Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR: EVRÓPA
Þrír forsetar funda
DEILUR Bandarikjanna og
Frakklands vegna kjamorkutil-
rauna síðarnefnda ríkisins hafa
varpað skugga á þá staðreynd,
að fundur Jacques Chirac og Bills
Clinton í Washington á miðviku-
dag var formlega leiðtogafundur
Evrópusambandsins og Banda-
ríkjanna. Vera Jacques Santer,
forseta framkvæmdastjórnar
ESB, á fundinum hefur heldur
ekki farið hátt, en hér em forset-
arnir þrír samankomnir á blaða-
mannafundi.
Bandaríkin og ESB halda tvisv-
ar á ári leiðtogafund þriggja for-
seta; Bandaríkjanna, fram-
kvæmdastjórnar ESB og ráð-
herraráðs sambandsins, en
Chirac gegnir síðastnefnda emb-
ættinu um þessar mundir. Fund-
urinn er haldinn í samræmi við
Atlantshafsyfirlýsinguna frá
1990, en í henni er kveðið á um
reglubundin samskipti og samráð
Bandaríkjanna og ESB.
Bandaríkjamenn hafa löngum
hvatt til sammna Evrópuríkja og
viljað geta rætt við sameiginlegan
fulltrúa bandamanna sinna í Evr-
ópu. Fræg em ummæli fyrrver-
andi utanríkisráðherra Banda-
rikjanna, Henry Kissingers, þegar
hann leitaði að fulltrúa „Evrópu":
„í hvern hringi ég?“
Forsetarnir þrír ræddu meðal
annars ástandið í Bosníu, leið-
togafund helztu iðnríkja heims,
sem hófst í Halifax í Kanada í
gær, Alþjóðaviðskiptastofnunina
og framtíðarsamskipti Banda-
ríkjanna og ESB. Hugmyndir um
fríverzlunarsamning Atlants-
hafsríkja bar á góma.
Forsetarnir samþykktu sam-
eiginlega yfirlýsingu um að þeir
vildu styrkja bandalag Atlants-
hafsríkja í efnahags-, varnar- og
utanríkismálum og myndu fela
háttsettum embættismönnum að
gera uppkast að tillöguin fyrir
næsta leiðtogafund í lok ársins.
Chirac hefur, í anda franskrar
utanríkisstefnu, lýst því yfir að
hann vilji auka vægi sameinaðrar
Evrópu í Atlantshafssamstarfinu.
Reuter
Utanríkisviðskiptaráðherra Svía
Aðlögim Norður-
landa að Schengen
getur tekið eitt ár
MATS Hellström, utanríkisvið-
skiptaráðherra Svíþjóðar, sagði í
þingumræðum á miðvikudag að rík-
isstjómin myndi setja tvö meginskil-
yrði í umsókn sinni um aukaaðild
að Schengen-samkomulaginu. Ann-
ars vegar að eftirlit með eiturlyfja-
smygli á ytri landamærum Evrópu-
sambandsins yrði bætt og hins veg-
ar að samkomulag næðist, sem við-
héldi áframhaldandi vegabréfsfrelsi
innan Norðurlandanna, þannig að
ekki risu nýir tálmar á landamærum
norrænu ESB-landanna gagnvart
íslenzkum og norskum borgurum.
Sænska stjómin hefur ákveðið að
sækja um aukaaðild að Schengen-
samkomufaginu og stefnir að fullri
aðild. Með Schengen er vegabréfseft-
irlit á landamærum ríkja ESB af-
numið, samræmdu upplýsingakerfi
um afbrotamenn komið upp og lög-
regla hefur rétt til að elta grunaða
afbrotamenn inn í annað ríki.
