Morgunblaðið - 09.06.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ1995 25
AÐSEIMDAR GREINAR
Heift í Hveragerði
JAFNVEL þótt ekki
sé dvalið fjarri nema í
fáa daga, er ævinlega
forvitnilegt að fletta
blaðabunkanum við
heimkomu.
Ekki breytti ég út
af þessari ljúfiingsiðju
minni í gær, þriðjudag,
þegar ég kom frá Nor-
egi. Var bunkinn í
þynnra lagi og réð þar
helgi hvítasunnu með
færri útgáfudögum.
Tvennt vakti athygli
mína við lesturinn. Hið
fyrra er viturleg kveðja
Guðna rektors Guð-
mundssonar til nýstúd-
enta, þegar hann útskrifaði síðasta
hópinn sinn. En þar segir hann hóg-
værð vera aðalsmerki hins menntaða
manns. Það fer ekki milli mála, að
þarna mælir rektor bæði af þekkingu
sinni og reynslu af mannlegum sam-
skiptum. Væri gott ef sem flestir
temdu sér eftirfylgd við góða hug-
sjón, sem í áminningunni felst.
Hið síðara er því miður af allt
öðrum toga og verður bréf Knuts
Bruun ennþá leiðara þegar lesið er
Ólafur Skúlason
við ljósið af kenningu
rektorsins. Þar er heift-
in mikil og virðist boð-
skapur hvítasunnu ekki
hafa náð að hafa áhrif
á sjálfan forseta bæj-
arstjórnar í Hveragerði
og það ekki að heldur,
þótt hann vilji ráða í
kirkjumálum heima-
manna. En eins og við
vitum, þá eru ávextir
andans, heilags anda,
sem kristnir menn virða
vel og ber að meta,
ekki síst fólgnir í gjöf-
um friðar og kærleika.
Og skortir víða hvoru-
tveggja og þarf ekki að
fara í langferð til Bosníu eða landa
þar til að sjá sannanir þess.
Þótt nefnd grein í Morgunblaði
sé bréf forseta Hvergerðinga til ráð-
herra dóms- og kirkjumála, þá er
ég engu að síður aðaluppistaðan.
Þykir mér það sannarlega miður.
Ekki aðeins af því bréfið skortir þau
áhrif, sem Guðni telur góða menntun
eiga að hafa til mótunar manna,
heldur eru gjafir andans enn síður
sjáanlegar. Og því miður er engin
Hugleiðing
um sumarið
EKKI er veðurfræðin
orðin svo þroskuð að
hægt sé að spá um veð-
ur sumarsins, til dæmis
hvort sunnan- eða norð-
anátt verði ríkjandi, eða
hvort veður verði sólríkt
eða vætusamt. En að
svo miklu leyti sem und-
anfarandi veðurlag og
ástand lands og sjávar
hefur áhrif er þó hægt
að gefa nokkrar bend-
ingar um ástand gróð-
urs og gróðurhorfur.
Sjávarhiti
hlýja tímabilinu
öldinni.
fyrr á
Þetta vor má sjá
skóladæmi um áhrif
sjávarhita á lofthita. Yfirborðssjór
er mjög kaldur við Norðurland, og
jafnvel inni á Akureyri var maímán-
uður mjög svalur, 2,6 stigum kaldari
en í meðalári 1931-60. Hér syðra
Vor- og sumarhitinn
ræður miklu um hvað
gróður er fljótur að taka
við sér og hvenær slátt-
ur getur hafist, segir
Páll Bergþórsson.
er sjórinn aðeins litlu kaldari en í
meðalvori, og lofthitinn í maí í
Reykjavík var ágætlega viðunandi,
heldur hærri en á hlýskeiðinu 1931-
1960. En hvað boðar þessi kaldi sjór
fyrir Norðurlandi? Auðvitað heldur
hann áfram að kæla norðlenska loft-
ið um sinn, en það gæti tekið enda
fyrr en margur hyggur. Samkvæmt
straumakortum endurnýjast sjór við
Norðurland aðallega af sjó norðan
frá Jan Mayen, og þar hefur hver
. einasti mánuður síðan í nóvember
verið hlýrri en á hlýskeiðinu 1931-
1960, en það er til marks um hlýjan
sjó. Og annað er heldur gott við þenn-
an sjó. Hann mun vera sæmilega
saltur, en seltan dregur mjög úr
hafíslíkum, og að því leyti hefur líka
staðist ágætlega spá sem var gerð
um miðjan vetur um lítinn hafís með
vorinu. Og þrátt fyrir sjávarkuldann
mun átan vera í bærilegu meðallagi,
og ekki ætti það að spilla ef kvísl
úr Golfstraumnum fer að leggja leið
sína frá Horni austur með Norður-
landi eins og tíðkaðist á sumrin á
Páll Bergþórsson
Ég hafði engin afskipti
af ákvörðun kjörmanna
í Hveragerði, segir
Olafur Skúlason, ég fór
að lögum eins og ráðu-
neyti dóms- og kirkju-
mála hefur staðfést.
fylgd við aðra einkunn, sem andan-
um fylgir, en hann er líka kallaður
andi sannleikans.
