Morgunblaðið - 16.06.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 16.06.1995, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KJARASAMIMIIMGAR SJÓMANNA Sjómenn náðu fram flestum kröfum sínum um réttindi og sérveiðar Samið um verð alls afla sem fer ekki á markað Með nýjum kjarasamningi sjómanna og útvegsmanna, sem undirritaður var í fyrrínótt, verða verulegar breytingar á verðmyndun físks. Sjómenn geta nú gert kröfu um að gerður verði samningur um verð afla sé honum ekki landað á fiskmörk- uðum. Egill Olafsson fylgdist með lokaspretti samninganna SAMNINGURINN felur einnig í sér ávinning fyrir sjómenn varðandi starfsaldursálag, uppsagnarfrest undirmanna, olíuverðstengingu og sérveiðar. Samningurinn felur í sér sömu grunnkaupshækkanir og samið var um í samningum sem ASÍ og VSÍ gerðu í vetur, Einstakir kaupliðir hækka um 3,3% við undirritun og fæðispeningar hækka um 3%. Kauptrygging og aðrir kaupliðir hækka um 3% um næstu áramót. Úrskurðarnefnd um fiskverð Meginatriði samningsins eru um breytingar á verðmyndun afla. Gera verður samning um verð alls afla sem seldur er utan fiskmarkaða. Samningurinn, sem á að vera í stöðluðu formi, öðlast ekki gildi fyrr en að lokinni leynilegri at- kvæðagreiðslu áhafnar. Náist ekki samkomulag geta sjómenn leitað eftir úrskurði sérstakrar nefndar, sem skipuð verður þremur mönnum frá sjómönnum, þremur frá útgerð- armönnum og oddamanni skipuðum af sjávarútvegsráðherra að höfðu samráði við samningsaðila. Nefndin á að skila rökstuddu áliti á því hvort tillaga að fískverði víki frá því sem algengast er við sambæriléga ráð- stöfun aflans. I því sambandi ber henni að taka tillit til fiskverðs í nærliggjandi byggðarlögum, stærð- ar og gæða aflans og þróun afurða- verðs. Náist ekki samkomulag í nefnd- inni innan 14 daga frá því mál er lagt fyrir hana skal kveðinn upp úrskurður innan 7 daga og er hann ígildi gerðardóms. Verðúrskurður- inn skal gilda í allt að 3 mánuði. í þeim tilvikum þar ágreiningur rís um viðskipti með físk milli óskyldra aðila ber nefndinni að leita sátta í 7 daga og að því búnu kveða upp úrskurð innan 4 daga. Gert er ráð fyrir að samningum við sjómenn um fiskverð verði lokið eigi síðar en 30 dögum eftir að FORYSTUMENN sjómanna og útvegsmanna undirrita nýjan kjarasamning, en sjómenn hafa verið samningslausir síðan í ársbyijun 1993. MorgunDiaoio/bvernr GREINILEGT var á samningamönnum að þeir voru ánægðir með að samningar skyldu hafa tekist. Hér þakkar Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, Þóri Einarssyni og Geir Gunnars- syni, sáttasemjurum, fyrir samstarfið. kjarasamningurinn öðlast gildi. Jafnframt er gert ráð fyrir að Verð- lagsráð sjávarútvegsins ákveði grunnverð á afla, en talað hefur verið um að það verði 60 krónur á kíló af þorski. Forystumenn sjó- manna telja að þetta lágmarksverð ásamt úrskurðarnefndinni komi að mestu í veg fyrir að sjómenn verði látnir taka þátt í kvótakaupum. Samningurinn leiðir til lengingar á uppsagnarfresti undirmanna. I stað viku fá sjómenn sem starfað hafa í tvö ár 14 daga uppsagnar- frest. Við fjögurra ára starf eiga sjómenn rétt á 21 dags uppsagnar- frest og við 6 ár verður uppsagnar- fresturinn 30 dagar. Réttindi afleysingamanna eru styrkt. Hafi þeir verið lögskráðir hjá sömu útgerð í samfellt 7 mán- uði á undangengnum 12 mánuðum öðlast þeir sömu