Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 33
i
I
I
1
i
I
I
J
í
I
3
6
I
a
a
«
RUT
ÞÓRÐARDÓTTIR
+ Rut Þórðar-
dóttir fæddist í
Berjaneskoti í A-
Eyjafjöllum 25.
mars 1917. Hún
lést á Borgarspíta-
lanum 10. júní síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
hjónin Katrín Guð-
mundsdóttir, f.
1892, d. 1974, og
Þórður Stefánsson,
f.
bóndi í Berjane-
skoti, síðar útvegs-
bóndi I Vestmanna-
eyjum. Systkini hennar voru:
Þórður Guðmann, f. 1914, d.
1986; Guðmundur, f. 1916, d.
1936; Sigurður, f. 1918, d.
1941; Björn, f. 1919, d. 1994;
Stefán, f. 1921, d. 1945; Guð-
björg Anna, f. 1922, d. 1940;
Grímur Gísli, f. 1925, d. sama
ár; Vilborg Alda, f. 1926, d.
1938; Birna, f. 1933, d. 1990.
Eftirlifandi eru Karólína Þóra,
f. 1929, og Ásta, f. 1930.
Rut eignaðist son 27. júlí
1941, Sigurð Björnsson, en
hann lést 22. maí 1942.
Hinn 25. mars 1946 giftist
Rut eftirlifandi eiginmanni
sínum Óla Valdi-
marssyni, f. 2. nóv.
1916, fyrrv. deild-
arstjóra hjá Fiski-
félagi íslands og
eignuðust þau
fimm börn. Þau
eru: 1) Alda Sigríð-
ur, hárgreiðslu-
meistari, f. 7.6.
1943, gift Manfred
Bredehorst og búa
þau í Florida í
Bandaríkjunum.
Hún á fimm börn
og fimm barna-
börn. 2) Erna Katr-
ín, húsmóðir, f. 28. ágúst 1944,
býr í Reykjavík. Hún á sex
börn og níu barnabörn. 3) Atli
Þór, læknir, f. 6. jan. 1949,
kvæntur Guðrúnu Guðmunds-
dóttur. Þau eiga tvö börn og
búa í Reykjavík. 4) Elfar, fast-
eignasali, f. 26. jan. 1955,
kvæntur Bjarneyju Bergsdótt-
ur. Þau eiga tvö börn og búa
í Reykjavík. 5) Eygló Rut,
söngnemi, f. 31. jan. 1960, ógift
og barnlaus. Hún býr í Reykja-
vík;
Útför Rutar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin kl. 11.30.
RUT Þórðardóttir tengdamóðir mín
lést á Borgarspítalanum hinn 10.
júní síðastliðinn 78 ára að aldri.
Hún var sterkur persónuleiki, en
látlaus og blátt áfram í allri um-
gengni. Mér er minnistætt þegar
ég fyrst var kynnt fyrir henni á
heimili þeirra hjóna á Vífilsgötu 1
þá tók hún mér eins og við hefðum
þekkst lengi og bar undir mig
handavinnu sem hún var að fást
við á þeirri stundu. Ekki það að
hún þyrfti ráðleggingar, því aðra
eins listakonu í höndum hafði ég
ekki áður fyrir hitt. Hún saumaði
flíkur sem hún sjálf hannaði, hafði
enda unnið við saumaskap á sínum
yngri árum. Smekkvísin og ná-
kvæmnin var slík að hvergi sást
misfella og hún var einnig mjög
frumleg í lausnum í fatahönnun
sinni. Dætur hennar og tengdadæt-
ur nutu þekkingar hennar og leið-
sagnar í þessu efni og oft var
saumavélin uppi á Vífilsgötunni og
nýsniðin efni á borðstofuborðinu
þegar litið var inn í kaffi. Rut prjón-
aði einnig heil ósköp og síðustu
árin heklaði hún rúmteppi fyrir
barnabörnin sín.
Rut var mikil athafnakona og
ég held að henni hafi sjaldan liðið
betur en þegar hún stóð í einhvers
konar „ati“ við málningu, hrein-
gerningu, garðvinnu eða aðrar
framkvæmdir. Þá var oft unnið
lengi frameftir og kraftar ekki •
sparaðir. Vinnugleði sinni hefur
hún miðlað til barnanna, sem öli
eru athafnasöm og áköf til vinnu.
