Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 31
+ Lilja Stefáns-
dóttir fæddist í
V estra-Stokkseyr-
arseli í Ölfushreppi
20. okt. 1916. Hún
varð bráðkvödd í
sumarbústað-
arlandi sínu í Önd-
verðarnesi 7. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Steinunn
Jónsdóttir frá Þor-
grímsstöðum í Ölf-
usi, f. 17. maí 1892,
d. 13. des. 1985, og
Stefán Bjarnason
frá Vestra-Stokkseyrarseli, f.
27. okt. 1887, d. 22. maí 1935.
Systkini Lilju eru Ólafur, f. 3.
ágúst 1915, d. 17. maí 1970,
Jón, f. 28. okt. 1919, Guðrún,
f. 23. ágúst 1921, Bjarni, f. 2.
jan. 1923, og Stefán Steinar, f.
SÓLIN skein skært og veðrið var
eins gott og það getur verið hér hjá
okkur. Við höfðum rétt nýlokið við
að borða kvöldmat utandyra, þegar
síminn hringdi. Kjalar fer í símann
og kemur svo út til mín og segir:
Hún mamma er dáin. Skyndilega er
eins og dragi fyrir sólu. Það þyrmdi
yfir okkur, því þetta kom svo óvænt.
Guðmundur og hún höfðu verið
um nóttina austur í sumarbústað og
voru búin að taka saman og ætluðu
að fara að leggja af stað heim. Guð-
mundur var að ljúka smá verki, en
Lilja ætlaði að fá sér göngutúr, rétt
nýbúin að dásama hvað það væri
gott veður og hvað trén þeirra væru
falleg. Eftir smá stund fer Guðmund
að lengja eftir henni og finnur hana
örenda.
Maður skilur ekki alltaf hver
stjórnar tilverunni. Manni finnst svo
ranglátt þegar fólk, að manni finnst
í fullu íjöri, er tekið svona frá okkur
fyrirvaralaust. En svo verðum við
alltaf að reyna að finna eitthvað
11. des. 1935.
Fyrri maður Lilju
var Jón Guðmunds-
son, f. 7. maí 1904,
d. 4. okt. 1980. Börn
þeirra eru: 1) Stein-
unn, f. 18. nóv.
1942. 2) Guðmund-
ur Kjalar, f. 19. okt.
1945, giftur Sær-
únu Sigurgeirsdótt-
ur og eiga þau þrjú
börn. 3) Guðmund-
ur Ingvar, f. 7. sept.
1948, og á hann
einn son. Lilja og
Jón slitu samvist-
um. Seinni maður Lilju er Guð-
mundur Gíslason, múrari, f. 16.
ágúst 1920 í Hvammi á Barða-
strönd.
Lilja verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
jákvætt í öllu. Hvað er nú dásam-
legra en fyrir konu sem þó er komin
fast að áttræðu að fá að deyja svona,
sátt við allt og alla, á þeim stað sem
henni þótti vænst um, eða austur í
sumarbústaðarlandinu þeirra, þar
sem þau Guðmundur höfðu notið sin
best.
Elsku Lilja mín, mig langar að
minnast þín með innilegu þakklæti
fyrir það hvað þú hefur alveg frá
upphafi verið mér góð. Við gátum
alltaf talað saman um alla hluti,
bæði tilfinningalega sem hversdags-
lega. Þar sem móðir mín var látin
þegar ég kom inn í líf þitt, leitaði
ég kannski meira til þín en annars
með ýmsa hluti. Og þegar ég átti
von á fyrsta barninu okkar Kjalars,
var það aldrei spurning í mínum
huga, að ef við ættum dóttur, þá
myndi hún heita Lilja.
Stelpurnar okkar tvær, Lilja og
íris, og eins hann Stefnir missa mik-
ið þegar amma er farin og vil ég
fyrir þeirra hönd þakka þér fyrir
allt það góða sem þú hefur verið
þeim.
Þú varst alltaf hrein og bein, hafð-
ir skoðanir á flestum hlutum. í mörg-
um fjölskyldum er einn aðili sem er
einskonar sameiningartákn, þ.e.
heldur utan um fjölskylduna. Ég leit
á þig sem slíka í fjölskyldunni. Og
oft minntir þú mig á ungamömmu,
sem vildi breiða vængina yfir ungana
sína, því svo sannarlega varstu vak-
andi yfir velferð barnanna þinna og
tókst nærri þór ef eitthvað bjátaði á.