réttindi og fast- ráðnir sjómenn. Skipverjar sem starfað hafa hjá útgerðum innan LÍÚ í samfellt 2 ár fá starfsaldursálag sem nemur 2% af kauptryggingu. Eftir þriggja ára starf hækkar hlutfallið í 4%. Breytingar á fríi Verulegar breytingar voru gerð- ar á samingsákvæðum um frí. Frí í kringum sjómannadag og jól og áramót eru lengd á kostnað fría 1. maí. Hafnafrí skal vera ein klukkustund fyrir hveija 6 og hálfa klukkustund í útivistartíma skips. Hafnarfrí skal þó aldrei vera skemmri tími en 30 stundir að lok- inni útivist hveiju sinni. Samkomulag tókst um sérsamn- inga fyrir rækjuveiðar þegar aflinn er unninn um borð, um sérveiðar togara sem salta físk um borð og um veiðar dragnótabáta. Ekki tók- ust samningar um humarveiðar þegar skip nota tvær vörpur sam- tímis. Sjómenn náðu fram kröfu sinni um breytingar á olíuverðsviðmiðun og felur það í sér að sjómenn munu eiga kost á að njóta þess í launum ef heimsmarkaðsverð á olíu lækkar. Miðað við olíuverð í dag hefur þetta ekki kostnaðarauka í för með sér fyrir útgerðina. Ætti að geta leitt til betri samskipta Guðjón A. Gunnar Helgi Kristján Sævar FORYSTUMENN sjómanna og út- gerðarmanna eru ánægðir með ný- gerðan kjarasamning. Þeir segjast gera sér vonir um að hann leiði til betri samskipta sjómanna og útgerð- armanna. Full þörf sé á því að sam- skipti þessara aðila batni því að þau hafí verið mjög slæm á undanförnum árum. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, sagði að samn- ingurinn væri mun hagstæðari sjó- mönnum en miðlunartillaga rík- issáttasemjara, sem felld var sl. mánudag. „Þetta er tvímælalaust mikið betri niðurstaða. Við náðum fram þó nokkuð mörgum atriðum í þessari síðustu lotu viðræðnanna. Það náðust fram lagfæringar á sam- komulagi um verðmyndun á afla. Við náðum að lengja uppsagnarfrest undirmanna, sem við höfum barist fyrir lengi. Lagfæring verður á starfsaldursálagi og síðast en ekki síst náðum við markmiði okkar um breytingar á olíuverðsviðmiðun. Eg á enga ósk heitari en að sam- skipti sjómanna og útvegsmanna batni með gerð þessa samnings. Samskiptin hafa verið gjörsamlega óviðunandi á undanförnum árum. Eg geri mér vonir um að samkomulagið um verð- myndun físks breyti þar miklu. Ég bind vonir við að samningsaðilar komi að þessu með því hugar- fari að vinna af heilindum að sann- gjörnum skiptum milli sjómanna og útvegsmanna," sagði Sævar. Kristján verður í nefndinni Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að útvegsmenn hefðu tekið þá afstöðu eftir að miðlunartil- laga sáttasemjara var felld að gera verulegar tilslakanir frá fyrri af- stöðu. Hann sagðist vijja vekja at- hygli á að tilslökun LÍÚ birtist ekki bara í því að fallist hefði verið á nokkrar kröfur sjómanna heldur hefðu útgerðarmenn fallið frá sann- gjarnri kröfu sinni um breytt hluta- skipti ef fækkun á sér stað í áhöfn skips. „Við búum við það að þegar mönnum fækkar á skipi eykst launakostnaður út- gerðarinnar. Þetta er al- gerlega andstætt við það sem gerist alls staðar ann- ars staðar. Við óskuðum eftir að launakostnaður ykist ekki en sættum okkur við að allur sparn- aðurinn færi til þeirra. Við féllum frá þessari kröfu til að greiða fyrir framhaldinu.