Langar og flóknar viðræður
Hellström sagði að flókið yrði að
samræma norræna samninginn um
vegabréfsfrelsi fullri aðild Svíþjóðar,
Danmerkur og Finnlands að
Schengen. Danmörk hefur um skeið
átt áheyrnaraðild að samkomulag-
inu og Finnland gerðist nýlega
áheyrnaraðili. Þannig sagðist hann
búast við löngum og erfíðum samn-
ingaviðræðum, sem lyki áreiðanlega
ekki á þessu ári. Varla yrði „norræn
lausn“ fundin fyrr en eftir eitt ár
og Svíþjóð yrði því ekki fullgilt
Schengen-ríki fyrr en að þeim tíma
liðnum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins telja danskir embættis-
menn að mat sænska ráðherrans
sé ívið bjartsýnislegt, ef eitthvað er.
í danska stjórnkerfinu telja menn
að viðræður um fulla aðild norrænu
ESB-ríkjanna þriggja að Schengen
og aðlögun Noregs og íslands að
samkomulaginu, meðal annars með
því að ríkin taki að sér gæzlu ytri
landamæra ESB, muni taka allt að
tvö ár.
Ahyggjur Dana
Danir hafa haft áhyggjur af því
að umferð um landamæri Danmerk-
ur og Þýzkalands myndi ganga
hægt fyrir sig eftir gildistöku
Schengen. Þar sem Þýzkaland er
fullgildur aðili að samkomulaginu
en Danmörk ekki, ber að herða
mjög gæzlu á landamærunum. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins hafa þýzk stjórnvöld horft í
gegnum fingur varðandi t.d. páska-
umferðina og ekki framfylgt strang-
asta eftirliti. Sumarumferðin er nú
að hefjast og dönsk stjómvöld vona
að engin vandamál komi upp, sem
verði til þess að Þjóðverjar herði
eftirlitið.
Enn sem komið er hafa önnur
Schengen-ríki ekki þrýst mjög á
Þýzkaiand að herða eftirlit á landa-
mærunum við Danmörku. Fari svo,
mun þrýstingur hins vegar aukast
á Danmörku að gerast fullgilt aðild-
arríki Schengen, og um Ieið á hin
Norðurlöndin þar sem lögð hefur
verið mikil áherzla á norrænt sam-
flot í málinu.
ÚR VERIIMU
Rækjukvóti kominn
í 80 krónur kílóið
LEIGUKVÓTI í rækju fór á 80
kr. kílóið á uppboði hjá Kvóta-
markaðinum nýlega, en að sögn
Hilmars Kristjánssonar, eiganda
markaðarins, var þar um að
ræða 180 tonn. Sagði Hilmar
þetta mikil umskipti frá því sem
verið hefði í fyrra, en hæsta
verð fyrir leigukvota þá var 18
kr. kílóið sem síðan féll niður í
átta krónur, en verð á varanleg-
um rækjukvóta þá var 85 krónur
kílóið.
Hilmar sagði að vegna sjó-
mannaverkfallsins hefði verið
lítið um leigukvóta á uppboðinu.
Hann sagði að hærra verð hefði
fengist en reiknað hafði verið
með, og þannig hefði ýsan
hækkað úr 80 krónum í 100
krónur. Þá hefðu verið þijár lot-
ur af varanlegum þorskkvóta,
rúmlega 40 tonn, sem búið hafi
verið að veiða og hefði hann
farið á 430 kr., 440 kr. og 460
krónur. Þetta þýddi 545 kr. fyr-
ir óveiddan þorsk, en í desember
síðastliðnum hefði verðið verið
255 kr. og hækkunin síðan því
mikil.
Hilmar sagði að leigukvótinn
í þorski hefði verið kominn upp
í 100 kr. rétt fyrir páska, en nú
væri hann kominn niður í 85
krónur, en 85 tonn fóru á því
verði hjá Kvótamarkaðinum.
Sagði Hilmar að búast mætti
við að skriður kæmist á verðið
aftur þegar verkfall sjómanna
leystist.
Morgunblaðið/Halldór B. Nellet
Risaskip
í Síldar-
smugunni
HOLLENZKA risaskipið Zeeland
er líklega stærsta skipið, sem
stundar síldveiðar í norðurhöfun.
