Morgunblaðið - 16.06.1995, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fiskvinnslufólk fellt fyrirvaralaust
af launaskrá vegna hráefnisskorts
Starfsmenn fá bætur
þrátt fyrir deilur
MIKILL ágreiningur er kominn
upp á milli Vinnumálasambands-
ins og stjórnar Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs um fyrirkomulag á
greiðslum til fiskvinnslufólks
vegna verkfalls sjómanna en sjóðs-
stjórnin ákvað sl. mánudag að
fiskvinnslufyrirtæki sem ekki til-
kynntu uppsögn kauptryggingar
með fjögurra vikna fyrirvara hafi
ekki heimild tii þess að taka starfs-
fólk sitt úr af launaskrá. Þessi
fyrirtæki eiga svo aftur að fá
launakostnað endurgreiddan frá
Atvinnuleysistryggingasjóði.
Árni Benediktsson, formaður
Vinnumálasambandsins, sendi fé-
lagsmönnum í sambandinu bréf
sl. miðvikudag þar sem hann seg-
ir að Vinnumálasambandið muni
ekki una ákvörðun Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs og muni fylgja
málinu eftir eins langt og nauðsyn-
legt sé. Hvatti hann aðildarfyr-
irtæki, sem hafa stöðvast vegna
hráefnisskorts, að greiða ekki laun
fyrir þá daga sem vinna feilur nið-
ur vegna hráefnisskorts af völdum
verkfallsins, þrátt fyrir að kaup-
tryggingarsamningum hafi ekki
verið sagt upp með fjðgurra vikna
fyrirvara.
í gær ákvað stjóm Atvinnuleys-
Agreiningur
milli Vinnumála-
sambands og
Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs
istryggingasjóðs að fiskvinnslu-
fólk þessara fyrirtækja muni fá
greiddar atvinnuleysisbætur og að
sögn Margrétar Tómasdóttur,
framkvæmdastjóra sjóðsins, er
það gert til að koma í veg fyrir
að ágreiningurinn við Vinnumála-
sambandið bitni á starfsfólkinu.
Með því sé þó ekki verið að viður-
kenna sjónarmið Vinnumálasam-
bandsins.
Ólík túlkun Samtaka
fiskvinnslustöðva
Samtök fiskvinnslustöðva sendu
aðildarfélögum þess tilmæli í byrj-
un maí vegna yfirvofandi sjó-
mannaverkfalls, þar sem þeim var
bent á að tilkynna vinnslustöðvun
með Ijögurra vikna fyrirvara svo
að þau geti tekið fólk af launaskrá
þegar hráefnisskortur verður eða
að tilkynna hráefnisleysi með
þriggja daga fyrirvara en þá yrðu
fyrirtækin jafnframt sjálf að
greiða dagvinnulaun, sem þau
fengju svo aftur endurgreidd frá
Atvinnuleysistryggingasjóði.
Telja verkfall
ófyrirséð áfall
Vinnumálasambandið túlkar
kauptryggingarsamninga og lög
öðruvísi og telur að fiskvinnslufyr-
irtækjum hafi verið heimilt að fella
allt starfsfólk fyrirvaralaust af
launaskrá vegna vinnslustöðvunar
og vísa í lagaheimild sem veitir
atvinnurekanda rétt til að fella
niður launagreiðslur þegar
vinnslustöðvun stafar af ófyrirséð-
um áföllum. Telja talsmenn Vinnu-
málasambandsins að undir þetta
falli ef vinna leggst niður vegna
verkfalla, enda alltaf óvíst hvort
þau komi til framkvæmda.
Árni Benediktsson sagði að
þetta skipti fyrirtækin talsverðu
máli því þau fengju aldrei allan
kostnað við að hafa fólk á launa-
skrá endurgeiddan úr Atvinnu-
leysistryggingasjóði.
„Kristján átti sviðið“
KRISTJÁN Jóhannsson í óperunni Á valdi örlaganna.
KRISTJÁN Jóhannsson tenór-
söngvari söng í Grímudansleik
Verdis, í fyrsta skipti af fjór-
um, í fyrrakvöld á frumsýn-
ingu í Covent Garden, konung-
lega óperuhúsinu í London.
