Morgunblaðið - 16.06.1995, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fundum Alþingis var frestað í gærkvöldi þar til í haust
Nítján frumvörp urðu
að lögiim á vorþinginu
FJÖLMÖRG frumvörp urðu að lögum á Alþingi
í gærkvöldi áður en fundum var frestað þar til
í haust. Að auki var kosið í stjómir ýmissa stofn-
ana ríkisins, svo sem í Útvarpsráð, Landsvirkj-
un, bankaráð Landsbankans, stjórn Byggða-
stofnunar, stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs,
og Húsnæðisstofnunar.
í samantekt Ólafs G. Einarssonar, forseta
Alþingis, um störf þingsins frá því það kom
saman um miðjan maí eftir kosningar í vor kom
fram að 29 lagafrumvörp höfðu verið flutt á
þinginu og 19 hlotið afgreiðslu. Þar af voru 20
stjórnarfrumvörp og fengu 14 þeirra afgreiðslu
Og níu þingmannafrumvörp og voru fimm þeirra
afgreidd á þinginu. Þingsályktunartillögur voru
níu og voru þrjár samþykktar.
Meðal frumvarpa sem urðu að lögum í gær
má nefna lög um úrskurðarnefnd sjómanna og
útvegsmanna, en samþykktur var fyrirvari um
það að lögin tækju ekki gildi nema samningur
sjómanna og útvegsmanna yrði samþykktur.
Áfengisfrumvörpin að lögum
Þá urðu frumvörp um breytingu á innflutn-
ingi áfengis einnig að lögum, en gildistími lag-
anna var færður frá miðju ári til haustsins. Einn-
ig voru samþykkt lög um þingfararkaup og við-
lagatryggingu íslands svo eitthvað sé nefnt.
I stjóm Byggðastofnunar vom kosnir eftir-
taldir: Egill Jónsson, Stefán Guðmundsson, Ein-
ar K. Guðfínnsson, Guðjón Guðmundsson, Magn-
ús Bjarnason, Kristinn H. Gunnarsson og Sig-
bjöm Gunnarsson. í stjórn Landsvirkjunar vom
fjórir aðalmenn kjörnir, Árni Grétar Pinnsson,
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Sturla Böðvarsson
og Svavar Gestsson.
Þá vom tveir aðalmenn og tveir varamenn
kjörnir í bankaráð Landsbanka íslands. Aðal-
menn vom kjömir Helgi S. Guðmundsson og
Jóhann Ársælsson, en til vara Haukur Halldórs-
son og Sigríður Stefánsdóttir. í útvarpsráð voru
kjörnir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Gissur
Pétursson, Þórunn Gestsdóttir, Anna K. Jóns-
dóttir, Kristjana Bergsdóttir, Guðrún Helgadótt-
ir og Þómnn Sveinbjarnardóttir.
Stakfellið
beint í
Smuguna
Þórshöfn. Morgunblaðið.
EKKI var til setunnar boðið loks
þegar sá fyrir endann á verkfalli
sjómanna og átti togarinn Stakfell
að sigla á miðnætti, beint í Smug-
una.
Að sögn Sævalds Gunnarssonar
útgerðarstjóra verður Stakfellið
einnig með rækjutroll og hefur þá
möguleika á að veiða rækju á Sval-
barðasvæðinu þar sem hún er ekki
kvótabundin tegund. Verkfallið hef-
ur komið illa við Hraðfrystistöð
Þórshafnar rétt eins og annars stað-
ar en útgerðin hefði getað gert það
gott í grálúðu þennan tíma því veiði
hefur verið góð og verðið ágætt.
Á þeim þrem vikum sem verkfall-
ið stóð yfir hefði Hraðfrystistöðin
getað framleitt fyrir átta til tíu
milljónir á sólarhring.
Morgunblaðið/Sumarliði Einar Daðason
Kunnu sér ekki læti
KÝRNAR á Kaupangi í Eyjafirði kunnu sér ekki læti þegar þeim var loks hleypt úr fjósinu.
Nýsprottið grasið hefur án efa bragðast vel eftir langan veturinn.
Frumvarp til laga um þingfararkaup og þingfararkostnað samþykkt
Forseti Alþingis njóti
sömu kjara og ráðherrar
Dagpeningar falla niður og reglur um
fæðingarorlof ná til þingmanna
FRUMVARP um þingfararkaup al-
þingismanna og þingfararkostnað
var samþykkt á Alþingi í gærkvöldi.