Landhelgisgæzlan flaug yfir
Zeeland, sem er rúmlega 6.000
tonn, 114 metra langt og 17
metra breitt, þegar það var á
siglingu í Síldarsmugunni, rétt
utan landhelgi okkar. Að minnsta
kosti fj’ögur hollenzk síldarskip
hafa að undanförnu sézt í Síldar-
smugunni, en afli þeirra hefur
verið heldur tregur. Hollensku
skipin mega ekki fara inn í lög-
sögu okkar og halda sig því í
Smugunni. Zeeland var á sínum
tíma stærsta fiskiskip í Evrópu,
en það var smíðað 1989. Aflinn
er allur unninn um borð.
Ný tegnnd fiskmerkja
mælir hitastig og dýpi
Aætlað er að merkja um 200 þorska með nýju mælingimum í ár
HAFRANNSÓKNASTOFNUN
hóf fyrir skömmu að koma nýrri
gerð af rafeindamerkjum fyrir í
fiskum sem stofnunin merkir.
Nýju merkin eru hylki sem inni-
haida hita- og þrýstinæmar tölvu-
rásir með minniskubbum og
klukkuverki. Þegar þessi merki
eru endurheimt eru þau tengd við
tölvu og veita þau þá upplýsingar
um hitastig og dýpi, þar sem fisk-
urinn hefur haldið sig, skráðar í
tímaröð.
Að sögn Vilhjálms Þorsteins-
sonar, fískifræðings hjá Hafrann-
sóknastofnun, merkir stofnunin
nú um 6-7000 fiska á ári með
hefðbundnum aðferðum og er ætl-
unin að halda þeim merkingum
áfram. Nýju merkin séu dýr og
því ekki hægt að merkja eins
marga fiska með þeim. Upplýs-
ingarnar sem fást með rafeinda-
merkjum séu einnig af öðru tagi
en þær sem fást rneð hefðbundn-
um merkingum. Áætlað er að
merkja um 200 þorska með nýju
mælingunum í ár og stefnt er að
því að fjölga slíkum merkingum á
næstu árum.
Fjölbreyttari
upplýsingar
Tækniþróunin er ör í fiskmerk-
ingum og innan skamms mun
næsta kynslóð rafeindamerkja líta
dagsins ljós. „Hún mun líklega
mæla oftar og afla fjölbreyttari
upplýsinga fyrir sama líftíma raf-
hlöðu og það merki sem við erum
að taka í notkun núna,“ segir Vil-
hjálmur. „Til dæmis gerum við
okkur vonir um að auk þess að
mæla hita og dýpi muni ekki líða
á löngu uns slíkt merki mæli seltu-
stig sjávarins."
Tilraunir hafa verið gerðar með
þessi rafeindamerki með því að
koma þeim fyrir í þorskum í kvíum
eða landkerum frá ársbyijun 1994.
„Fyrstu þorskunum með rafeinda-
merki var sleppt í sjó í apríl síðast-
liðnum. Nú höfum við merkt eitt
hundrað þorska m.eð þeim hætti
og endurheimt fjóra. Ekki er hægt
að byggja mikið á svo fáum endur-
heimtum en gögnin eru mjög
áhugaverð. Þessi vinna er mjög
spennandi og hefur hingað til
gengið að óskum. Eftir því sem
við náum betri tökum á þessari
aðferð tekst okkur að afla betri
og áreiðanlegri gagna um atferli
og vistfræði þorsksins og annarra
físka. Ég vil ekki láta hjá líða að
þakka sjómönnum fyrir gott sam-
starf við endurheimturnar enda
stendur og fellur alit það starf,-
sem byggir á fiskmerkingum, með
því. Um leið og við þökkum sjó-
mönnum fyrir mikinn velvilja í
okkar garð biðjum við þá um að
halda áfram að senda okkur öll
merki, bæði gömul og ný, ásamt
ýtarlegum upplýsingum um fund-
arstað og fleira," segir Vilhjálmur.
Nýja fiskmerkingartækið er að
öllu leyti hannað og framleitt af
fyrirtækinu Stjörnuodda í Reykja-
vík en það hefur einnig framleitt
fiskmerki til útflutnings.