Kristján var ánægður með
sinn hlut í sýningunni þegar
Morgunblaðið náði tali af hon-
um í London gær og með sýn-
inguna í heild. „Sýningin var
mjög glæsileg, búningarnir fal-
legir og hljómsveitin alveg
stórkostleg. Ég fékk gæsahúð
um allan kroppinn á fyrstu
æfingunni með henni. Þetta
gerist ekki betra.“
Gott að vera íslendingur
Jónas R. Jónsson dagskrár-
stjóri sjónvarpsstöðvarinnar
Filmnet í Hollandi og dr. Guð-
rún Sveinbjarnardóttir forn-
leifa- og sagnfræðingur við
Lundúnaháskóla voru viðstödd
sýninguna. Jónas kvað sýning-
una hafa verið mjög góða og
Kristján óumdeilda stjörnu
hennar. „Kristján átti sviðið.
Þetta var í fyrsta skipti sem
ég sé hann syngja utan íslands
og það var gott að vera íslend-
ingur I salnum.“ Guðrún Svein-
bjarnardóttir sagði þetta í
fyrsta skipti sem hún hlýddi á
Kristján á sviði og skemmti sér
vel. „Krislján kom vel fyrir í
söng og leik, ég var stolt af
því að vera Islendingur. Þetta
var mjög hátíðlegt.“ í lok sýn-
ingarinnar fögnuðu gestir af
miklum krafti, að sögn Guð-
rúnar og Jónasar.
Aðspurður sagði Krislján
muninn á áhorfendum í Lond-
on og á Ítalíu t.d. vera að ítal-
ir fögnuðu vel og lengi, fagn-
aðarlæti stæðu í allt að 20 mín-
útur, en í London væri fagnað
af miklum krafti en styttra.
Störf Jakobs ómetanleg
Kristján segir að störf Jak-
obs F. Magnússonar, menn-
ingarfulltrúa íslenska sendi-
ráðsins í London, hafi reynst
ómetanleg fyrir íslenska lista-
menn. „ Jakob er óþreytandi í
kynningarstarfi sínu á íslensk-
um listamönnum og menningu
okkar. Fyrir það eigum við öll
að vera honum þakklát. Það
er gamall og úreltur hugsunar-
háttur að íslensk sendiráð eigi
fyrst og fremst að vera einhver
þjónustumiðstöð fyrir íslenska
pólitíkusa."
Fjölmiðlar í Englandi hafa
haft mikinn áhuga á Kristjáni
undanfarið og meðal annars
var hann í viðtali hjá tímaritinu
Opera Now og á fimmtudaginn
var tekinn upp þáttur um hann
í BBC world service. Búist er
við að 40 milljónir horfi á þátt-
inn í hvert sinn, en hann verð-
ur sýndur þrisvar. „Ég er bú-
inn að vera óvenju mikið í
pressunni undanfarið og meira
en nokkru sinni, það má eigin-
lega segja að það sé að hitna
í kolunum,“ sagði Kristján.
Ofrágengnir kjarasamningar
VSÍ 09 Vinnumálasambandsins við: j
Starfsmenn Álversins
Flugvirkjafélag íslands
Yfirmenn á farskipum
Fjármálaráðuneytisins við stéttarfélög
verkamanna, iðnaðarmanna og sjómanna:
Alþýðusamband Vestfjarða vegna ræstingarstarfa og sjúkrahúsa
Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs vegna vistheimila og sjúkrahúsa
Verkakvennafélagið Snót, Vestmannaeyjum, vegna ræstingarstarfa
Verkalýðsfélagið Einingu, Akureyri, vegna ræstingarstarfa (þó ekki í MA)
Verkalýðsfélag Akraness vegna ræstingarstarfa og sjúkrahússins
Verkakvennafélagið Framsókn vegna ræstingarstarfa í skólum í Kópavogi
Verkakvennafélagiö Framtíðina, Hafnarfirði, vegna ræstingarst. í skólum
Verkalýðsfélög á Norðurlandi vegna sjúkrahúsa annarra en FSA
Félag íslenskra atvinnuflugmanna vegna Landhelgisgæslunnar
Flugvirkjafélag íslands vegna Landhelgisgæslunnar
Stéttarfélög sjómanna
Fjármálaráðuneytisins við aðildarfélög BSRB: |
Landssamband lögreglumanna