“ Kristján sagðist telja að samning- urinn markaði viss tímamót. Hann sagðist vona að með því væri verið að leggja grunn að góðu samstarfi í framtíðinni og kveðin yrði niður sú tortryggni sem ríkt hefði milli aðila um nokkurt skeið. „Með samkomulaginu um verð- myndun á afla er lögð ákveðin kvöð á okkur, sem ekki var eftir að fisk- verð var gefið frjálst. Frá því að Verðlagsráð sjávarútvegsins hætti afskiptum af fiskverðsákvörðun hef- ur fiskverð verið ákveðið með ýms- um hætti.' Núna ber mönnum að gera samning hvort heldur er um að ræða aðila sem eru bæði í veiðum og vinnslu eða hina sem eingöngu eru í útgerð. Náist ekki samkomulag kemur hlutlaus aðili og úrskurðar eftir að við höfum leitað sátta. Þetta er meginatriði þessara samninga. Ég vona að úrskurðarnefndin þurfí engin afskipti að hafa af verð- myndunarmálunum. Það má búast við að einhveijum málum verði skot- ið til hennar og ég mun þá leggja mig fram um að ná samkomulagi við sjómenn án þess að kveðja til oddamann til að kveða upp úrskurð." Ákveðið hefur verið að Kristján Ragnarsson verði einn fulltrúa út- vegsmanna í úrskurðarnefndinni, sem fjalla á um ágreining um fisk- verð. Brúttótap ÚA 200 milljónir „Verkfallið hefur haft mikil áhrif á rekstur Útgerðarfélags Akur- eyringa. Heildartekjur fé- lagsins á síðasta ári voru um 3,7 milljarðar. Það eru um 70 milljónir á viku. Brúttótekjutap þess er því mikið. Verkfallið er búið að vera langt og það kemur á óheppi- legum tíma,“ sagði Gunnar Ragn- ars, framkvæmdastjóri ÚA. Hann sagðist því vera ánægður með að samningar hefðu tekist. Gunnar sagði að samningurinn myndi ekki hafa í för með sér stór- aukin útgjöld fyrir ÚA í formi hærri launagreiðslna. ÚA hefði gert samn- ing við sjómenn um fiskverð fyrr í vetur og því hefði þessi deila sáralít- il áhrif á kjör sjómanna sem störf- uðu hjá fyrirtækinu. Betra en miðlunartillagan Guðjón A. Kristjánsspn, formaður Farmanna- og fískimannasam- bandsins, sagði að samningurinn væri mun betri fyrir sjómenn en miðlunartillaga sáttasemjara og því gæti hann óhikað mælt með sam- þykkt hans við sína umbjóðendur. „Við eigum eftir að móta starf úrskurðarnefndarinnar, en það er allt efni til þess að samkomulagið um verðmyndun afla leiði til veru- legra breytinga til hagsbóta fyrir sjómenn. Við settum okkur það markmið að koma í veg fyrir allt kvótabrask. Ég ætla að vona að það hafí tekist. Við erum búnir að eyða í þetta miklum tíma, fyrirhöfn og miklum kostnaði fyrir alla. Mér sýn- ist að ferillinn bjóði alveg upp á að þetta takist. Sjómannasamtökin og sjómenn almennt verða hins vegar að standa vörð um samkomulagið og fylgja því eftir.“ Náðum góðum árangri „Ég hef trú á því að þetta sé sanngjörn niðurstaða og að við höf- um náð býsna langt. Það hefur ver- ið harðsótt að ná þessum árangri, en þegar á allt er litið tel ég að sjómenn geti þokka- lega við unað. Ef litið er á aðra launþegahópa erum við að ná fram miklu meiri breytingum en þeir hafa náð fram,“ sagði Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands. Helgi sagðist hafa trú á að sú lausn sem fékkst varðandi verð- myndun á afla setti verulegar skorð- ur við kvótabraski „Það hafa verið mikil illindi milli útgerðarmanna og sjómanna síðustu ár, en ég trúi því að útgerðarmenn muni virkilega leggja sig fram um að unnið verði þannig úr þessari niðurstöðu að menn geti við hana unað.“ Verulegar til- slakanir út- gerðarmanna Markmiðið var að stöðva kvótabrask

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.