Morgunblaðið - 16.06.1995, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 16. JLINÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Leopoldína
Bjarnadóttir
fæddist 26. október
1918 á Bæ í Tré-
kyllisvík á Strönd-
um. Hún lést á Borg-
arspítalanum 8. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sigríður Guð-
mundsdóttir og
Bjarni Bjarnason.
Þau áttu saman, auk
Leopoldínu, Hall-
freð, f. 1917. Bjarni
átti af fyrra hjóna-
bandi Guðmund
Björgvin, f. 1912, og Elínu, f.
1913.
Leopoldína giftist Magnúsi
B. Péturssyni, f. 21.6. 1920, d.
15.12. 1985. Börn þeirra eru: 1)
Sigrún Elín, f. 26.11. 1942, d.
18. 2. 1943. 2) Sigriður Ella,
maki Simon Vaughan, þau eiga
þrjú börn. 3) Bjarni P., maki
Steingerður Hilmarsdóttir. Þau
HÚN amma okkar er dáin, en minn-
ingin um þá merku konu lifir í hjarta
okkar allra.
Amma tók okkur systrum alltaf
opnum örmum og sýndi öllu því sem
við vorum að fást við mikinn áhuga.
Hún virtist hafa óþijótandi lífsvilja
og orku sem hún miðlaði öðrum
óspart af.
Allar þær stundir sem við áttum
með ömmu einkenndust af því já-
kvæða hugarfari sem var svo ríkj-
andi í lífsviðhorfí hennar.
Það var alltaf skemmtilegt þegar
hún kom í sunnudagsmat til okkar
búin að hafa sig til og tilbúin að
fara í Sigtún að dansa eftir að hafa
tekið í spil með okkur. Vinkonur
okkar litu þá gjarnan inn í von um
að fá einn af hennar einstöku spá-
dómum.
Mörg voru ferðalögin innan lands
og utan sem við systurnar fórum
með ömmu. Hún sá alltaf til þess
að við hefðum nóg fyrir stafni og
er Bimu sérstaklega minnisstæð
Danmerkurferð þeirra fyrir fjórum
árum.
Ámma var trúuð kona, henni var
mikið í mun að allir hennar nánustu
eignuðust bókina Kristur í oss. Boð-
skapur bókarinnar er sá að við séum
andlegar verar sem aldrei geta
hætt að vera til, líkt og amma trúum
við þessu.
Við eram þakklátar fyrir að hafa
fengið að njóta samvista við ömmu.
Það sem hún kenndi okkur er gott
veganesti út í lífið.
Vigdís, Sigrún og
Birna Hallgrímsdætur.
Nú hefur hún Polla kvatt okkur,
þegar sorgin ber að dyrum eru það
minningamar sem gera mann ríkan
og þær eru margar tengdar Poilu.
Fyrir þremur áratugum lágu leiðir
okkar Sirrýar dóttur hennar saman.
í kjölfarið fyigdu kynni af fjölskyld-
unni og þar voru Polla og Magnús
í broddi fylkingar. Ég minnist haust-
daga í Vínarborg og vordaga í Lond-
'on þar sem við lentum í hinum ólík-
legustu ævintýrum. Nú þegar ég sit
um sumarkvöld við Álftavatnið
bjarta hugsa ég um allar þær stund-
ir sem við höfum átt hér saman með
góðum vinum. Hin árlega sumarferð
okkar verður tómleg án Pollu. „Já,
ég er til,“ var alltaf svar hennar ef
ég stakk upp á því að við gerðum
eitthvað saman. Oft fórum við í sund
og urðu úr því hinar bestu skemmti-
ferðir. Stundum sagði hún: „Fólki
finnst skrítið þegar ég segi að þú
sért vinkona mín, því þú ert svo
.miklu yngri.“ En í návist Pollu var
ekkert kynslóðabil til og það fylgdi
henni ávallt glaðværð og góðvild.