Hún var mjög samviskusöm í hlut-
verki móður og húsmóður og marg-
ar sögurnar hef ég heyrt frá börn-
um hennar um það hversu umhug-
að henni var að þau fengju sem
fjölbreytilegasta fæðu. Á sumrin
var bætt arfa- og njólablöðum út
í skyrið og margoft var gripið til
þess ráðs að brytja ofan í þörnin
örþreytt eftir leiki dagsins og mata
fyrir háttinn. Má segja að skyldu-
ræknin og umhyggjan fyrir þeim
sem næst stóðu hafi verið ríkjandi
þáttur í fari hennar. Hún reyndist
föður sínum öldnum einstaklega
vel og einnig bróður sínum Bjössa
sem var einstæðingur og-átti ávallt
hjá henni öruggt skjól. Rut mátti
ekkert aumt sjá og var ætíð tilbúin
að breiða sinn stóra verndarvæng
yfir þá sem áttu um sárt að binda.
Reisnin sem einkenndi alla fram-
göngu Rutar átti sér djúpar rætur,
væntanlega bæði í eðli hennar og
uppeldisaðstæðum. Hún ólst upp í
stórum systkinahópi í Vestmanna-
eyjum, faðir hennar Þórður Stef-
ánsson rak útgerð þar í bæ og
heyrst hafa sögur af myndarskap
móður Rutar, Katrínar Guðmunds-
dóttur, en hún var látin þegar ég
kynntist fjölskyldunni. Á uppvaxt-
arárum sínum dvaldi Rut að sumri
til í Austur-Eyjafjallahreppi. Eg var
svo lánsöm að fá að fylgja henni í
ferð á þessar slóðir fyrir nokkrum
árum og í upprifjun hennar og sam-
tölum við frænku hennar Guðrúnu
Ólafsdóttur frá Leirum, sem einnig
var með í för, kom í ljós hvernig
Rut ávallt varðveitti barnið í sér.
Rut var listelsk og naut tónlistar
í ríkum mæli. Söngunnandi var hún
og á miðjum aldri fékk hún sér
píanó og hóf nám í píanóleik. Píanó-
leikurinn veitti henni mikla gleði
og sum tímabil spilaði hún reglu-
lega, en hún var aldrei sátt við
kunnáttu sína.
Rut var stórhuga og á gamals
aldri tók hún sig til og keypti sum-
arbústað sem þún vann sér fyrir
sjálf með hreingemingum. Draum-
ur hennar var að bústaðurinn gæti
orðið að eins konar miðstöð fyrir
fjölskylduna, börn og barnabörn.
Margsinnis höfum við fengið að
njóta gestrisni hennar þar, en mig
grunar að hún hefði viljað hafa
stundirnar í sumarbústaðnum
margfalt fleiri. Það er ánægjulegt
að vita að Rut auðnaðist að heim-
sækja bústaðinn hinsta sinni nokkr-
um dögum áður en hún lést og
njóta þar einstakrar veðurblíðu með
eiginmanni sínum Óla Valdimars-
syni og dóttur Eygló Rut.
Ég tel það ávinning að hafa
fengið að kynnast og umgangast
tengdamóður mína. Hún lifði lífi
sínu af reisn, ávallt sönn í verkum
sínum, trú því hlutskipti sem for-
sjónin fól henni. Ég votta aðstand-
endum liennar, eiginmanni, börn-
um og barnabörnum innilega sam-
úð mína. Megi minningin um Rut
Þórðardóttur lifa með okkur ókom-
in ár.
Guðrún Hrefna
Guðmundsdóttir.
Rut systir okkar var aðeins
tveggja ára þegar foreldrar okkar
fluttu til Vestmanneyja, þar sem
hún átti síðan sín æsku- og ung-
lingsár. í Vestmannaeyjum var
blómlegt atvinnulíf á fyrstu áratug-
um aldarinnar og tnargt aðkomu-
fólk sótti þangað í atvinnuleit. Fað-
ir okkar stundaði útgerð og salt-
fiskverkun og alltaf voru teknir
aðkomusjómenn inn á heimilið yfir
vetrarvertíðina. Heimilisfólkið var
því oft yfir 20 manns. Auk útgerð-
ar voru foreldrar okkar með tals-
verðan búskap, kýr og kindur og
fór sumarið í að afla heyfanga. Það
má því segja að börnin hafl snemma
kynnst tveim höfuðatvinnuvegum
þjóðarinnar. Það er veganesti sem
seint verður fullþakkað og gleymist
ekki.