Frumvarpið var flutt af formönnum
eða varaformönnum allra þingflokka
á Alþingi nema Þjóðvaka, sem sat
hjá við afgreiðslu flestra greina
frumvarpsins eða greiddi atkvæði
gegn þeim. Það sama gilti um Ög-
mund Jónasson, þingmann Alþýðu-
bandalagsins, og þingmenn Kvenna-
listans hvað varðaði tiltekin atriði í
frumvarpinu.
Meðal nýmæla í frumvarpinu er
ákvæði um að forseti Alþingis skuii
njóta sömu launakjara og ráðherrar.
Gert er ráð fyrir að varaforsetar
þingsins fái greitt 15% álag á þing-
fararkaup.
Hætt að miða við lögheimili
Nái frumvarpið fram að ganga
verða reglur um húsnæðiskostnað
einfaldaðar. Núverandi Iög gera ráð
fyrir að þingmaður, sem á lögheimili
utan Reykjavíkur en verður að hafa
dvalarstað í Reykjavík eða grennd,
eigi rétt á að fá greiddan húsnæðis-
kostnað vegna þingstarfa og dvalar-
kostnað um þingtímann. Frumvarpið
gerir hins vegar ráð fyrir að horfíð
verði frá viðmiðun við lögheimili.
Allir þingmenn utan Reykjavíkur og
Reykjaness fái greiddan húsnæðis-
kostnað, án tillits til lögheimilis, til
að kosta dvalarheimili í Reykjavík
eða til þess að hafa starfs- og dvalar-
aðstöðu í kjördæmi. Þeir alþingis-
menn, sem þurfa að halda tvö heim-
ili, eiga jafnframt rétt á viðbótar-
greiðslu, allt að 40%.
Gert er ráð fyrir að dagpeninga-
greiðslur eða fæðispeningar, sem
þingmenn með lögheimili utan
Reykjavíkur og Reykjaness hafa
fengið um þingtímann, falli niður. f
greinargerð frumvarpsins segir að
þessar greiðslur séu ekki lengur í
takt við tímann.
Ferðakostnaðarreglur í kjördæmi
verða rýmkaðar þannig að alþingis-
menn fái endurgreiddan kostnað við
lengri ferðir til fundahalda innan
kjördæmis. Þá fái þingmenn greidd-
an sérstakan starfskostnáð til að
mæta tilgreindum útgjöldum, t.d.
bóka- og tímaritakaupum, nám-
skeiðs- og ráðstefnugjöldum.
Samkvæmt frumvarpinu verða
settar skýrar reglur um leyfi þing-
manna frá opinberum störfum þegar
þeir eru kosnir á Alþingi. Alþingis-
maður, sem gegnir opinberu starfi,
á rétt á leyfí í allt að fímm ár. Af-
sali hann sér þá starfmu á hann að
öðru jöfnu forgang í allt að fimm
ár til viðbótar að sambærilegri stöðu
hjá hinu opinbera, samkvæmt frum-
varpinu.
Dregið úr kostnaði við
þingsetu varamanna
Lagt er til að reglum um greiðslur
til þingmanna er þeir sinna opinber-
um erindum, einkum erlendis, og
inntöku varamanna á þing verði
breytt. Er gert ráð fyrir að þingmað-
urinn verði að vera fjarverandi fímm
daga eða lengur til að halda þingfar-
arkaupi fyrir fjarvistardagana. í
greinargerð segir að vonazt sé til að
þetta dragi úr kostnaði við þingsetu
varamanna.
í frumvarpinu er jafnframt það
nýmæli að gert er ráð fyrir að al-
mennar reglur um fæðingarórlof og
tryggingar gildi um alþingismenn.
Geir Haarde, þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir
frumvarpinu. Hann sagði að endur-
skoðun þingfararlaganna hefði verið
lengi í undirbúningi. Lögin væru
rúmlega 30 ára gömul, en mörg
ákvæði þeirra mun eldri og úrelt.
Geir vakti sérstaka athygli á því
að ekki væri gerð tillaga um að
breyta þingfararkaupinu sjálfu eða
með hvaða hætti það yrði ákveðið.
