Morgunblaðið - 09.06.1995, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerd
Omengað græn-
meti í gróðurhúsum
Líklega eru margir undrandi á því að notuð
eru skordýr til að eyða lús og annarri óværu
í gróðurhúsum, segir Kristín Gestsdóttir,
VIÐ ÍSLENDINGAR státum
af hreinu vatni og hreinu landi,
en nú getum við líka stært okkur
af hreinu gróðurhúsagrænmeti.
Ekki eru mörg ár síðan talsvert
var notað af eiturefnum í gróður-
húsum til að vinna á sníkjudýrum
sem sækja á plöntur, en eins og
að líkum lætur eru hagstæð skil-
yrði fyrir þau í upphituðum gróð-
urhúsum. Þessi eiturúðun var
tímafrek og ekki mátti setja
grænmetið á markað fyrr en 14
dögum eftir úðun. En nú er öldin
önnur, tækninni fleygir fram og
nú eru eiturefni svo til úr sög-
unni og garðyrkjubændur kunna
sér ekki læti. Þegar pöddur
kvikna í gróðurhúsum hringir
garðyrkjubóndinn í Sölufélag
garðyrkjumanna og pantar stauk
af vespum, sem gerir út af við
blaðlúsina, annan stauk af rán-
maur, sem étur roðamaurinn eða
þá stauk af trippsmaur, sem étur
trippsið, eggin og lirfurnar. Svo
fær hvítflugan sinn skammt af
vespum, en hvítflugan getur flog-
ið milli gróðurhúsa og veldur
skaða jafnt á grænmeti sem
blómum. En frjóvga þarf tvíkynja
plöntur svo sem papriku. Til þess
eru fengnar býflugur, sem eru
iðnar við starf sitt. 011 þessi skor-
dýr eru flutt in með flugi frá
Hollandi og eru komin í gróður-
húsin eftir um það bil fjóra daga
og taka strax til við að gæða sér
á krásunum. Þegar veislan er
búin og skaðvaldurinn er étinn
upp til agna leggjast þessi gæða-
dýr út af og deyja södd lífdaga
í orðsins fyllstu merkingu. Tími
sparast og við getum glaðst yfír
hinu hreina, ómengaða gróður-
húsagrænmeti. Engin hætta er á
að þessar ránflugur komist út í
umhverfíð, en þær geta ekki lifað
utandyra hér á landi. Við skulum
borða mikið af þessu góða
ómengaða grænmeti, en hér er
boðið upp á bakka með tilskornu
grænmeti með ídýfu, sem sómir
sér yel á hvaða veisluborði sem
er. Ýmislegt annað en hér er upp
talið má nota á alla vega litaðar
paprikusneiðar. Verkfæri sem
nota skal við skurðinn er lítill
oddmjór hnífur, hnífur með rauf
og rifflaður hnífur, sjá teikningu,
svo og nokkrir tannstönglar.
Radísur
Skerið lauf og rót af radísun-
um. Skerið síðan grunna skurði
í radísurnar, sjá teikningu, og
flettið út. Leggið radísurnar í
ískalt vatn í ísskáp og látið stífna
í skurðinum. Radísurnar opna sig
eins og blóm.
Gulrætur
Afhýðið gulræturnar, skerið í
þunnar ræmur með hnífi með
rauf, vefjið upp, stingið tann-
stöngli í til að festa saman. Setj-
ið í ískalt vatn í ísskáp og látið
stífna í rúllunum, takið tann-
stönglana úr og rúllan heldur sér.
Gúrkur
Skerið gúrkurnar þvert í um
7-10 cm bita. Skerið hvern bita
langsum í 6 ræmur með riffluð-
um hnífi, sjá teikningu.
Sellerfstönglar
Skerið sellerístönglana í um
10 cm langa bita, skerið frá
skemmdir ef einhverjar eru.
Skerið síðan nokkra skurði upp
í hvorn enda ræmanna, 'A af
lengd ræmunnar. Setjið í ískalt
vatn íkæliskápinn. Endarnir
vefja upp á sig í vatninu.
Tómatar
Notið þétta og stífa tómata.
Skerið í báta.
ídýfa fyrir fullorðna
1 dós sýrður rjómi
1 msk. mæjonsósa
1 hvítlauksgeiri
1 msk. karrí
2 skveftur úr tabaskósósuflösku
tsk. aromat (krydd)
nokkur stró fínt klipptur
graslaukur
Setjið sýrðan rjóma, mæjon-
sósu, karrí, tabaskósósu og aro-
mat í skál. Merjið hvítlauksgeir-
ann, klippið graslaukinn, setjið
saman við og blandið vel. Látið
sósuna standa í kæliskáp í 2-3
klst. fyrir notkun.
ídýfa fyrir börn
1 dós sýrður rjómi
1 msk. mæjonsósg
_____1 msk. tómotsósa
_______tsk. aromgt
Blandið öllu vel saman.
I DAG
Með morgunkaffinu
ÞETTA er aldrei
vandamál hjá okkur.
Hann gefst alltaf
strax upp, því ég hef
alltaf rétt fyrir mér.
Áster . . .
