Morgunblaðið - 31.05.1995, Side 28

Morgunblaðið - 31.05.1995, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur bróðir minn, GUNNAR ALEXANDER HUSEBY, lést í Landspítalanum þann 28. maí. Britha Huseby. Ástkær móðir okkar, + KRISTÍN S. SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Hólabraut 5, Hafnarfirði, lést á Sólvangi aðfaranótt 30. maí. Jarðarför auglýst síðar. Sigrún Þorsteinsdóttir, Viggó Þorsteinsson, Hjördi's Þorsteinsdóttir, Sigurbjörn Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson. t Ástkær eiginmaður minn, GÍSLI G. BENJAMÍNSSON, lést í Landspítalanum 29. maí. Kristín A. Samsonardóttir. t Séra JÓN ÓLAFSSON fyrrv. prófastur að Holti, Ónundarfirði, til heimilis á Suðurgötu 72, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, mánudaginn 29. maí. Ragnhildur Jónsdóttir, Skúli Sigurðsson, Sigríður Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Friðrik Páll Jónsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Eiríhildur Jónsdóttir, Heiðar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Yndislega dóttir okkar, SELMA RÚN ROBERTSDÓTTIR, Grundarhvarfi 4, Vatnsenda, lést í Barnaspftala Hringsins mánudag- inn 29. maí. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 2. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast henn- ar er bent á Minningarsjóð barnadeildar Hringsins. Ólöf de Bont Ólafsdóttir, Robert de Bont. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA EINARSON, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Magnús B. Einarson, Dóra Þórhallsdóttir, Unnur Einarson Kawadry, Eric Kawadry, Ingibjörg Ásta Hafstein, Pétur Kr. Hafstein og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, MARIA COPPENS, lést á hjúkrunarheimili í Antwerpen 11. maí sl. Útförin var gerð 16. maí 1995. Mariette Coppens Lange Leemstraat 276,2018 Antwerpen, Belgíu. Janine Coppens, Ullenhofstraat 7, 2170 Merksem, Belgiu. ARIN GUÐRTJN SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR + Arín Guðrún Sigríður Jó- hannsdóttir fæddist í Reykjavík, 27. apríl 1920. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 24. maí sl. For- eldrar hennar voru Jóhann Arason, f. 23.6. 1880 á Ragn- heiðarstöðum í Gaul- verjabæjarhreppi í Arnessýslu, d. 16.5. 1953, og Jakobína Jónasdóttur, f. 5.6. 1884 á Njálsstöðum í Vindhælishreppi, Austur-Húnavatns- sýslu, lést 9.8. 1976. Systkini Arínar voru Margrét, f. 23.9. 1914, d. 27.4. 1964, og Indriði, f. 9.2.1917, d. 8.6.1976. Uppeld- issystkini hennar voru Sigur- björg Laufey Einarsdóttir, f. 17.7. 1911, d. 15.9. 1992. Anna G.H. Cronin, f. 7.4. 1924, og Guðlaugur Benjamín Guðgeirs- son, f. 5.4. 1932, d. 9.12. 1945. Arín giftist 26. nóvember 1949 Ágústi G. Þorsteinssyni, f. 31. ágúst 1921 í Jafnaskarði í Norðurárdal í Borgarfirði. For- eldrar hans voru Margrét Finns- dóttir og Þorsteinn Jóhannesson sem bjuggu lengst á Haugum í Stafholtstungum í Borgarfirði. Börn Arínar og Ágústs eru: 1) Margrét f. 30.3. 1951, meina- tæknir í Reykjavík. 2) Jóhann, f. 22.3. 1955, rafeindavirki, gift- ur Hrafnhildi Sigurðardóttir, f. 24.8. 1957. ^Börn þeirra eru Berglind og Ágúst Elfar. Barna- barn er drengur fæddur 25. mai sl. Arín verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. uð. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Eir 24. maí síðastliðinn eins og áður hefur komið fram, eftir mjög erfiða baráttu við sjúkdóm sinn. í gegnum árin reyndist Gunna frænka okkur systkin- unum ávallt sem amma, eins og Gústi sem afi. Hlýju og væntumþykju umvafði Gunna okkur enda vildi hún ávallt okkur það besta. Hún bar ávallt hag okkar fyrir brjósti. Gunna var dul um eigin hagi en jafnframt mjög tilfinninganæm. Hún var sannur vin- ur vina sinna og var einnig frábær í að sjá skoplegu hliðarnar á tilver- unni. Heimili þeirra hjóna stóð okkur systkinum alltaf opið og vorum við tíðir gestir þar. Ber þó helst að nefna sunnudagana og ekki síst jólin þegar við systkinin fórum þangað með for- eldrum okkar Jóhönnu og Reyni. Var þá alltaf boðið upp á heitt súkk- ulaði og gómsætar tertur enda hafði Gunna mjög gaman af því að baka og vildi ávallt vera að prófa eitthvað nýitt. Gunna var mjög inúsíkölsk og hafði gaman af að spila á píanó og gerði hún það oft er gesti bar að garði. Rifjast þá helst upp lög eins og O Danny boy og fleiri falleg lög. Stórt skarð hefur nú verið höggv- ið í fjölskylduna við fráfali elsku Gunnu frænku og verður ekki fyllt upp í það aftur. Sárastur er söknuð- urinn hjá elsku Gústa sem hefur reynst henni einstakur lífsförunaut- ur og var hennar stoð og stytta ásamt dóttur þeirra í hennar erfiðu veikindum. Minning um góða mann- eskju mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Góði guð, gefðu Gústa, Mabbý, Jóhanni og fjölskyldu styrk til að ganga í gegnum sorg sína. Elsku Gunna, takk fyrir að hafa verið til. Nú legg ég aupn aftur, 6, Guð þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofí rótt. (S. Egilsson) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Anna, Guðrún, Karl og Reynir Reynisbörn. í hjörtum okkar þú iifír, elsku Gunna, sál þín mun að eilífu þig bera, minning þín sem heiðskírt ljós af himnum ofan frá upp augun okkar bláu þau lýsa. (G. Bergmann) Okkur systkinin langar í örfáum orðum að minnast elsku Gunnu frænku eins og hún var oftast köll- HREIÐAR STEFÁNSSON + Hreiðar Stefánsson fæddist á Akureyri 3. júní 1918. Hann lést í Reykjavík 10. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 16. mars. HANN Hreiðar minn er sofnaður. Horfinn er góður maður. Ég hefði svo gjarnan vilja kveðja hann, faðma hann og ég geri það núna. Ég man, ég man kemur upp í hugann þegar ég hugsa til Hreiðars. Ég held að við höfum byijað í Lang- holtsskóla um svipað leyti, jafnvel sama árið og það eru fleiri en 30 ár síðan. Hann var gamalreyndur kennari, búinn að vera á Akureyri með sinn eigin skóla til fjöda ára, en ég nýskriðin úr Kennaraskólan- um. Það var enginn aldur til hjá Hreiðari. Ég kunni ekki neitt, fékk sem byijandi fá bön og þá var raðað + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúö og hlýhug vift and- lát og útför móftur okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR GUÐBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR, Efrl-Engidal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórð- ungssjúkrahúss ísafjarðar fyrir frábæra umönnun á liðnum árum. Guð blessi ykkur öll. Sigurgeir Jónsson, Guðný Jónsdóttir, Jón Jónsson, Halldór Jónsson, Magnúsina Jónsdóttir, Magdalena Jónsdóttir, Ásta Dóra Egilsdóttir, Guðný Indriðadóttir, Ögmundur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, tengda- móður og ömmu, SÓLVEIGAR JÓHANNESDÓTTUR, Vallholti 20, Selfossi. Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands, Selfossi. Sævar Larsen, Arnheiður Gísladóttir, Steinunn Margrét Larsen, Páll Jóhannsson, Jóhannes Arnar Larsen, Rannveig Skúla Guðjónsdóttir, Friðrik Rafn Larsen, Margrét Ása Þorsteinsdóttir, Linda Rut Larsen, Eiður Ingi Sigurðarson og barnabarn. í bekki eftir kunnáttu. Við vorum saman uppi á lofti, þá voru svo mörg böm í skólanum, að það þurfti að kenna undir súð. Það voru dýrðar- dagar, lítil hugguleg kennslustofa og Hreiðar hinumegin við ganginn, sem alltaf var hægt að leita til og hann hafði svo hárfína kímni. Hreiðar lagði mikla áherslu á gott og vandað mál og vandi börnin við upplestur, framsögn og frásagnir löngu áður en það var til umræðu í skólalífinu. Hann var snillingur við lestrarkennslu. Ég er viss um að hann hefði getað kennt apa að lesa. Hreiðar kenndi mér svo margt. Mest af öllu að söngur og falleg saga gæti fengið fram það besta í hverri manneskju, þó lítil væri. Við bárum okkur saman um ljóð og lög, við sungum saman. Ég gleymi aldrei besta heilræðinu: „Þegar verst læt- ur, þá farðu bara að syngja.“ Ég geri þetta enn, þegar ég kem inn í bekk sem ég veit ekki hvernig á að umgangast. Ogleymanlegar eru jólaskemmt- anirnar í skólanum meðan Hreiðars naut við. Jólagleðin skein úr hveiju andliti og ekki síst Hreiðars, sem stjórnaði af mikilltinnlifun. Það hlaut hver maður að hrífast með. Það er ekki hægt að minnast Hreiðars án þess að tala um Jennu, konuna hans, í sama orðinu. Ég veit að þau bundust ung að árum og voru hvort öðru nátengd alla tíð. Hver man ekki eftir bókum Jennu og Hreiðárs? Um árabil beið ég eftir að fá að vita meira um Öddu og það sem hún var að aðhafast lítil og svo forvitnaðist ég inn í tilveru hennar þegar hún trúlofaðist. Til Jennu og Hreiðars var alltaf gott að koma, á fallega heimilið þeirra sem var svo menningarlegt, bækur, bækur upp um aila veggi og fallegir hlutir. Jafnvel þó þau vökn- uðu ekki á sama tíma á morgnana voru þau samtaka um að vinna sam- an og vera saman. Eftir að strákam- ir okkar komu til, var hægt að koma í heimsókn til þeirra, hvort sem var í Garðabæinn eða Goðheimana. Þau vom goðum líkust að töfra, hvort sem var ljóð, sögur eða það sem strákun- um Iét best, pönnukökur, vöfflur eða tertur. Elsku Jenna, og fjölskyldan öll, við Steinar vottum ykkur öllum inni- lega samúð, mikill maður hefur lokið göngu sinni. Ég veit að margir hafa beðið hans á grænu grundunum og hann er núna umvafin bömum, sem langar til að læra að lesa. Vertu Guði falinn, elsku Hreiðar minn, þökk fyrir allt og allt. María Árelíusdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.