Morgunblaðið - 31.05.1995, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995
MINIUINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Dóra Signijóns-
dóttir fæddist á
Húsavík 26. október
1935. Hún andaðist á
heimili sínu 21. maí
1995. Foreldrar
hennar voru Sigur-
jón Ármannsson frá
Hraunkoti í Aðaldal,
verslunarmaður,
kennari og bæjar-
gjaldkeri á Húsavík,
f. 20.8. 1896, d. 30.3.
1958, og Þórhalla
Bjarnadóttir, hús-
móðir á Húsavík, f.
6.6. 1905, d. 30.9.
1969. Dóra átti sjö systkini, Ey-
stein, sem Iést 4. apríl síðastlið-
inn, Helgu, Arnljót, Bjarna, Hös-
kuld, Þorgrím og Ármann. 16.
október 1954 giftist hún eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Þórði
Einarssyni frá Reykjavík, f. 21.
október 1930. Fyrstu 10 búskap-
arárin bjuggu þau á Hverfisgötu
42 í Reykjavík, en fluttust þá á
Stekkjarflöt 17 í Garðabæ. Síð-
ustu tvö árin hefur heimili þeirra
verið á Löngumýri 18 í Garðabæ.
ÞAÐ GÆTIR sjálfsagt óróa innra
með hveijum manni sem í fyrsta
sinni er kynntur fyrir væntanlegu
tengdafólki sínu. Þannig var um
mig. Þarna gekk ég heim í hlað til
þess að hitta þig og Þórð. Þarna
stóðst þú og nú lít ég til baka og
sé að þessi fyrsta stund sýndi þig
í þínu rétta ljósi. Húsið var fullt
af fólki. Öll fjölskyldan samankom-
Börn þeirra eru
Ásgeir, iðnfræðing-
ur, f. 12. desember
1954, kvæntur
Stellu Maríu Matthí-
asdóttur; Bjarni,
viðskiptafræðingur,
f. 13. desember
1956, sambýljskona
hans er Ágústa
Karlsdóttir; Jakob-
ína, þroskaþjálfi, f.
12. september 1958,
gift Jörundi Guð-
mundssyni útgáfu-
stjóra Háskólaút-
gáfunnar; og Ás-
mundur, almannatengill, f. 29.
júni 1965, sambýliskona hans er
Harpa Þórðardóttir, sálfræðing-
ur. Barnabörnin eru níu talsins,
Matthías, Jóna Dóra og Þórður
Ásgeirsböm, Auður, Guðmund-
ur og Þórður Jörundarbörn og
Eva og Þórhalla Bjarnadætur.
Stjúpbörn Bjarna em Sara Ellen,
Björn og María.
Dóra verður jarðsungin í dag
frá Vídalínskirkju í Garðabæ og
hefst athöfnin kl. 13.30.
in. Hún dóttir þín sló margar flug-
ur í einu höggi, eða hvað? Þrír
ættliðir á einum og sama stað. Og
þarna stóð ég í fyrsta sinn innan
um ykkur öll og þú hlóst að mér
í fyrsta sinn. En þarna sá ég þig
gera það sem fór þér best úr hendi
- að skemmta fólki, þjóna og bjóða
velkomið. Eftir þessar móttökur
varð ekki aftur snúið fyrir mig.
Nú hugsa ég um þig og sé sama
lífið og ijörið og í veislunni fyrstu.
Og þú hélst okkur alltaf veislur.
Það var þinn máti, mánudaga sem
aðra daga. En lengi vel skildi ég
samt ekki þetta tilstand alltaf þeg-
ar eitthvað átti að gera fyrir fólk.
Þvílík læti og mér fannst þá að það
hálfa væri nóg, en á þinn hátt
kenndir þú mér að gleðin er ekki
nema hálf ef þennan helming vant-
ar.
Ég hugsa um þig og ég sé fjöll
og snjó og skóg og landið okkar.