3-15
að hafa einhvem við
hlið sér, þegar á móti
blæs.
TM Reg. U.6. Pat Oft. — «1 rights nMorvad
(c) 1995 Los AngetM Tlmes Syndlcate
BRIDS
Umsjón Guömundur Páll
Arnarson
„LAUF út drepur íjögur
hjörtu."
„Það er nóg að skipta
yfir í lauf.“
„Ég kom út með lauf, en
spilið vannst samt!“
Allir bridsspilarar þekkja
umræðu af þessu tagi. Orða-
skiptin að ofan fóru fram á
Nesjavöllum um síðustu
helgi þar sem landsliðið í
opnum flokki var í æfinga-
búðum fyrir komandi átök á
Evrópumótinu. Lauf út virð-
ist sannarlega steindrepá
flögur hjörtu, en á einu borði
kom upp sérkennileg enda-
staða sem gerði „öruggan"
trompslag austurs að engu.
Vestur gefur; AV á
hættu.
Norður
♦ K106
¥ ÁK
♦ 952
♦ ÁG1043
Vestur
♦ Á98742
¥ 5
♦ K8
♦ 9752
Austur
♦ DG5
¥ 109762
♦ D64
♦ K8
Suður
4 3
¥ DG843
♦ ÁG1073
♦ D6
Vestur Norður Austur Suður
2 tígiar* Dobl 3 hjörtu** Dobl
3 spaðar Dobl Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
*Multi, þ.e. veikir tveir í
hjarta eða spaða
**hindrun í hálit opnara
Útspil: lauffimma.
Suður var hræddur um
að lauffimman væri ein á
ferð og stakk því upp ásnum.
Og spilaði tígli á gosann í
öðrum slag. Vestur drap á
kónginn og spilaði lauftvisti.
„Nú, já,“ hugsaði suður,
„útspilið var þá frá tvílit".
En svo kom austur á óvart
með því að taka á laufkóng
og spila strax spaða til baka.
Laufstaðan fór þá að ský-
rast í huga sagnhafa. Með
tvílit hefði vestur vafalaust
lagt niður spaðaásinn áður
en hann spilaði laufinu, svo
austur gæti spilað litnum
áfram og veikt tromplit
sagnhafa. Sem sagt, vestur
hlaut að eiga fjórlit í laufi!
A meðan suður var að velta
þessu fyrir sér spilaði vestur
tígli á drottningu og ás.
Sagnhafi spilaði trompi á
ásinn og þá var staðan þessi:
Norður
4 KIO
¥ K
♦ 9
4 G104
Vestur Austur
4 98742 4 DG
¥ - 4 - II ¥ 10976 4 6
4 97 4 -
Suður
4 -
¥ DG84
4 1073
4 -
Vestur var upptalinn með
6 spaða og 4 lauf og þar
með aðeins þijú rauð spil.
Hann hafði sýnt tvo tígla
og eitt hjarta, svo það var
ljóst að austur átti öll hjörtun
sem úti voru. En það kom
ekki að sök. Sagnhafi spilaði
fhlaufí úr borði. Austur
trompaði með níu, suður yf-
irtrompaði, fór inn í blindan
á hjartakóng og endurtók
leikinn. Austur var vamar-
laus. Lauf út dugir greini-
lega ekki!
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Spurning til
Iþrótta- og
tómstundaráðs
SESSELJA Guðmunds-
dóttir hringdi og spurði
hvernig stæði á því að
öryrkjar nytu ekki sömu
réttinda og ellilífseyris-
þegar í Húsdýra- og fjöl-
skyldugarðinum varð-
andi aðgangseyri. 75%
öryrki sem vísar fram
korti nýtur sömu réttinda
og ellilífeyrisþegi alls
staðar. Sem dæmi má
nefna borgina og strætis-
vagnafargjöld. Hjá
Tryggingastofnun rík-
isins gilda einnig sömu
reglur fyrir lyf og læknis-
þjónustu fyrir bæði ör-
yrkja og ellilífeyrisþega.
Fjölskyldugarðurinn er
yndislegur staður til að
veija deginum því dag-
amir vilja oft verða lang-
ir hjá þeim sem ekki geta
unnið vegna heilsubrests.
Tapað/fundið
Týnd lyklakippa
LYKLAKIPPA týndist
18. maí sl. hjá fótbolta-
vellinum við Suðurgötu í
vesturbæ. Þar fannst líka
lyklakippa með þremur
lyklum á sömu slóðum.
Uppl. í síma 5527949.
Fjallahjól horfið
SVART GLANT fjallahjól
hvarf frá Laugarásvegi
18 fyrir u.þ.b. þremur
vikum. Hjólið er svart
með mjög áberandi
svörtum og gulum hler-
um á afturhjóli. Finnandi
vinsamlegast hringi í
síma 5685858.
Pennavinir
r'RÁ eynni Cordowa á
Filippseyjum skrifar stúlka
fyrir hönd hóps 18-26 ára
kvenna sem vilja eignast
pennavini á aldrinum 20-50
ára:
Cora Degamo,
Poblaecion Cordowa,
Cebu 6017,
Pbilippines.