Hjá því verður ekki komist að
missir Guðmundar og Steinu er
mestur og bið ég Guð almáttugan
að hjálpa þeim og styðja í gegnum
þessa miklu sorg, því lífið heldur
áfrarri þótt tómarúmið sé stórt.
Elsku Lilja mín, ég kveð þig með
miklum söknuði, en eftir lifir minn-
ingin um þá bestu tengdamóður sem
ég hefði getað hugsað mér.
Guð blessi minningu þína.
Særún Sigurgeirsdóttir.
Ég vil með nokkrum fátæklegum
orðum kveðja föðursystur mína, sem
varð bráðkvödd að kveldi 7. þ.m.
austur í Öndverðarnesi, við sumar-
bústað þeirra hjóna, hennar og Guð-
mundar Gíslasonar. Þar höfðu þau
búið sér unaðsreit sem hún unni, en
hún var mikið fyrir að hlúa að því
sem fallegt var bæði í náttúrunni
og mannlífinu.
Ég vil þakka þá miklu vináttu og
elsku sem mér hefur ávallt verið
sýnd af henni og manni hennar allt
frá barnæsku, og nú síðari árin ekki
síður, manni mínum sem þau tóku
frábærlega vel eins og þeim einum
var lagið.
Ótal ljúfar minningar koma fram
í hugann um föðursystur mína og
mann hennar og ekki síður um börn
þeirra, Steinunni, Guðmund Kjalar
og Guðmund Ingvar sem ávallt hafa
reynst mér hinir bestu vinir, og aldr-
ei hefur fallið skuggi þar á.
Ég vil að endingu biðja góðan Guð
að styrkja Guðmund og systkinin í
sorg þeirra, og minnast hlýjunnar
og birtunnar sem ávallt umiukti
móðurina og eiginkonuna.
Far þú í friði, elsku frænka mín.
Birna S. Ólafsdóttir.
LILJA
STEFÁNSDÓTTIR
+ Ósk Sigmunds-
dóttir fæddist á
Görðum á Akranesi
29. júní 1903. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 8. júní sl.
Hún var dóttir
hjónanna Vigdísar
Jónsdóttur og Sig-
mundar Guðmunds-
sonar, sem bjuggu
á Görðum. Ósk var
yngst fjögurra
barna þeirra hjóna.
Elstur var Jón,
framkvæmdastjóri
á Akranesi, f. 1893,
d. 1982, þá var Magnús, sjómað-
ur á Akranesi, f. 1895, d. 1930,
ÞÓTT ALDURSÁRIN séu orðin
mörg, kemur andlát ástvina og
náinna ættingja á óvart og veldur
söknuði og trega. Þegar Eiríkur
kom til mín og sagði mér andlát
konu sinnar ætlaði ég tæpast að
trúa því, því hann hafði sagt mér
kvöldið áður að hún hefði verið
hress, þegar hann var í heimsókn
hjá henni um daginn.
Heimilið að Görðum var mjög
gestkvæmt á uppvaxtarárum Óskar
því sjálfsagt þótti að gista að Görð-
um, þegar bændur ofan úr Borgar-
firði fóru í kaupstaðarferð til Akra-
ness og jafnvel á bátum áfram til
Reykjavíkur. Oft var veiku fólki og
sængurkonum komið fyrir um tíma
að Görðum, því hjá Vigdísi í Görðum
var það í góðum höndum. Ósk var
snemma vanin á að hjálpa til á stóni
heimili og margar ferðirnar sagðist
hún hafa átt sem unglingur að
sækja og fara með hesta gestanna.
og svo Maríus Theo-
dór, vinnumaður á
Akranesi, f. 1898,
d. 1924. Ósk giftist
27. október 1951
Eiríki Jenssyni,
verkamanni í
Reykjavík. Þau hjón
ólu upp að mestu
leyti tvær systur-
dætur Eiríks, þær
Simonettu og Krist-
ínu Bruvik og einn-
ig var Bertha Bru-
vik systir þeirra
nokkur ár í fóstri
þjá þeim. Ósk verð-
ur jarðsungin frá Akranes-
kirkju í dag.