Ég sé hreysti og dugnað og finn
vanmátt minn frammi fyrir þessum
þingeyska ungmennafélagsanda
sem þú tókst í arf. Það er ekki
allra að rata í þau sporin þín, en
með því að fylgja í humátt á eftir
lærðist sitthvað. Og í þér sá ég,
borgarbarnið, loks hvernig útivera
getur breyst í lífsmáta.
Ég hugsa um þig og ég sé börn.
Ég sé gleði og sorg, fögnuð og
huggun í þínum örmum. Aldrei
hafði mig grunað að hægt væri að
sinna börnum af jafn mikilli tileink-
un, umhyggju og ástúð og þú gerð-
ir. Og ég sé að þau voru hornsteinn-
inn sem líf þitt byggðist á. Þvílík
gæfa að eignast börn sem fengu
að njóta umhyggju og ástar slíkrar
ömmu sem þú varst. Þvílík gæfa
að vera barn sem á þig fyrir ömmu.
Og alltaf voru eyru þín opin þegar
lítil rödd lét í sér heyra og alltaf
nutu þau athygli þinnar óskiptrar.
Nánast sama hvað til stóð, nánast
sama um hvað var rætt, lítil rödd
lét í sér heyra og þú brást við líkt
og tiginborinn gest hefði borið að
garði. Og þau kunnu að gjalda þér
í sömu mynt. Og amma sat og las
og sögurnar stóðu ljóslifandi fyrir
börnunum í þinni meðferð og innlif-
un.
Ég hugsa um þig og ég sé bók
og sögur og málið og leik. Og ég
skynja Joks hvað þetta var þér
kært. Ég heyri hljóminn af því
hvernig þú kvaðst að, ég sé þig
leika fólk og frásögn og ég sé þig
njóta, njóta þess að ganga á vit
ævintýranna sem í bókum geymast
Legsteinar
Krossar
Skildir___________
Málrrrsteypan kaplahrauni 5
Tjm T A Uf 220 HAFNARFJÖRÐUR
XlIjLiJLurib XII. SÍMI 565 1022 FAX 565 1587
og ég hugsa um það hvetjir það
eru sem ungir deyja í slíkum sög-
um.
Jörundur Guðmundsson.
Hún amma okkar er látin.
Öll fæðumst við feig og það er
hluti af því að fullorðnast að missa
ástvini sína, en samt er maður aldr-
ei undir það búinn. Við trúum því
að hún hafi fengið hvíldina sem
hún á skilda og við erum þakklát
fyrir það að hún þurfti ekki að
heyja langt dauðastríð.
Elsku amma, við erum ung og
eigum eftir að lifa svo margt og
vildum óska þess að þú gætir verið
með okkur. Én þú verður til staðar
í minningunni. Við eigum eftir að
minnast þín á gleði- og sorgar-
stundum og við vitum að þú minn-
ist okkar.
Þegar við syrgjum, gerum við
það ekki af vorkunn, vegna þess
að við vitum að þér líður vel. Sorg
okkar er söknuður samverustunda.
Taktu himnunum fagnandi.
Matthías, Jóna Dóra og
Nú, þegar fyrstu angar vorsins
eru byijaðir að fegra náttúruna,
sólin skín og fyrstu blóm sumarsins
eru farin að vaxa í görðunum, fáum
við þá fregn að amma okkar sé
fallin frá.
Á þessari stundu eru margar
minningar sem sækja á hugann,
en við viljum minnast hennar með
þessu fallega ljóði:
Þín elskuð ömmubörnin
af alhug minnast þín.
Þú varst þeim ungum vömin
og veittir gæðin þín.
Þau böm þú barst á örmum
um bemsku ljúfust ár
og þerraðir þrátt af hvörmum
hin þýðu bamatár.
Svo far þú Guðs í firði
í fópuð dýrðar ranns,
af ljóssins engla liði
ert leidd til frelsarans.
Hann launar mætri móður
fyr mildri ást og trú.
Það huggar best er hljóðir ,
þér heiman fylgjum nú.
(S.S.)
Við biðjum algóðan Guð að
styrkja afa okkar og fjölskyldu á
þessum erfiðu tímum.
Sara Ellen, Björn,
Eva, María og Þórhalla.