Elsku Sirrý mín, Sigrún, Hall-
grímur og Bjarni, við, Sif og Krist-
ján sendum ykkur og ijölskyldum
ykkar innilegustu samúðarkveðjur
og þökkum ógleymanleg kynni af
merkri konu.
, Herdís Kristjánsdóttir.
eiga fjögur börn og
eitt barnabarn. 4)
Hallgrímur Þ., maki
Sigurlaug Jónsdótt-
ir. Eiga þau þrjú
börn. Auk þess á
Hallgrímur dóttur.
5) Karl Smári, f.
26.10. 1952, d. 4.10.
1974. Hans dóttir er
Kristín María
Hlökk, sem á tvö
börn. 6) Sigrún
Kristín, maki
Tryggvi Felixson og
eiga þau þrjú börn.
Leopoldína fór
ung til Reykjavíkur og starfaði
við og nam kjólasaum hjá Re-
bekku Hjörtþórsdóttur. Hún
gerðist síðar starfsmaður Há-
skóla Islands og var m.a. um-
sjónarmaður íþróttahúss Há-
skólans.
Leopoldína verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 15.00.
Við vitum það öll, að við fæðumst
með feigðaról um hálsinn og fáum
ekki, þó fegin vildum, flúið okkar
áætlaða skapadægur. Þrátt fyrir
þessa staðreynd kemur dauðinn okk-
ur alltaf jafnmikið á óvart, þegar
hann, hljóðlátur en ákveðinn tekur
fyrirvaralaust í faðm sinn einhvern
sem okkur er kær og nákominn. Við
getum ekki horft framhjá dauðan-
um, því hann er óumflýjanleg stað-
reynd, sem hittir okkur öll fyrir,
fyrr eða síðar. Í dag kveðjum við
hljóð og með trega mikilláta konu,
sem var ölium sem þekktu hana
bæði kær og eftirminnileg sökum
mannkosta sinna.
Það var frostaveturinn mikla 1918
í október vestur á Ströndum, að lítil
og kraftmikil stúlka leit dagsins ijós.
Hún var ausin vatni og skírð Hall-
dóra Kristín Leopoldína. Vissulega
var þetta mikilúðlegt og magnað
nafn, en minna mátti það vart vera,
því tíminn leiddi það í Ijós, að merki-
leg og margþætt kona þarf og þolir
auðveldlega að bera stórbrotið nafn.
Eins og þeir vita sem þekktu Leop-
oldínu, var hún alia jafna kölluð
Polia, þó enginn hefði talið eftir sér
að nota á hana nöfnin þijú.
Mín fyrstu kynni af Pollu voru
þegar ég falaðist eftir au-pair starfi
hjá dóttur hennar, Sigríði Ellu óperu-
söngkonu (Sirrý). Polla kom þá strax
til dyranna eins og hún var klædd,
þegar hún hress og kraftmikil tók á
móti mér á heimili Sirrýar og Símon-
ar á Þrastargötu 4. Þennan dag, sem
aðra daga, var fjörugt í litla kotinu,
því Polla rétt skaust tii dyra frá
pönnukökubakstri og barnagæslu.
Mitt í bakstrinum leit Polla á mig,
sér ókunnuga og sagði stundarhátt:
„Hvað myndir þú gera, ef börnin
grétu nú öll þijú í einu?“ Það var
fátt um svör. Prófíð hefði getað
misst marks, ef Polla hefði ekki tam-
ið sér að taka fólk út á sinn hátt,
með hyggjuviti sínu og innsæi, án
efasemda. Raunin varð því sú, að
undirrituð fékk au-pair starfið og fór
með fjölskyldunni utan um páska-
leytið ánægð og sæl.
Ég fékk í upphafi Englandsferðar
minnar og síðar á heimili Sirrýjar
og Símonar úti, að kynnast allnáið
foreldrum Sirrýjar, þeim Poilu og
Magnúsi Péturssyni, sem líka er lát-
inn. Það var upphafið að vináttu
okkar. Eftir að hafa farið heim, eft-
ir stutta dvöl í Englandi, komu þau
hjónin út aftur síðar um sumarið og
létu sig ekki muna um að fara á
enskunámskeið, harðfullorðin og
hlédræg og hðfðu bæði gagn og
gaman af. Eftir að ég kom heim úr
vistinni til íslands aftur, þróuðust
máiin þannig, að ég kynntist þessum
ágætu sómahjónum ennþá betur og
eignaðist reyndar endaníega vináttu
þeirra, vegna þess að það fór vel á
með okkur, auk þess sem þau m.a.
skiptu við bankann sem ég hafði
hafið störf hjá eftir heimkomuna.
Polla var létt og kát í skapi og
með afbrigðum félagslynd og
skemmtileg kona. Hún var söngelsk
og hafði afar gaman af dansi og
annarri góðri skemmtun með vinum
og vandamönnum. Polla hafði jafn-
framt sérstaka ánægju af því að
fara á hvers kyns tónleika. Reyndar
voru þau hjónin bæði ákaflega
menningarlega innstillt og létu fá
tækifæri ónotuð til að njóta þess sem
var í gangi í bænum á sviði tónleika-
halds og óper.u og annarra lista.
Börn Magnúsar og Pollu voru
þeim afar hugleikin og eftir að hafa
alið upp stóran barnahóp hér heima,
létu þau sig ekki muna um að ferð-
ast hingað og þangað um heiminn
til þess að fylgjast með framvindu
og högum barna sinna, sem flutt
höfðu af landi brott tímabundið til
náms eða til lengri dvalar. Þessi fjöl-
skylda er óvenjulega samhent og
má öragglega rekja einmitt þá stað-
reynd í óvenjulega umhyggju og ást
foreldra þeirra á þeim öllum.
Börnin skiptu þessi góðu hjón gíf-
urlega miklu máli og þeim var ekk-
ert of gott. Það veganesti sem þetta
ágæta fólk fékk frá foreldrum sínum
að þessu ieyti, hefur öragglega auð-
veldað þeim öllum eitt og annað í
lífsins ólgusjó. Það er nefnilega mik-
il blessun og sérstök forréttindi að
eiga ást og umhyggju elskuríkra og
velviljaðra foreldra. Þetta er stað-
reynd sem þau börn þekkja, sem
hafa átt óskilyrtan og umvefjandi
kærleika foreldra sinna.
Persónuleiki Pollu var á margan
hátt óvenjulegur og hún bjó yfir
óendanlegu þreki og vilja, ef því var
að skipta. Hún átti til hvatningu og
huggun fyrir sína, ekkert síður fyrir
aðra og ókunna. Margir leituðu til
hennar eftir andlegum styrk og upp-
örvun á viðkvæmum stundum. Hún
fór ekki manngreinarálit og munaði
ekkert um að rétta þeim hjálpar-
hönd, sem á vegi hennar urðu og
þurftu á stuðningi hennar að halda.
Hún sagði stundum og meinti það:
„Gakktu í sjóðinn og sæktu þér
hnefa.“
Þegar Magnús veiktist alvarlega
komu eðliskostir Pollu sterklega í
ljós. Hún sýndi þá, að henni var
ekki alls varnað. Stuttu áður en ill-
skeytt veikindi tóku að hrjá Magn-
ús, höfðu þau hjónin hafíð byggingu
á litlu húsi við Þrastargötu 3. Það
var ekki hægt, að þeirra mati, að
hætta við hálfunnið verk. Polla tók
því byggingarmálin alfarið í sínar
hendur, þegar kraftar og þrek
Magnúsar fóru dvínandi. Þeim tókst
sameiginlega að ljúka þessari bygg-
ingu, þrátt fyrir erfið veikindi hans
og þá staðreynd, að í lokin varð hún
að sjá að mestu leyti um flóknar
byggingarframkvæmdir, ásamt því
að vera honum stoð og stytta. Stolt
en þreytt fluttu þau svo inn í litla
húsið sitt. Að lokum hafði þraut-
seigja og eðlislægur dugnaður
beggja fengið líf í þessu litla og lang-
þráða húsi á Grímstaðaholtinu. Sam-
heldni þeirra og væntumþykja hvort
á öðru gat nánast fengið fjöll til að
hreyfast úr stað, ef því var að skipta
og ef þau kærðu sig um.
Polla vann mörg og ólík störf um
dagana, en vænst þótti henni um
starfið sitt í íþróttahúsi Háskólans,
sem upphaflega var starf Magnúsar,
en hún tók síðan við í veikindum
hans. Margur háskólastúdentinn
naut velvildar og uppörvunar Pollu,
þegar viðkomandi, í framhjáhlaupi
frá íþróttaiðkun, sagði henni frá því
sem verið var að kljást við og vinna
úr heima og heiman.
Polla var einstaklega vís kona og
næm. Hún átti það til á góðum
stundum, að leiðbeina vinum og
vandamönnum með nokkuð sérstök-
um hætti. Hún var nefnilega forspá
og djúpvitur og ef á hana var geng-
ið og í henni suðað, leit hún stundum
í spil og kaffidreggjar af kunnáttu,
viðkomandi til blessunar og leið-
sagnar. Óhætt er að fullyrða, að
mikið af spádómum hennar hefur
komið fram, auk þess sem ábending-
ar hennar og innsæi urðu þeim sem
nutu áhugavert og hvetjandi um-
hugsunarefni og þess vegna hollt
og gott veganesti. Hún bað sam-
ferðafólki sínu Guðs blessunar og
hafði sérstaka trú á guðlegri forsjá
við allar aðstæður. Hún var sann-
kristin og sannaði það með verkum
sínum og velvilja til allra sem nutu
nærveru hennar og ástríkis.
Það er vissulega missir aðþessari
stórbrotnu og kjarkmiklu konu. Það
fínnum við öll, sem vorum svo lán-
söm að fá að_ njóta vináttu hennar
og velvildar. Ég vil að lokum senda
ástvinum hennar og tengdafólki
mínar dýpstu og innilegustu samúð-
arkveðjur, því þau sjá nú á eftir
elskuríkri móður og einlægum vini,
ömmu og tengdamóður inn í eilífðar-
ríki Drottins. Guð styrki og umvefji
þau öll, með kærleiksríkum náðar-
faðmi sínum, á þessum viðkvæmu
tímamótum umskipta í lífi þeirra og
tilveru.
Þú er laus frá lífsins þrautum
og liðin jarðarganga.
En áfram lifir á andans brautum
ævidaga langa.
Þú alltaf verður einstök rós
elsku vinan góða.
í krafti trúar kveiki ljós
og kveðju sendi hljóða.
(Jóna Rúna Kvaran)
Með þessum ljóðlínum kveð ég
vinkonu mína, Leopoldínu Bjarna-
dóttur, í vinsemd og með virðingu.
Blessuð sé minning hennar.
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
Það er erfitt að setjast niður og
skrifa minningarorð um hana Poliu,
ekki af því að þar sé ekki af nógu
að taka, heldur af því að sjálf var
hún svo lifandi og slíkur gleðigjafi
að ég veigra mér við að horfast í
augu við þá staðreynd að geta ekki
framar leitað til hennar.
Kynni okkar hófust með þeim
hætti að ég var vinkona Sigríðar
Ellu, dóttur hennar, en leiðir okkar
lágu saman í Vínarborg fyrir hart-
nær þijátíu árum. Og ég verð að
segja að mér fannst Sirrý öfunds-
verð af móður sinni. Fyrst af því að
mér þótti hún svo skemmtileg, síðar
vegna svo margra annarra kosta
sem komu í ijós við nánari kynni.
