Morgunblaðið - 09.06.1995, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Prestur
settur inn í
embætti á
Ólafsfirði
PRÓFASTUR Eyjafjarðar-
prófastsdæmis,séra Birgir
Snæbjömsson.setur séra Sig-
ríði Guðmarsdóttur inn í emb-
ætti sóknarprests í Ólafsfjarð-
arprestakalli við sjómanna-
dagsguðsþjónustu í Ólafsíjarð-
arkirkju,sem hefst kl. 10.30
næstkomandi sunnudag, 11.
júní.
Séra Sigríður hóf störf hinn
1. júní síðastliðinn og er flutt
í prestakallið ásamt fjölskyldu
sinni. Séra Svavar A. Jóns-
son,sem áður gengdi störfum
sóknarprests í Ölafsfirði, hefur
tekið við starfi á Akureyri.
Aætlunarflug
Mýflugs hafið
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
MYFLUG hefur hafið daglegt
áætlunarflug milli Reylq'avíkur
og Mývatns.
Brottför frá Reykajvík er kl.
7.40 að morgni en frá Reykja-
hlíðarflugvelli kl. 19. Af-
greiðsla í Reykjavík er hjá ís-
landsflugi hf. Mýflug hefur
undanfarin sumur haldið uppi
ferðum milli þessara staða og
hafa fjölmargir notfært sér
þessa þjónustu. Einnig annast
félagið útsýnisflug til margra
staða og má þar meðal annars
nefna Oskju, Kverkfjöll, Jök-
ulsárgljúfur og Grímsey.
Gáfu fé til
sálmabóka-
kaupa
HÓPUR fólks víðsvegar að
af landinu minntist fermingar
sinnar fyrir 50 ámm um liðna
helgi og tók m.a. þátt í guðs-
þjónustu í Akureyrarkirkju og
heimsótti Bamaskóla Akur-
eyrar. Færðu fulltrúar hópsins
kirkjunni að gjöf 60 þúsund
krónur til kaupa á sálmabók-
um.
ÚA býður í
siglingu
ÚTGERÐARFÉLAG Akur-
eyringa býður bæjarbúum og
nærsveitafólki í skemmtisigl-
ingu á morgun, laugardaginn
10. júní, í tilefni af 50 ára
afmæli sínu.
Lagt verður upp í siglinguna
frá athafnasvæði félagsins kl.
15. og siglt um Eyjaú'örð í
rúma klukkustund. Þeir sem
ætla að nýta sér boðið em
beðnir að koma á togara-
bryggjuna hálftíma áður en
lagt verður af stað. Börn verða
að vera í fylgd fullorðinna.
Dansleikur
Stórsveitin
Salsa Picante
ásamt
Berglindi Björns
i suðrœnni sveiflu
laugardagskvöld.
HÓTEL KEA.
Verðkönnun Neytendafélags Akureyrar í verslunum Bónus og Nettó
Verðstríð
enn í gangi
VERÐ á 86 vörutegundum var 1%
hærra í KEA-Nettó en verslun
Bónuss í Skútuvogi í verðkönnun
sem Neytendafélag Akureyrar og
nágrennis gerði í þessum verslun-
um á miðvikudag.
Vilhjálmur Ingi Ámason for-
maður félagsins sagði að greini-
legt væri að verðstríð það sem
þessar verslanir háðu þegar Bónus
opnaði verslun á Akureyri á sínum
tíma stæði enn, þó lengra væri
orðið á milli þeirra en var. „Það
er augljóst að þeir hjá Nettó ætla
að standa við þau orð sín þegar
Bónus versluninni á Akureyri var
lokað að fylgja verðlagi í Bónus
og það er mjög jákvætt fyrir Akur-
eyringa,“ sagði hann. Enn gera
forráðamenn verslananna tveggja
verðkannanir hvor hjá öðram og
til að mynda var verslunarstjóri
Nettó að gera könnun í Bónus á
sama tíma og formaður Neytenda-
félags Akureyrar. „Ég held að
þessi 1% munur sem reyndist vera
milli verslananna á miðvikudag sé
tilfallandi og gildi bara fyrir þenn-
an tiltekna dag sem könnunin var
gerð, þeir fara á milli og lækka
verðið hjá sér eftir að hafa skoðað
hvað keppinauturinn býður,“ sagði
Vilhjálmur Ingi.
225 kr. verðmunur
Verðkönnunin tók til 100 vöru-
tegunda en 86 þeirra fengust í
báðum verslunum. Karfa með
þessum 86 tegundum kostaði
13.129 krónur í Bónus og 13.354
krónur í Nettó þannig að munurinn
var 225 krónur. Neytendafélag
Akureyrar og nágrennis gerði
samskonar verðkönnun í septem-
ber á liðnu ári og kom í ljós að
frá þeim tíma hafði verðlag lækk-
að um 2% í báðum verslunum.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Loksins sólarmegin
VIÐ lá að Norðlendingar
gleymdu hinum harða vetri í
„skrifstofuóveðri“ gærdagsins
þegar hitinn mældist 25 gráður
á hitamæli í miðbæ Akureyrar,
enda engin þörf að kvarta þegar
blessuð sólin skín eins og það
var einhvern tíma orðað. Þeir
sem tækifæri höfðu á nutu úti-
vistarinnar í ríkum mæli eins
og þeir sem flatmöguðu í sund-
lauginni á Þelamörk í blíðskap-
arveðri þegar Ijósmyndari átti
leið þar um.
Hlutabréf
bæjarins í
Skinnaiðn-
aðiseld
BÆJARRÁÐ Akureyrar heimilaði á
fundi sínum í gær bæjarstjóra að selja
hlutabréf bæjarins í Skinnaiðnaði hf.
fyrir allt að 5 milljónir króna á nafn-
virði. Jafnframt lýsti bæjarráð því
yfir að stefnt verði að því að selja
allan eignarhluta bæjarins í félaginu
fyrir iok kjörtímabilsins.
Framkvæmdasjóður Akureyrar á
hlutabréf í Skinnaiðnaði að nafnvirði
23,7 milljónir króna og er lang-
stærsti hluthafí félagins með 39,1%
hlutafjár. Söluverð hlutabréfa bæj-
arins í Skinnaiðnaði era miðað við
gengið 2,6-3,2 um 62 til 76 milljónir.
Þetta er stefnan
„Þetta er í raun það sem við höfum
verið að undirbúa lengi, að létta skuld-
um af FVamkvæmdasjóði Akureyrar
með sölu eigna. Bærinn hefur lagt
fram hlutafé í hin ýmsu félög en það
er stefnan að þegar þau fara að ganga
að losa um eignarhlutinn og nota
andvirðið til uppbyggingar, ýmist í
atvinnulífinu eða við annað eins og
framkvæmdir af ýmsu tagi,“ sagði
Sigfríður Þorsteinsdóttir forseti bæj-
arstjómar.
MorgunWaðið/Rúnar Þór
STARFSFÓLK Bautans hefur verið önnum kafið við að undirbúa 1.200 manna veislu sem ÚA efnir til
á 50 ára afmæli sínu en í gær var verið að undirbúa annan aðalrétt kvöldsins, innbakaðar nautalundir.
UA fagnar hálfrar aldar afmæli sínu
Um eitt tonn af matvælum
í 1.200 manna veislu
Hátíðahöld
sjómanna-
dagsins
DAGSKRÁ sjómannadagsins á Ak-
ureyri hefst á morgun, laugardaginn
10. maí, kl. 13 við Torfunesbryggju
með kappróðri sveita skipshafna,
kvenna og fyrirtækja. Samhliða
róðrinum fer fram keppni í netabæt-
ingu og að hnýta fyrir poka.
