Morgunblaðið - 09.06.1995, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ1995 37
MINNINGAR
Kristín Hjalta-
dóttir fæddist á
Markeyri við
Skötufjörð 7. júní
1905. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 30. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
Kristínar voru
Hjalti Einarsson
frá Hvítanesi í Ög-
ursveit og Sigur-
borg Þórðardóttir
frá Hestfjarðar-
koti í Hestfirði.
Systkini Kristínar
voru Guðrún Sig-
ríður, f. 23.11. 1902, Þórður,
f. 5.1. 1904, Karítas María f.
15.4. 1907, d. 4.6. 1908, Karít-
as María, f. 15.4.1908, Hildur,
f. 22.7. 1909, og Sigurbergur,
f. 10.11. 1910.
ÁRIÐ 1908 fluttust þau hjónin að
Folakoti við Seyðisfjörð. Þar lést
Sigurborg af bamsförum 27. des-
ember 1910. Varð þá Hjalti að
leysa upp heimilið og koma börn-
um sínum fyrir. Kristín fór þá í
fóstur í Ögur. Hún minntist þess
oft þegar hún og Hjalti faðir henn-
ar komu fótgangandi í Ögur. Það
var erfið stund fyrir litla fimm ára
stúlku að kveðja föður sinn og
systkini eftir móðurmissinn. Mjög
var þó kært með þeim systkinum,
þó að þau sæjust lítið fyrr en þau
voru komin á unglingsár. Þau eru
nú öll látin.
í Ögri kynntist Kristín manni
sínum, Eyjólfi Jónssyni sjómanni.
Hann fæddist 5. maí 1904. For-
eldrar hans voru Jón Jared Hafl-
iðason og Elísabet Hafliðadóttir,
básði frá Bolungarvík. Eyjólfur
lést 10. desember
1988. Börn þeirra eru
Ragnheiður, Þuríður,
Elísabet Áuður og
Ásmundur. Einnig
ólst upp hjá þeim dótt-
urdóttir þeirra, Elísa-
bet Ólafsdóttir. Þau
voru búsett í Reykja-
vík frá 1930. Eyjólfur
stundaði sjómennsku
og sigldi milli íslands
og Englands í stríðinu
þar til 9. mars 1941,
en þá var hann háseti
á Reykjaborginni, sem
var skotin niður í einni
af ferðum sínum til Englands.
Eyjólfur komst af ásamt félaga
sínum, en þeir voru á fleka á íjórða
sólahring áður en þeim var bjarg-
að. Ekkert var þó vitað um björg-
un þeirra fyrr en nokkru síðar.
Það er ekki erfitt að hugsa sér
hve slík lífsreynsla hafði mikil
áhrif á lif þeirra.
Kristín unni fjölskyldu sinni og
heimili. Hún var forkur duglegur,
féll aldrei starf úr hendi, meistara-
kokkur, ákaflega vandvirk. Falleg-
ustu og bestu smákökur í bænum
bakaði hún. Á heimili þeirra hjóna
var oft margt um manninn. Dvöld-
ust þar ættingjar oft um lengri
eða skemmri tíma. Voru þau anná-
luð fyrir gestrisni. Þegar Kristín
var um sextugt gat hún sér til
mikillar ánægju farið að ferðast
og lá þá leið hennar fyrst til Sví-
þjóðar en síðar til Noregs, en þar
bjó dóttir hennar, Þuríður, ásamt
manni sínum, Lars M. Haukeland,
og börnum. Kristín naut þess að
vera hjá þeim í góðu yfirlæti, hvíla
lúin bein og njóta sólarinnar og
hitans. Kristín reyndist mér sem
besta móðir, var ávallt tilbúin að
rétta hjálparhönd. Barnabörnin
sóttu fast að fara til þeirra hjóna
og eiga þau margar góðar minn-
ingar um samverustundirnar með
þeim. Hjá „ömmu og afa í Eski-
hlíð“ var alltaf gott að vera.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég þakka henni fyrir vináttu
sem aldrei bar skugga á. í hjarta
mínu mun ég geyma minningu um
hugprúða og yndislega konu, sem
aldrei lét bugast.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þuríður ísólfsdóttir.
t
Útför föður okkar,
SÆMUNDAR SÆMUNDSSONAR,
Skarði,
áðurtil heimilis
á Kleppsvegi 30,
Reykjavík,
fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 12. júní kl. 10.30.
Jarðsett verður frá Skarðskirkju kl. 15.00.
Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir,
Margrét Sæmundsdóttir,
Sæmundur Sæmundsson.
KRISTIN
HJALTADÓTTIR
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
Jttoronnblfltnfc
-kjarni málsins!
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem
veittu okkur aðstoð og sýndu samúð
og hlýhug við andlát og útför
DÓRU SIGURJÓNSDÓTTUR.
Þórður Einarsson,
Ásgeir Þórðarson, Stella Maria Matthíasdóttir,
Bjarni Þórðarson, Ágústa Karlsdóttir,
Jakobína Þórðardóttir, Jörundur Guðmundsson,
Ásmundur Þórðarson, Harpa Þórðardóttir
og barnabörn.
BRIPS
Untsjón Arnór G.
