Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 17
Bronfman
Spielberg
í samstarf
Los Angeles. Reuter.
EDGAR Bronfman, aðalfor-
stjóri Seagram Co. Ltd, hefur
samið við DreamWorks, fyrir-
tæki Stevens Spielbergs, um
bandalag við MCA/Universal
um heimsdreifingu á kvik-
myndum, teiknimyndum,
myndböndum og tónlist.
Tugmilljónatekjur
Samningurinn getur haft í
för með sér tugmilljóna dollara
tekjur af dreifingu Spielberg-
kvikmynda. Sex þeirra eru
meðal 10 söluhæstu kvikmynda
allra tíma og hafa gefið af sér
rúmlega 1.8 milljarða dollara á
Bandaríkjamarkaði.
Hlutabréf í Seagram hækk-
uðu um 1,75 dollara í 30,875
dollara í kauphöllinni í New
York þegar fréttist af samn-
ingnum.
Þegar Seagram stóð í samn-
ingum um að kaupa verið af
Matsushita Electric Industrial
Co. Ltd, lék mönnum forvitni
á að vita hvort Spielberg mundi
starfa áfram hjá MCA/Univer-
sal en hann og Sidney Shein-
berg, forstjóri MCA/Universal,
eru góðvinir og kynni Spielberg
að hafa hætt ef Sheinberg hefði
farið.
Murdoch
semur við
Dagblað
alþýðu
Peking. Reuter.
RUPERT Murdoch, sem vakti
uppnám í Peking þegar hann
kallaði gervihnattasjónvarp
„banabita einræðisherranna,"
er aftur kominn í náðina hjá
kínverskum valdhöfum vegna
meiriháttar samnings við Dag-
blað alþýðunnar.
News Corp, fyrirtæki
Murdochs, og aðalmálgagn
kommúnistaflokksins hafa
komið á fót sameiginlegu fyr-
irtæki til þess að kanna og
nýta tækifæri á sviði upplýs-
ingatækni á næstu 30 árum.
Starfsemi sameignarfyrir-
tækisins mun hefjast með bein-
tengdri gagnaþjónustu en staf-
ræn útgáfa, gagnaflutningsnet
og stafræn vörpun eru einnig
í undirbúningi.
Samningurinn verður mikil-
vægur liður í því að bæta ímynd
Murdochs í Kína. Það tryggir
honum einnig fótfestu á ört
vaxandi markaði og bætist við
sendingar STAR-sjónvarps
hans.
Samningurinn virðist binda
enda á illdeilur Murdochs við
Kínveija, sem hófust í septem-
ber 1993 þegar hann skrifaði
að „gervihnattasjónvarp stofn-
aði einræðiskerfum hvarvetna
í ótvíræða hættu.“ Mánuði síð-
ar bannaði Peking-stjórnin ein-
staklingum að eiga STAR-
gervihnattadiska.
Tannsmiðir siiji
við sama borð
SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint
þeim tilmælum til Tryggingar-
stofnunar ríkisins að gæta þess
að raska ekki með ákvörðunum
sínum innbyrðis samkeppnisstöðu
tannsmiða.
Tryggingastofnun hefur einung-
is gert samning við einn tannsmið,
Bryndísi Kristinsdóttur, um endur-
greiðslu vegna vinnu tannsmiða
fyrir sjúkratryggða elli- og örorku-
lífeyrisþega. Hefur stofnunin hafn-
að umsóknum um samninga við
aðra tannsmiði á þeim forsendum
að ekki sé hægt að fjalla um beiðni
þeirra þar til dómur sé fallinn í
máli Tannlæknafélags íslands
gegn Bryndísi sem nú er rekið
fyrir hæstarétti. Þar er deilt um
hvort tannsmiðum sé heimilt að
vinna í munnholi sjúklinga.
Samkeppnisstofnun telur að á
meðan núverandi ástand vari sé
augljóslega verið að mismuna
tannsmiðum og raska samkeppnis-
stöðu þeirra. Sá tannsmiður sem
Tryggingastofnun hafi gengið til
samninga við hafi afgerandi for-
skot á keppinauta sína þegar komi
að því að afla viðskipta hjá þeim
hópi sjúklinga sem rétt eigi til
endurgreiðslna.
Þá segir ennfremur að sú stjórn-
valdsákvörðun að fresta að taka
afstöðu til þess hvort aðrir tarm-
smiðir fái sambærilega samninga
við Tryggingastofnun stríði gegn
markmiðum samkeppnislaga.'
Ákvörðunin kunni einnig að fara
í bága við lögmætisreglu stjórn-
sýsluréttarins.
Samkeppnisráð tekur ekki af-
stöðu til þess hvort gengið verði
til samninga við alla tannsmiði eða
samningurinn við Bryndísi Krist-
insdóttur verði endurskoðaður.
Hins vegar er lögð á það áhersla
að tannsmiðir í landinu sitji við
sama borð og njóti jafnra sam-
keppnisskilyrða.
Vélsmiðja Orms og Víglundar kaupir eignir Drafnar hf.
Samdrætti ínýsmíði
mættmeð skipaþjónustu
Kaupverð húsnæðis, lóðar og slipps 39 milljónir króna
Stofnandi
Subway á
Islandi
FRED DeLuca, stofnandi
Subway-keðjunnar, kom hingað
til lands í gær. Hann kemur
hingað til þess að skoða aðstæð-
ur hjá Subway á íslandi auk
þess sem hann mun ferðast lítil-
Íega um landið.
