Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjómannasamtökin vilja dóm um framkvæmd verkfallsins Málí leigriskipanna vísað til félagsdóms HORFUR eru á að sjómannasamtök- in kæri skipin sem leigð voru til út- landa í verkfalli sjómanna til félags- dóms. Kristinn Pálsson, sem sæti á í verkfallsstjóm sjómannasamtak- anna, segir að allt bendi til að skipin hafi aldrei verið leigð út eins og út- gerðarmennimir hafa haldið fram. Nauðsynlegt sé fyrir sjómannasam- tökin að vita um réttarstöðu sína í þessu máli Réttarstaðan þarf að vera skýr Kristinn sagði að samkvæmt upp- lýsingum sem verkfallsstjóm hefðu verið að berast í gær hefði engin breyting orðið á útgerðaraðila í lög- skráningu Baldvins Þorsteinssonar EA, Sunnu SI, Amamess SI og Brimnis SU, en útgerðarmenn skip- anna hafa sagt að skipin hafi verið leigð til útlanda. Kristinn sagðist hafa grun um að sama ætti við fleiri skip eins og t.d Helgu II. „Við munum hvergi gefa eftir í þessu máli. Sjómannasamtökin verða að vita um réttarstöðu sína í þessum málum. Hvað gerist ef verkfall verð- ur boðað á Vestfiörðum? Leyfist þá öllum flota Vestfirðinga að flytja sig suður?" spurði Kristinn. Kristinn sagðist ekki eiga von á öðm en að máli þessara skipa yrði vísað til félagsdóms. Formleg ákvörðun um það hefði þó ekki verið tekin enn. Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði á Alþingi fyrir skömmu, þegar leiga skipanna var til umræðu, að launþegum og atvinnurekendum bæri að virða vinnulöggjöfina meðan hún væri í gildi. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er félags- málaráðuneytið með þessi mál til skoðunar. Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma hf., sem gerir út Sunnu og Arnarnes, vildi ekkert segja um fullyrðingar verkfallsstjómar sjómanna þegar eftir því var leitað. Landað úr Baldvini Landað var úr Baldvini Þorsteins- syni í gær. Verkfallsverðir voru við- staddir en aðhöfðust ekkert. Kristinn sagði að hvorki Sjómannafélag Reykjavíkur né Dagsbrún hefði heimild til að stöðva löndun. Löndun- armenn gætu ekki stoppað löndun nema að samúðarverkfall stæði yfir og það þyrfti að boða með viku fyrir- vara. Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins Tilitsemi við sjávarútvegs- ráðherra réði stuðningi V erslunarmannahelgin Björk á tónleikum BJÖRK Guðmundsdóttir er væntan- leg hingað til lands í sumar og kem- ur fram á tónlistarhátíð á vegum Uxa hf. um verslunarmannahelg- ina. Auk Bjarkar koma fram bresku hljómsveitirnar The Prodigy, Und- erworld, Drum Club og Bandulu og þýska hljómsveitin Atari Teenage Riot. Einn aðstandenda Uxa hf., Krist- inn Sæmundsson sagði að fjölmarg- ir erlendir blaða- og sjónvarpsmenn yrðu á hátíðinni og búist væri við fjölda tónleikagesta frá Bretlandi. Hann sagði samningaviðræður standa yfir um fleiri hljómsveitir og að auki muni íslenskar hljóm- sveitir leika á hátíðinni og fjölmarg- ir erlendir plötusnúðar skemmta. EINAR Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisfiokksins á Vest- Qörðum, sagði við aðra umræðu um fískveiðistjómarfrumvarpið á Alþingi í gærkvöldi, að það væri af tillitsemi við sjávarútvegsráðherra að hann hefði ákveðið að styðja álit meiri- hluta sjávarútvegsnefndar Alþingis, en þar er það lagt í hendur sjávarút- vegsráðherra að taka upp róðradaga- kerfi fyrir smábáta þegar tæknilegar og fjárhagslegar forsendur séu fyrir hendi. I áliti minnihluta sjávarútvegs- nefndar sem stjórnarandstaðan stendur að er gert ráð fyrir að róðra- dagakerfi verði tekið upp í upphafi nýs fiskveiðiárs í haust. Einar Oddur sagði að þrátt fyrir að flestir nefndarmenn hefðu haft fyrir því góð rök að það ætti að stefna að róðradagakerfi 1. september þá hefði sjávarútvegsráðherra ekki talið sig hafa fyrir því vissu og sannfær- ingu. Hann hefði talið að það væri óbærilegt fyrir sig sem sjávarútvegs- ráðherra að láta samþykkja í stjórn- arfrumvarpi ákvæði sem hann sem ráðherra hefði ekki sannfæringu og vissu fyrir að væru framkvæmanleg. Róðradagakerfi æskilegra í máli fleiri stjómarþingmanna kom fram