Landssamband slökkviliðsmanna
Leikarafélag íslands
Sjúkraliðafélag íslands
Fjármálaráðuneytisins við aðildarfélög BHMÍrF|
Dýralæknafélag íslands
Félag bókasafnsfræðinga
Félag háskólakennara
Félag háskólamenntaðra starfsmenn stjórnarráðsins
Félag íslenskra fræða
Félag íslenskra náttúrufræðinga
Félag tækniskólakennara
Kjaradeild Félag íslenskra félagsvísindamanna
Kjarafélag iðjuþjálfa
Kennarafélag Kennaraháskóla íslands
Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga
Matvæla- og næringarfræðingafélag íslands
Meinatæknafélag íslands
Röntgentæknafélag íslands
Stéttarfélag sálfræöinga á íslandi
Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa
Stéttarfélag lögfræðinga í ríkisþjónustu
Fjármálaráðuneytisins við stéttarfélög utan bandalaga:|
Félag íslenskra flugumferðarstjóra
Kjarafélag tæknifræðinga
Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar íslands
Stéttarfélag verkfræðinga
Staða samningamála hjá ríki og á
almenna vmnumarkaðinum
Osamið er við 20
aðildarfélög BHMR
FLEST aðildarfélög BHMR eru
enn með lausa samninga og eru
viðræður samninganefndar ríkis-
ins við nokkur félög í gangi en
viðræður við önnur eru í biðstöðu.
Samkvæmt upplýsingum Hann-
esar G. Sigurðssonar, aðstoðar-
framkvæmdastjóra VSÍ, eiga
vinnuveitendur á almenna vinnu-
markaðinum ólokið gerð samninga
við starfsmenn ÍSAL og Flug-
virkjafélag íslands, og ekki hafa
enn tekist samningar í viðræðum
VSÍ og Vinnumálasambandsins
við félög yfirmanna á kaupskipum,
en sú deila er til meðferðar hjá
ríkissáttasemjara.
Samkvæmt upplýsingum starfs-
mannaskrifstofu fjármálaráðu-
neytisins á ríkið eftir að ganga frá
kjarasamningum við sjo verkalýðs-
félög utan Reykjavíkur og Alþýðu-
samband Vestfjarða vegna ræst-
ingastarfa ófaglærðs starfsfólks
m.a. á nokkrum sjúkrahúsum og
í skólum. Einnig er ósamið við
atvinnuflugmenn og flugvirkja hjá
Landhelgisgæslunni og stéttarfé-
lög sjómanna.
Fjögur aðildarfélög BSRB
með lausa samninga
Fjögur aðildarfélög BSRB eru
enn með lausa sámninga en við-
ræður eru í gangi við Landssam-
band lögreglumanna, Landssam-
band slökkviliðsmanna og Leik-
arafélag íslands. Einnig eru við-
ræður hafnar við Sjúkraliðafélag
íslands.
I seinasta mánuði voru undirrit-
aðir kjarasamningar milli ríkisins
og Félags fréttamanna, Stéttarfé-
lags_ sjúkraþjálfara í ríkisþjónustu
og Útgarðs, félags háskólamanna,
en þessi félög eru öll innan BHMR.
Ósamið er við önnur félög BHMR
eða 20 alls. Kjaradeilum Félags
náttúrufræðinga og Stéttarfélags
lögfræðinga í ríkisþjónustu hefur
verið vísað til ríkissáttasemjara
og var haldinn sáttafundur í deilu
lögfræðinga og ríkisins í gær.
Viðræður eru hafnar milli ríkis-
ins og Félags háskólamenntaðra
starfsmanna stjórnarráðsins, Fé-
lags íslenskra fræða, Kjarafélags
iðjuþjálfa, Kjarafélags viðskipta-
og hagfræðinga og Stéttarfélags
sálfræðinga. Onnur félög í þjón-
ustu ríkisins hafa ýmist óskað eft-
ir viðræðum eða mál þeirra eru í
biðstöðu.
Að sögn Páls Halldórssonar,
formanns BHMR, er gerð samn-
inga aðildarfélaganna mjög mis-
langt á veg komin og sagði hann
að hjá stöku félögum virtist sam-
komulag vera nokkuð langt und-
an.
I
'
i
i
k
í
i
\
>