Því Polla reyndist ekki bara börn-
um sínum einstök móðir, heldur áttu
vinir þeirra líka greiðan aðgang að
þeirri ómældu ástúð og velvilja sem
einkenndu hana. Synja eigi góðs
þeim, er þarfnast þess, ef það er á
þínu valdi að gjöra það, segir í Orðs-
kviðunum. Eftir þeirri reglu lifði
Polla og þótt hún safnaði aldrei í
sjóði þá sem ryð og mölur fá grand-
að, átti hún sér annan og dýrmæt-
ari sjóð, sjóð andans, og þar veitti
hún báðum höndum af auði sem virt-
ist óþijótandi.
Ég veit að ég var ekki ein um það
af vinum barna hennar að sækja til
hennar huggun og styrk, þegar á
bjátaði. Og kom ætíð af hennar fundi
vopnuð eilítið dýpri skilningi á lífinu
en áður. Pollu var gefinn sá einstaki
hæfileiki að kunna listina að lifa.
Þar reyndist ég því miður heldur
aumur lærisveinn, því sá hæfileiki
verður ekki áunninn, hann hlotnast
aðeins fyrir náð. En henni tókst þó
oft að sýna mér hvernig maður
greinir hismi frá kjarna og beina
augum mínum að ýmsum sólskins-
blettum þar sem áður virtist svart-
nættið eitt. Og fyrir það verð ég
henni ævinlega þakklát.
Börnum hennar og öðrum vanda-
mönnum votta ég mína dýpstu sam-
úð.
Jóhanna Þráinsdóttir.
Hún stendur ljóslifandi fyrir hug-
skotsjónum mínum, þó þrír áratugir
séu liðnir- frá þessum sumardegi
þegar ég sá hana fyrst og sólin lék
í Ijósa hárinu hennar. Hún var með
hrífuna yfir öxlina og blússuna
hnýtta um mjttið og skupluna í hnút
á hnakkanum í garðavinnunni á
Háskólalóðinni. Lágvaxin og hnellin,
stutt í bakið og löng í hrygginn, eins
og hún sagði sjálf: „Við erum svona
af Ströndum - og svo erum við líka
göldrótt," bætti hún við og skellihló.
Þannig kom hún inn í líf nýfermdrar
og ómótaðrar stelpunni og frá þeim
degi vorum við vinir. Hún breyttist
ekkert með aldrinum, var alltaf
jafnspræk og sprelllifándi, stórgáf-
uð, þenkjandi og skemmtileg. Hrein
og bein, geislandi af lífsgleði á með-
an hún lifði heil heilsu, viljasterk í
veikindunum og merkt dauðanum
þegar hún að síðustu beið hans.
Um nýliðna páska var hún orðin
mjög veik og rúmliggjandi. En ein-
LEOPOLDINA
BJARNADÓTTIR
beittur viljinn var óbugaður, þegar
í ljós kom að of seint var orðið að
óska eftir að kjósa heima í alþingis-
kosningunum komst hún á kjörstað
á viljastyrknum einum saman. Ég
mætti henni í stiganum í Melaskól-
anum líkamlega bugaðri en sterkari
og ákveðnari í andanum en nokkurt
okkar hinna sem enn státum af góðri
heilsu og þreki. Eftir páska gátum
við spjallað saman heila morgun-
stund, en á annan í hvítasunnu
kvaddi ég hana, héit í þróttlausa
hönd hennar og horfði í bláu augun
hennar í síðasta sinn og þakkaði
samfylgdina.
Er nokkuð yndislegra en að líta
aftur til þijátíu ára vináttu, að geta
þakkað leiðsögumanninum að lok-
inni vegferð? Og hvílík gæfa er það
ekki að eiga langt líf að baki sem
helgað var kærleikanum, trúnni,
gjafmildi hugans og handarinnar.
Stör ijölskylda syrgir hana látna og
allir geta sagt um hana gengna að
með andláti hennar hafi slokknað
svolítið á sólinni. Enginn kemur í
hennar stað því lífið gefur manni
ekki marga eðalsteina eins og hana
Leopoldínu sem við kölluðum Pollu.
