Morgunblaðið - 16.06.1995, Page 36

Morgunblaðið - 16.06.1995, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 MIIUIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ EYJÓLFUR GÍSLASON + Eyjólfur Gíslason fæddist í Vestmannaeyjum hinn 22. maí 1897. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. júní siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 15. júní. NÚ ÞEGAR ég kveð kæran tengda- föður, Eyjólf frá Bessastöðum, hóp- ast minningarnar að og þó að aldur- inn hafi verið hár, 98 ár, er maður aldrei viðbúinn þegar kallið kemur. f Mér er í minni þegar ég kom fyrst að Bessastöðum sem tilvon- andi tengdadóttir hvað Eyjólfur bauð mig innilega velkomna og upp frá því hófst vinátta okkar sem engan skugga bar á. Við Gísli bjuggum í húsi foreldra hans fyrstu árin. Ég var ókunnug öllu í Eyjum en Eyjólfur var óþreyt- andi við að segja mér sögu eyj- anna, kenna mér að þekkja örnefni og gera mig að Vestmannaeyingi. Seinna þegar börnin komust á legg var afi natinn við að fræða þau og kenna þeim að þekkja sína heima- byggð. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og fósturfaðir, JÓN VIGFÚSSON skipstjóri, Hraunbæ 114, Reykjavfk, er lést í Landspítalanum miðvikudaginn 14. júní, verður jarðsunginn frá Nes- kirkju fimmtudaginn 22. júní kl. 15.00. Valgerður Sverrisdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Sverrir Jónsson, Halldóra S. Sveinsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GÍSLÍNA VILHJÁLMSDÓTTIR, Hringbraut 90, Reykjavík, sem lést þann 7. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 19. júní kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast af- þakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á félagið Heyrnarhjálp Ólafur Kristinn Hafsteinsson, Erna Kristín Júlíusdóttir, Hjördís Jónsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför móður okkar, HERMANNÍU MARKÚSDÓTTUR. Árni B. Jóhannsson, Hlín Schlenbaker, Krfstín A. Karlsdóttir. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar yndislegrar dóttur okkar, SELMU RÚNAR ROBERTSDÓTTUR, Grundarhvarfi 4, Vatnsenda. Ólöf de Bont Ólafsdóttir, Robert de Bont. t Útför INGIBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR frá Löngumýri, fyrrv. forstöðukonu, sem andaðist 9. júní sl., fer fram frá Áskirkju mánudaginn 19. júní kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlega láti Blindrafélagið njóta þess. Steinunn Jóhannsdóttir, Björg Jóhannesdóttir, Sigurlaug Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sigurður Óskarsson, Sigurlaug Hauksdóttir, Kristinn Hauksson, Vigfús Hauksson. Þar reri hann afi á árabát og undi sér best á sjó. Eyjólfur var mikið hraustmenni og stundaði bæði sjó og ijallaferðir. Hann var traustur og góður maður, var formaður í 40 vertíðir en stund- aði sjó í 48 ár alls. Eyjólfur var sérstaklega trúaður og fór alltaf með sjóferðabæn áður en hann fór í róður, enda farsæll. Hann var vin- sæll af mönnum sínum, enda voru sumir þeirra með honum árum sam- an og héldu tryggð við hann, þó leiðir skildu. Blaðamaður sem átti viðtal við hann fyrir nokkrum árum segir í lok greinar sinnar: „Mér fínnst þessi aldna kempa lýsa sér best með þess- um orðum: „Ég þekktist aldrei frá mínum mönnum,“ og eru það orð að sönnu.“ Síðustu 14 árin dvaldist Eyjólfur á Hrafnistu í Reykjavík. Það var alveg sama hvenær maður talaði við hann, í síma eða kom í heim- sókn, þá var hann alltaf jafnþakk- látur, sagði að sér liði vel, blessaði starfsfólkið og var svo sannarlega sáttur bæði við Guð og menn. Lát akker falla ég er í höfn, ég er með frelsara mínum. + Richard Aron Egilsson fæddist 8. nóvember 1990 í Keflavík. Hann lést á Spáni 25. maí síðastliðinn og var jarð- sunginn frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 2. júní. ELSKU Rikki okkar. Núna á þessari erfiðu stundu að þurfa að kveðja þig langar okkur að minnast þín með nokkrum ástúð- legum orðum. Það er okkur efst í huga hversu lífsglaður þú varst, elskulegur við alla og fjörugur lítill drengur. Þegar þú brostir ljómaðir þú eins og lítill engill og maður gat nú ekki annað en brosað með þér. Ég man þegar ég kom með þig af fæðingardeildinni og lét þig upp í rúm til mín þar sem þú svafst oft- ast og eftir að systur þínar komu sváfuð þið stundum öll og hundur- inn líka og hversu gott þér þótti það. Dýrin voru stór hluti af lífi þínu. Hundurinn þinn, hestarnir hans afa og fiskarnir okkar. Þegar ég lít inn í herbergið þitt liggur Cleó á sínum stað eins og hún er vön og minning- arnar allar um þig og lífsgleðina sem fylgdi þér fara um mann allan. Við höldum fast í allar góðu stundirnar sem við áttum saman og þær sem þú áttir með öðrum. Það er svo margt sem okkur langar að segja og margar minningar sem Far vel þú æðandi dimma dröfn því drottinn bregst ekki sínum. A meðan akker í ægi falla ég alla vinina heyri kalla sem fyrri urðu hingað heim. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þökk. Hildur Káradóttir. Þegar við systkinin setjumst nið- ur til þess að skrifa nokkrar línur um hann afa á Bessó er það fyrsta sem kemur upp í hugann hvað hann var hlýr. Alltaf var gott að koma til afa. Skeggbroddarnir skröpuðu vang- ann, kunnugleg neftóbakslyktin og þykkar og sterklegar hendur sem voru þó svo mjúkar og hlýjar. Afi hafði alltaf tíma til þess að tala við okkur og segja okkur af lífinu í Vestmannaeyjum til sjós og lands frá aldamótum til okkar tíma því afi var einstaklega minnugur og fróður. Við þreyttumst aldrei á því að skoða gömlu myndaalbúmin hans með bátamyndunum, myndir af áhöfnum og ýmsu skemmtilegu. Börn hændust að afa og öll mun- um við eftir þegar krakkar í hverf- inu kölluðu til hans: Halló afi - þegar við vorum á gangi með hon- um. Þá hugsuðum við með stolti við viljum deila með öðrum, en lát- um nægja að segja hversu mikla ást þú færðir okkur og öllum þeim sem voru þér nærri. Og ást okkar á þér. Við biðjum góðan guð að varðveita elsku litla drenginn okkar sem færði okkur alla þessa ást og gleði. Þessa litlu bæn munum við geyma í hjörtum okkar um þig og bestu stundir í Iífi okkar. Vertu, guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H. Pétursson) Megi guð varðveita þig elsku barnið okkar. Mamma, pabbi og systur. Mig langar til að minnast frænda míns með örfáum orðum. Fullur eftirvæntingar fór hann með móður sinni, hálfsystkinum og stjúpa út í heim, en það var jafnframt hans hinsta för. Við sem eftir lifum og stóðum að honum spyrjum: Hvers vegna var hann tekinn frá okkur svona ungur? Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. en hálfmóðguð - þetta er afi minn. Afi var mjög vanafastur. Þegar hann kom heim úr vinnu tókum við oft á móti honum og gengum með honum síðasta spölinn heim að Bessastöðum. Oftast átti hann eitt- hvað gott í bitaboxinu sínu sem við mauluðum á leiðinni. Hann hafði mjög ákveðnar hefðir og það sem er sterkast í minningunni er þegar afi þvoði sér úr vaskafatinu í þvotta- húsinu og síðan fengum við að að- stoða hann við að hella úr því í niðurfallið. Eftir það var farið upp á loft til ömmu sem lumaði á kónga- brjóstsykri úr ísskápnum eða kexi úr litlu kextunnunni. Eftir gos komu afi og amma sér vel fyrir í Garðinum og áfram var gott að koma til þeirra. Síðar fluttu þau á Hrafnistu í Reykjavík. Þrátt fyrir að hugurinn væri bundinn við Éyjarnar undi afi sér alltaf vel hvar sem hann var. Elsku afi, við þökkum þér fyrir allt sem þú varst okkur. Þegar sígur sólin rauð sundin gulli þekur. í hjarta mínu á ég auð sem enginn frá mér tekur. Eyjólfur, Margrét og Gunnhildur. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (Bjöm Halldórsson) Elsku Egill, ég bið Guð að styrkja þig og foreldra þína í sorginni og hins sama bið ég þér Linda og fjöl- skyldu þinni. Megi hann vaita ykkur huggun sína og frið og fullvissu þess að Rikki litli lifir. Guðrún Jóhannsdóttir. Litli frændi hann Rikki er farinn. Við erum ekki búin að meðtaka alla þessa sorg og ekki búin að sætta okkur við að slys geti komið fyrir svona lítil börn. Rikki litli var ofsalega hress og fjörugur strákur. Ég man fyrst að þegar hann var 1 árs var ég að passa hann og hann lék sér alla nóttina þar til mamma hans kom- heim. Rikki var mjög hrifinn af litlum börnum. Hann sagði við mig að hann ætlaði að verða fyrsti litli frændi að halda á frænda sínum þegar hann kæmi í heiminn. Það eru margar góðar stundir sem við höfum átt saman. Það fara svo mörg orð í að lýsa hversu mikið okkur þótti vænt um hann Rikka en við ætlum að kveðja með bæn sem hann var að reyna að læra: Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesú þér ég sendi: Bæn frá mínu bijósti sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu. Margrét frænka, Jón og Daði Már. RICHARD ARON EGILSSON + Kristinn Jóns- son fæddist 30. maí 1909. Fann lést 16. júní 1994. í DAG, 16. júní, er ár liðið frá því að afi okk- ar Kristinn Jónsson dó. Okkur langar að minn- ast hans með nokkrum orðum. Afi var nýorðinn 85 ára en ótrúlega ungur í anda og átti auðvelt með að tala við okkur þannig að við tókum eftir því sem sagt var, við urðum líka oft vör við stráks- lega stríðni hjá honum. Afi var einstaklega léttur í lund, sérstaklega þegar tekið er til þess hve hann var oft búinn að vera mikið lasinn og kvalinn. Ef við spurðum hvernig honum liði sagði hann alltaf að sér liði vel. Systkinin sögðu stundum við hann, skelfing ertu lyginn og ómerkilegur pabbi minn, við hneyksluðumst en hann hló. Við tvö elstu systk- inin viljum þakka sér- staklega þær stundir sem við áttum hjá ömmu og afa þegar við fengum að dvelja nokkra daga í einu í Reykjavík, það var ævintýri í hvert sinn. Ommu nutum við allt of stutt. Afi var svo lífsglaður að hann minnti aldrei á öldung, hláturinn var svo einlægur og kátur, á haust- dögum 1993 sagðist hann gjarnan vilja fá hvíldina, hann var búinn að láta vita hvað átti að syngja yfir honum. Milli jóla og nýárs 1993 komum við flest barnabörnin ásamt börnum okkar og börnum afa saman heim hjá Þráni og Vilborgu og þó að afi væri sárlasinn, þá naut hann þess að hafa allan hópinn sinn í kringum sig. Þetta var ljúf stund, en þó afi væri lasinn þarna, þá aðeins tveim dögum síðar kom hann austur að Lyngási með Ástu frænku og var hann ótrúlega hress og endaði á að fara að Hellu og sjá nýbyggt hús sem Eygló og Eggert voru ný- flutt inn í og var hann montinn af stelpunni. Við munum alltaf minnast afa sem besta vinar okkar sem sagði okkur sína meiningu á því sem við vorum að gera og ræddi við okkur um hlutina bæði frá sínu sjónar- horni og okkar. Afi var minnisgóður og fylgdist vel með hvort heldur var daglegt amstur barna og niðja þeirra eða fréttir af öllu þjóðlífi. Við vonum að nú dveljist afi við veiðiár fullar af fiski í fögru og hreinu umhverfi og fólkið í kringum hann sé glatt og syngi mikið, þann- ig leið afa best. Við þökkum fyrir allt sem hann var okkur, minning hans lifir. Systkinin frá Lyngási 2. KRISTINN JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.