Morgunblaðið - 09.06.1995, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 09.06.1995, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 43 IDAG Q p' ÁRA afmæli. í dag, ÖOföstudaginn 9. júní er áttatíu og fimm ára ísleif Ingibjörg Jónsdóttir, Bjarkalandi, Vestur-Eyja- fjöllum. Eiginmaður henn- ar var Árni Kr. Sigurðs- son, bóndi Bjarkalandi. Hann lést árið 1983. ísleif verður að heiman á afmæl- isdaginn. /J/%ÁRA afmæli. 1. júní ÖvJsl. átti Guðrún M. Guðjónsdóttir ritari, Aust- urbrún 6, sextugsafmæli. Kambaseli 38, Reykjavik varð fimmtugur sl. miðviku- dag, 7. júní. Eiginkona hans er María Erla Friðsteins- dóttir. Þau taka á móti gestum í dag föstudaginn 9. júní kl. 19-22 á Fossin- um, Garðatorgi 1, Garðabæ. Arnað heilla n p' ÁRA afmæli. í dag, | öföstudaginn 9. júní er sjötíu og fimm ára Gunn- laugur Magnússon fyrr- verandi sjómaður frá Akranesi. Hann dvelst nú á Dvalarheimilinu Fella- skjóli Grundarfirði. Hann er að heiman á afmælisdaginn. /» A ÁRA afmæli. Ö U Guðný Sigurbjörg Thordersen, forstjóri Njarðtaks sf., Hæðargötu 1, Njarðvík, er sextíu ára í dag 9. júní. Guðný tekur á móti gestum í félagsheim- ilinu Stapa, Njarðvík í kvöld frá kl. 20-23. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. september sl. í Breiðholtskirkju af sr. Gísla Jónassyni Hrund Einarsdóttir og Sverrir Orn Þorvaldsson. Heim- ili þeirra er: Apt. 1-C Abrams, Es- condido Village, Stanford CA 94305, USA. f* AÁRA afmæli . Sex- ÖV/tug verður á morgun, laugardaginn 10. júní, Unn- ur Agnarsdóttir, Birki- grund 65, Kópavogi. Eig- inmaður hennar er Oskar H. Gunnarsson. Þau taka á móti gestum í Skála - Hótel Sögu frá kl. 16 til 18 á afmælisdaginn. er fimmtugur Kristján Hálfdanarson, Króktúni 7, Hvolsvelli. Eiginkona hans er Sigurveig Jóna Þorbergsdóttir. Þau hjón- in eru að heiman á afmælis- daginn. Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. apríl sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Sigríður Gísladóttir og Gísli Ól- afsson. Heimili þeirra er að Árkvörn 2b, Reykja- vík. Pennavinir ÞÝSKUR 39 ára karlmað- ur með áhuga á bók- menntum, tónlist, leikhúsi og ferðalögum: Klaus Bechstein, PSF 97, 13062 Bevlin, Germany. FRÁ Ghana skrifar 24 ára hjúkrunarkona með áhuga á ljósmyndun og tónlist: Tanya Riverson, P.O. Box 124, Cape Coast, Ghana. TOLF ára sænsk stúlka með áhuga á dýrum, sér- staklega hestum: Cecilia Bouvery-Holm, Lungnet-Nántuna, 75598 Uppsala, Sweden. SKÁK llmsjón Mnrgcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Þetta endatafl kom upp á PCA-Intel atskákmót- inu í Moskvu í maímánuði í viðureign tveggja öflug- ra stórmeistara i fyrstu umferð. Zurab Azmajpa- rasvíli (2.590), Georgíu, hafði hvítt og átti leik, en gamla kempan Viktor Kortsnoj var með svart. Georgíumanninum tókst nú að vinna peð með laglegri fléttu: 24. Hxc6! - bxc6 25. Rxc6+ - Kc7 26. Rxd8 - Rxe3+ (Ann- ars verður svartur tveimur peðum undir) 27. fxe3 - Kxd8 28. Kf2 - He7 29. Hcl - Hc7 30. Hxc7 - Kxc7 og með peð yfir og góða stöðu náði Azmajparasvíli að knýja fram sigur. Þetta var seinni atskák þeirra, en Kortsnoj vann þá fyrri svo tefla þurfti hraðskák til úrslita. Þá dró Kortsnoj svörtu mennina og dugði því jafntefli til að komast áfram í aðra umferð og því hélt. hann örugglega. STJÖRNUSPÁ TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú kemur vel fyrir og átt auðvelt með að starfa með öðrum. Hrútur (21. mars - 19. apríl) , fl* Smá vandamál, sem þú átt við að glíma árdegis, leystist þegar á daginn líður. Þróun- in í fjármálum er þér hag- stæð í dag. NdUt (20. apríl - 20. maí) Þú ert eitthvað eirðarlaus í vinnunni árdegis, en það lag- ast síðdegis og þú kemur miklu í verk. Varastu ágrein- ing heima. Tvíburar (21. maí- 20. júnf) 5» Þér berast góðar fréttir varð- andi verkefni, sem þú vinnur að. Sumir fara á stefnumót í kvöld sem getur leitt til ástarsambands. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Notaðu daginn til að ganga frá lausum endum í vinn- unni. Að því loknu getur þú slakað á og átt ánægjulegt kvöld með ástvini. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Breytingar á fyrirætlunum þínum í dag reynast þér hag- stæðar þegar lengra er litið. Árangur getur orðið betri síðar. Meyja (23. ágúst - 22. september) Hreinskilni og ákveðni leiða til velgengni í viðskiptum dagsins. Þér berast ánægju- legar fréttir í pósti eða sím- leiðis. Vog (23. sept. - 22. október) Þú hefur verk að vinna í dag áður en þú getur slakað á og farið að undirbúa væntan- iega heigarferð með ástvini. Sþorddreki (23. okt. - 21. nóvember) C)jj0 Þú grunar einhvern í vinn- unni um græsku og sá grun- ur getur átt við rök að styðj- ast. Með skynsemi tekst þér að leysa málið. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Þú býrð yfir ánægjulegu leyndarmáli, sem ekki má skýra frá sem stendur, þótt freistandi sé. Reyndu að sýna þolinmæði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Þú ferð þér hægt árdegis en tekur þig til síðdegis og lýk- ur því sem gera þarf. Fjár- hagurinn ætti að fara batn- andi, Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh. Þú hlýtur verðskuldað lof fyrir vel unnið verk í dag. Síðdegis siakarðu á með vin- um en í kvöld er fjölskyldan í fyrirrúmi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú kemur miklu í verk í dag og hlýtur viðurkenningu ráðamanna fyrir lausn á erf- iðu verkefni. Afkoman fer batnandi. Stjörnusþána á aó lesa sem dcegradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra staó- reynda. - kjarni málsins! 9$SV9A§St^ln hf -!r!KTT"V!ra'jL'i'B',"'rjff,i.Tar.-=a - .n.r,,-., r~ Hnaustré af lerki 100-160 sm frá kr. 2.195 Magnús Magnússon, garðyrkjufræðingur. Auður Jónsdóttir, sölustjóri. Hólmfríður Geirsdóttir, garðyrkjufræðingur, stöðvarstjóri. Opið kl. 8-19, um helgar kl. 9-17, sími 564-1777 Fossvogsbletti 1, fyrir neðan Borgarspítala. Hvítt, íturvaxið úrvalsbirki kr. 390 og svo allt hitl... ... sumarblóm, skógarplöntur, lífmold, stoðir, trjákurl, tréstampar, pottar, fjölærar plöntur og matjurtir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.