Þegar Ósk var tvítug dó móðir
hennar og tók hún þá við störfum
móður sinnar á heimilinu í nokkur
ár, meðan faðir hennar bjó, þar á
meðal að annast uppeldissystur sína
Guðrúnu Brynjólfsdóttur, sem þá
var aðeins fimm ára. Einnig var á
heimilinu Maríus bróðir hennar,
sem dó árið eftir, og Eiríkur Jóns-
son, uppeldisbróðir hennar. Þegar
faðir hennar hætti búskap fór hún
að vinna ýmis störf á Akranesi,
m.a. í fiskvinnu, afgreiðslu í bak-
aríi, vinnu í mjólkurstöð og fl. Árið
1937 fór hún til Reykjavíkur til
lækninga og lá á sjúkrahúsi í eitt
ár, en fór síðan að vinna á Landa-
kotsspítala í Reykjavík. Á Landa-
koti hitti hún mannsefni sitt Eirík
Jensen, sem hún hjúkraði í tvö ár
á Landakoti, en þau giftu sig árið
1951 og hætti hún þá að vinna
utan heimilisins.
Eiríkur og Ósk bjuggu sér hlý-
legt heimili fyrst í Drápuhlíðinni,
þá í Sörlaskjólinu og seinna byggðu
þau sér hús að Suðurlándsbraut
91E í Reykjavík, þar sem þau
bjuggu lengst eða í 28 ár þar til
rýma þurfti fyrir stórhýsi við Ár-
múlann. Fluttu þau þá að Grensás-
vegi 52 og bjuggu þar síðustu 10
árin í Reykjavík. Haustið 1993 festa
þau kaup á þjónustuíbúð við Dvalar-
heimilið Höfða á Akranesi og fannst
Ósk þá að hún væri aftur komin
heim.
Þau hjón áttu engin börn en ólu
upp þrjár mannvænlegar systur-
dætur Eiríks og eru tvær þeirra
giftar og búsettar erlendis, Simo-
netta er hjúkrunarfræðingur gift
norskum manni og starfa þau með
kristniboðum í Kenya í Afríku,
Kristín er gift Suður-Afríkubúa af
hollenskum ættum og reka þau
veitingahús í Malasíu. Sú þriðja er
Bertha Bruvik kennari á Ákureyri.
Alltaf var jafnnotalegt að koma
við hjá Ósk og Eiríki þegar við
vorum á ferð í Reykjavík, fá sér
kaffi og skoða fallegu málverkin
hans Eiríks, sem hann málaði og
veit ég að hann var hvattur af eigin-
konunni við listsköpun sína, sem
er alveg sérstök. Ekki var síður
notalegt að koma við hjá þeim eftir
að þau fluttu til Akraness og fylgj-
ast með hvað Eiríkur bjó þeim þar
notalegt heimili og fallegt.
Ósk var rúmliggjandi að mestu
leyti frá árinu 1985 og stundaði
Eiríkur hana og sá um heimilið allt
þar til hún lagðist inn á Sjúkrahús
Akraness fyrir um mánuði. Það má
segja að hún hafi hjúkrað honum
þegar þau kynntust, en hann við
leiðarlokin.
Ég vil að lokum þakka frænku
minni alla hlýju og vináttu við mig
og mína fjölskyldu frá fyrstu tíð.
Ég bið guð að veita Eiríki vini mín-
um styrk í hans sorgum því hans
missir er mikill.
Ólafur I. Jónsson.
ÓSK
SIGMUNDSDÓTTIR
ítt /V[ -C^sJtAz
íslenskt grænmeti er safríkt, bragð-
mikið, hreint og hollt.
Hreinleikarannsóknir hafa sýnt
að engin aukaefni finnast í
íslensku grænmeti.
Það er ómissandi í salöt, sem álegg,
í pottrétti eða sem ferskur biti á milli
máltíða.
Njóttu hreinleikans og hollustunnar
í íslensku grænmeti.
ÍSLENSK
GARÐYRKjA
ISLENSKUR
LANDBUNAÐUR
HllEINT OG
HOLLT