Morgunblaðið - 09.06.1995, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ
30 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995
í ............. .m
AÐSENDAR GREINAR
Hagvaxtarstefna
Inngangur
STEFNA nýrrar ríkisstjómar í
efnahagsmálum liggur nú fyrir.
Segja má að í henni felist staðfest-
ing á nýjum viðhorfum í hag-
stjórn. Stöðugleikinn er höfuð-
markmið og lögð er áhersla á að
skapa skilyrði fyrir hagvöxt. í því
felst að ráðstafanir verði gerðar
til að viðhalda góðu rekstrarum-
hverfi fýrir allar atvinnugreinar
og efla nýsköpun og þróunarstarf.
Stefnan ber vott um skilning á
forsendum hagvaxtar og bættra
kjara en við framkvæmd hennar
þarf að ganga rösklega til verks
og taka á ýmsum viðfangsefnum
sem hafa verið látin reka á reiðan-
um of lengi. Það eru góð tíðindi
að nú hafi ríkisstjómin skipað
nefnd með þátttöku fulltrúa at-
vinnulífsins og efnahagsstofnana
til að gera tillögur um útfærslu
hagvaxtarstefnu. Þess er að vænta
að nefndin komist að ábyrgri
niðurstöðu og hafi almannahag að
leiðarljósi. Það greiðir götuna fýrir
sátt í þjóðfélaginu þegar upp er
■ staðið og tryggir vinnufrið.
Hagmr sjávarútvegs vænkast
Nú er hagur sjávarútvegs von-
andi að vænkast. Líkur em á að
afli fari að aukast og verð hefur
farið hækkandi á erlendum
mörkuðum að undanfömu. Það em
góð tíðindi en hafa oft verið fyrir-
boði umframeftirspumar og
þenslu í þjóðarbúskapnum. Reynd-
ar eru þegar sýnileg teikn um að
þenslan sé að búa um sig. Vöminn-
'flutningur hefur aukist um 26%
fyrstu þijá mánuði ársins miðað
við árið á undan. Að vísu virðist
aukningin vera meiri á innfluttum
aðföngum en neysluvöru. Það er
vísbending um góða samkeppnis-
stöðu og árangur markaðssóknar
íslenskra framleiðenda á heima-
markaði. Engu að síður er mikil
aukning innflutnings tvímælalaust
viðvömnarmerki. Því er nauðsyn-
legt að fara að öllu með gát og
slá varnagla í tæka tíð. Búa þarf
svo um hnútana að þenslugang-
verkið hrökkvi ekki af stað og
skaði samkeppnisstöðu útflutn-
ings- og samkeppnisgreina. Þá fer
fyrir lítið sá árangur sem náðst
hefur á síðustu ámm í að leggja
grunn að öflugri sókn í þjóðarbú-
skapnum. Við færamst aftur á
upphafsreit, vanbúin og vonlítil
um að geta skapað störf fyrir
vinnufúsar hendur.
Sveiflujöfnun
Mikið hefur verið rætt og ritað
um sveiflujöfnun að undanfömu.
Nauðsyn sveiflujöfnunar er til
komin vegna þeirra miklu breyt-
inga á starfsskilyrðum atvinnulífs-
ins sem hafa einkennt
þjóðarbúskap íslend-
inga í áranna rás og
eiga upptök sín í sjáv-
arútvegi. Nú er al-
mennt viðurkennt að
sveiflurnar hafí staðið
vexti útflutnings- og
samkeppnisgreina
fyrir þrifum og komið
í veg fyrir að hægt sé
að nýta batann sem
skyldi til að efla at-
vinnulífíð og bæta lífs-
kjör. Mörg tækifæri
hafa þannig farið for-
görðum vegna_ skorts
á fyrirhyggju. Á næst-
unni liggur fyrir að
finna leiðir til að tryggja að slíkt
endurtaki sig ekki. Tvívegis hafa
verðjöfnunarsjóðir verið settir á
laggimar í því skyni að draga úr
Ekki verður lengur hjá
því komist, segir Har-
aldur Sumarliðason,
að sinna kalli tímans um
sanngjarnt afnotagjald
af nýtingarrétti á
sjávarauðlindinni.
efnahagssveiflum. Reynslan hefur
nú kveðið upp sinn dóm um að
verðjöfnun ein og sér dugar ekki.
