Morgunblaðið - 09.06.1995, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 39
I
I
I
I
i
I
I
i
í
I
I
3
I
I
I
V
I
i
3
FRÉTTIR
Fjölskyldu-
dagur
Borgar-
spítalans
FÉLAG velunnara Borgarspítal-
ans tekur þátt í að gróðursetja tré
á lóð Borgarspítalans laugardag-
inn 10. júní nk. kl. 10 f.h. en félag-
ið hefur fest kaup á tijáplöntum
fyrir 100 þúsund kr. sem það gef-
ur til þessa verkefnis.
í lögum félagsins segir: „Stuðla
skal að auknum skilningi almenn-
ings og stjórnvalda á starfsemi
Borgarspítalans í Reykjavík með
málefnalegri kynningu og um-
ræðu. Fylgjast með þróun Borgar-
spítalans og einstakra þjónustu-
þátta hans og gera tillögur til úr-
bóta eftir því sem ástæða þykir.“
Formaður félagsins er Egill
Skúli Ingibergsson.
---»■ ----
Athuga-
semd
AÐ gefnu tilefni vegna fréttar í
Ríkisútvarpinu miðvikudaginn 7.
júní sl., þar sem skýrt var frá því
að umfangsmikill veitingastaður í
miðbæ Reykjavíkur hefði aðeins
keypt eina vodkaflösku af ÁTVR
undanfarna mánuði og gefið í skyn
að um landa eða bruggsölu væri
að ræða á viðkomandi stað, vilja
eigendur Kaffi Reykjavíkur koma
því á framfæri að þetta á ekki við
um Kaffí Reykjavík.
Landssambandsþing Félags kvenna í fræðslustörfum
Sex deildir starfa
nú hér á landi
LANDSSAMBANDSÞING Félags
kvenna í fræðslustörfum (Delta
Kappa Gamma) var haldið að
Flúðum dagana 2.-3. júní sl. Fé-
lagið á aðild að fjölþjóðlegum
samtökum undir sama nafni og
eru meðlimir þess um 160.000.
Hér á landi starfa nú 6 deildir og
sá Suðurlandsdeildin um þingið.
Auk aðalfundarstarfa voru flutt
tvö erindi á þinginu og þeim fylgt
eftir með umræðum. Dr. Gerður
G. Óskarsdóttir flutti erindi sem
hún nefndi „Menntun og hæfni í
starfi“. Þar greindi hún frá niður-
stöðum rannsóknar sinnar á
tenglsum menntunar og kröfum
starfa um almenna hæfni. Niður-
stöður hennar benda til þess að
þeir sem ljúka námi frá fram-
haldsskóla eða háskóla séu fremur
en brottfallsnemendur úr skóla í
störfum sem gera talsverðar kröf-
ur um almenna hæfni. Það átti
þó ekki við t.d. um sjálfstæða
ákvarðanatöku og frumkvæði í
starfí.
Dr. Sigrún Stefánsdóttir nefndi
erindi sitt: „Gildi hreyfingar í
námi og starfi“. Hún lagði áherslu
á mikilvægi almenningsíþrótta til
að auka þrek og þol einstaklinga
og nefndi fjölbreytt dæmi um það
hvemig fyrirtæki, stofnanir og
FORSETI samtakanna, dr. Irene Murphy, og fráfarandi for-
seti landssambandsins, Ragnheiður Stefánsdóttir, taka á móti
heiðursgesti þingsins, frú Vigdísi Finnbogadóttur.
skólar geta skapað aðstæður til
að vinna gegn áhrifum kyrrsetu
og einhæfra starfa. Þingfulltrúar
vom sammála um áhrif víðtækrar
umræðu og kynningar í fjölmiðl-
um á vitund almennings um gildi
hreyfingar, að því er kemur fram
í fréttatilkynningu.
Gestir þingsins voru Vigdís
Finnbogadóttir forseti íslands, en
hún er heiðursmeðlimur Félags
kvenna í fræðslustörfum, og Dr.
Irene Murphy, forseti Delta
Kappa Gamma.
Stjórnarskipti urðu á þinginu.
Ragnheiður Stefánsdóttir frá Ak-
ureyri lét af störfum forseta
landssambandsins og Dr. Sigrún
Klara Hannesdóttir frá Reykjavík
tók við.