Mér þykir ekkert gaman að vera
að fjalla um viðkvæmt mál varðandi
eftirmann séra Tómasar Guðmunds-
sonar í Hveragerði, og áttum við
fjörutíu ára vígsluafmæli annan dag
hvítasunnu og höfðum fyrr átt góða
samfylgd í guðfræðideild. En ég
kemst ekki hjá því að leiðrétta mis-
sagnir Knúts Bruun í ofsafengnu
bréfi hans til ráðherra.
Ég kom hvergi nærri köllun prests
í Hveragerði. Lagði ekki á ráð um
þann gjörning og vissi ekki af hon-
um, fyrr en ég fékk samtímis í hend-
ur bréf séra Tómasar, þar sem hann
biður um lausn frá embætti sínu frá
fyrsta október nk., og bréf frá kjör-
mönnum Hveragerðisprestakalls,
þar sem þeir biðja um leyfi til að
kalla prest. Og hafði slíkt gerst áður
víða um land og ekki löngu fyrr með
sama hætti í öðru prestakalli í Ár-
nessýslu og hafði enginn neitt við
slíkt að athuga.
Ég veitti vitanlega leyfið eins og
lög gera ráð fyrir, enda stendur í
upphafi laga um veitingu prestakalla
frá árinu 1987 mjög skýrt og ljóst,
og þarf ekki einu sinni lögfræðing
til að túlka: „Þegar prestakall losnar
og prestur er eigi kallaður til emb-
ættis sbr. 7. gr., auglýsir biskup
kallið með hæfilegum umsóknar-
fresti." Skýrar getur þetta varla
verið. Biskup auglýsir laust presta-
kall, nema kjörmenn ákveði að kalla,
þá auglýsir hann það ekki fyrr en
að ákveðnum tíma liðnum.
Eins og Knútur Bruun veit, þá
setur Alþingi lög og breytir lögum
og ber öllum að fara eftir. Þar ráða
ekki duttlungar manna eða ósk-
hyggja, lög eru lög. Mér ber þá vitan-
lega líka að fylgja þeim og fara eft-
ir þeim og svo er um aðra.
Ég hef þegar sagt Knúti Bruun
frá afskiptum mínum af þessu máli
og lögfræðingur hlýtur að geta gert
greinarmun á hugtökum, þar sem
er annars vegar köllun og hins veg-
ar skipun eða setning í prestakall.
Kjörmenn kalla en biskup ekki. Bisk-
up skipar í stöður eða leggur slíkt
til við ráðherra. Biskupar hafa líka
lengi sett menn til þjónustu ákveðinn
tíma. Köllun er alfarið í höndum
kjörmanna eins og lög gera ráð fyr-
ir en ekki biskups, og neyðist ég til
endurtekninga af marggefnu tilefni.
Ég endurtek því ummæli mín frá
símtali við forseta bæjarstjórnar: Ég
hafði engin afskipti af ákvörðun
kjörmanna í Hveragerðisprestakalli
um að kalla prest. Þeir leituðu hvorki
til mín um ráðleggingar né fyrir-
mæli, enda vel læsir á ekki flókinn
texta.
Nokkrum dögum síðar kom svo
séra Jón Ragnarsson til mín og tjáði
mér, að það væri hann, sem þeir
ætluðu að kalla til að vera eftirmað-
ur séra Tómasar Guðmundssonar.
Enn endurtek ég það, sem Knútur
á að vita eftir samtal okkar: Ég
hafði heldur engin afskipti af því,
hvaða prest kjörmenn kölluðu.
Hvorki var ég spurður álits né var
ég beðinn um að lýsa kostum séra
Jóns Ragnarssonar.
Mín afskipti af þessu máli eru þau
ein, að ég fór að lögum og hefur
ráðuneyti dóms- og kirkjumála stað-
fest, að svo beri að gera sem ég
taldi rétt.
Heift er andstæða hógværðarinn-
ar, sem Guðni rektor segir, að eigi
að fylgja góðri menntun. Rangfærsl-
ur ofsans eru ömurlegar, þegar hann
er látinn slá sannleikann og því hald-
ið fram, sem ekki styðst við stað-
reyndir.
Ég harma heift forseta bæjar-
stjórnar í Hveragerði. En ég skil
mætavel leiðindi presta, sem hefðu
gjarnan viljað gefa kost á sér til
þjónustu í prestakallinu, en höfðu
ekki tök á því að minna á sig vegna
köllunarinnar. En lög eru lög og
þetta eru lög um veitingu presta-
kalla, þar til Alþingi breytir þeim.