Inngreiðslur eða útborganir úr
verðjöfnunarsjóði geta hæglega
farið á skjön við það sem eðlilegt
væri miðað við stöðuna í sjávarút-
vegi á hveijum tíma. Hækki til
dæmis verð á sjávarafurðum kallar
það á innborgun en ef afli dregst
um leið saman getur verðmæti
sjávaraflans minnkað. Þá virkar
sjóðurinn öfugt miðað við ásetn-
ing. Því _er ljóst að jafna þarf
sveiflur í verðmæti. Greiðslur í
sveiflujöfnunarsjóði eiga með öðr-
um orðum að miðast við margfeldi
verðs og magns.
Veiðileyfagjald
Hvað sem sveiflujöfnun líður
verður ekki komist hjá því lengur
að sinna kalli tímans um sann-
gjarnt afnotagjald fyrir nýtingar-
rétt á sjávarauðlindinni. Forystu-
menn í sjávarútvegi hafa nú hver
á fætur öðram ljáð máls á rétt-
mæti veiðileyfagjalds. Dæmum
um ókosti og galla núverandi fyrir-
komulags fer stöðugt fjölgandi.
Rökin fyrir veiðileyfagjaldi em af
tvennum toga. Annars vegar em
réttlætissjónarmið. Það stríðir
gegn réttlætisvitund þjóðarinnar
að fámennur hópur fái endur-
gjaldslaust stórkostleg verðmæti
sem lögum sam-
kvæmt eru sameign
okkar allra. Verðmæt-
unum geta þiggjend-
urnir ráðstafað að
vild, nýtt eða selt, án
þess að standa rétt-
mætum eigendum
reikningsskil. Hins
vegar era hagkvæmn-
issjónarmið. Atvinnu-
greinar em innbyrðis
í samkeppni um fram-
leiðsluþætti. Til þess
að tryggja hámarks-
afrakstur í þjóðarbú-
inu og sem hagkvæm-
asta nýtingu fram-
leiðsluþátta þurfa all-
ar atvinnugreinar að sitja við sama
borð. Það skekkir samkeppnisstöð-
una ef ein atvinnugrein fær gefins
mikilvæg aðföng. Við það myndast
forskot sem ómögulegt er fyrir
aðrar greinar að vinna upp og
útkoman fyrir þjóðarbúið verður
verri en ella.
Ríkisfjármál
Einn veigamesti þátturinn í
árangursríkri hagvaxtarstefnu er
að ríkisfjármálin verði tekin föst-
um tökum. Frekari hallarekstur
og skuldasöfnun hefta efnahags-
bata og þrýsta á vexti. Vandinn
verður erfiðari viðfangs því leng-
ur sem dregið er að taka á hon-
um. Miklar skuldir hafa í för með
sér mikil vaxtagjöld fyrir ríkissjóð
í framtíðinni, minna svigrúm til
aðhalds og meiri halla að öðru
óbreyttu. Oráðsía í ríkisbúskapn-
um er ekki náttúralögmál. Við
eigum ekki að líða ár eftir ár að
ríkið eyði um efni fram og hlaði
upp skuldum sem komandi kyn-
slóðir þurfa að burðast með. Það
er ekki sá arfur sem við óskum
niðjum okkar.
Niðurlag
Þótt íslenskur þjóðarbúskapur
sé töluvert háður ytri skilyrðum
höfum við alla burði til að byggja
upp fyrirmyndarhagkerfi. Með
kerfisbreytingum og skynsamlegri
hagstjóm getum við tryggt betri
lífskjör, lítið sem ekkert atvinnu-
leysi, litla verðbólgu, afgang á við-
skiptum við útlönd, minni erlendar
skuldir og ábyrgan ríkisrekstur.
Skýr markmið, þrautseigja og
stjórnmálalegur kjarkur, sem skil-
ar arði þegar upp er staðið, varða
leiðina til bætts hags. Núna höfum
við styrk til þess að takast á við
brýn viðfangsefni. Það em engin
skynsamleg rök fyrir að fresta því
að leggja á veiðileyfagjald, eyða
halla í opinberum rekstri og gera
nauðsynlegar breytingar á fjár-
magnsmarkaði.