DeLuca stofnaði fyrsta
Subway veitingastaðinn fyrir
30 árum, þá aðeins 17 ára gam-
all og hefur fyrirtækið vaxið
ört síðan. Velta fyrirtækisins
var um 2.5 milljarðar dollara á
síðasta ári og voru sölustaðir
þess um 11.000 talsins víðsveg-
ar um heiminn. McDonalds er
eina fyrirtækið sem getur stát-
að af fleiri skyndibitastöðum í
heiminum. Á myndinni má sjá
DeLuca (t.h.) ásamt Skúla G.
Sigfússyni; framkvæmdasljóra
Subway á Islandi við komuna
til landsins.
----» ♦ «---
Námskeið í
viðskipta-
áætlunum
KYNNINGARMIÐSTÖÐ Evrópu-
rannsókna (KER) og Fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins halda námskeið kl. 9 í dag að
Grand hóteli í gerð viðskiptaáætl-
ana sem miða að nýtingu niður-
staðna úr rannsókna- og nýsköp-
unarverkefnum í atvinnulífinu.
Markmiðið námskeiðsins er að
aðstoða þá sem standa að rann-
sókna- eða nýsköpunarverkefnum,
sem leiða eiga til markaðsafurða.
VÉLSMIÐJA Orms og Víglundar
hefur keypt fasteignir Skipaþjón-
ustu Drafnar af Iðnlánasjóði. Að
sögn Eiríks Orms Víglundssonar,
framkvæmdastjóra vélsmiðjunnar
er tilgangurinn að færa út kvíarnar
í skipaþjónustu til þess að mæta
samdrætti í nýsmíði.
„Við höfum til þessa lítið verið
í skipaviðgerðum. Það hefur hins
vegar verið alger auðn í nýsmíðinni
og við erum að bregðast við því,“
sagði Eiríkur Ormur.
Skipaþjónustan Dröfn er enn í
rekstri/þannig að ekki er ljóst hve-
nær eignirnar verða afhentar vél-
smiðjunni. í kaupsamningnum er
þó kveðið á um að það verði eigi
VERSLUNARRÁÐ íslands hefur
opnað heimasíðu á veraldarvefí int-
ernetsins. Er það fyrst af samtökum
atvinnulífsins til að veita slíka þjón-
ustu.
Á heimasíðu ráðsins er að finna
almenna kynningu á því auk ann-
arra upplýsinga eins og lista yfir
stjórn og starfsfólk. Þá er þar einn-
ig að finna fréttir úr starfi ráðsins
og væntanlega viðburði á vegum
þess. „Við lítum á þetta sem þjón-
ustu við félagsmenn og þá sem vilja
fræðast um Verslunarráð og starf-
semi þess. Nú geta allir átt gagn-
síðar en 15. júlí nk. „Við erum til-
búnir til að hefjast handa um leið
og við fáum eignirnar. Starfsemin
á helst ekkert að stöðvast," sagði
Eiríkur Ormur.
39 milljónir
Vélsmiðja Orms og Víglundar
kaupir af Iðnlánasjóði húsnæði, lóð
og slipp Skipaþjónustu Drafnar og
er kaupverðið 39 milljónir króna.
„Við erum ekki að kaupa rekstur-
inn þannig að starfsmenn Drafnar
fylgja ekki með. Hins vegar munum
við væntanlega endurráða einhvern
hluta þeirra," sagði Eiríkur Ormur.
„Það sem fyrir okkur vakir er að
afla verkefna, en við höfum átt í
virk samskipti við okkur með því
að óska eftir frekari upplýsingum
um það, sem birtist á heimasíð-
unni, með tölvupósti," segir Jónas
Fr. Jónsson, lögfræðingur Verslun-
arráðs.
Slóð heimasíðu Verslunarráðs er
eftirfarandi:
http://www.chamber.is/chamber/
.. .blabib - kjarni málsins!
erfiðleikum með það. Þetta er hrein
viðbót við þann rekstur sem fyrir
er hjá okkur. Sumt fellur vel að
því sem við höfum verið að gera,
en við munum ráða viðbótarfólk
eftir því sem þörf verður á.“
Dröfn hf., móðurfyrirtæki Skipa-
þjónustu Drafnar, var lýst gjald-
þrota fyrir nokkrum mánuðum.
Félagið hafi þá engan eiginlegan
rekstur með höndum, heldur var
hann í höndum tveggja dótturfyrir-
tækja frá upphafi síðasta árs. Ánn-
að sá um fasteignaþjónustu, en var
lýst gjaldþrota 20. janúar sl. Hitt
fyrirtækið, Skipaþjónustan Dröfn,
var með greiðslustöðvun til 1. maí
sl.
Garðsláttuvélar
ÞÓR HF
Reykjavík - Akureyri
Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - Sfmi 461-1070
Verslunarráðið
á veraldarvefinn
ASKO - BYGGÐ TIL AÐ ENDAST LENGUR * BYGGÐ TIL AÐ GÆLA VIÐ ÞVOTTINN ÞINN * ASKO FRÁ FÖNIX - ÞAÐ ER MÁLIÐ
\
Það er sama hvort ASKO þvottavélin hefur
1000,1200,1400 eða jafnvel 1500 sn.
vinduhraða, gæðin eru alltaf þau sömu.
NÚ ER LAG AÐ FÁ SÉR ASKO,
HÁGÆÐA SÆNSKA ÞVOTTAVÉL Á
HAGSTÆÐU VERÐI
Æonix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
10504: 69.980,-
10604: 73.970,-
10524: 75.980,-
10624: 80.960,-
.11004: 83.980,-
1 2004: 88.970,-
FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX