Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 20

Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ L Lýðræðis- umbætur í Tyrklandi TYRKNESKA þingið sam- þykkti í gær í fyrstu umferð að fella úr gildi hluta úr stjórn- arskrá landsins, þar sem borið er lof á valdarán hersins árið 1980. Breytingin er hluti af lýðræðisumbótum sem Evrópu- þingið hefur gert kröfu um, eigi það að samþykkja samning um toliamál við Tyrki. Þá ræddi tyrkneska þingið' einnig um að aflétta hömlum á starfsemi stjórnmálaflokka og verkalýðs- félaga. Greidd verða atkvæði um hverja breytingu fyrir sig en að síðustu verður atkvæða- greiðsla um heildarniðurstöð- una. Stjórnmálaskýrendur hafa fagnað umræðunum og breyt- ingunum en hafa verið varkárir í yfirlýsingum sínum. Gagnrýn- endur segja hins vegar að ákvæði í stjórnarskránni koma í veg fyrir að samþykktir þings- ins breyti nokkru. Rússar að- stoða í kjarn- orkumálum RÚSSAR munu undirrita samning við Kínverja í septem- ber um byggingu kjarnorku- vers í Liaoning-héraði í Kína, að sögn Itar-Tass fréttastof- unnar. Munu Rússar útvega 2 kjamakljúfa og aðstoða við byggingu versins, sem verður hið þriðja í Kína. Gert er ráð fyrir að það taki til starfa í upphafi næstu aldar. Clarke ræðst á Evrópuand- stæðinga FJÁRMÁLARÁÐHERRA Bretlands, Kenneth Clarke, sakaði þá íhaldsmenn sem lengst eru til hægri í flokknum um útlendingahatur og sagði stefnu þeirra gegn Evrópu kunna að draga úr möguleik- um flokksins á endurkjöri. Aukafjárveit- ingar til Ira BÚIST er við að ráðherrar sjávarútvegsmála í Evrópu- bandalagsríkjunum muni sam- þykkja aukafjárveitingu til íra til að þeir geti aukið eftirlit með miðunum. Fjárveitingar til sjávarútvegsmála hafa auk- ist mjög á undanförnum ámm, verða líklega 41 milljónir Ecu 1996-2000 en voru 22 milljón- ir fímm ár þar á undan. Savimbi vill í sljórn JONAS Savimbi, leiðtogi skæruliðahreyfingar UNITA í Angóla, sagðist í gær myndu taka sæti varaforseta landsins, yrði honum boðið það í nýrri ríkisstjórn. Samningaviðræður um stjómina standa nú yfir. Imdelda að missa sjón IMELDA Marcos, fyrrum for- setafrú á Filippseyjum er með gláku og kann að að missa sjónina, fái hún ekki viðeigandi meðferð í Bandaríkjunum, að sögn læknis hennar. ERLEIMT í I Snarpur jarðskjálfti reið yfir vesturhluta Grikklands Jafnaði hótel og fjölbýlishús • X ••• X viðjorðu Egion. Reuter. AÐ MINNSTA kosti tíu manns fór- ust, þeirra á meðal tveir franskir ferðamenn, í öflugum jarðskjálfta, sem reið jríir vesturhluta Grikklands í gærmorgun. Hótel og fjöibýiishús jöfnuðust við jörðu í bænum Egion og sagði lögregla ljóst að fleiri hefðu farist, þar sem fjölmargir væru enn fastir í rústum húsanna. Jarðskjálftinn, sem mældist 6,1 stig á Richter-kvarða, reið yfir skömmu eftir miðnætti, aðfaranótt fimmtudags. „Allt hrundi á fímm sekúndum," sagði Brian Clavaud, Frakki sem starfar á hótelinu sem hrundi til grunna. Um 160 franskir ferðamenn voru í fastasvefni á hót- elinu þegar jarðskjálftinn varð og fórust karl og kona á þrítugsaldri en tíu ferðamenn voru fastir í rústunum. Átta manns, þar af þijú böm, sem bjuggu í fjölbýlisbúsi skammt frá hótelinu, fórust og tuga manna er saknað. Fjörutíu íbúðir voru í húsinu. Fólk sat skjálfandi á náttfötum, vafið í teppi, við rústirnar en þaðan bárust hróp þeirra sem enn voru fastir í húsunum. Jarðýtur voru not- aðar til að lyfta hlutum úr veggjum og gólfi til að komast að fólkinu 'en það verk gekk hægt og óttuðust menn að fáir þeirra sem enn voru í rústunum myndu lifa af. 44 slösuð- ust, sumir alvarlega. Eleni Seriato, 31 árs, komst lífs af úr fjölbýlishúsinu ásamt átta ára syni sínum en ellefu ára sonur henn- ar og eiginmaður voru enn fastir í rústunum. „Við reyndum að flýja og eiginmaður minn var fyrir aftan mig þegar hluti úr múrhúð féll á hann og hann komst ekki lengra,“ sagði