Höfundur er formaður Samtaka
iðnaðarins.
Haraldur
Sumarliðason
GULLSMIÐJAN
PYRIT-G 15
Handsmíðaðar
MORGUNGJAFIR ^
Golfmót í Hvammsvík
Opna MIZUNO golfmótið veröur haldið
laugardaginn 10. júní.
18 holu keppni með og án forgjafar.
Glæsileg verðlaun frá MIZUNO umboðinu.
HVAMMSVIK
vnoiM.on .tihntRtA.-uiivHu
Aukaverðlaun fyrir þá, sem fara
næst holu á 9. og 18. braut.
Keppni hefst kl. 10.
Mótsgjald kr. 1.500.
MIZUNO
1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994
Hlutfall skyldugreiðslna af vergri landsframleiðslu
10
Er mælirinn
ekki fullur?
ÍSLENDINGAR -
og raunar aðrar þjóðir
einnig - hafa sýnt sí-
vaxandi skattbyrði
ótrúlega þolinmæði. Á
meðfylgjandi línuriti
má sjá þróun undan-
farinna ára á hlutfalli
skattbyrði af vergri
landsframleiðslu (hér
eru skattbyrði skil-
greind sem ríkis-
útgjöld og skyldu-
greiðslur í lífeyris-
sjóði) og getur engum
dulist að hækkunin er
veruleg, svo ekki sé
meira sagt. En fólk
virðist því miður ann-
aðhvort halda að hér sé ekki um
neitt vandamál að ræða eða að
þetta leysist af sjálfu sér í náinni
framtíð. Hvort tveggja er fjarri
öllu lagi.
Það er full ástæða til að hafa
áhyggjur af þungri skattbyrði.
Tekjuskattkerfið og bótakerfið er
nú til dæmis orðið þannig að fólk
er farið að draga úr vinnu til að
skattar lækki og bætur hækki.
Slíkt kerfí veldur því að minna er
framleitt og hagsæld minnkar.
Háir skattar á fyrirtæki verða til
þess að vömverð hækkar og sam-
keppnisstaða þeirra versnar. Háir
óbeinir skattar, eins og virðisauka-
skatturinn og gjöld á borð við þau
sem lögð em á bensín, hækka
vöruverð verulega og draga úr
kaupmætti almennings. Allt ber
að sama brunni, háir skattar draga
úr velmegun almennings og
skattalækkun væri besta kjarabót-
in fyrir launamenn. Og eftir því
sem lengur er beðið með að taka
til hendinni verður vandamálið
erfiðara viðfangs og kjararýrnunin
meiri.
Sjálfkrafa skattalækkun?
En skattar lækka því miður
ekki af sjálfu sér. Til að þeir lækki
þurfa þing- og / eða sveitastjórn-
armenn að taka um það ákvarðan-
ir, en lítið hefur borið
á fmmkvæði til þess
úr þeirri átt. Og ef til
vill er ekki að undra,
því að skilaboðin sem
kjósendur senda í
kosningum eru ekki
þess eðlis að kjörnir
fulltrúar þurfi að ótt-
ast að falla í kosning-
um þótt þeir séu eyðs-
lusamir. Fólk er oft
að kjósa mann sem
hefur verið „góður“
fyrir kjördæmi þess
eða ef til vill „stutt
vel“ eitthvað tiltekið
hagsmunamál þess.
Og flestir kvarta og
kveina hvenær sem minnst er á
niðurskurð sem snertir þá og vilja
einungis að skorið sé þar sem aðr-
Háir skattar draga úr
velmegun fólks, segir
Haraldur Johannes-
sen, sem segir
skattalækkun bestu
kjarabótina.
ir lenda undir hnífnum. Þetta þarf
að breytast. Til að árangur náist
verða allir að taka á og láta kjörna
fulltrúa sína vita að ekki verði
lengur við núverandi skattbyrðar
unað. Þolinmæði fólks hlýtur að
vera á þrotum og mælirinn löngu
fullur.
Höfundur er h&skólanemi og
félagi í Heimdalli.
Haraldur
Johannessen
BYGGINGAVÖRUR
1% fÞORmÚMmGN &CO
verslun, Ármúla 29 - 108 Reykiavík - simar 38640 - 686100
- kjarni málsins!