Kirkjuþing samþykkti þegar árið
1991 tillögur um breytingu á þessum
lögum, eins og þau gera reyndar
sjálf ráð fyrir og það innan fimm
ára frá setningu þeirra. Þetta frum-
varp hefur því miður ekki fengist
lagt fram á Alþingi enn. Kirkjuráð
hefur því samþykkt að það skuli
skoðað á nýjan leik á kirkjuþingi í
október í haust. Ég efa það ekki,
að Þorsteinn Pálsson mun síðan
skoða þær tillögur og Alþingi taka
þær til meðferðar. Á Alþingi er lög-
um breytt rétt svo sem þau eru sett
af þingmönnum. Og það eru lög, að
unnt sé að kalla prest. Eftir þeim
lögum ber biskupi að fara. Þeim lög-
um verður jafnvel Knútur Bruun að
lúta.
Vonandi er, að hógværð samfara
þekkingu móti þetta mál meir en
verið hefur, og ekki síst að góðar
gjafir heilags anda, þar sem er kær-
leikur og friður með lotningu fyrir
sannleikanum einkenni umfjöllun og
samskipti manna alls staðar.
Höfundur er biskup.
Vetrarhitinn
Löng reynsla er fyrir
því að vetrarhitinn á
landinu, frá október til
aprílloka, ræður tals-
verðu um heyfeng sum-
arsins. Um þetta bera
hitamælingar í Stykkis-
hólmi gott vitni. Og
þessi vetur var kaldur,
enda mun allvíða gæta
nokkurs kals í túnum.
Það sést jafnvel í
Reykjavík, en meira er
það víða sunnanlands
og allt austur til Norð-
fjarðar. Þennan vetrarhita má túlka
svo að grasspretta verði um 15-20%
minni en á hlýskeiðinu 1931-1960,
og um 10% minni en hún hefur ver-
ið að jafnaði síðustu 150 ár, miðað
við óbreyttan áburð og meðferð túna
og að sumarið verði ekki óvenjulegt.
Þeir bændur sem eiga ekki sæmileg-
ar heyfyrningar geta því þurft að
nota meiri áburð en venjulega til
þess að fá nægilega sprettu.
Hitasumma vorsins
Að miklu leyti óháð því hvort vet-
urinn var kaldur eða hlýr ræður vor-
og sumarhitinn miklu um hvað gróð-
ur er fljótur að taka við sér og hve-
nær sláttur getur hafist. Hitasumm-
an í Reykjavík er til dæmis orðin
mjög svipuð nú og hún hefur verið
á þessum árstíma að jafnaði síðustu
150 ár. Túnasláttur ætti því að geta
hafist þar um 27. júní.
Á Akureyri er hitasumman svipuð
í maílok og hún var að jafnaði um
viku fyrr næstliðin 150 ár. Þar og
yfirleitt um norðanvert landið eru
snjóalög að vísu óvenju mikil, en frost
er lítið í jörðu og þar grænkar óðum
þar sem skaflarnir hverfa. Sláttur
ætti að geta hafist í Eyjafírði viku
af júlí, en varla fyrr en um 22. júlí
í Hrútafirði og jafnvel sfðar sumstað-
ar á annesjunum.
I Hornafirði er hitasumma vorsins
um 3 dögum á eftir tímanum miðað
við þetta 150 ára tímabil, og víða
sunnanlands mun frost hafa gengið
nokkuð djúpt í jörðu og er ekki enn
farið. Sunnanlands ætti þó víðast að
vera mögulegt að byija slátt skömmu
eftir mánaðamótin júní-júlí, og fyrir
mánaðamót í Mýrdalnum.
Höfundurerfv. veðurstofusljóri.
Islárid
Sækjum
það heim!
Ferðalög um landið okkar
- fjölskylduskemmtun í Kringlunni 9. -10. júní
Nokkur fyrirtæki og félög sem tengjast ferðamálum á íslandi kynna í Kringlunni
ferðamöguleikana um landið í sumar.
- ferðabúnaður - veiðivörur - útivistarbúnaður - ferðaföt - grillkynningar -
Esso kynnir nýjungar á Safnkortinu og verður með Posaleik.
Lína lan'gsokkur og fleiri gestir
Leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur koma yfir á Kringlutorgið upp úr hádeginu
á laugardaginn. Þar kemur Lína langsokkur og brallar ýmislegt og flutt verða
atriði úr söngleiknum Jesús Kristur Súperstar.
Isl
Sækium
góð heim að sækja 'þadheims
Kringlan er opin mánudaga til fimmtudaga 10-18.30, föstudaga 10-19, laugardaga 10-16