Morgunblaðið - 09.06.1995, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Stóra sviðið:
Söngleikurinn
• WEST SIDE STORY e. Jerome Robbins og Arthur Laurents við
tónlist Leonards Bernsteins
Kl. 20.00: í kvöld nokkur sæti laus - á morgun - sun. 18/6. Aðeins þessar 3
sýningar eftir.
„Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins":
Freyvangsieikhúsið sýnir
• KVENNASKÓLAÆVINTÝRIÐ eftir Böðvar Guðmundsson
Sun. 11/6 kl. 20.00 uppselt - mán. 12/6 uppselt.
Smíðaverkstæðið:
• TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright
Kl. 20.00: í kvöld nokkur sæti laus - á morgun - fim. 15/6 - fös. 16/6 - fös.
23/6 nokkur sæti laus - lau. 24/6 - sun. 25/6.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00
til 18.00 og fram að sýningu sýningardaga.
Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga.
Græna linan 99 61 60 - Greiðslukortaþjónusta.
KaífiLeiKhMÍÍ
Vesturgötu 3
IHLAÐVARPANUM
N
Herbergi Veroniku
Íil| íkvöldkl. 23
sun. 11/6 kl. 21
fim. 15/6 kl. 21
fös. 16/6 kl. 21
Miði m/mat kr. 2000
Sumartónleikar Kósý
3 lau. 10/6 kl 21
miðaverð kr 600
Eldhúsið og barinn
opin fyrir & eftir sýningu H
iala allan sólarbrmgiim i sima 551-9058
MOOULEIKHUSiO
við Hlemm
Leikfélagið LEYNDIR DRAUMAR sýnir:
eftir Hlín Agnarsdóttur í samvinnu
við leikhópinn
Sýningar fös. 9/6 kl. 20.30, lau. 10/7
kl. 20.30, þri. 13/6. kl. 20.30.
Miðapantanir í símsvara 5625060 allan
sólarhringinn. Miðasala við inngang alla
sýningardaga frá kl. 17.00-20.30.
FÓLK í FRÉTTUM
Ww
Ví'
m* ú Jm*
i '' ' f
► ARFTAKI popplistamannsins
Andy Warhol er fundinn. Camp-
bell-súpufyrirtækið efndi nýlega
til myndlistarsamkeppni í þeim
tilgangi að finna hinn nýja Andy
Warhol, en hann átti einmitt mik-
inn hlut í velgengni fyrirtækisins
með myndum sínum af Campbell-
súpudósum.
11 ára drengur frá Kaliforníu,
Matthew Balestrieri, skaut hin-
um keppendunum, 10.000 talsins,
ref fyrir rass. Vinningsverkið er
I fornegypskum stíl og sýnir
egypska þræla bera Campbell-
súpudósir fyrir faraó sinn. Neðst
á málverkinu eru Campbell-súp-
Arftaki
Warhols
fundinn
urnar lofaðar með híeróglýfum,
fornegypskum myndrúnum.
„Ég sá myndina „Stargate“,
las bókina líka, og hreifst mjög
af egypskri menningu. Ég fékk
mömmu til að koma með mér á
safn svo ég gæti fræðst meira
um viðfangsefnið. Síðan lærðum
við bróðir minn að skrifa híeró-
glýfur svo foreldrar okkar gætu
eldd skilið okkur þegar við skrif-
uðumst á,“ segir myndlistarmað-
urinn ungi.
Bróðir popplistamannsins
látna, Paul Warhola, er ekki í
vafa um að Warhol hefði líkað
þetta uppátæki. „Hann var hrif-
inn af ungum listamönnum. Hann
málaði Campbell-súpudósirnar
vegna þess að móðir okkar gaf
okkur oft súpu þegar við vorum
ungir,“ segir bróðirinn með for-
tíðarþrá í hjarta.
Sumarfrí á íslandi
Laugardagsblaði Morgunbláðsins, þjóðhátíðardaginn 17. júní nk.,
fylgir blaðauki sem heitir Sumarfrí á íslandi. í þessum blaðauka verður
sagt frá ýmsum ferða- og gistimöguleikum og athyglisverðir áningarstaðir
skoðaðir. Gönguferðum, veiði, golfi og sundi o.fl. verða gerð góð skil svo
og sumarbústaðadvöl og tjaldútilegum. Þá verður fjallað um undirbúning
fyrir fnið, s.s. viðlegubúnað, útbúnað bílsins og grillsins og birtar
grilluppskriftir. Ferðalöngum til gagns og gamans verða birtar krossgátur
og getraunir fýrir börn og fullorðna.
Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að
tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 12. júní.
Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Guðný
Sigurðardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða
með símbréfi 569 1110.
-kjarni málsins!
Washington aftar-
lega í röðinni
►LEIKARINN Denzel Washington hefur fyrir löngu sannað
sig í Hollywood með frammistöðu sinni í myndum á borð
við Pelíkanabréfið, Malcolm X, Fíladelfíu og nú síðast
„Crimson Tide“, sem notið hefur feikna vinsælda í
Bandarikjunum. Næsta hlutverk sem hann tekur
sér fyrir hendur er í myndinni „Virtuosity“
undir leikstjórn tiltölulega
óþekkts leikstjóra, Bretts
Leonards, sem er einna
best þekktur fyrir mynd-
ina „The Lawnmower
Man“.
Washington er
spurður að þvi í ný-
legu viðtali við tíma-
ritið Arena af hveiju
hann hafi tekið boði
um að leika í „Virtu-
osity“ frekar en að
vinna með þekktari
leikstjóra. „Auðvit-
að hef ég áhuga á
að vinna með bestu
leikstjórunum," seg-
a ir hann. „Ég býst við
■ að fólk eigi þá við
* stóru nöfnin á því
sviði. Vandamálið er
i að flestir þeirra hafa
aldrei nokkurn tím-
ann hringt í mig.
Ég get ekki beð-
, ið eftir því að
þeim þóknist að
taka upp símtólið. Þeir
vilja fá Tom, Brad eða
einhvern annan sem
dregur áhorfendur að.
I Þeir líta ekki svo á að það
geti verið blökkumaður."
LEIKFELAG
AKUREYRAR
• DJÖFLAEYJAN eftir Einar Kára-
son og Kjartan Ragnarsson.
Aukasýning lau. 10/6 kl. 20.30.
Allra síðasta sýning!
• „í KAUPSTAÐ VERÐUR FAR-
IÐ...“
Skemmtun í tali og tónum sun. 11/6
kl. 17 - Ókeypis aðgangur!
Miðasalan opin virka daga kl. 14-18,
nema mánud. Fram að sýningu sýning-
ardaga. Sími 462 1400.
- kjarni málsins!