Rut var elst af sygtrunum og það
kom því í hennar hlut að annast
yngri systkini sín. Þannig munum
við hana fyrst unga, fallega stúlku
sem stóð við hlið móður okkar á
stóru annasömu heimili og studdi
hana í blíðu og stríðu enda voru
þær miklar vinkonur alla tíð.
Á unglingsárum Rutar ríkti
kreppa og fátækt á Islandi. Ungu
fólki stóð því ekki margt til boða
annað en vinna fyrir heimilið.
Framhaldsnám var sjaldgæft hug-
tak að minnsta kosti í Vestmanna-
eyjum enda var það oft sjórinn og
athafnalífið sem heillaði.
Rut var snillingur í höndunum
og með afbrigðum dugleg til allrar
vinnu. Innan við tvítugt hleypti hún
heimdraganum og réð sig á sauma-
stofu í Reykjavík, þar sem hún
dvaldi nær óslitið upp frá því. Þeg-
ar hún kom til Vestmannaeyja í
fríum, saumaði hún öll föt á okkur
yngri krakkana og er það okkur
sérstaklega minnisstætt að hún lét
sig ekki muna um að sauma þrjár
kápur á einu bretti.
Rut var afar raungóð og vildi
öllum gott gera. Systkinum okkar,
sem dvöldu sjúklingar á Vífílstaða-
spítala kringum 1940, reyndist hún
sem besta móðir. Það var ekki lít-
ill styrkur fyrir foreldra okkar að
vita af því. Hún var mikið náttúru-
barn, elskaði allan gróður og naut
þess að ferðast bæði utanlands og
innan. Hún átti sumarbústað í
Grímsne'si þar sem hún undi vel
hag sínum og dvaidi þar raunar
nokkrum dögum fyrir andlátið. Rut
eignaðist son, Sigurð Björnsson,
árið 1941 en missti hann tæplega
tíu mánaða gamlan. Það var þenn-
ar dýpsta sorg. Með manni sínum
Óla Valdimarssyni eignaðist hún
fimm mannvænleg börn sem öll
hafa stofnað eigið heimili utan
yngsta dóttirin Eygló Rut sem búið
hefur hjá foreldrum sínum og hefur
verið stoð og stytta móður sinnar
s.l. 2 ár í veikindum hennar.
Þegar við kveðjum systur okkar
er okkur efst í huga innilegt þakk-
læti fyrir allt það sem hún var
okkur allt frá blautu barnsbeini.
Eiginmanni og börnunum hennar
vottum við okkar dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Drottinn gef þú dauðum ró, hin-
um líkn sem lifa.
Þóra og Ásta.
Okkur systkinin langar að minn-
ast elskulegrar ömmu okkar. Alltaf
tók hún vel á móti okkur á Vífíls-
götu þegar mamma og pabbi þurftu
á pössun að halda. Frá samveru-
stundum inni í hlýrri stofunni með
gulu, hlýlegu veggjunum eigum við
góðar minningar. Aldrei munum
við gleyma því þegar hún gaf okk-
ur sveskju og söl, og eftirvænting-
unni þegar hún náði í lakkrísinn
sem hún geymdi bak við sófa.
Amma hafði mjög gaman af því
að spila á píanó. Við munum sér-
staklega eftir því að hún spilaði
oft „Nú er frost á Fróni“ og vildi
að við tækjum undir.
Við eigum einnig mjög góðar
minningar frá dvöl okkar í sumar-
bústaðnum með ömmu og Siggu
frænku. Þar var oft glatt á hjalla
og leið ömmu mjög vel þar. Elsku
Rut amma, við viljum þakka þér
fyrir allar þær góðu samverustund-
ir sem við áttum með þér og fyrir
umhyggjuna sem þú sýndir okkur
ávallt. Með þessum orðum kveðjum
við þig.
