Morgunblaðið - 09.06.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 35
MINNINGAR
PETUR EIÐSSON
+ Pétur Eiðsson
fæddist á
Snotrunesi í Borg-
arfirði eystra 18.
september 1952.
Hann lést á Egils-
stöðum 29. maí síð-
astliðinn. Foreldar
Péturs eru Mar-
grét Halldórsdóttir
og Eiður Pétursson
(d. 21.12. 1963).
Systkini Péturs
eru: Gróa, f. 1952,
Halldór, f. 1953,
Hulda, f. 1955, Ey-
gló, f. 1956, Njáll,
f. 1958, og Egill, f. 1962. Pétur
kvæntist Oddnýju Vestmann og
eignuðust þau soninn Guðmund
Vestmann, og uppeldisdóttir
Péturs er Ríkey Kristjánsdótt-
ir. Pétur og Oddný slitu sam-
vistir.
Pétur var ráðsmaður hjá
Margréti móður sinni til ársins
1980, bóndi á Snotrunesi
1980-88 og sundlaugarvörður
á Egilsstöðum frá 1988 til dán-
ardægurs.
Útför hans fór fram frá
Bakkagerðiskirkju 3. júní.
ÁSTKÆR bróðir minn Rúnar Pétur
Eiðsson hefur lagt upp í ferð til
nýrra heimkynna. Megi sú ferð
ganga honum greiðlega. Við sem
heima sitjum fyllumst söknuði og
finnst bróðir okkar hafa lagt alltof
fljótt af stað í þessa löngu og erfíðu
ferð.
Hann var elstur af bræðrunum í
hópi sjö systkina og hann var
„stóri“ bróðir í þess orðs fyllstu
merkingu. Foreldrar okkar eru
hjónin Margrét Ágústa Halldórs-
dóttir (f. 1922) frá Snotrunesi og
Eiður Pétursson (f. 1922, d. 1963)
frá Njarðvík.
Á stundum sem þessari dvelur
hugurinn títt hjá „stóra bróður"
mínum og minningar og myndir líða
fyrir hugskotssjónir. Þær verma og
ylja sálina þegar sár treginn krem-
ur hjarta. Nokkrar minningar rað-
ast saman.
Við skyndilegt andlát föður okk-
ar stóð móðir okkar við stjórnvöl á
arfleifð sinni Snotrunesi með húsið
fullt af bömum og útihúsin af kind-
um, kúm, hænum og því sem til-
heyrir íslenskri sveit. Ekki var hún
á því að leggja árar í bát og þar
sem hún átti stálpuð börn sá hún
að með sameiginlegu átaki mátti
halda búinu gangandi. Pétur bróðir
minn var því 11 ára gamall þegar
hann varð bóndi. Hann var afar vel
til þess fallinn, fjárglöggur með
afbrigðum, þrekmikill og duglegur
til vinnu. Á þessum tímamótum
kom strax fram að hann var sá sem
skyldi taka við búinu í fyllingu
tímans. Hann var sá sem allir
treystu á, stórir og smáir, og hann
axlaði þá ábyrgð sem á hann var
lögð. Manni finnst í raun ótrúlegt
að hugsa til þess í dag, eftir að
hafa sjálfur átt börn á þessum aldri
hversu vel Pétur leysti þessa þraut.
En þá er þess að geta að hann stóð
ekki einn. Fjölskyldan átti hauk í
horni á næsta bæ, Framnesi, Skúla
Andrésson frænda okkar frá
Snotrunesi. Hann var ávallt reiðu-
búinn að hjálpa til, leggja á ráðin
með ungum bóndanum og móður
hans. Hafi hann ævinlega þökk fjöl-
skyldunnar fyrir það.