Mér barst sú sorgarfrétt, sunnu-
dagsmorguninn 21. maí síðastlið-
inn, að elskuleg föðursystir mín og
nafna væri látin.
Mikil sorg greip hjarta mitt en
einnig reiði. Reiði? Af hveiju verður
maður reiður við slíka sorgarfrétt?
Jú, ég var reið og döpur vegna
þess að enn einu sinni hefur skelfi-
legur sjúkdómur hrifsað frá okkur
góða og yndislega manneskju á
besta aldri. Ég var reið og döpur
vegna þess að ég veit að það eru
svo margir sem eiga um sárt að
binda vegna fráfalls nöfnu minnar.
En þegar líðanin verður svona
reynum við að fínna eitthvað já-
kvætt. Aðeins örfáar vikur eru síð-
an hún greindist með krabbamein
og aðeins nokkrum dögum áður en
hún dó vissum við að hún átti ekki
langt eftir. Engan óraði þó fyrir
að það yrði svona stutt. Okkur
varð að orði heima hjá pabba og
mömmu að þetta hafi verið stfllinn
hennar, þ.e. að drífa í því sem þurfti
að gera og vera ekkert að dunda
við það. Kannski var það jákvætt
að jiún fékk að fara svona fljótt?
Ég á margar góðar minningar
um Dóru frænku. Eg man til dæm-
is hvað var gaman að vera hjá
henni og þeim öllum á Stekkjarflöt-
inni þegar ég var krakki. Það var
sumarið 1971, rétt áður en ég byij-
aði í skóla, að ég fékk að vera
nokkra daga hjá frændfólki mínu
í Garðabænum. Fyrir mér, litlu
„sveitastelpunni", voru þessir dag-
ar eins og ævintýri. Nafna fór með
mig víða og sýndi mér svo margt.
Við fórum í sund, í Sædýrasafnið
og svo auðvitað í bæinn. Þar keypti
t
Elsku litla telpan okkar,
ÁSDÍS JÓNA GISSURARDÓTTIR,
fædd 18. apríl 1995,
lést á vökudeild Landspítalans 23. maí.
Útför hefur farið fram.
Þökkum innilega auðsýnda hlýju og samúð.
Linda Björk Helgadóttir, Gissur Pálsson,
Matthías Páll Gissurarson.
t
Elskuleg móðursystir mín,
frk. HALLDÓRA ÞORLÁKSDÓTTIR
hjúkrunarkona,
Lyngbrekku 17,
Kópavogi,
lést að kvöldi 29. maí í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra,
Kópavogi.
Gróa Sigfúsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN HJALTADÓTTIR,
Hrafnistu í Reykjavik,
áðurtil heimilis
i Eskihli'ð 14a,
lést að morgni 30. maí.
Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Bjarni Einarsson,
Þun'ður Eyjólfsdóttir,
Elfsabet Auður Eyjólfsdóttir, Ólafur Kristjánsson,
Ásmundur Eyjólfsson, Þuríður ísólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar,
BJÖRN GUNNARSSON
frá Skógum i' Öxarfirði,
áður til heimilis i'
Stigahli'ð 2,
Reykjavfk,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli
aðfaranótt mánudagsins 29. maí.
Kristveig og Ásta Björnsdætur.
DORA
SIG URJÓNSDÓTTIR
hún á mig mín fyrstu skólaföt og
rauða skó sem voru ótrúlega flottir.
Alltaf man ég eftir sumarfríinu
í Munaðarnesi þegar ég var u.þ.b.
11 ára. Þangað komu Dóra frænka,
Þórður og Ásmundur og mikið var
gaman. Við fórum í gönguferðir
og í einni þeirra þurftum við að
klifra yfir girðingu. Nafna festi sig
í girðingunni. Þá á ég víst að hafa
sagt eitthvað á-þessa leið: „Nafna
hefur oft farið til útlanda en kemst
ekki einu sinni yfir girðingu“!