Ásdís og Andri.
HÖRÐUR BRYNJAR
KRIS TJÁNSSON
+ Hörður B. Krist-
jánsson múrari
fæddist í Reykjavík
12. ágúst 1944.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 10. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Kristján
Elíasson, f. 1911, d.
1988, og Anna Lauf-
ey Gunnlaugsdóttir,
f. 1910. Systkini
Harðar eru þijú:
Elías, f. 1938, Kol-
brún, f. 1943, d.
1988 og hálfsystirin
Steinunn Halldórsdóttir,
1930.
Árið 1969 giftist Hörður eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Ester
B. Valtýsdóttur, f. 1944. Þau
hjónin eignuðust
þrjú börn: Þau eru:
Valtýr Trausti, f.
1969, maki Dagný
Ágústsdóttir og
eiga þau einn son;
Laufey, f. 1972,
maki Steingrímur
H. Steingrímsson;
og Stefán f. 1980.
Hörður átti einnig
fósturdóttur, dóttur
Esterar, Maríu
Breiðfjörð, f. 1962,
maki Garðar Jóns-
son.
Hörður stundaði
iðnnám í múrverki og lauk þar
sveinsprófi 1969. Hann starfaði
sem múrari lengst af. Útför
hans fer fram frá Bústaðakirkju
í dag og hefst athöfnin kl. 13.30.
í DAG kveðjum við föður okkar,
tengdaföður og afa og viljum við
minnast hans með þessum orðum.
Ég lifi í Jesú nafni,
í Jesú nafni ég dey.
Þó heilsa og líf mér hafni
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né. valdið gilt.
í Kristí krafti ég segi:
„Kom þú sæll, þá þú vilt!“
(Hallgr. Pét.)
Valtýr T. Harðarsson,
Laufey Harðardóttir, Stefán
Harðarson, María Breið-
fjörð, Atli Már Valtýsson,
Dagný Ágústsdóttir, Stein-
grímur H. Steingrímsson og
Garðar Jónsson.
Hann Höddi er dáinn. Þau tíðindi
bárust okkur sl. laugardagseftirmið-
dag að Höddi hefði látist í svefni á
heimili sínu fyrr um daginn, lagt
sig eftir hádegi og ekki vaknað aft-
ur. Við svo óvænt tíðindi setur mann
hljóðan. Höddi, eins og hann var
alltaf kallaður á meðal okkar, kom
inn í fjölskylduna þegar hann giftist
Ester Valtýsdóttur og gekk Maríu
dóttur hennar í föðurstað.
Höddi var múrari og starfaði við
iðngrein sína. Hann var samvisku-
samur maður og vann þau verkefni
sem honum voru falin af mikilli alúð
og vandvirkni. Höddi var trúaður
maður, dagfarsprúður og hljóðlátur.
Skrifað hefur verið að dauðinn'
sé af guðlegum uppruna. Hann búi
yfír fullkomnu öryggi. Óttinn við
dauðann sé óttinn við að sleppa tök-
unum. Það óttaðist Höddi ekki.
Hann yfirgaf þessa jarðvist á sinn
hljóðláta hátt fullviss um líf eftir
þetta líf.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri’ en auga sér «•
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Bened.)
Elsku Höddi, með þessum fátæk-
legu orðum kveðjum við þig að sinni
og þökkum samfylgdina.
Elsku Ester, Mæja, Valli, Laufey,
Stebbi, tengdaböm og Atli Már, guð
veiti ykkur styrk á erfiðri stund.
Tengdafólk.
+
Eiginmaður minn,
AÐALSTEINN TRYGGVASON
rafvirkjameistari,
Guðrúnargötu 5,
lést þann 14. júní sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigríður Þorláksdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR INGIMUNDARSON
múrarameistari,
Keflavík,
sem lést 8. júní, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju mánudaginn 19. júní
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vilja minnast hans,
er bent á systrafélög sjöunda dags aðventista.
Rósa Teitsdóttir,
Sigurfríð Ólafsdóttir Jegárd, Finn Jegárd,
Sigurvin Ólafsson, Gunhild Hannesson,
Guðmundur Ólafsson, Lea G. Daviðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.