En bóndinn ungi þurfti að gegna
skyldum sínum víðar. Hann átti til
að mynda ólokið barnaskóla sem
hann og gerði. Þá tók framhalds-
skólinn við á Eiðum, en þar var
Pétur við nám í þrjá vetur í Alþýðu-
skólanum. Það var þá sem við systk-
inin kynntumst fyrst almennilega,
því sú sem hér rifjar upp er reynd-
ar alin upp á Eiðum frá tveggja
ára aldri hjá móðurbróður okkar
Ármanni og Ingu konu hans. Þessa
þrjá vetur nutum við þess að hafa
Pétur í mat hjá okkur en hann bjó
alla veturna á heimavistinni. Þessir
tímar eru mér í fersku minni, það
var svo gaman að fá
að hafa stóra bróður
hjá sér. Ég held líka að
þessi ár hafí e.t.v. verið
einhver bestu ár í lífi
Péturs, því á Eiðum
naut hann sín. Honum
sóttist námið vel, hann
var í miklum og góðum
félagsskap jafnaldra,
enda eignaðist hann
marga góða vini á þessu
tímaskeiði. Pétur var
mjög virkur í félags-
starfi í skólanum, þar
fékk hann fyrst að
spreyta sig fyrir alvöru
í íþróttum sem upp frá því urðu
eitt af hans aðaláhugamálum. Þar
eignaðist hann líka einn af sínum
traustu og góðu vinum, íþrótta-
kennarann Hermann Níelsson, en
þeir félgar áttu eftir að starfa mik-
ið saman upp frá því. „Litla“ systir
fylgdist vel með bróður sínum á
þessum árum og var stolt af að
eiga þennan fyrirmyndarbróðir,
sem ekki var laust við að margar
ungmeyjarnar renndu hýru auga
til. Pétur varð gagnfræðingur vorið
1970 og hafði þá tekið út mikinn
þroska, eins og títt er um fólk á
þessum aldri, en öllum er nauðsyn-
legt að komast einhvem tíma í aðr-
ar sveitir en sína heimasveit.
Næsta vetur hélt Pétur síðan
vestur á land í hinn „stóra" Borgar-
fjörð þar sem hann nam búfræði
við Hvanneyrarskóla og varð bú-
fræðingur vorið 1971. Þá var hann
orðinn fullgildur bóndi, aðeins 19
ára gamall. Enda var haldið á vit
borgfirskrar náttúru þar sem sveit-
in togaði í ungan bóndann af öllu
sínu afli og hann tókst á við lífs-
starfíð.
Mér er ljúft að minnast þess þeg-
ar ég komst í kynni við sveitastörf-
in nokkur vor á Nesi hjá bróður
mínum. Eins og allir vita sem
þekkja til í sveit, er einn aðalanna-
tíminn í sveitinni á vorin. Þá má
bóndin og hans lið kosta um að
komast yfír skyldustörfin. Þá var
gaman að fá að vera með. Þá var
Pétur líka í essinu sínu og á sinn
ljúfa hátt leiðbeindi hann stelpu-
kjánanum hvernig ætti að bera sig
að við féð, ekki þýddi fyrir hann
að nefna ærnar með nöfnum við
mig, þar vom allar eins, aðeins
mismunandi svartar eða hvítar.
Þetta voru góð vor og lærdómsrík,
ekki síst fyrir þær dýrmætu stund-
ir í vinnu með Pétri.
Það frelsi, sem bústörfin gefa að
vissu marki, átti vel við Pétur og
ég minnist þess að þurfa að vinna
frá 9-5. Náttúran átti líka svo
sterkan þátt í Pétri og hvað er þá
náttúrulegra en vera bóndi? Því
veit ég að það var Pétri erfitt þeg-
ar sú skæða sótt riðan hafði lagst
svo á bústofninn að skera varð nið-
ur og ekki útlit fyrir að áfram yrði
haldið búskap á Snotrunesi, á jörð-
inni sem okkar fólk hafði átt og
nytjað frá árinu 1886.
Þegar hér var komið sögu var
Pétur kvæntur maður með tvö börn.
Kona Péturs, Oddný Vestmann,
kom frá Neskaupstað til að búa á
Nesi. Hún átti fyrir unga dóttur er
ólst upp hjá þeim og árið 1987
fæddist þeim sonur, Guðmundur,
sem varð mikill sólargeisli í lífi föð-
ur síns. Pétur og Oddný fluttu
ásamt bömum sínum til Egilsstaða
árið 1988. Þau slitu samvistir í
byrjun þessa árs.
Þá tók við nýr kafli í lífi Péturs,
það voru árin sem hann annaðist
sundlaug þeirra Egilsstaðabúa og
fór að rækta mannfólkið en ekki
sauðkindurnar. Mætti segja mér að
Pétri hafi aldrei alveg líkað þau
umskipti og sveitin hans, fjörðurinn
okkar litli úti við Dumbshaf hafi
aldrei látið hann alveg í friði. Það
var alltaf gott að kgma við hjá
Pétri í litlu sundlauginni á sumrin
og bömin mín nutu þess að eiga
hann þar að þegar við dvöldumst í
sumarfríum á Egilsstöðum.
