Morgunblaðið - 09.06.1995, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
• •
01(1 skattaliækkaiia
MENN hafa
löngum álitið
Bandaríkin
vera gósen-
land fijálsra
viðskipta,
land takmark-
aðra ríkis-
afskipta og sælureit einstaklings-
frelsisins. Þessi skoðun var eflaust
ekki fjarri sanni í byijun þessarar
aldar, en nú er svo komið, að skatt-
byrðm í Bandaríkjunum er orðin
veruleg, m.a. vegna undanlátssemi
við þrýstihópa og síaukinna um-
svifa ríkisvaldsins. Að vísu er
skatthlutfallið þar
ennþá lægra en í ríkj-
um vestur Evrópu, þar
sem miðstýringarvald-
ið á sér dýpri rætur,
en vissulega gætir
sömu tilhneigingar til
skattahækkana í
Bandaríkjunum og á
öðrum vesturlöndum.
Skattadagurinn í
Bandaríkjunum - það
er að segja fyrsti dag-
urinn sem launamenn
hætta að vinna fyrir
ríkið og fara að vinna
Jónmundur
Guðmarsson
fyrir sjálfa sig - sýnir
glöggt þessa þróun.
Arið 1902 var Skatta-
dagurinn þar 31. jan-
úar. Síðan þá hefur
stöðugt sigið á ógæfu-
hliðina og í ár er
Skattadagurinn þar í
landi 6. maí! Á rúmum
níutíu árum hefur
hann því færst aftur
um rúma þijá mán-
uði. Þetta merkir að
hver ný kynslóð
Bandaríkjamanna á
þessari öld hefur þurft
Fyrsti dagur hvers árs sem menn hafa ekki verið að vinna fyrir hið opinbera í
Bandarflqunum og á íslandi síðustu 15 árin. Eins og sjá má höfum við stungið
Bandarflqamenn af í eyðslu hjá hinu opinbera frá því í byrjun síðasta áratugar
HYunoni
Tilboð
Mjög takmarkaö magn af sjálfskiptum og óvenju ríkulega búnum
Hyundai Accent til afhendingar á allra næstu dögum. Þeir sem
fyrstir bregðast við, aka út á glænýjum bíl, hlöðnum aukabúnaði,
en á verði sem ólíklegt er að sjáist í bráð. Tilboðið rennur út með
síðasta bílnum sem rennur út.
f.
Sjálfskiptur Accent
Útvarp með 4 hátölurum
Rafmagn í rúðum
Samlæsing í hurðum
Vökva og veltistýri
Bein innspýting
Vindskeið með bremsuljósi
Styrktarbitar í hurðum
Litað gler
Samlitir stuðarar
1500 cc vél
89 hestöfl
Aukabúnaður á mynd, átfelgur.
Fyrir aðeins
1.095.000
á götuna!
HYunona
...til framtíðar
ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 1200 • BEINN SÍMI: 553 1236
að vinna mánuði lengur fyrir
sköttunum sínum en kynslóðin á
undan.
Þróunin á íslandi
Ekki hefur sagan verið hliðholl-
ari íslenskum skattgreiðendum.
Tilhneigingin til skattahækkana á
öldinni virðist jafnvel enn sterkari
hér en vestanhafs. Nú er svo kom-
ið að við íslendingar vinnum langt
fram á sumar, til 10. júní, fyrir
hið opinbera - 43,8 prósent af
árinu. Til þess að benda á þessa
staðreynd hefur Heimdallur, félag
ungra sjálfstæðismanna í Reykja-
vík, reiknað út Skattadaginn frá
upphafi síðasta áratugar. Með-
fylgjandi súlurit sýnir hvernig
Skattadagurinn hefur færst aftur
hér á landi í samanburði við
Bandaríkin.
Skattadagurinn hefur
færst aftur um heilan
mánuð, segir Jónmund-
ur Guðmarsson,
sem segir lækkun
ríkisútgjalda
forsendu kjarabóta.
Samanburðurinn er sláandi. Á
þessum rúma áratug hefur skatta-
dagurinn færst fremur lítið til þar
vestra og nú er hann aðeins einum
degi seinna en hann var árið 1981.
Á Islandi hefur hann hins vegar
færst um heilan mánuð! Það þarf
enga spekinga til að sjá að hér
stefnir í hreinan voða. Ein megin-
forsenda kjarabótar fyrir almenna
launþega og efnahagslífið í heild
er niðurskurður í ríkisútgjöldum
og lækkun skatta.
Höfundur hefur meistaragráðu í
alþjóðastjórnmálum frá Oxford-
háskóla og situr í stjóm
Heimdallar, f.u.s.
Ileimildir eru Tax Foundation, Special
Report, 1995 og úr Búskap hins opinbera
og Hagtölum mánaðarins.
V* þú taka að þér fæða og klæða ðarlaust barn á Indlandi?
að munai
Fyriraðeins 1450krónurá mánuði getur þú gefið nauðstöddu götubarni fæði, klæði, menntun, læknishjálp og heimili. HJÁLPARSTARF
Sigtúni 3 • 105 Rvk • Sínii 561 6117