Fyrir mér var Dóra frænka alltaf
svo góð og fín og glæsileg, kona
sem gat allt. En svo áttaði ég mig
á því að henni voru takmörk sett
eins og okkur hinum og ekki
minnkaði væntumþykjan við það.
Elsku nafna er nú horfin yfir
móðuna miklu en minningar um
góða frænku geymi ég í hjarta
mínu. Ég er viss um að elsku Eydi
frændi, sem dó 4. apríl síðastliðinn,
og fleiri ástvinir taka á móti henni
og það er gott að vita til þess.
Elsku Þórður, Ásgeir, Bjarni,
Jakobína og Ásmundur, megi góður
Guð styrkja ykkur og fjölskyldur
ykkar í þessari miklu sorg.
„Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu
þá hug þinn og þú sérð að þú græt-
ur vegna þess sem var gleði þín.“
(Kahlil Gibran.)
Dóra Ármannsdóttir.
Það var fyrir rúmum fjörutíu
árum, við hádegismatinn á Hverfis-
götunni, sem ég heyrði fyrst að til
Kjartans föðurbróður míns og
Kristínar konu hans væri komin
ný stúlka í vist ættuð frá Húsavík.
Það fylgdi jafnframt sögunni að
hún væri ein úr hópi átta systkina
eins og við. Þar voru bræðurnir
reyndar sex og systurnar tvær. Hjá
okkur voru bræðurnir hins vegar
sjö og systirin ein. Þetta þóttu mér
merkilegar fréttir. Á þessum árum
#oru fjölskylduheimsóknir tíðar
enda sjónvarpið ekki komið til sög-
unnar. í einni slíkri minnist ég
þess er við vorum saman komin á
Háteigsveginum öll fjölskyldan að
Þórður bróðir var horfinn. Þetta
vakti grunsemdir ungra manna og
með Ragnar frænda í broddi fylk-
ingar héldum við í könnunarleið-
angur upp í ris en þar hafði Dóra
herbergi. Viti menn var ekki Þórð-
ur þar að sniglast. Að sjálfsögðu
þótti okkur galgopunum þetta
bráðfyndið og tilefni til stríðni,
enda ekki komnir með hvolpavit.
Þórður hélt áfram uppteknum
hætti, heimsóknum hans á Háteigs-
veginn linnti ekki og ákváðu þau
Dóra að festa ráð sitt. Þau hófu
búskap á Hverfisgötunni vorið
1955_ með Ásgeir son sinn hálfs
árs. Á þessum árum bjuggu pabbi
og mamma ásamt okkur yngri
strákunum á efstu hæðinni en tveir
eldri bræðurnir ásamt fjölskyldum
sínum í íbúðum á neðri hæðum.
Þarna varð mjög náið samfélag
stórfjölskyldunnar og var innbyrð-
ist samgangur mikill. Dóru var tek-
ið opnum örum og myndaðist strax
einlægt og gott samband bæði við
móður mína og systur. Ég var tólf
ára er þetta var og nítján ára stúlka
harðfullorðin í mínum augum.
Æskuminningar eru oft tærastar
og undanfarna daga hef ég verið
að rifja upp þessi ár. Ótal atvik
koma upp í hugann og þakklæti
fyrir að hafa eignast Dóru sem
mágkonu. Börnum Dóru og Þórðar
fjölgaði og ég var iðulega fenginn
til að passa. Brún súkkulaðiterta
og mjólkurglas var notað sem tál-
beita, nokkuð sem útilokað var að
neita því súkkulaðitertan hennar
Dóru var svo góð að jafnvel tíuau-
rastykki, súkkulaðivindlar eða
Freyjukaramellur, sem var eina
fáanlega sælgætið, bliknuðu í
samanburði. Dóra talaði fallega ís-
lensku er bar uppruna hennar ríku-
lega vitni. Samband hennar við fjöl-
skylduna á Húsavík var mikið en
hún var sú éina af systkinahópnum
sem flutti úr bænum. Þannig
kynntumst við fjölskyldu hennar,
skoðunum þeirra og oft á tíðum
viðhorfum frá öðru sjónarhorni en
ríktu hér á mölinni. Lista- og menn-