Hér hefur örfáum minningabrot-
um verið raðað saman og þá einkum
staldrað við þau svið þar sem við
tengdumst mest. Mörgu hefur verið
sleppt en ég vil þó ekki láta hjá líða
að geta þess að Pétur kom víða við
sögu á ekki Iengri lífsleið. Hann
starfaði mikið að ýmsum félagsmál-
um, fyrir Ungmennafélagið á Borg-
arfirði innan UÍA, ritaði pistla og
greinar í austfirsku blöðin, varð
ungur meðhjálpari í Bakkagerðis-
kirkju, var áhugaleikari í Leikfélag-
inu Vöku og síðast en ekki síst,
mikill áhugamaður um ljósmyndun.
Eftir hann liggja víða spor á því
sviði og ég ætla hér að uppljóstra
þeim draumi Péturs sem ég veit
hann dreymdi á síðastu skeiði þess-
arar jarðvistar. Það var draumurinn
um að læra ljósmyndun. Ég veit
að það var hans aðaláhugamál nú
síðasta árið. Það lýsir jafnframt
Pétri á síðari hluta ævi hans. Það
var eins og hann leitaði meira inn
á við, eftir því sem árin liðu, hefði
hann minni þörf fyrir vinina og fé-
lagsskapinn með þeim, en hann vissi
af þeim, þeir voru þarna, en hann
ræktaði ekki sambandið við þá sem
fyrr. Bestu stundirnar voru held ég
heima, inni í litla myrkvunarher-
berginu þar sem myndirnar hans
urðu raunverulegar. Þar undi hann
sér_ vel.
Á kveðjustund bið ég öllum hans
nánustu aðstandendum og vinum
blessunar og styrktar á erfíðum
tímum. Ég kveð kæran vin og bróð-
ur með þessum orðum:
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson)
Eygló Eiðsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
HERMANN TORFASON,
Höfðagrund 12,
Akranesi,
lést á heimili sínu 6. júní.
Halldóra Ólafsdóttir
og aðrir aðstandendur.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og móðursystir,
GUÐLAUG BJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR
fyrrv. fulltrúi hjá Pósti og síma,
til heimilis í Neðstaleiti 4,
áður Skálholtsstíg 7,
lést á Grensásdeild Borgarspítalans þriðjudaginn 6. júní.
Þórarinn Einarsson, María Hauksdóttir,
Kristján Þórarinsson,
Guðlaug Björg Þórarinsdóttir,
Theódór Gaukur Kristjánsson, Alexander Þór Þorsteinsson,
Kristín Birna Sigurbjörnsdóttir.
t
Þann 26. maí síðastliðinn andaðist í Landspítalanum
GUÐMUNDUR JÓNSSON
frá Bakka,
til heimilis i Lönguhlíð 23,
Reykjavík.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að eigin ósk.
Eftirlifandi systkini
Sigrún og Björn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓRUNN ÞORGEIRSDÓTTIR,
Stöðlakoti,
sem lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 3. júní sl., verður jarðsungin frá
Breiðabólsstaðarkirkju, Fljótshlíð, laugardaginn 10. júníkl. 14.00.
Halla Sigurðardóttir, Ólafur Ó. Jónsson,
Anna Sigurðardóttir, Einvarður G. Jósefsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
LILJA STEFÁNSDÓTTIR,
Granaskjóli 3,
Reykjavik,
lést 7. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðmundur Gíslason,
Steinunn Jónsdóttir,
Guðmundur Kjalar Jónsson, Særún Sigurgeirsdóttir,
Guðmundur ingvar Jónsson
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengda-
faðir,
JÓHANNES BJARNASON,
verkfræðingur,
Laugarásvegi 43,
lést fimmtudaginn 8. júní.
Margrét Ragnarsdóttir,
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Einar Örn Stefánsson,
Guðrún Jóhannesdóttir, Ævar Guðmundsson,
Ragnar Jóhannesson,
Bjarni Jóhannesson, Auður Þórarinsdóttir.
i
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma.
HELGA AXELSDÓTTIR,
Grettisgötu 66,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 12. júní kl. 13.30.
Jóhannes Sigurðsson,
Rakel Sigurðardóttir, Sigurður Björnsson,
Elís Heiðar Ragnarsson, Helga S. Gísladóttir,
Pétur Hallgrímsson, Inga Björgvinsdóttir,
Guðrún Hallgrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærr-
ar eiginkonu, móður okkar, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu,
ÖNNUGUÐRÚNAR
JÓHANNESDÓTTUR,
Brúarlandi,
Þistilfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjör-
gæslu og lyfjadeildar Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri.
Jónas Aðalsteinsson,
Arnþrúður M. Jónasdóttir, Sólveig Þórðardóttir,
Eðvarð Jónasson, Kristjana Benediktsdóttir,
Jóhannes Jónasson, Svanhvít Kristjánsdóttir,
Sigrún Lilja Jónasdóttir, Rúnar Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.