Nýtt hús Sjóbjörgunarsveitar
SVFÍ við höfnina verður til sýnis og
þar verður kvennadeild með veit-
ingasölu. Sjósport Akureyri býður
upp á „River Rafting" á Pollinum á
laugardag og sunnudag og þá verður
flotkví Akureyrarhafnar til sýnis frá
kl. 10 til 16 báða dagana. Knatt-
spymuleikir skipshafna verða í
íþróttahúsi KA við Lundartún. kl.
16.
Á sjómannadaginn verða fánar
dregnir að hún kl. 8 árdegis og kl.
11 verður sjómannamessa Akur-
eyrar- og Glerárprestakalls í Akur-
eyrarkirkju. Blómsveigur verður
lagður að minnisvarða um týnda og
drakknaða sjómenn við Glerárkirkju
kl. 13.
Dagskrá við Sundlaug Akureyrar
hefst kl. 13.30. Flutt verða ávörp
fuiltrúa útgerðar og sjómanna, sjó-
menn verða heiðraðir, keppt verður
í stakkasundi, bjögunarsundi og
koddaslagi. Atlastöngin verður af-
hent síðasta sinni á sjómannadans-
leik í íþróttahöllinni um kvöldið en
hann hefst kl. 19.
Kvennadeild SVFÍ verður með
kaffísölu á sjómannadaginn á Hótel
KEA kl. 15.
UM EITT tonn af matvælum mun
verða á borðum í veglegri veislu sem
Útgerðarfélag Akureyringa efnir til
í kvöld, föstudagskvöld, í tilefni af
50 ára afmæli sínu nú fyrir skömmu.
Búist er við að veislugestir verði
tæplega 1.200 talsins, starfsfólk ÚA
og makar auk gesta en m.a. mun
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra vera meðal veislugesta og
flytja ávarp. Þá verða ráðherrarnir
Halldór Blöndal og Guðmundur
Bjarnason einnig meðal gesta auk
alþingismanna kjördæmisins, bæjar-
fulitrúa og fleiri.
Undirbúningur hefur staðið yfir
síðustu dag og sagði Stefán Gunn-
laugsson, framkvæmdastjóri Baut-
ans, sem hefur umsjón með veiting-
um í veislunni að hátt í eitt hundrað
manns hefðu komið nálægt undir-
búningi á einn eða annan hátt.
„Þetta er langstærsta veisla sem
haldin hefur verið á Akureyri og
sennilega á landinu öllu,“ sagði Stef-
án.
Óhemju mikil vinna
Boðið verður upp á heita og kalda
rétti, innbakaðar nautalundir og inn-
bakaðan lax sem aðalrétti auk fjölda
kaldra rétta á hlaðborði. „Við gerum
ráð fyrir að fari um eitt tonn af
matvælum í þessa veislu. Það hefur
verið býsna mikið að gera hjá mínu
fóiki síðustu daga við undirbúning-
inn og þá er óhemju mikil vinna við
að koma salnum í íþróttahöllinni í
rétt horf, það hefur verið byggð ný
sena austan megin í húsinu til að
nýta allt plássið sem best vegna
þessa fjölda," sagði Stefán.
Auk þess sem sjávarútvegsráð-
herra ávarpar veislugesti, flytja
framkvæmdastjóri félagsins Gunnar
Ragnars, forseti bæjarstjórnar Sig-
fríður Þorsteinsdóttir og formaður
starfsmannafélagsins Óskar Ægir
Benediktsson einnig ávörp. Þá verða
skemmtiatriði af ýmsu tagi, Borg-
ardætur syngja, Jóhannes Kristjáns-
son eftirherma verður á staðnum,
Fílapenslar og Karlakórinn Akur-
eyrar-Geysir syngur nokkur lög.
Loks leika tvær hljómsveitir fyrir
dansi, bæði í aðalsalnum og eins í
veitingasal hallarinnar.