Seriato. Miðja jarðskjálftans var skammt fyrir norðan Egion og urðu töluverð- ar skemmdir á svæðinu frá Patras til hinnar fornu borgar Delfí. Þar urðu hins vegar ekki slys á mönnum. Fannst skjálftinn í Aþenu en Egion er 145 km vestur af höfuðborginni. Á síðustu mánuðum hefur'fjöldi jarðskjálfta orðið á Grikklandi. Rúm- lega 8.000 manns hafast við í tjöldum eftir að jarðskjálfti, sem mældist 6,6 stig á Richter, reið yfir nærri bænum Kozani. Þá slösuðust 25 manns. neuier GRISKUR slökkviliðsmaður stendur við rústir hótelsins Eliki í Egion en um 160 ferðamenn, voru í fastasvefni á hótelinu er jarð- skjálftinn reið yfir. Á neðri myndinni er belgisk kona, Moirehe, mikið kvalin í rústum hótelsins og bíður þess að vera losuð. m. Deilur vegna kvennaráðstefnu Kínverjar heita bót og betrun NÁÐST hefur samkomulag í deil- um fulltrúa óháðra samtaka og Sameinuðu þjóðanna við kínversk stjórnvöld vegna kvennaráðstefn- anna fy/irhuguðu í Peking í lok ágúst. Óháðu samtökin, er halda sinn eigin fund, vilja vera í nánu sambandi við opinberu ráðstefn- una og mótmæltu m.a. harðlega að þeim skyldi ætlað að vera í Huairou-borg um 45 km frá Pek- ing. Irene Santiago, framkvæmda- stjóri fundar óháðu samtakanna, hefur skýrt frá því að Kínveijar heiti því nú að auk ráðstefnusala í Huariou verði aðstaða fyrir sam- tökin í Peking, rétt hjá ráðstefnu Sþ, Engum þátttakanda verði meinað að koma til landsins og tryggt verði að allar aðstæður, þ. á m. gistirými, samgöngur og fjar- skipti, verði viðunandi. Búist er við að um 36.000 manns sæki óháðu ráðstefnuna. Fullyrt var að kínversk stjórnvöld óttuðust að þátttakendur í henni myndu efna til mótmæla í Peking vegna mannréttindabrota í Kína og væri það ástæðan fyrir staðar- valinu. Lestar- slys við Hamborg UM 100 farþegar, flestir skólabörn, slösuðust í gær þegar tvær lestir rákust sam- an í Schneverdingar, 50 km suður af Hamborg. Tuttugu farþegar slösuðust alvarlega, þeirra á meðal annar lestar- stjóranna, en nota varð klipp- ur til að ná honum út úr íest- inni. Slysið varð skömmu fyrir kl. 10 að staðartíma en þá hélt annar lesterstjóranna af stað án þess að bíða eftir því að hin lestin kæmi inn á lestar- stöðina, en lestirnar ganga á sama spori. Þær voru á um 50 km hraða. Hlóðu for- ritum á al- þjóðanetið ÞÆR þúsundir tölvunotenda um all- an heim sem hafa nælt sér ólöglega í forrit gegnum alþjóðanetið mega fara að vara sig, eftir að lögregla í Svíþjóð hafði hendur í hári metnaðar- fullra hugbúnaðarþjófa í vikunni. Tveir nemendur við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi hafa játað að hafa hlaðið vinsælum for- ritapökkum, til dæmis Aldus Páge- maker og Microsoft Word, inn á ál- þjóðanetið og boðið notendum nets- ins að taka afrit. Að sögn blaðsins Financial Times hafði lögreglan nemendurna undir eftirliti í þrjár vikur eftir að netnot- andi í Bandaríkjunum lét háskólann vita að skólinn hefði verið nefndur sem uppspretta ókeypis forrita. Fyrir frægðina Tekin voru afrit af rúmlega þrjú þúsund pökkum á tímabilinu, eða um 150 á dag. Tap rétthafa er áætlað sem nemur um 107 milljónum ís- lenskra króna. Lögfræðingurinn Agne Lindberg starfar fyrir samtök sem beijast gegn ránum á hugbúnaði, og sagði að nemendurnir hefðu ekki verið reknir áfram af hagnaðarvon. „í þeirra menningu eru það ekki pen- ingarnir sem skipta máli heldur heið- urinn. Þeir eru orðnir býsna frægir fyrir þetta,“ sagði Lindberg. Agreiningur innan Shell Rotterdam. Reuter. TALSMAÐUR olíufélagsins Sheil í Hollandi sagði í gær að enn kæmi til greina að endurskoða þá fyrirætl- an að sökkva olíuborpalli í hafið. Talsmaður Shell í Bretlandi var hins vegar ekki með öllu sammála og sagði að ekki komi til greina að hefja samningaviðræður nema því aðeins að ríkisstjórnin breytti um stefnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.