ÞRJÁTIU og tveggja ára
lettnesk stúlka með marg-
vísleg áhugamál. Vinnur í
ráðuneyti:
LEIÐRÉTT
Slökkvilið
Kjalarneshrepps
slökkti
RANGHERMT var í
myndatexta á baksíðu
blaðsins í gær að Slökkvilið
Reykjavíkur hefði slökkt
eld í bifreið, sem ók út af
veginum í Hvalfirði. Það
var Slökkvilið Kjalames-
hrepps, sem kom fyrst á
staðinn og slökkti eldinn.
Slökkvibíll Kjalnesinga er á
baksíðumyndinni.
Bætur almanna-
trygginga
Morgunblaðið birtir
reglulega upplýsingar um
bætur almannatrygginga.
Inta Berke,
Lasu iela 3-44,
Jurmala,
Latvia.
TUTTUGU og eins árs
bandarísk stúlka með marg-
vísleg áhugamál:
Heather Endy,
109 7th Street, Apt.l,
Bridgeport,
PA 19405,
V.S.A.
Mistök urðu í vinnslu blaðs-
ins síðasta laugardag þegar
birtar voru upplýsingar um
helstu bótaflokka frá 1.
júní sl. Tölurnar eru réttar,
en fyrir neðan stendur að
bætur almannatrygginga
og bætur samkvæmt lögum
um félagslega aðstoð hafi
hækkað um 4,8%. Hækk-
unin sé afturvirk til 1.
mars og bætumar því hærri
en 1. maí. Hér er um að
ræða athugasemdir sem
áttu við um útreikning frá
miðjum maí sl., en bæturn-
ar 1. júní era óbreyttar frá
þeim. Athugasemdirnar era
því rangar miðað við
greiðslu bóta 1. júní og er
beðist afsökunar á þeim
misskilningi og óþægindum
sem þetta kann að hafa
valdið.
Víkveqi skrifar...
FLÓÐIN miklu í Noregi sýna
enn og aftur hve mannskepn-
an má sín lítils andspænis náttúr-
unni þrátt fyrir alla þá tækni og
vísindaþekkingu sem við höfum
yfir að ráða. Á þetta vorum við
Islendingar harkalega minntir í
vetur þegar snjóflóð féllu víða á
svæði sem áður höfðu verið talin
nokkuð örugg.
Við höfum oft reynt að beisla
náttúruöflin með misjöfnum ár-
angri. Það hafa unnist nokkrir
varnarsigrar, til dæmis þegar
tókst að stöðva hraunið í Vest-
mannaeyjum með því að dæla ein-
faldlega á það vatni. En ósigram-
ir eru sjálfsagt fleiri en sigrarnir.
Við höfum líka rekið okkur á
að ef jafnvægi náttúmnnar er
raskað með einhverjum hætti get-
ur það haft ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar. Allt óhóf, bæði í mengun,
nýtingn, veiðum og vemdun, getur
valdið stómm sveiflum sem taka
oft langan tíma að jafna sig.
Undanfarið hefur talsvert verið
fjallað um dularfullar veirur, eins
og ebolaveimna svonefndu, sem
virðast koma út úr fmmskógum
Afríku og Suður-Ameríku og valda
ólæknandi sjúkdómum í mönnum.
Vísindamenn segja að veirumar
haldi sér í raun í skefjum meðan
þær fá að vera í friði á sínu yfir-
ráðasvæði. En þegar maðurinn
ryðjist inn á yfirráðasvæði veir-
anna sé voðinn vís.
xxx
AÐ HEFUR lengi verið vin-
sælt viðfangsefni vísinda-
skáldsagnahöfunda að velta fyrir
sér hvað geti gerst ef menn fikta
við hluti sem þeir skilja ekki til
fulls. f frægri sögu um Júragarð-
inn fjallaði Michael Crichton til
dæmis um tilraunir vísindamanna
til að endurskapa risaeðlur með
því að nota kjamasýrur sem
geymst höfðu í steinmnnu rafi.
Eins og flestir vita endaði sú
tilraun ekki vel og því hafa sjálf-
sagt margir hugsað sitt þegar
fréttir bámst um að bandarískur
líffræðingur hefði náð að endur-
lífga bakteríur sem geymst höfðu
í rafí í allt að 40 milljónir ára.
Ef rétt er, sem ýmsir efast raun-
ar um, gæti þetta leitt til kapp-
hlaups vísindamanna og fyrir-
tækja um raf til að rækta úr forn-
an sveppagróður, bakteríur og
aðrar örvemr sem hægt væri að
nota til að framleiða ný lyf, ensím
og lífrænt skordýraeitur svo nokk-
uð sé nefnt.
Þótt sérfræðingar muni flestir
telja að fornar örvemr séu hættu-
litlar hlýtur sú spuming að vakna
hvort ekki sé hætta á að leyst
verði úr læðingi öfl sem geti orðið
hættuleg mannkyninu. í því sam-
bandi er bent á að plöntur og dýr,
sem virðast vera meiniaus, geti
orðið hættuleg ef þau eru tekin
úr sínu eðlilega umhverfí.