Ragnarsson
Sumarbrids
Þriðjudaginn 6. júní mættu 26 pör
til spilamennsku í sumarbrids. Úrslit
urðu þessi:
N/S-riðill
Júlíus Snorrason — Sigurður Siguijónsson 371
CecilHaraldsson-HaraldurÞórðarson 314
Ragnheiður Nielsen - Hjördís Siguijónsdóttir 300
Friðrik Egilsson - Sigurður Kristjánsson 295
A/V-riðill
AlfreðKristjánsson-EggertBergsson 348
SævinBjamason-ÞórðurSigfússon 307
Guðný Guðjónsdóttir - Grethe Iversen 301
GuðrúnÓskarsdóttir-AgnarÖmArason 300
Meðalskor 270
Skor þeirra Júlíusar og Sigurðar
er 68,7%
Miðvikudaginn 7. júní mætti 31
par og úrslit urðu eftirfarandi:
N/S-riðill
Páll Þ. Bergsson - Kjartan Jóhannsson 486
Gylfi Baldursson - Sverrir Ármannsson 416
Gróa Guðnadóttir - Guðrún Jóhannesdóttir 414
Haukurlngason-SigurðurB.Þorsteinsson 412
A/V-riðiU
Sverrir G. Kristinsson - Sveinn R. Eiriksson 416
Hjördís Siguijónsdóttir - Ragnheiður Nielsen 414
Erlendur Jónsson - Sveinn R. Þorvaldsson 405
Anna Guðlaug Nielsen - Guðalugur Nielsen 397
Meðalskor 364
Skor Páls og Kjartans er 66,8%.
Stefán G. og Magnús spila til
úrslita fyrir norðan
Báðum leikjunum í undanúrslitum
bikarkeppni Norðurlanda í sveita-
keppni er nú lokið. Sveit Magnúsar
Magnússonar, Bridsfélagi Akur-
eyrar, bar nokkuð örugglega sigur-
orð af sveit Sveins Aðalgeirssonar,
Bridsfélagi Húsavíkur, og sveit Stef-
áns G. Stefánssonar, Bridsfélagi
Akureyrar, heimsótti Formanna-
sveitína á Siglufirði og sigraði eftir
æsispennandi leik þar sem sveitirnar
skiptust á um forystuna.
Það liggur því ljóst fyrir að Akur-
eyrarsveitirnar tvær leika til úrslita
að þessu sinni. Úrslitaleikurin fer
fram í Hamri, félagsheimili íþrótta-
sambands Þórs, á laugardaginn kem-
ur (10. júní) og hefst hann kl. 12.
Bridsáhugamenn eru hvattir til að
koma og fylgjast með spennandi leik.
Bridsdeild Félags eldri
borgara, Kópavogi
Spilaður var tvímenningur föstu-
daginn 2. júní sl. 14 pör mættu og
urðu úrslit þessi:
Asthildur Sigurgíslad. - Láras Amórsson 202
ValdimarLárusson-BragiSalómonsson 182
BergurÞorvaldsson-ÞórarinnÁmason 175
GarðarSigurðsson-ÞorleifurÞórarinsson 171
Meðalskor 156
Spilaður var tvímenningur þriðju-
daginn 6. júní sl. 24 pör mættu, spil-
að var í 2 riðlum.
A-riðill:
JónAndrésson-ÞórðurJörandsson 133
Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufdal 128
Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 127
Júlíus Ingibergsson — Jósef Sigurðsson 119
Meðalskor 108
B-riðill:
Þórhildur Magnúsdóttir - Sigurður Pálsson 207
Eggert Einarsson - Karl Adolfsson 194
Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 189
Þorsteinn Erlingsson - Þorsteinn Sveinsson 156
Meðalskor 156
t
DAGBJÖRT ÁSGRlMSDÓTTIR,
Skíðabraut 7,
Dalvík,
verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju
laugardaginn 10. júní nk.
Athöfnin hefst kl. 13.00.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar
ÓSKARS KJARTANSSONAR,
Karlagötu 18,
Reykjavik.
Aðalheiður Jónsdóttir,
Svava Jónsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðalllnubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa sktrnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum.
GULLSMIÐJAN
PYRIT-G 15
Handsmíðaðar
MORGUNGJAFIR
I URVALI
,‘í '
Byggingarsjóður verkamanna
»•.
Tilkynning til eigenda að félagslegum eignaríbúðum í
Qölbýlishúsum, um nýjan lánaflokk vegna meiriháttar
viðhalds utanhúss.
1 lúsnæðisstofnun ríkisins vekur athygli eigenda að félagslegum eignaríbúðum í fjölbýlishúsum á því
að með samþykkt laga nr. 58/1995 um Húsnæðisstofnun ríkisins er heimilt að veita lán vegna meiriháttar
viðhalds utanhúss.
Skilyrði er að lánið sé nauðsynlegt til að afstýra því að hús verði fyrir stórfelldum skemmdum.
Með endurbótum/viðhaldi er átt við endurbyggingu eða viðamikla viðgerð á þaki, gluggum og útveggjum.
Gert er ráð fyrir því að hlutaðeigandi húsfélag sæki beint um ián til félagsíbúðadeildar Húsnæðisstofnunar
ríkisins, en ekki einstakir íbúðaeigendur. Umsóknir skulu berast Húsnæðisstofnun áður en framkvæmdir
hefjast. Lánið kemur til greiðslu þegar stofnunin hefur gengið úr skugga um að verkið hafi verið unnið á
þann veg sem fram kemur í verklýsingu.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá félagsíbúðadeild Húsnæðisstofnunar og hjá húsnæðisnefnd hlutaðeigandi
byggðarlags.
EX] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
SUÐURIANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900 • FAX 568 9422
Á 0PIÐ Kl. 8-16 VIRKA DAGA
skólavörðustIg 15 - sími 551 1505