að róðradagakerfí fyrir smábáta væri æskilegra en bann- dagakerfi. Steingrímur Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins og formaður sjávarútvegsnefndar, sagði athyglisverðar ræður ýmissa stjómar- sinna og ef stuðningur við að róðra- dagakerfi yrði tekið upp strax væri jafn útbreiddur og ráða mætti af þess- um umræðum þá ætti að skoða betur hvort ekki væri raunverulegur meiri- hlutavilji á Alþingi til að lögfesta þær breytingar. Astæða væri til að reyna að ná samkomulagi í þessum efnum milli annarrar og þriðju umræðu um frum- varpið. Eftirlit með róðradagakerfínu væri vandamálið og hægt væri að setja inn í lögin skilyrt gildistöku- ákvæði ef lausn á því vandamáli fynd- ist ekki fyrir upphaf fiskveiðiársins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Vegurinn í sundur í m vatnavöxtum Akureyri. Morgunblaðið. HLÝINDI hafa verið norðanlands síðustu tvo daga, hiti farið vel yfir 20 stig. Mikill si\jór er enn til fjalla og ár og lækir voru því með stærra móti í hitabylgjunni í gær. Afram er spáð góðu veðri og eru starfsmenn vegagerðar- innar því undir mikla vatnavexti búnir á næstu dögum. Þeir fengu forsmekkinn af vatnavöxtunum í' gærkvöld þegar kafli á veginum á Svalbarðsströnd móts við bæinn Sunnuhlíð grófst í sundur. Unnu menn við það fram eftir kvöldi að hlaða varnarvegg til að beina vatninu frá veginum. Vegagerð- armenn og starfsmenn sveitarfé- laga munu fylgjast vakandi auga með framvindu mála. Morgunblaðið/Halldór Nellet HOLLENSKI togarinn Frank Bonefass var að veiðum þegar TF Sýn flaug yfir Síldarsmuguna en togarinn er 90 metra langur og er 2.600 brúttótonn. EISTNESKUR togari liggur bundinn við bak- borðssíðu eistnesks birgðaskips og laudar síld. Fjöldi evrópskra skipa að veiðum í Síldarsmugunni NÍU erlend skip ásamt einu birgðaskipi, þar af einungis tvö norsk skip, voru að veiðum í vest- an- og sunnanverðri Síldarsmug- unni þegar TF Sýn, flugvél Land- helgisgæslunnar, flaug eftirlits- flug yfir miðin í fyrrakvöld og í gær. Þarna voru nokkur af stærstu fiskiskipum í eigu evrópskra út- gerða og veiddu sum þeirra í troll. Ekki er vitað hve margir voru að veiðum í austurhluta Síldarsmugunnar eða innan færeyskrar lögsögu. Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra sagði að veiðar erlendra skipa í Síldarsmugunni væru mikið áhyggjuefni og harmaði hann að Norðmenn hefðu ekki haldið sínum skipum frá veiðum á þessu svæði eins og Islendingar hefðu gert. Þtjú skipanna voru frá Hol- landi, tvö frá Noregi, tvö frá Danmörku, tvö skip frá Eist- landi, þar af eitt stórt birgðaskip, og eitt skip var frá Færeyjum. Annað dönsku skipanna var drekkhlaðið á leið af miðunum og stefndi að Færeyjum. Eitt hollensku skipanna var fískiskipið Zeeland en það er 120 metra langt og 2.495 brúttótonn að stærð. Skipið var eitt stærsta fískiskip í Evrópu þegar það var smíðað. Hinn Hollendingurinn er Frank Bonefass, 90 metra langur togari, 2.600 brúttótonn. Hollensku skipin veiddu í síldartroll en þess má geta að íslensku skipin notast eingöngu við síldarnót. TF Sýn flaug einungis um vestur- og suðurhluta Síldar- smugunnar og er því með öllu óljóst hve mörg skip hafa verið að veiðum í austurhluta Síldar- smugunnar eða innan færeyskrar lögsögu. Veiðar Færeyinga komp á óvart „Ég átti ágætar viðræður við lögmann Færeyinga í dag austur á Seyðisfirði þar sem hann lagði áherslu á samstöðu þjóðanna áfram í þessu máli,“ sagði Hall- dór. Hann sagði að það kæmi sér mjög á óvart að heyra að fær- eyskir síldarbátar hefðu verið þarna að veiðum. „Lögmaður Færeyinga sagði mér í dag að því hefði verið beint til færeyskra skipa að vera ekki að veiðum á þessu svæði.“ „Norðmenn, Rússar og Færey- ingar þurfa að koma sér saman um þessar veiðar til þess að geta beitt sér sameiginlega gegn veið- um annarra þjóða úr þessum stofni sem aldrei hafa nytjað hann og eiga engan rétt. Ég hef haldið þessu fram mjög lengi en því miður höfum við ekki enn sem komið er náð þeirri niðurstöðu,“ sagði Halldór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.