Sú ákvörðun yrði áfram í höndum
Kjaradóms.
Ekki forgangsmál
Svanfríður Jónasdóttir, formaður
þingflokks Þjóðvaka, sagði að niður-
staða flokksins varðandi þetta mál
hefði verið sú að þar gæti ekki verið
um forgangsmál að ræða og því hefði
flokkurinn ekki tekið þátt í undirbún-
ingi þess. Sagði hún ákvæði til bóta
að finna í frumvarpinu, svo sem hvað
varðaði að reyna að jafna kjör þing-
manna án tillits til búsetu og að þing-
menn eigi rétt á barnsburðarleyfí.
Kristín Halldórsdóttir, þingkona
Kvennalista, sagði að spurning væri
hvort ekki væri heppilegra að hlut-
laus aðili setti reglur um aðstæður
og kjör þingmanna. Einnig gerði hún
athugasemd við að hægt væri að fá
fasta endurgreiðslu starfskostnaðar.
Eðlilegt væri að hann væri endur-
greiddur samkvæmt reikningi.
Morgunblaðið/Júlíus
Eldur olli
talsverðum
skemmdum
ÍBÚÐ að Njálsgötu 32 skemmdist
í eldi síðdegis í gær. í fyrstu var
óttast að kona og barn væru inni
í íbúðinni, en hún reyndist vera
mannlaus. Tvær aðrar íbúðir í hús-
inu skemmdust ekki.
Slökkviliðið í Reykjavík var kall-
að að Njálsgötu kl. rúmlega 15.30.
Þegar það kom á vettvang var mik-
ill reykur upp úr þaki hússins, sem
er forskalað timburhús, kjallari,
hæð og ris.
Eldur logaði í herbergi í risíbúð-
inni. Slökkviliðið fór inn í íbúðina
og gekk greiðlega að slökkva eld-
inn. Herbergið er mikið skemmt og
skemmdir urðu á öðrum herbergjum
íbúðarinnar vegna reyks. Slökkvi-
starfí lauk að fullu á tæplega 1‘A
klukkustund.
------♦ ♦ ♦----
Reykholt
Skólinn
verður hluti
afFVA
Menntamálaráðuneytið hyggst á
næstunni ræða við stjórnendur
Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi um að reka í Héraðsskól-
anum í Reykholti skólastarf fyrir
nemendur með ónógan undirbún-
ing, sem eiga erfitt uppdráttar í
hefðbundnum skólum eða búa við
slæmar félagslegar aðstæður.
Slíkt verkefni verði hluti af skóla-
starfi Pjölbrautaskólans, m.a. til
að tryggja því lagagrundvöll.
Markmið viðræðna við FVA og
heimamenn í Reykholti er að efna
í næstu tvo vetur til skólastarfs í
Reykholti sem sé hluti af skóla-
starfí FVA, en skilgreint sem sér-
stakt tilraunaverkefni með af-
mörkuð fjárframlög. Að þeim tíma
liðnum verði árangur tilraunarinn-
ar metinn og ákvörðun tekin um
framhaldið
Þessi lausn er önnur tveggja
tillagna sem settar voru fram í
framhaldi af niðurstöðum úttektar
Hagsýslu ríkisins á hvernig til
hafi tekist með það nám sem starf-
rækt hefur verið við Héraðsskól-
ann í Reykholti á undanförnum
þremur árum. Úttektin var gerð
að ósk menntamálaráðuneytis, í
kjölfar deilna sem spruttu af þeirri
ákvörðun Ólafs Þ. Þórðarsonar að
setjast að nýju í stól skólastjóra
Héraðsskólans, eftir að hafa verið
í leyfi frá þeirri stöðu í um hálfan
annan áratug.
Átti von á annarri lausn
Oddur Albertsson, sem verið
hefur skólastjóri við Héraðsskól-
ann í Reykholti seinustu þrjú ár,
segir að hann þurfi að melta niður-
stöðu menntamálaráðherra um
tíma áður en hann tjái sig um
hana. Hann hafi átt von á annarri
lausn, en þyki jákvætt að skólinn
sé kominn undir lög eftir þriggja
ára starf og að athygli ráðuneytis-
ins beinist að honum.
Ekki náðist í Ólaf Þ. Þórðarson.
>
i
i
I
i
>
>
>
i
>
>
>
>
>
>
>
>
>
i