörsóknar. Evrópu- ráðið segir að sjálf kosningin hafí farið fram með eðlilegum og lögleg- um hætti en gagnrýnir aðdragand- ann. „Takmarkaður aðgangur að fjöl- miðlum, auk takmarkana á notkun fjánnagns í kosningabaráttunni, olli JÓHANNES Páll páfi kaþólsku kirkjunnar sagðist í gær reiðubúinn til viðræðna við aðrar kirkjudeildir um hlutverk páfastóls í hugsanlegri sameiningu kristinna manna. í 115 síðna umburðarbréfi sem Páfí sendi frá sér í gær, Ut Unum Sint, eða Að eitt verði, fjallar hann mjög um hugmyndina um einingu kristinna manna sem sundrast hafa í ýmsar kirkjur á undanförnum eitt- þúsund árum. Segist hann gera sér ljóst, að flókið mál yrði að ná samkomulagi kaþólskra, mótmælenda, biskupa- kirkjumanna og ortódoxa, um hlut- því að upplýsingar um frambjóðend- ur voru af skornum skammti og mjög litlar stjómmálaumræður urðu fyrir kosningarnar,“ segir í yfirlýs- ingunni. Alexander Lúkasjenko for- seti var andvígur því að kosningarn- ar færu fram og sýndi m.a. hug sinn með því að eyðileggja kjörseðil sinn í fyrri umferðinni. Þótt Evrópuráðið hafi lítil pólitísk völd sækja fyrrverandi kommún- istaríki í Mið- og Austur-Evrópu fast að fá að ganga í ráðið, þau telja að með aðild sé búið að viður- kenna tilverurétt þeirra á alþjóða- vettvangi. Úkraínumönnum hefur verið heitið að þeir fái inngöngu fyrir árslok en ráðið mótmælti stríðsrekstri Rússa í Tsjetsjníju með því að fresta umfjöllun um aðildar- umsókn Rússlands. verk páfastóls. Hvatti hann fulltrúa þessara kirkjudeilda til þess að hefja viðræður og sýna bæði þolin- mæði og þrautseigju við samninga- borðið. Páfi sagði að sérstök skylda hvíldi á hans herðum, sem leiðtoga 960 milljóna kirkjudeildar, að stuðla að einingu kristinna manna. Hvatti hann þá til þess að vera búnir að fyrirgefa mistök fortíðarinnar fyrir aldamótaárið 2.000. Jóhannes Páll páfi gaf ekki til kynna hvaða skoðun hann hefði á því hvert nýtt hlutverk páfastóls ætti að vera. Tvö ár liðin frá því Slóvakía varð sjálfstætt ríki Öllum brögðum beitt í botnlausri valdabaráttu ÞAU tvö ár sem liðin eru frá því að Slóvakía varð sjálfstætt ríki með að- skilnaði frá Tékkneska lýðveldinu hafa einkennst af valdabaráttu og flokkadráttum. Ólgan sem hlotist hef- ur af þessu á stjórnmálasviðinu hefur ekki orðið til þess að styrkja stöðu Slóvaka, sem ákaft hafa sóst eftir að vera teknir í hóp evrópskra lýðræðis- ríkja. --- Valdabarátta þeirra Michal Kovacs forseta og Vladimirs Meciars forsætis- ráðherra er nú komin á nýtt og áður óþekkt stig í evrópskum stjórnmálum. Meciar hefur reynst algjörlega óút- reiknanlegur og fáir forsetar hafa mátt líða viðlíka niðurlægingu og Kovac. Völdin skert Þegar forsetinn tekur til máls á þingi gengur helmingur samkundunnar út úr salnum. Þegar hann snýr aftur heim eftir að hafa verið í opinberri heimsókn erlendis mætir enginn fulltrúi ríkisstjórnarinnar til að bjóða hann velkominn á flugvellinum. Áður hafði hann vald til að tilnefna ýmsa háttsetta embættismenn. Því valdi hefur hann nú verið sviptur. Forsætisráðherrann hvetur forset- ann með reglulegu millibili til að leggja niður völd og sparar þá ekki stóru orðin. Starfslið forsetans hefur verið skorið niður og það sama á við um fjárveitingar til embættisins. Meirihluti þingheims hefur samþykkt að forsetanum beri að víkja. Þá niður- stöðu hefur Michal Kovac hundsað með þeim rökum að samþykki þriggja þingmanna af hverjum fimm þurfi að liggja fyrir til að sá gjörningur geti talist í samræmi við stjórnarskrá landsins. Forðum voru þeir Kovac og Vladim- ir Meciar samherjar. Úfar tóku að rísa með þeim er forsetinn deildi á stjórnunaraðferðir forsætisráðherr- ans. í mars í fyrra hafði forsetinn fengið sig fullsaddan af Meciar og setti hann af. Nú hyggst Meciar ná fram hefndum. Meciar og flokkur hans, flokkur slóvakískra þjóðernissinna, hlaut verulegt fylgi í kosning- unum síðasta haust. Honum tókst að ná völd- um með því að kalla til samstarfs við sig smáhópa yst á báðum vængjum slóvakískra stjórnmála; æsta þjóðernissinna og réttnefnda kommúnista. Ný undirbýr forsætisráðherrann lokasóknina að fyrrum samherja sínum, forset- anum og hyggst bola honum frá völdum. Meirihlutinn á þingi hefur sameinast um að takmarka völd forsetans á hverju sviðinu á fætur öðru og almennt reynt að draga úr skriðþunga hans r slóvakísku þjóðlífi. En Kovac hefur sýnt að hann lætur ógjarnan í minni pokann og hefur veitt mótspyrnu. Nú er svo komið að forsetinn er orðin sameiningar- tákn stjórnarandstöðunnar í landinu og þeirrar baráttu sem fram fer gegn valdníðslu forsætis- ráðherrans og öfgahópum þeim sem Meeiar hefur safnað um sig til að ná fram blóðhefnd sinni. Auðveldar ekki aðlögun Kirkjunnar menn í Slóvakíu hafa freistað þess að bera klæði á vopnin en ekki haft árang- ur sem erfiði. Þeir vísa til þess að nýfrjálst ríki með frumstæðan efnahag megi ekki við slíkum deilum er það leitast við að gera sig gildandi í samfélagi þjóðanna. Aðild að Evr- ópusambandinu (ESB) og Atlantshafsbanda- laginu (NATO) er á stefnuskrá stjórnvalda en margir óttast að valdabaráttan og áhrif öfga- fylkinga í stjórnmálum landsins verði ekki til að greiða fyrir inngöngu Slóvakíu í þessi tvö meginbandalög evrópskra lýðræðisríkja. Byggt á Aftenposten og fl. Vladimir Meciar Michal Kovac Páfi hvetur kristna söfnuði til sátta Róm. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.