■ GOLFKL ÚBB URINN Dalbúi
leigði kirkjujörðina Miðdal í Laug-
ardal á síðasta sumri og hefur nú
verið opnaður 9 holu golfvöllur þar.
Miðdalur er þrjá kílómetra fyrir
austan Laugarvatn. Til þess að
kynna starfsemina á þessum nýja
stað og bjóða öllum áhugamönnum
að ganga í klúbbinn verður opið hús
í klúbbhúsinu, íbúðarhúsinu á Mið-
dalsjörðinni, laugardaginn 10. júní
nk. Verður þar boðið upp á kaffi
og veitingar frá kl. 13 og einnig
frítt golfspil fyrir þá sem það vilja.
■ VÍETNAM - frá þjóðfrelsis-
stríði við Frakka og Bandaríkja-
menn til erlendra frjáfesta er
yfírskriftin á fundi Málfundafélags
alþjóðasinna föstudaginn 9. júní
kl. 18 á Klapparstíg 26, 2. haeð.
Frummælandinn, Gylfir Páll Hers-
ir, ijallar um Indókínastríðin, and-
stöðuna við Víetnamstríðið, Víet-
namsyndrómið, nýútkomna bók
McNamara, fyrrum vamamálaráð-
herra Bandaríkjanna, og stöðu Víet-
nam og annarra ekki-kapítalískra
ríkja í dag, segir í fréttatilkynningu.
■ GLÆSIBÆR Á föstudags-
kvöldið leikur Hljómsveit Geir-
munar Valtýssonar en á laugar-
dagskvöld er sjómannadansleikur
með harmonikuleik. Hljómsveitin
Neistar með Karl Jónatansson {
fararbroddi ásamt söngkonunni
Kristbjörgu Löve leika. Gesta-
harmonikuleikari kvöldsins er Jóna
Einarsdóttir.
■ FEITID VERG URINN Á föstu-
dags- og laugardagskvöld leikur
kántrýhljómsveitin Utlagar.
Blab allra landsmanna!
-kjarni málsins!
STOFNFÉLAGAR á Blesugrófarhátíðinni.
■ HIN árlega Blesugrófarhátíð
verður haldin laugardaginn 10. júní.
Hátíðin hefst kl. 15 á róluvellinum
og verður farið í leiki, ísbíllinn kem-
ur og einnig brúðubíllinn, fótbolti
o.fl. Að lokum verður farið í skrúð-
göngu um hverfið og endað við tjald-
ið þar sem verða grillaðar pylsur o.fl.
Kl. 21 verður haldið ball í tjaldinu
þar sem hljómsveitin Blesar leikur
og syngur, einnig harmonikuspil,
varðeldur, ræðuhöld og margt fieira.
Regnboginn með sumarhátíð
Munir úr fórum borg-
arstjóra boðnir upp
NÚ ER ár liðið frá því að Reykja- í Grófínni (svæðinu í kringum
víkurlistinn tók við stjórn borgar-
innar. í tilefni af því heldur Regn-
boginn sumarhátíð í miðborg
Reykjavíkur nk. laugardag þann
10. júní.
Hátíðin hefst kl. 13.30 með
karnivalskrúðgöngu frá Laugavegi
17. í fararbroddi verður hópur frá
Götuleikhúsinu ásamt hljóðfæralei-
kurum, m.a. nokkrir félagar úr
Júpíters sálugu. Börn á öllum aldri
eru hvött til að mæta í búningum.
Gengið verður niður á Ingólfstorg.
Þar mun hljómsveitin Unun leika
svo og Stingandi strá og Glimmer.
Á Ingólfstorgi verður einnig körfu-
boltakeppni og hjólabrettasýning.
Kaffi Reykjavík) verður flóamark-
aður ýmis leiktæki fyrir krakka,
spákonutjald, grillaðar pylsur og
margt margt fleira. Kvennakórinn
syngur, Pétur pókus skemmtir og
leikhópurinn Leyndir draumar sýn-
ir litla leikþætti. Szymon Kuran og
félagar slá á iétta strengi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, flytur hátíðarræðu kl.
15 fyrir utan Kaffi Reykjavík. Kl.
21 hefst dagskrá á Kaffi Reykja-
vík. Þar mun hljómsveit Tómasar
R. Einarssonar spila Spaðar. Að
því búnu verða boðnir upp ýmsir
mjög persónulegir munir úr fórum
borgarfulltrúa. Aðgangur ókeypis.