Á annan í hvítasunnu bað hún eins
og alltaf fyrir kveðjur til foreldra
minna, Kjartans og systkinanna, en
að þessu sinni var það síðasta kveðj-
an. Ég velti því fyrir mér á kveðju-
stundinni, hvort það væri svo að
menn eignuðust bestu vinina á unga
aldri, eða að þeir sem fullorðnir eru
og eignast unglinga að vinum, séu
besta fólkið í heiminum. Hvílík gæfa
var það ekki að kynnast trygglyndi
Pollu, að eiga þennan ráðagóða vin
og njóta umhyggju hennar. Þegar
til baka er horft og hugsað til þess
hve margir hafa orðið á vegi manns
í lífinu og hve sjaldan vináttan hefur
haldist óslitið um áratugabil, þá seg-
ir það líka sitt um þau áhrif sem
Polla hafði á mig og aðra vini sína.
Eiginmaður Leopoldínu, sem lát-
inn er, var Magnús Pétursson sem
um árabil var umsjónarmaður
íþróttahúss Háskólans og sá um
Háskólalóðina á sumrin. Þegar gras-
sprettan var sem ifiest og arfinn
ætlaði allan gróður að kæfa, var
kallað til aukafólk til vinnu á Há-
skólalóðinni og þá fengum við ungl-
ingarnir sumarvinnu. Ég og bræður
mínir, Stefán, Sigurður og Árni,
unnum þarna í nokkur sumur, en
Valborg systir okkar kynntist Pollu
og Magnúsi síðar á ævinni. Við
systkinin erum foreldrum okkar inni-
lega þakklát fyrir að þau skyldu
fela okkur í hendur þessarra yndis-
legu hjóna sem þau þekktu vel og
vissu að þau gátu treyst fyrir börn-
unum sínum á viðkvæmasta skeiði
í lífi þeirra. Magnús og Leopoldína
voru nefnilega þeirrar gerðar að
stunda hvort tveggja garðrækt og
mannrækt þarna á Háskólalóðinni
og það er skrýtið og skemmtilegt
til þess að hugsa að fyrir utan veggi
Háskólans fór fram sumarnám í lífs-
ins skóla, lífsnámið, eins og pabbi
kallaði það. Á Háskólalóðinni
kenndu þau okkur að vinna og vera
því trú sem okkur var falið, þau
smituðu okkur af metnaði sínum að
prýða og snyrta Háskólalóðina og
þau stjórnuðu okkur hvort með sín-
um hætti. Magnús var alvarlegur í
bragði og stjórnaði styrkri hendi og
beitti okkur aga, þegar unglinga-
veikin kom yfir okkur og arfa- og
grassprettan fór fram úr vinnugetu
okkar. Polla sló öllu upp í grín og
kallaði okkur „Lóðagæsirnar'*, hún
var hið milda yfirvald, beitti okkur
lagni fremur en fortölum. Sannleik-
urinn var auðvitað sá að þau sýndu
hvort með sínum hætti unglingum
virðingu og skilning, vissu að ungl-
inga þarf að taka sérstökum tökum
og umgangast þá með hæfilegri
blöndu af gamni og alvöru. Minning-
arbrotin eru mörg, bestu stundirnar
voru auðvitað þegar sólin skein og
Lóðagæsunum var safnað saman
undir vegginn á íþróttahúsinu til að
hlusta á dæguriög í útvarpinu og
Polla fór á kostum við að herma
eftir skrýtnu og skemmtilegu fólki
og fara með vísur og ljóð. Hjónin
voru afar hæfileikarík bæði tvö,
verklagin og vinnusöm svo af bar
og einstakir stjórnendur og uppa-
lendur bæði sinna fímm barna og
annarra. Við kynntumst dætrum
þeirra og sonum, þeim Sigríði Ellu,