Morgunblaðið - 16.06.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 2C
Dauðinn kveður dyra
KVIKMYNPIR
Laugarásbtó
DAUÐINN OGSTÚLKAN
„DEATH AND THE MAIDEN“
★ ★'/2
Leikstjóri: Roman Polatiski. Byggð
á samnefndu leikriti Ariel Dorf-
mans. Aðalhlutverk: Sigourney
Weaver, Ben Kingsley, Stuart
Wilson. New Line. 1994.
NÝJASTA mynd Roman Pol-
anskis, Dauðinn og stúlkan eða
„Death and the Maiden“, er byggð
á samnefndu leikriti eftir Ariel
Dorfman, sem einnig á hlut í kvik-
myndahandritinu, og er skelfileg
úttekt á sambandi kvalara og
fórnarlambs hans. Stykkið var
sett upp hér á landi og er lítið
um sig, persónurnar aðeins þrjár
og leiksviðið íbúð eða hús fórnar-
lambsins og Polanski, sem er ekki
óvanur persónulegum átökum í
einangruðu umhverfi, á í nokkrum
erfiðleikum með að „opna“ það
eins og kallað er, búa til kvikmynd
úr stofudramanu.
Hann fer þá leið að byggja
myndina að nokkru upp eins og
hryllingsmynd og það dugar hon-
um eitthvað. Hann sýnir okkur
hús á fáförnum stað út við
dumbshaf eina óveðursnótt þar
sem loft er drungalegt, myrkur
grúfir yfir staðnum og sjórinn
hamast við klettana og það á vel
við efnið, sem er í raun hroll-
vekja. En þetta er gamalkunnug
og klisjukennd bygging, sem
dregur athyglina meira að sér
sjálfri en innihaldinu.
Polanski nær ágætum leik út
úr þremenningunum. Sigourney
Weaver, sem er vanari því að leika
ódrepandi hasarblaðahetjur, sýnir
á sér viðkvæmu hliðarnar og að
hún er efni í skapgerðarleikkonu
í hlutverki hinnar þjáðu stúlku,
sem titillinn vísar til, sem var
fangelsuð, pýnd og nauðgað fyrir
mörgum árum í ónefndu S-Amer-
íkuríki þar sem atburðir myndar-
innar eiga sér stað. Ben Kingsley
er, að hennar viti, dauðinn, sá sem
pýndi hana forðum en er nú kom-
inn í hendurnar á henni fyrir
glettni örlaganna. Og Stuart Wil-
son er eiginmaðurinn hennar eða
fulltrúi almennings, sem er áhorf-
andi að átökunum og veit ekki
hveiju skal trúa.
Heiti myndarinnar er dregið af
strengjakvartett Schuberts, sem
kvalarinn var vanur að leika und-
ir pyndingunum, svo fórnarlambið
fékk ógeð á tónlistinni og ógeð á
lífinu yfirleitt. Með myndinni er
verið að segja að pyndingar séu
persónulegar og með því að snúa
hlutverkunum við reynir hún að
lýsa hinu persónulega sambatidi
kvalarans og fórnarlambsins.
Pyndingar snúast ekki um mál-
stað eða hugsjónir eða einræðis-
stjórnir eða herinn heldur mann á
móti manni, fórnarlambið og kval-
arann og þær snúast um vald.
Polanski tekst að byggja upp
spennu og átök á þessum nótum
við undirleik óveðursins og í manni
situr dauðinn í andliti Weaver,
sem á aldrei eftir að endurheimta
líf sitt.
Arnaldur Indriðason
Sumarsýning
Kjarvalsstaða
Islensk
myndlist
á 20. öld
SUMARSÝNING Kjarvals-
staða, „íslensk myndlist“,
verður formlega opnuð á
laugardag 17. júní kl. 16.
Islensk myndlist er yfirlits-
sýning á íslenskri tuttugustu
aldar myndlist úr eigu Lista-
safns Reykjavíkur sem verður
haldin í öllum salarkynnum
Kjarvalsstaða. Þessi sýning
hefur annarsvegar það mark-
mið að bregða ljósi á þróun
íslenskrar myndlistar frá byij-
un þessarar aldar fram til
dagsins í dag og hins vegar
er henni ætlað að vera kynn-
ing á listaverkaeign Lista-
safns Reykjavíkur.
Á sýninguni verða olíumál-
verk, grafík, textílverk, leirl-
ist, installationir og verk unn-
in með blandaðri tækni eftir
mikinn fjölda íslenskra mynd-
listarmanna.
Athöfnin hefst kl. 16 með
því að lúðrasveit mun leika
nokkur lög við inngang Kjarv-
alsstaða.
Borgarlistamaður verður
tilnefndur og Bernardel-
strengjakvartettinn mun
leika.
Sýningin verður opin dag-
lega til 10. september frá kl.
10-18 og er kaffístofan opin
á sama tíma.
Aukabúnaður ó mynd álfelgur, aukaljós, samlitir stuðarar
- kjurni málsins!
Skeljungsbúöin v
Suðurlandsbraut 4 • -Sími 5603878
lclseðnaiður
RENAULT ClÍO RN MARGVERÐLAUNAÐUR
ÞÆGILEGUR, SNARPUR OG SPARNEYTINN
5 DYRA Á VERÐI FRÁ KR 1.049.000 Á GÖTUNA
REYNSLUAKTU RENAULT
ÞAÐ ER VEL ÞESS VIRÐI
BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR • ARMULA 13
SÍMI: 568 1200 • BEINN SÍMI: 553 1236
RENAULT